Helgafell - 01.12.1954, Síða 18

Helgafell - 01.12.1954, Síða 18
16 HELGAFELL Kaffineyzlan fer vaxandi. Um allan heim fer kaffineyzla nú vaxandi, og þó að kaffirækt sé aukin ár frá ári, þá vex neyzlan meir en því nemur, svo að bilið milli eftirspurnar og framboðs fer frekar vaxandi en minnkandi og kemur fram í hækkandi kaffi- verði. Sú lækkun sem varð á kaffiverði í sumar stafar af því, að kaffibarón- arnir í Brasilíu fengu ríkisstjórnina til að setja nýtt og hærra verð á kaffið en nokkuru sinni áður, og mátti ekkert kaffi flytja út fyrir minna verð en $0.87 pr. lbs. Þá hættu Ameríkumenn á kauphöllinni í New York að kaupa kaffi og Bandaríkjastjórn skipaði nefnd til þess að athuga kaffiverðið. Varð þetta til þess að kaffikaup frá Bandaríkjunum lækkuðu niður í svo að segja ekki neitt frá Brasilíu og lauk því stríði með því að Brasilíumenn urðu að Iáta í minni pokann og lækka kaffið til muna. Hér á íslandi hefir ávallt verið drukkið mikið kaffi og kaffikaup hafa farið vaxandi eftir því sem fólkinu hefir farið fjölgandi í landinu. En kaffi- neyzlan hefir aukizt tiltölulega meira en fólksfjölgunin. Samkvæmt verzlunarskýrzlum hagstofunnar 1952 hefir kaffi-innflutning- ur aukizt úr 1.643.000 hektólítrum á ári 1881—1885 upp í 2.975.000 hekto- lítra á árunum 1946—1950. En meðalneyzlan á mann hefir verið þessi: 1881—1885 meðalneyzla á mann kg. 5.4 1886—1890 »» — — 4.0 1901—1895 »» — — 4.3 1896—1900 »» — — 5.1 1901—1905 »* — — 6.8 1906—1910 »» — — 6.8 1911—1915 »> — — 6.0 1916—1920 »» — — 7.8 1921—1925 »> — — 6.0 1926—1930 »> — — 6.4 1931—1935 »» — — 6.5 1936—1940 »> — — 7.5 1941—1945 > > — — 8.3 1946—1950 > » — — 8.9 Þetta er gífurleg kaffineyzla, þar sem segja má að 5 manna fjölskylda fari með kaffisekkinn yfir árið (50 kg.). Enda mun leitun á þjóð sem drekkur tiltölulega meira kaffi en íslendingar. Hér á eftir fer yfirlit um kaffineyzlu

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.