Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 2
2 finnur.is 9. ágúst 2012 Dáðadrengurinn Friðrik Dór Jónsson hefur haft í nógu að snúast í sumar. Framundan eru enn einir tónleikarnir en Friðrik verður í hópi flinkra listamanna sem stíga á svið á útitónleikum Gleðigöngunnar. Finnur sló á þráðinn og munaði Friðrik Dór ekki um að deila með lesendum nokkrum skemmtilegum fróðleiksmolum. 1. Ég hef alla tíð haft mikla unun af því að borða. Ég er eiginlega farinn að halda að ég sé mat- arfíkill. 2. Ég hef aldrei náð því að færa áhuga minn fyrir mat yfir í eldamennsku. Ég er þó mjög fær í að elda mexíkóska grýtu úr pakka frá Toro sem ég kaupi gjarnan í Fjarðarkaup á fimmtudögum. 3. Mér þykir ótrúlega vænt um Ísland. Sem tónlistarmaður fær maður mörg tækifæri til að ferðast um landið og er það eitt af því sem ég er þakklátastur fyr- ir er varða starf- ið 4. Fyrir ári hafði ég aldrei komið til Kaup- mannahafnar. Í dag hef ég komið þangað sjö sinn- um. 5. Á þremur fyrstu árum ævi minnar fótbrotnaði ég þrisvar. Svekkjandi. 6. Mín uppáhaldskvikmynd er hin stórfenglega Rock Star með Mark Wahlberg í aðalhlutverki. Það þykir víst mjög skrýtið val. 7. Mark Wahlberg er reynd- ar bara almennt í frekar miklu uppáhaldi hjá mér. 8. Þegar ég var yngri hafði ég á tímabili mjög gaman af Origami, sat löngum stund- um við eldhúsborðið heima og bjó til papp- írsdýr og fígúrur. 9. Ég dett gjarnan út og er þá erfitt að hafa við mig samskipti. Þá er ég oftast niðursokkinn í eitthvað mjög ómerki- legt. 10. Ég vann hæfileikakeppnina Höfr- ung, sem haldin var fyrir unglinga í Hafnarfirði, tvisvar í röð. Í bæði skiptin lék ég á trommur í tónlistaratriðum. 11. Ég verð að hafa hljóðstyrkinn á út- vörpum og sjónvörpum stilltan á slétta tölu. Annars gerist eitthvað voðalegt. 12. Ég forða mér úr fjölskylduboðum þegar umræðan fer að snúast um stjórnmál. Það ætti að vera bannað að ræða slíkt þar sem á að vera gam- an. 13. Ég er mikill dýravinur. Hef dálæti á hundum og köttum. Mín uppáhaldsdýr eru samt sem áður hestar. 14. Síðasta atriði var lygi. 15. Ég lýg aldrei. ai@mbl.is TÓNLISTARMAÐURINN FRIÐRIK DÓR JÓNSSON 15 HLUTIR SEM ÞÚ VISSIR EKKI UM MIG 7 4 13 Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýverið opnaði Jóhannes Jónsson kaup- maður, löngum kenndur við Bónus, nýja matvöruverslun í Engihjalla í Kópavogi. Nýja verslunin nefnist Iceland og verður fróðlegt að sjá hvort hér er komin fyrsta búðin í keðju áþekkri þeirri sem Bónus er í dag. Mjór er mikils vísir, segir máltækið, og fæstir sáu fyrir veldið sem spratt með tím- anum upp af fyrstu versluninni sem Jó- hannes opnaði í félagi við son sinn, Jón Ás- geir, árið 1989 í Skútuvoginum. Bónus fékk fljótt góðan hljómgrunn meðal neytenda enda kærkomin kjarabót að geta verslað í lágverðsverslun á þeim tíma er samdráttur ríkti í efnahagslífi landans. Þaðan er einmitt Tímavél vikunnar komin, en RAX smellti af þeim feðgum um það leyti sem fyrsta Bón- usbúðin var opnuð fyrir 23 árum. Á þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar, bæði í sögu þjóðar og búðar, og verður forvitni- legt að sjá hver framvinda mála verður hjá Iceland – bæði þjóðinni og búðinni. Hvað það verður veit svo enginn … Tímavélin Morgunblaðið/RAX Bónusfeðgar mæta til leiks Sýning um afleiðingar kjarnorkusprengnanna, sem varpað var á japönsku borgirnar Hírósíma og Nagasaki í ágúst 1945, verður opnuð í Borg- arbókasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu, í kvöld kl. 19.30. Því tengist að kl. 22 verður