Helgafell - 01.12.1954, Síða 7

Helgafell - 01.12.1954, Síða 7
LISTAMENNIRNIR OG ÞJÓÐIN 5 Rétt er að víkja hér nokkrum orðum að Bandalagi íslenzkra listamanna, en síðastliðinn vetur hélt Alþýðublaðið uppi árás- um á það í sambandi við Rómarsýninguna. Voru sakarefnin einkum þau tvenn, að ýmsir af fremstu listamönnum og rithöf- undum þjóðarinnar fengju þar ekki inni, og í annan stað hefði Bandalagið vanrækt sjálfsagða íhlutun um deilu myndlistar- mannanna. Hvorug þessara sakargifta fær þó staðizt. Banda- lagið er ekki félagsskapur í venjulegri merkingu, heldur eins- konar umboðsráð, skipað fimm fulltrúum frá hverju sérfélagi hinna ýmsu listgreina, og það getur því hvorki valið sér félags- menn né hafnað þeim. Hinsvegar má minna á það, að flestir þeir menn, sem blaðið hefur væntanlega í huga, hafa áður ver- ið félagsmenn í samtökum þeim, er Bandalagið tekur til, en hafa horfið þaðan af sjálfsdáðum, fyrir innanfélagságreining eða af öðrum persónulegum ástæðum. Slíkt getur vitanlega skeð á beztu bæjum, og ætti Alþýðublaðið að standa sæmilega að vígi um skilning á þeim hlutum. Hitt er jafn satt, að klofningur sá, er komið hefur upp í félögum rithöfunda og myndlistarmanna, er mjög til þess fallinn að veikja alla aðstöðu Bandalagsins og ber að sjálfsögðu knýjandi nauðsyn til, að á því verði ráðin bót. En meðan sá lýðræðislegi háttur er hafður á, að allar listgreinar hafi jafnan atkvæðafjölda í Bandalaginu, verður nýjum lista- mannahópum, er tekið hafa sig út lir samtökum þeim, sem fyrir eru, naumlega veitt aðild að því, þar sem atkvæðahlutfallið mundi þá raskast á kostnað annarra listgreina. Hin síðari sakar- giftin er að sama skapi sprottin af vanþekkingu á eðli og starfs- háttum Bandalagsins. Því er fyrst og fremst ætlað að fjalla um þau efni, er taka til listamannanna í heild, en lætur félögin ein um að skipa þeim málum, er varða þau sérstaklega. Það er því hæpin ályktun, að Bandalagið hefði verið sjálfkjörið til íhlutunar um listamannadeiluna, og sennilega verður enn um skeið að leita annarra aðila, þegar líkt stendur á. En fyrir því er á þetta minnzt, að mjög er athugandi, hvort hugmyndin um Listráð rík- isins muni ekki orðin tímabær. Atvikin að þátttöku íslands í Rómarsýningunni benda eindregið til þess, að slík stofnun gæti átt þörfu hlutverki að gegna.

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.