Helgafell - 01.12.1954, Qupperneq 45

Helgafell - 01.12.1954, Qupperneq 45
LISTIR 43 tileinka sér sérkenni landsins, náttúru þess, þjóðlíf og sögu. Fyrir því hafa tveir ólíkir heimar einatt togast á í verkum hennar og hafa einkum sum- ar fyrri myndir liennar goldið þess í nokkru. Slíkt er vitanlega mjög skilj- anlegt. Öll list er mjög bundin upp- runa listamannsins og flestum reynist það ofurmannlegt átak, að finna henni rætur í nýjum jarðVegi. Myndir þær, sem frúin hefur á þessari sýn- ingu og allt eru myndir frá íslenzku landslagi og þjóðlífi, eru margar mjög sannfærandi og fáum mun koma til hugar og þar hafi útlendingur verið að verki. Sveinn Þórarinsson er mjög sér- kennilegur málari og hefur hann stundum verið kallaður „Fjalla-Ey- vindur“ íslenzkra málara, og á sú nafngift mikinn rétt á sér. Það er ekki fegurð landsins eða brosmildi lífsins er grípur hug málarans, heldur miklu fremur ömurleiki hins hversdagslega landslags og lífsbaráttu, sem oft sýn- ist svo gersneytt þeirri heitu eftir- væntingu, er leiðir til háleits skáld- skapar og hugarflugs. Og þegar hann horfir á náttúruna, er það venjulega yfir auðnir landsins, úr átt útilegu- mannsins og af hans sjónarhóli. Þetta er ein af orsökunum til þess, hve Sveinn er umþráttaður málari. Þeir, sem láta sér sjást yfir þann frum- stæða. náttúrukraft, sem gefur mynd- um hans hinn sérkennilega ramma moldarlit og orsakar þann áhrifa- mikla fjallanæðing, sem fer um taug- ar áhorfandans, verða fyrir vonbrigð- um á sýningum Sveins, en hinir, sem vanir eru að klæða af sér hið ís- lezka veðurfar, finna aðeins þægileg- an kul og notalegan ilm úr jörðu. Annars ber síðasta sýning Sveins það með sér að hann er lagð'ur af stað til mannabyggða og farinn að skynja landið og lífið með nýrri sjón, en þróttur útilegumannsins er enn í kögglunum. ----o---- Jón Englberts átti flest verk á sýn- ingunni. Fylltu myndir hans fjóra hliðarsalina, er vita að austurbænum. Jón er einn af okkar hugkvæmustu og kunnáttusömustu málurum og hann á nokkur verk í hópi hinna frumlegustu og unaðslegustu, sem gerð hafa verið á Isiandi. Jón er oft dálítið ofsafeng- inn og tillitslaus í tjáningu sinni og meðferð hans á litum og mótívum er oft mjög æsandi og minnir stundum á æskuverk Davíðs Stefánssonar. Er það sízt að lasta, því mönnum finnst einmitt, að þeirra skapheitu ástarjátn- inga til fóstru vorrar, móður náttúru, sem einkenna inörg fegurstu Ijóð Davíðs og Tómasar, mætti að skað- lausu gæta meira í verkum ungu lista- mannanna okkar, jafnvel þótt það yrði stundum á kostnað hinna þaul- hugsuðu forma og örugga samleiks kaldra, steriliseraðra lita. Maður vill gjarna finna hæfileikann til þess að elska lífið og sjá hættur þess fara eldi sínum um myndflötinn og blaðsíður bókanna. Hjá Jóni gætir víða áhrifa Munchs og Kjarvals og er það síður en svo ámælisvert ef honum tekst einnig að tileinka sér óbrigðula vinnugleði þeirra og úthald. Þótt erf- itt sé að benda á margar einstakar myndir, sem beri af öðrum á sýning- unni, þá eru þær langflestar stórfal- legar, en jafnast samt yfirleitt ekki við ýmislegt af því bezta, er hann hefur gert. Myndir Jóns eru alltaf ferskar og bráðlifandi en aldrei dauðar eða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.