Helgafell - 01.12.1954, Blaðsíða 33

Helgafell - 01.12.1954, Blaðsíða 33
Nútímalist á. Norðurlöndum Grein ljessi, sem i'jallar um norrænu listsýninguna í Rómaborg, birtist hinn 17. apríl s.l. í vikublaðinu La Fiora Letteraria, en það er talið markverðast þeirra rita ítalskra, sem fjalla um bókmenntir og listir. Höfundur greinarinnar er Fortunato Bellonzi. Það var upp úr aldamótunum síð- ustu, að hiiiir djörfustu meðal danskra listamanna vörpuðu af sér fjötrum hins þunglamalega, akademiska erfða- stíls, er studdist við himingnæfa súlu hinnar hálærðu nýklassísku stefnu undir handarjaðri Winckelmanns. Það var ekki að ófyrirsynju, að Dan- mörk var föðurland Thorvaldsens. Að vísu er höggmyndalistin ekki í fremstu línu nýbreytinganna (ætla verður, að ýmsar sérstakar menning- araðstæð'ur þar í landi hafi næstum hlotið að víkja um set við það, að fram kemur þessi \rilIti MaiUol sem Henning er), en málaralistin á fyrir sér hraða og næsta borgaralega þróun iiman vévanda franska impression- ismans. A sýningu þessari koma greinilega í Ijós kostir og innra gildi málverka eftir Weie (hann hafði þeg- ar árið 1907 dvalið á Ítalíu), hann er fínlegur í hinum björtu litasamsetn- ingum og frjáls í andanum, svo að' nálgast skennntilegar tilbendingar (sjá Smnar, frá ’38); eftir Giersing, sem á þarna. meðal annars þróttmikla mvnd, Natura morta og flöskur, markaða öruggum dráttum í hvítu, gráu og svörtu; eftir Stevns, sem hefur áberandi hlutverk á hendi í sögu hinn- ar nýrri dönsku málaralistar, hvort lieldur er fyrir endurvakningu vegg- myndarinnar (einskonar endurskin hennar er komposisjónin Brúðkaupið í Kana) eða fyrir hina stöðugu stign- ingu litanna, sem nálgast æ meira allt umfaðmandi, iðandi birtu, eins og í myndinni Skógur, frá saina ári og listamaðurinn dó. Sérstöðu hefur hins- vegar jóski bóndinn Södergaard — að mínu áliti sérkennilegasti máJari Dana og einhver hinn bezti í hvít-svörtu, — sem heldur sér kannski við nokkurs- konar expressíónisma á la Soutine, þó með mýkri og skyggð’ari blæbrigðum en fyrirmyndin, en í höfuðatriðum birtist hann sem hinn lítt menntaði listamaður, hneigður fyrir tjáningar tilfinninganna og hinnar hjartnæmu frásagnar í alþýðustíl. Með athugulli tilfinningasemi dregur liann upp hin- ar öldóttu sléttur átthaganna með dreifðu býlunum og litlu skipunum á hafinu, sem snotruð eru með vand- virkni eins og heitspjöld, og nostrar við skepnur og manneskjur, hálf-fald- ar eð'a öllu heldur sokknar niður á milli grænna, birtulausra grasreina. Aðrir danskir listamann ættu og skil- ið, að á þá væri minnst. Merkilegt, hve mikið er af góðum listakonum, Stvane t. d., sem er svo opinská í fvlgispekt sinni við Dufy og Matisse. Immanuel Ibsen með Iiina hófsam- ,legu mynd Borg, í gráum litaafbrigð- um skynsamlega blönduðum. Jön-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.