Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 20
20 finnur.is 9. ágúst 2012 E kkert lát er á útkomu nýrra bíla frá S-kóreska bíla- framleiðandanum Kia. Sá nýjasti í flóru þeirra er Kia Optima sem fellur í D-flokk bíla hvað stærð varðar. Optima er nokkuð stór fjölskyldubíll með mikið fótarými fyrir aftursæt- isfarþega og ógnarstórt skott. Op- tima á sér reyndar forvera sem ekki hefur sést mikið af hér á landi, en sá heitir Magentis og kom fyrst á markað árið 2000. Sá bíll hét Optima á öllum öðrum mörkuðum en Í Evrópu og Kanada. Sú nýja kynslóð bílsins sem kemur nú fyrst hingað til lands með nafninu Optima er gerbreyttur bíll og hannaður eins og allir aðrir nýir bílar Kia af Peter Schreyer, einum kunnasta bílahönnuði heims sem áður vann fyrir Volkswagen og Audi. Eina ferðina enn hefur Schreyer tekist feikivel til, Optima er ákaflega myndarlegt stykki. Ytra útlit hans er miklu nær því að vera eins og á sportbíl en ekki 5 sæta fjölskyldubíl. Það er ekki ósennilegt að hönnuður bílsins hafi haft það að leiðarljósi að bíll- inn sýndist lítill, en væri stór. Ekki skemma fallegar álfelgurnar útlit- ið, en þær eru með þeim fallegri sem sést hafa og eru hluti af staðalbúnaði. Að mati grein- arskrifara er Kia Optima fallegasti bíllinn í sínum stærðarflokki, D- flokki og sumir þeirra eru miklu dýrari bílar. Optima var reyndur við bestu aðstæður á gullfallegri frönsku rivíerunni, sem rímaði vel við þennan bíl. Þar er algengara að sjá Bentley, Porsche og Mercedes bíla en það merkilega var að Op- tima bíllinn gaf þeim ekkert eftir í útliti og fékk líklega fleiri vegfar- endur til að snúa höfði. Góður akstursbíll og drjúg dísilvél Akstur Kia Optima hélst alveg í hendur við útlitið og fór mikið framúr þeim væntingum sem gera má fyrir í ekki dýrari bíl. Fjöðrun bílsins er frábær og óvenjulega sportleg. Hún er frekar stíf og fyrir vikið er hægt að leggja mikið á bíl- inn áður en hann fer að hegða sér undarlega á vegi eða missa veg- grip. Reyndir voru Optima bílar með 1,7 lítra og 136 hestafla dís- ilvél með forþjöppu og 2,0 lítra og 165 hestafla bensínvél. Þrátt fyrir lægri hestaflatölu dísilvélarinnar virkaði hún alls ekki aflminni og verður það líklega að skrifast á 330 Nm tog hennar á móti 198 Nm togi bensínvélarinnar. Báðar hæfa þessar vélar bílnum vel en því er ekki að neita að þegin hefði verið aflmeiri vél sem reynt hefði meira á vel heppnaðan undirvagn bílsins sem greinilega þolir miklu meira afl. Optima er framleiddur með alls 5 vélargerðum og eins og vanalega er hann í boði í Banda- ríkjunum með geysiöflugum vél- um, 2,4 lítra 200 hestafla og 2,0 lítra vél með forþjöppu sem skilar 274 hestöflum. Öflugasta vélin sem er í boði á Evrópumarkaði er 180 hestafla bensínvél. Þarf að snúast hratt Gera má ráð fyrir að vinsælasta útfærsla bílsins hér verði með dís- ilvélinni, en hún er mjög eyðslu- grönn og dugar bílnum merkilega vel. Ólíkt mörgum öðrum dísil- vélum þarf að láta hana snúast talsvert mikið til að hámarka afl hennar. Margar dísilvélar skila há- marksafli niður undir 1.800 snún- inga á mínútu en þessi vél fer ekki skila fullu afli fyrr en nokkuð yfir 2.000 snúninga. Verður þetta að teljast til ókosts en má reyndar bregðast við með því að stíga frísklega á eldsneytisgjöfina og halda honum ávallt í háum snún- ingi. Mjög gaman er að aka Optima bílnum þar sem tilfinning fyrir veg- inum gegnum nákvæmt stýrið er gott. Hann snarliggur á vegi og hallast mjög lítið í beygjum og undirstýring er nánast engin. Hvað akstursánægju varðar fer hann Finnur Orri Thorlacius reynsluekur Kia Optima Eftirtektarverður nýliði Morgunblaðið/RAX Að mati greinarskrifara er Kia Optima fallegasti bíllinn í sínum stærðarflokki, D-flokki og sumir þeirra eru miklu dýrari bílar. Aksturseiginleikar eru eftir því og gaman að aka Optima. Kia Optima Árgerð 2012 •Mengunargildi: • 158 g CO2/km • Farangursrými 505/1.080 l. • 1,7 l. dísilvél • 136 hö/325Nm • 6 gíra sjálfskipting • 16“ álfelgur • Eigin þyngd: 1.506 kg • Burðargeta: 544 kg • 0-100: 11,6 sek. • Hámark: 202 km/klst • Framhjóladrif • Verð: 5.190.000 kr. • 6,0 l/100 km. í bl. akstri • Umboð:Askja SÉRFRÆÐINGAR Í RAFGEYMUM Bíldshöfða 12 · 110 RVK · 577 1515 · www.skorri.is Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja mælum • skiptum um • traust og fagleg þjónusta • 30 ára reynsla MEÐ ALLIR ÚT AÐ HJÓLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.