Morgunblaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 11
9. ágúst 2012 finnur.is 11
Eigulegir hlutir
Sítrónupressa
sem sparar
handtökin
Íslendingar búa svo vel að geta
fengið tandurhreint og ískalt vatn
beint úr krananum. Það má þó gera
vatnið ögn betra með smábragði af
ferskum ávexti og mörgum þykir al-
veg kjörið að bæta ögn af sí-
trónusafa út í glasið.
Nú er hægt að fá þennan bráð-
snjalla sítrónupressuhatt sem setja
má beint ofan á vatnsflöskuna, og
beina nýkreistum sítrónusafanum
rakleiðis ofan í ílátið.
Pressan er fáanleg í grænum og
gulum lit og passar ofan á allar
venjulegar flöskur svo notagildið er
það sama hvort sem fólk vill fá
ferskan safann út í vatnið eða létt-
bjórinn.
Pressan heitir Sombrero Citrus
Juicer og er m.a. til
sölu á Amazon-
.com og kost-
ar núna litla
8 dollara. Við
bætist síðan
sendingarkostn-
aður og opinber
gjöld.
ai@mbl.is
Í
minningunni er fjöldi krakka í
hverri einustu íbúð. Maður átti
fjölda leikfélaga í þessu
skemmtilega umhverfi í
hrauninu. Við strákarnir lékum
okkur saman alla daga. Þannig
mynduðust milli okkar sterk vin-
áttubönd sem eru enn til staðar og
verða líklega alla tíð,“ segir Guðjón
Árnason sem býr við Álfaskeið í
Hafnarfirði.
Ódýrt, gott og öruggt
Hafnarfjörður var á miklu breyt-
ingaskeiði á árunum upp úr 1960.
Íbúum fjölgaði ört og brjóta varð ný
lönd undir byggingar. Bærinn í fjör-
unni og undir hraunjaðrinum þand-
ist út. Þegar hér var komið sögu
var bygging fjölbýlishúsa orðin al-
gengur byggingamáti. Með þessu
gafst fólki líka kostur á að festa sér
ódýrt, en öruggt og gott húsnæði.
Blokkirnar við Álfaskeið í Hafnar-
firði eru byggðar í kringum 1965 og
blasa við vegfarendum sem fara
um Reykjanesbraut. „Foreldrar
mínir, Árni Guðjónsson, og Lilja
Guðjónsdóttir, hófu sinn búskap í
Kinnunum en fluttu á Álfaskeiðið
1966. Ég var þá þriggja ára gamall
og man fyrst eftir mér þarna,“ seg-
ir Guðjón sem varð fljótt virkur í
íþróttastarfi.
„Þetta var fótbolti frá morgni til
kvölds og allskonar leikir. Við Álf-
skeiðingar útbjuggum okkar eigin
vopn; svo sem tálguð spjót og
skildi. Fórum svo niður á svo-
nefndan Einarsreit þar sem Fálka-
hraunið er núna og fórum þar í
miklar orrustur við strákana á Arn-
arhrauninu. Allir komust þó held ég
óskaddaðir úr þessum leikum, sem
voru þó ansi líflegir,“ segir Guðjón
og heldur áfram:
„Seinna tók handboltinn við og
við vorum að minnsta kosti fjórir
strákar af Álfaskeiðinu sem vorum
alveg á kafi í handboltanum. Auk
mín voru þetta þeir Guðmundur
Karlsson, velþekktur fyrir góðan
árangur í sleggjukasti, og Sigþór
Jóhannesson. Við lékum allir með
FH. Þá var þarna einnig Hauka- og
handboltamaðurinn Ágúst Sindri
Karlsson, síðar skákkappi og lög-
maður. Nú og svo bjuggu þarna við
götuna ýmsir sem síðar urðu nafn-
togaðir menn. Þar get ég t.d. nefnt
vin minn Ævar Örn Jósepsson
glæpasagnahöfund og í næsta
stigagangi við okkur bjó Sólon Sig-
urðsson með fjölskyldu sinni
seinna bankastjóri Búnaðarbank-
ans og Kaupþings. Já, bankastjóri í
blokk; þannig bara var þannig.“
Aldrei búið annars staðar
Hafnfirðingar, sem gjarnan eru
nefndir Gaflarar, eru býsna trúir
bænum sínum og vilja varla færa
sig milli hverfa.
„Ég starfaði í mörg ár við sölu á
fasteignum og þá kynntist ég því
að Norðbæingar vilja halda sig
þar, fólk af Holtinu hugsar svipað
og svo framvegis. Sumir Hafnfirð-
ingar segja sem svo að þeir vilji
vera í hverfinu þar sem amma og
afi bjuggu eða foreldrarnir eða
nefna einhverjar sambærilegar
skýringar. Þessi tilvik eru alveg
óteljandi,“ segir Guðjón sem skv.
þessu býr auðvitað á Álfaskeið-
inu. Gatan nálgast raunar að vera
tveggja kílómetra löng – og nú býr
Guðjón niður undir Reykjavík-
urvegi; en þar við upphaf göt-
unnar eru lægstu húsnúmerin.
„Ég hef aldrei búið annars stað-
ar en hér í Hafnarfirði,“ segir Guð-
jón sem er verkefnisstjóri á sviði
vinnu- og atvinnumála hjá Hafn-
arfjarðarbæ. Kona hans er Hafdís
Stefánsdóttir, starfsmaður Ís-
landsbanka. Þau eiga tvö börn,
Árna Stefán og Hildi Rún. Segir
faðirinn börnin býsna helg Hafn-
arfirði og það sé í öllu samræmi
við uppvöxt þeirra og ættarfylgju.
sbs@mbl.is
Gatan mín Álfaskeið í Hafnarfirði
Tálguð spjót og skildir
Morgunblaðið/Eggert
Maður átti fjölda leikfélaga í þessu skemmtilega umhverfi í hrauninu, segir Álfskeiðingurinn Guðjón Árnason.
Hafnarfjörður
Álfaskeið
Á
lfaskeið
Re
yk
jav
íku
rve
gu
r
Re
yk
ja
ví
ku
rv
eg
ur
Fjarðargata Lækjargata
Fjarðarhraun
Flatahraun
Hjallabraut
Hra
unb
rún
Öryggisbelti?
Svo þú getir gengið burt af slysstað.
- örugg bifreiðaskoðun
Sími 570 9000 - Þjónustuver og tímapantanir 570 9090 - www.frumherji.is