Helgafell - 01.12.1954, Síða 27

Helgafell - 01.12.1954, Síða 27
KAUPVERÐ GÆFUNNAR 25 Feðgarnir fóru aldrei út saman, en stöku sinnum fékk móðir drengsins talið hann á að koma með sér. Jafnvel kvikmyndahúsin höfðu misst aðdráttarafl sitt. Hinn brostni trúnaður var að því kominn að beygja drenginn í duftið. Þegar leið á veturinn varð föður hans það fullljóst, að við svo búið mátti ekki standa. Hann hvatti drenginn ákaft til að fara í bíó, á skíði eða skauta, og á frívaktinni tók hann upp göngur sínar og lét drenginn fylgjast með sér. Þeir voru þöglir í fyrstu, en smám saman var eins og samband þeirra væri að færast í sitt fyrra horf. Svo var það eitt sinn á útmánuðum, þegar daginn var tekið að lengja og bjart var fram eftir kvöldi, að drengurinn varð samferða föður sínum heim af vakt. Þegar þeir komu að Tjarnargarðinum og ætluðu að beygja upp Skot- húsveg, sáu þeir hvar börn voru að leik og endur á vappi, svo þeir ákváðu að fara inn í garðinn. Þeir settust á bekk og virtu börn og fugla fyrir sér. Blæjalogn var og spegilsléttur vatnsflöturinn og sólroðinn. Börnin teymdu lítil skip í bandi meðfram bakkanum, og von bráðar stóð drengurinn upp og gekk til barnanna og fór að hjálpa þeim. Hann sýndi þeim hvernig þau áttu að festa stýrið til þess að skipið leitaði ekki lands þrátt fyrir taumhaldið, og líka kenndi hann þeim hvernig haga bæri hleðslu og ýta skyldi úr vör. Þegar lögregluþjónninn hafði setið stundarkorn í þungum þönkum og virt drenginn fyrir sér, varð hann þess var, að ókunnur maður stóð spölkorn frá honum og horfði á börmn. Svo sneri maðurinn sér við og einblíndi á hann, en kom því næst og bauð gott kvöld. Að kveðjum loknum varð lítil þögn og maðurinn settist. Svo sagði hann: — Er þetta sonur yðar? — Já, sagði lögregluþjónninn, stóri strákurinn, það er sonur minn. — Einmitt, sagði maðurinn, það má þekkja ykkur feðgana á svipnum. — Já, sumum finnst við líkir, sagði lögregluþjónninn, eða hversvegna spyrjið þér? Þekkið þér son minn? — Nei, sagði maðurinn, það get ég varla sagt. Og þó á ég honum meira að þakka en nokkurri vandalausri manneskju annarri. Ökunni maðurinn þagnaði og lögregluþjónninn leit á hann spyrjandi. — Yður kann að virðast það ýkjur, hélt ókunni maðurinn áfram með mestu hægð, en samt fullyrði ég, að hann hefur gert mér lífið þess virði að lifa því. — Eg skil þetta ekki, sagði lögregluþjónninn og var á báðum áttum hvað hann ætti að halda um manninn. — Það er ekki von, sagði ókunni maðurinn. Hann þagnaði andartak. Svo byrjaði hann aftur. — Við hjónin.áttum tvo syni. Fyrir þremur árum dó eldri

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.