kertum fleytt á Tjörninni í minningu fórnarlamba árásanna Á sýningunni eru munir frá atburðunum, áhrifa- miklar ljósmyndir og fræðsluefni. Við kertafleyt- inguna við Tjörnina flytur Inosuke Hayasaki, 81 árs gamall Japani, ávarp, en hann lifði af kjarn- orkusprenginguna í Nagasaki og var staddur í um eins kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem sprengjan féll. „Sýningin fjallar á áhrifamikinn hátt um geig- vænleg áhrif kjarnorkusprenginganna á íbúa og mannvirki,“ segir í frétt frá aðstandendum sýning- arinnar. Þar verður m.a. fjallað um skammtíma- og langtímaáhrif kjarnorkusprengja á líf og heilsu og um tilraunir til samningagerðar á alþjóðavettvangi um takmörkun og eyðingu kjarnavopna. Kjarnorkusýning í Borgarbókasafni opnuð í kvöld AFP Munir frá atburðum og áhrifamyndir Frá athöfn í Hirosima í gær þar sem hel- sprengjunnar var minnst. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannes- sen Umsjón Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Blaðamenn Sigurður Bogi Sævarsson sigurdur- bogi@mbl.is Ásgeir Ingvarsson ai@mbi.is Bergljót Friðriksdóttir beg- go@mbl.is Finnur Orri Thorlacius finn- urorri@gmail.com Auglýsingar finn- ur@mbl.is, sími 5691107 Prentun Landsprent ehf. Bíómyndin Um þessar mundir eru 50 ár liðin frá andláti Mari- lyn Monroe, kvikmyndagyðju 20. ald- arinnar. Þrátt fyrir að hún næði ekki nema 36 ára aldri markaði hún varanleg spor í kvikmyndasöguna og meðal mynda hennar eru nokkur sígild verk. Kíkið á Gentle- men Prefer Blondes, The Se- ven Year Itch eða Some Like It Hot – til að byrja með. Maturinn Hvernig stendur á þessu Miðjarðarhafslofts- lagi hér á skerinu? Þegar svona dásemdar- veður leikur við landann dag eftir dag er lag að henda í dýrindið Salade Niçoise, eða salat frá Nice. Suðrænt og seiðandi hnossgæti sem hentar einkar vel á heitum og fallegum sumardögum. Bókin Rithöfundurinn Jim Thompson (1906-1977) sér- hæfði sig í glæpasögum í rökkurstíl og margar bóka hans eru býsna mergjaðar. Þar á meðal er „The Killer In- side Me“ frá 1952, um lög- reglufulltrúann Lou Ford sem býr og starfar í smábæ í Texas. Lesendur fylgjast með Ford sem er í senn dagfarsprúður og hjálpsamur laganna vörður og um leið snargeðveikur morðingi. Menningin Sýningin Gálga- klettur og órar sjónskynsins skartar úrvali málverka eftir Kjarval en hann málaði löngum klett einn á af- skekktum stað í hrauninu á mörkum Hafnarfjarðar og Garðabæjar, norðan við Álftanesveg. Magnað efni. MEÐMÆLI VIKUNNAR Poppdívan Madonna er á tón- leikaferðalagi um Evrópu og kom fram í ólympíuhöllinni í Moskvu í fyrradag. Við það tækifæri lýsti hún því yfir að hún bæði fyrir því að stöllurnar þrjár í rússnesku pönksveitinni Pussy Riot yrðu látnar lausar. Sem kunnugt er eru sveitarmeðlimir í varðhaldi og er þeim gefið að sök að hafa móðg- að Vladímir Pútín Rússlands- forseta ásamt því að hafa lítils- virt Rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna er þær mó- mæltu Pútín og stjórnunarhátt- um hans með því að flytja lag í dómkirkjunni í Moskvu. Hafa sak- sóknarar krafist minnst þriggja ára fangelsis yfir þeim fyrir uppá- tækið, en hámarksrefsingin er 7 ár. Vonir standa þó til að þeim verði gefnar upp sakir enda eykst þrýstingur frá alþjóðasamfélag- inu, ekki síst listamannakreðs- unni, að taka ekki hart á stúlk- unum í sveitinni. Poppdrottningin styður málstaðinn AFP Dívan lætur sitt ekki eftir liggja í baráttunni fyrir betri heimi. Madonna styður Pussy Riot

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.