Helgafell - 01.12.1954, Side 33

Helgafell - 01.12.1954, Side 33
Nútímalist á. Norðurlöndum Grein ljessi, sem i'jallar um norrænu listsýninguna í Rómaborg, birtist hinn 17. apríl s.l. í vikublaðinu La Fiora Letteraria, en það er talið markverðast þeirra rita ítalskra, sem fjalla um bókmenntir og listir. Höfundur greinarinnar er Fortunato Bellonzi. Það var upp úr aldamótunum síð- ustu, að hiiiir djörfustu meðal danskra listamanna vörpuðu af sér fjötrum hins þunglamalega, akademiska erfða- stíls, er studdist við himingnæfa súlu hinnar hálærðu nýklassísku stefnu undir handarjaðri Winckelmanns. Það var ekki að ófyrirsynju, að Dan- mörk var föðurland Thorvaldsens. Að vísu er höggmyndalistin ekki í fremstu línu nýbreytinganna (ætla verður, að ýmsar sérstakar menning- araðstæð'ur þar í landi hafi næstum hlotið að víkja um set við það, að fram kemur þessi \rilIti MaiUol sem Henning er), en málaralistin á fyrir sér hraða og næsta borgaralega þróun iiman vévanda franska impression- ismans. A sýningu þessari koma greinilega í Ijós kostir og innra gildi málverka eftir Weie (hann hafði þeg- ar árið 1907 dvalið á Ítalíu), hann er fínlegur í hinum björtu litasamsetn- ingum og frjáls í andanum, svo að' nálgast skennntilegar tilbendingar (sjá Smnar, frá ’38); eftir Giersing, sem á þarna. meðal annars þróttmikla mvnd, Natura morta og flöskur, markaða öruggum dráttum í hvítu, gráu og svörtu; eftir Stevns, sem hefur áberandi hlutverk á hendi í sögu hinn- ar nýrri dönsku málaralistar, hvort lieldur er fyrir endurvakningu vegg- myndarinnar (einskonar endurskin hennar er komposisjónin Brúðkaupið í Kana) eða fyrir hina stöðugu stign- ingu litanna, sem nálgast æ meira allt umfaðmandi, iðandi birtu, eins og í myndinni Skógur, frá saina ári og listamaðurinn dó. Sérstöðu hefur hins- vegar jóski bóndinn Södergaard — að mínu áliti sérkennilegasti máJari Dana og einhver hinn bezti í hvít-svörtu, — sem heldur sér kannski við nokkurs- konar expressíónisma á la Soutine, þó með mýkri og skyggð’ari blæbrigðum en fyrirmyndin, en í höfuðatriðum birtist hann sem hinn lítt menntaði listamaður, hneigður fyrir tjáningar tilfinninganna og hinnar hjartnæmu frásagnar í alþýðustíl. Með athugulli tilfinningasemi dregur liann upp hin- ar öldóttu sléttur átthaganna með dreifðu býlunum og litlu skipunum á hafinu, sem snotruð eru með vand- virkni eins og heitspjöld, og nostrar við skepnur og manneskjur, hálf-fald- ar eð'a öllu heldur sokknar niður á milli grænna, birtulausra grasreina. Aðrir danskir listamann ættu og skil- ið, að á þá væri minnst. Merkilegt, hve mikið er af góðum listakonum, Stvane t. d., sem er svo opinská í fvlgispekt sinni við Dufy og Matisse. Immanuel Ibsen með Iiina hófsam- ,legu mynd Borg, í gráum litaafbrigð- um skynsamlega blönduðum. Jön-

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.