Helgafell - 01.12.1954, Blaðsíða 36
34
HELGAFELL
ir ) fengizt við hina æfintýralegustu
þætti nútímalistar. Og þama í norsku
deildinni kemur nokkuð, sem styrkir
mig í þeirri sannfæringu, að' sérhver
þjóð eigi að forðast allan undanslátt
frá sínu eigin upplagi, um leið og hún
réttilega kynnist af fremsta megni
öðrum þjóðum, nálægum sem fjar-
lægum, já þarna sér maður Picassó-
lærisvein, sem aðeins hefur nasasjón
af yfirborði listar hans og hefur út-
lagt snilli Vallauris á nokkurskonar
Vúlgötu, eins og við sjáum dæmi um
hér hjá okkur á Italíu hvert sem litið
er, í sveitum ekki síður en í stórbæj-
um. Picassó-lærisveinninn heitir Stor-
stein.
En Fjell er allra geðfelldasti málari
og dugmikill, þar er að finna yndis-
þokka æfintýranna, norrænu þjóð-
sagnanna í dráttum skafheiðrar list-
ar. Hann er greinilega mótaður af
Ivlimt, en hann kann að tileinka sér
þennan lýríka skrautmyndaheim og
hefur til allrar hamingju fellt niður
hinar altof áberandi bókmenntalegu
bakhugsanir, svo að eftir verður hóg-
vær þjóðháttalýsing í anda hins gotn-
eska blómastíls. All-mikill fyrirferðar
er hópur þeirra, sem á árunum 1907
til 1911 gengu í skóla hjá Matisse.
En beztu myndirnar þóttu mér vera
Dagrenning eftir Lie-Jörgensen og
Gamli búgarðurinn eftir Enger, gáfu-
lega uppsett mynd.
Það, sem náttúrlega yfirskyggir
alla þama, er persónuleiki og heims-
frægð Edvards Munch, sem við feng-
um tækifæri til að dást að á minn-
ingarsýningu verka hans á síðustu
listsýningunni í Feneyjum. Á yfir-
standandi sýningu eru fá verk eftir
Munch, en þó nægilega mörg til að
undirstrika liið sanna málaraeðli hans,
bæði á frumbýlingsárunum, þegar
hann var í tengslum við nýróman-
tískuna, og eins frá síðari þróunar-
ferli hans í byltingarátt. Vetur á jirð-
inum er mjög fagurt málverk (minn-
umst þess, að það hefur ártalið 1915),
og Kragerö-gata, þrem ámm eldra, er
kannski ennþá nýtískara í ferskri
hitaglóð sinni, sem haldið er í skefj-
um með' strengilegri uppbyggingu.
Jafnvel í verkum, sem ekki eru eins
fullkomlega útfærð, er þó hönd meist-
ara að verki; þannig er snjóbreiðan
í Hestur á stökki, natura morta á
borðinu til liægri handar í Dauði
Marats, sambærileg við það bezta
eftir De Pisis. En málverkið, sem
dýpst áhrif lætur eftir sig þarna, er
eitt hinna síðustu eftir málarann:
Sjáljsmynd milli klukkunnar og hvíl-
unnar (1914), frjálsleg sköpun, djörf
uppbygging og litauðgi. Óþarft er að
geta þess, að svartmyndir Munchs eru
nær allar mjög fallegar, líka þar sem
hann minnir á Daumier eða Forain.
I svartmyndum má ekki ganga fram
hjá Astrup, tréskurð'armeistara meðal
hinna fremstu, einkum í draugaleg-
um tunglskinssenum, né hinum mjög
fínlega eirstungumálara Dahl, sem í
Sveit og Snjór í garðinum nær með
óviðjafnanlegri leikni alveg sérstök-
um blæhrifum. Meðal hinna lítt
glæsilegu höggmynda frá Norður-
löndunum má þó nefna verk Norð-
mannsins Meyer, Móðir og sonur,
(tré).
Arið 1900 hefur nútímalist göngu
sína í Svíþjóð. Það eru Matisse-arn-
ir og Césanne-arnir sænsku, sem snúa.
þá heim til föðurlandsins, opna sýn-
ingu í Stokkhólmi og ganga af þjóð-
legu rómantískunni dauðri, enda hún
þá löngu komin að fótum fram. Um