Helgafell - 01.12.1954, Page 23

Helgafell - 01.12.1954, Page 23
KAUPVERÐ GÆFUNNAR 21 — Segðu mér þá hvernig þú fékkst þá. — Það var maður, sem gaf mér þá. — Hvaða maður? — Eg veit það ekki, ég þekki hann ekki. — Þú lýgur að mér, sagði faðir hans og sleppti honum. þú lýgur að mér. — Eg veit að þú getur ekki trúað mér, sagði drengurinn milli ekkasog- anna, ég veit það vel, því ég mundi ekki trúa mér sjálfur, ef ég vissi ekki að ég segði satt. Þessvegna vildi ég ekki segja þér neitt um peningana. — Eg er að reyna að hjálpa þér, sagði faðir hans, mér er sama hvort þú hefur stolið eða ekki stolið, ég er að reyna að hjálpa þér. En það get ég ekki nema þú segir mér satt. Hversvegna gaf maðurinn þér þessa peninga? — Eg veit það ekki. — Guð minn góður, drengur, ertu genginn af göflunum? Hvernig á ég að trúa þessu? — Nei, en þú spyrð og þá verð ég að svara. — Já, en segja satt. Hvenær var það, sem maðurinn gaf þér þessa peninga? — Það er meira en mánuður síðan. — Og nú loksins, einmitt daginn eftir að þú gleymir að borga þúsund krónur í bankanum, einmitt daginn eftir ferðu að eyða þeim. — Ég gleymdi ekki að borga í bankanum. — Hvar er skynsemi þín, drengur? Gaztu ekki logið sennilegar? Það liggur við að ég skammist mín fyrir hvað þú lýgur auvirðilega. — Já, ég reyndi að finna eitthvað upp, eitthvað sennilegt, en ég gat það ekki. — Jæja. þú játar að hafa logið þessu upp. — Nei, nei, það er einmitt þessvegna, ég fann ekkert upp og þessvegna varð ég að segja satt. — Hvað gaf hann þér mikið? spurði faðir hans allt í einu. Drengurinn hikaði. — Hundrað krónur, sagði hann svo, eitt hundrað krónur. Nokkrir dagar liðu, og lögregluþjónninn hringdi til skrifstofunnar, þar sem sonur hans vann, og sagðist vera að reyna að komast til botns í málinu. Hann hafði tal af forstjóranum, og það samdist svo með þeim, að jafnskjótt og lögregluþjónninn yrði hins sanna vísari, skyldi hann láta vita, og yrði þá tekin ákvörðun um framtíð drengsins á skrifstofunni. Hann nefndi þetta ekki

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.