Helgafell - 01.12.1954, Blaðsíða 26

Helgafell - 01.12.1954, Blaðsíða 26
24 HELGAFELL — Það var slæmt. Þegar þeir höfðu gengið umhverfis tjörnina og voru á heimleið, kom stálp- aður strákur á litlu bifhjóli brunandi á móti þeim. Það var Siggi. Hann fór í stóran sveig og nam staðar við hhð þeirra, og lögregluþjónninn staldraði við, en sonur hans hélt áfram. — Heyrðu, af hverju ertu ekki á þínu? kallaði Siggi og flengreið eftir drengnum þar til hann náði honum. — Hvað er að þér, maður? Hef ég nokk- uð gert þér? Drengurinn vék sér undan: — Farðu, sagði hann, farðu. — Hæ, ertu lasinn eða hvað? spurði Siggi. Svo sneri hann sér að lög- regluþjóninum. — Sá er góður. Eg hef ekkert gert honum. — Auðvitað ekki, sagði lögregluþjónninn, en ég sé að þú ert á nýju hjóli. — Já, sagði Siggi, þessvegna seldi ég honum mitt hjól í vor. Er hann aldrei á því, eða hvað? Það var reyndar ekki fyrsta klassa, en það þurfti ekki nema lítilsháttar viðgerð, — enda fékk hann það hundódýrt. — Hvað kostaði það? spurði lögregluþjónninn. — Þúsund krónur, sagði Siggi. — Það er að segja, þúsund krónur mínus tíu prósent. Eg gaf honum tíu prósent afslátt vegna þess að það var sprungið á báðum. Lögregluþjónninn þreif í hönd sonar síns. Þeir stikuðu af stað og tak hans hertist við hvert skref. — Stalst þúsund krónum, sagði hann og beit á jaxlinn, stalst þúsund krónum og eyddir afslættinum í sælgæti. Að þú skyldir ekki segja mér að ókunni maðurinn hefði gefið þér þúsund krónur. — Hann gerði það, sagði drengurinn lágt, hann gerði það, en það var svo ótrúlegt að ég sagði bara hundrað krónur. Þegar heim kom sleppti hann hendi sonar síns og leit framan í hann. And- lit drengsins var náfölt og varir hans skulfu. Faðir hans fór inn í svefnherbergi sitt og lokaði sig þar inni til næsta morguns, en allan daginn og frameftir nóttu heyrðist ekkert lífsmark í húsi hans nema fjarlægur, örvona grátur. A mánudagsmorguninn hringdi hann til forstjóra fyrirtækisins og sagði upp vinnunni fyrir hönd sonar síns. Einnig fór hann í bankann og borgaði hlaupa- reikningsgjaldkeranum þúsund krónur. Veturinn kom og drengurinn fór í skóla, en bar aldrei sitt barr. Hann var lítið með félögum sínum, heldur sat hann langdvölum í stofu og las, enda þótt ejnkunn hans bæri því ekki vitni. Litla bifhjólið lá í vanhjrðu niðri í geymslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.