Helgafell - 01.12.1954, Page 41

Helgafell - 01.12.1954, Page 41
LISTIR 39 reyndar oft beinlínis skínandi fagur á háu tónunum. I rödd Ketils bregður oft fyrir sveiflum, sem hitta áheyr- andann alveg í hjartastað. Um Guð- mund Jónsson þarf ekki að fjölyrða. Söngur hans er stórkostlegur. Mjög ber að fagna hinum ágæta kór leikhússins. Þar sem söngstjórinn dr. IJrbancic er í essinu sínu er söng- ur kórsins ljúfur og tær eins og sum- arblærinn, ofar öllum strangleik kunn- áttu og erfiðismuna, en lífið er ekki tómur leikur og sætur draumur. Þeg- ar stormar lífsins æða um sviðið þarf að taka karlmannlega á móti og þá leitar manneskjan á náðir þess de- móns, sem byggir undirdjúpin og á furðurík ítök í allri hennar gleði og þrá eftir fegurð og yndi. Dr. Urbancic þyrfti að vera svo sem einn vetur í Svartaskóla. Þó tónlistarunnendur hafi mikið til síns máls er þeir krefjast þess að stað- ið' sé við þau loforð þjóðleikhússtjóra og formanns þjóðleikhússráðs að flutt sé hér árlega að minnsta kosti ein ópera, mun það yfirleitt mjög fjarri óskum flestra þeirra að vilja gera Þjóðleikhúsið fyrst og fremst að óperuhúsi, og kom þeim þ)að ekki að- eins mjög á óvart, heldur olli bein- línis vonbrigðúm, er orðsins list var úthýst úr musteri íslenzkrar tungu um sjálfa jólahátíðina, en það hefur verið föst venja hér í áratugi að velja til sýningar á jólunum öndvegisverk leikbókmenntanna eða þjóðleg leikrit, sem ef til vill væri eðlilegra. Núna gekk allt hið glæsilega fastráðna starfslið leikhússins auðum höndum þegar allir þrá góða og holla skemmt- un. Þetta var mjög óviturleg og mis- heppnuð' ráðstöfun og virðingarleysi fyrir fögrum venjum hinnar merku stofnunar. Margar ástæður eru fyrir því að heppilegt er að flytja hér óperur á vorin og fram á sumar. I fyrsta lagi er ástæðulaust að úthýsa hinu fasta starfsliði úr sínum eigin húsum að nauðsynjalausu. A þessum tíma árs er það fráleitt. Það er bæði miklu auðveldara og ódýrara að ná til er- lendra krafta, sem oft er nauð'synlegt, og gildir það jafnt um söngvara og stjórnendur. Um jólin ætti að flytja hér stór kórverk í kirkjum bæjarins. Og þá má ekki loka augunum fyrir því að óperusýningar eru miklu kostnaðarsamari en venjuleg leikrit. Með því að láta þær hefjast undir lok leikársins notast leikkraftar leik- hússins miklu betur og hægt er þá að ná til fjölda. manna úr nágrenni bæj- arins og jafnvel utan af landi. Allar óperur, sem hér verða fluttar í framtíðinni, ætti að syngja á frum- málinu, og mjög mun þeirri uppá- stungu tónlistarráðunauta leikhússins verða vel tekið, að hljómsveitarstjóri sé fenginn frá landi tónskáldsins, franskur maður til að stjórna Carmen, Itali til að flytja hér ítalskar óperur og Þjóðverji með óperur Mozarts, Wagners og Webers. R. J.

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.