Morgunblaðið - 06.12.2012, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2012
10 Gæludýrahagkerfið í desember
SJALDAN SEM HUNDARNIR REYNA AÐ BÍTA
Sumir láta hafa mikið fyrir sér
Starfsmenn hárgreiðslustofa, tískubúða og matvöruverslana þurfa alla
jafna ekki að hafa áhyggjur af að vera bitnir og klóraðir af viðskiptavin-
unum. Á dýrasnyrtistofunni er á ýmsu von en þrátt fyrir stöku erfiða
viðskiptavini segir Ásta starf dýrasnyrtisins ákaflega skemmtilegt og
gefandi. „Það gerist sárasjaldan að hundar reyni að glefsa í snyrtinn og
dugar þá yfirleitt að setja á þá múl til að þeir róist. Örfáir skjólstæð-
ingar stofunnar eru svo órólegir að það verður að svæfa þá fyrir snyrt-
inguna og fáum við þá dýralækni til okkar sem annast svæfinguna,“ út-
skýrir hún. „Það er helst að þurfi stundum að hafa mikið fyrir sumum
hundunum því þeir eru á hreyfingu og leyfa manni aldeilis að vinna fyrir
kaupinu.“
Ásta segir það góða reglu að temja hunda og síðhærða ketti snemma
á að heimsækja snyrtistofuna enda stafi óróleiki og árásargirnd yf-
irleitt af því að dýrin hafa ekki fengið að venjast þessu umhverfi strax á
unga aldri. „Um leið og búið er að klára bólusetningarnar er um að gera
að líta inn og koma í einfalda snyrtingu sem hluta af þjálfun og uppeldi
dýrsins.“
ALLTAF AÐ LÆRA EITTHVAÐ NÝTT Í STARFINU
Þarf langa og mikla þjálfun
Ásta María hóf reksturinn í bílskúrnum við heimili sitt. Viðtökurnar
voru góðar og jókst starfsemin nokkuð hratt fyrstu árin svo flytja þurfti
í stærra húsnæði þar sem snyrtistofan er nú. Dýrasnyrting er ekki lög-
gild starfsgrein en engu að síður liggur mikil þjálfun og menntun að
baki góðum dýrasnyrti.
„Að ná góðum tökum á grunnatriðunum tekur varla nema 12 vikur en
það þarf að byggja mikið ofan á þann grunn áður en hægt er að byrja að
reka dýrasnyrtistofu. Að ná upp verulegri færni tekur ekki skemmri
tíma en ár og síðan er stöðugt hægt að taka framförum í vinnubrögðum
og aðferðum. Að miklu leyti byggist hæfni dýrasnyrtisins á langri þjálf-
un þar sem smám saman er verið að fínpússa handtökin og fullkomna
aðferðirnar.“
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Í desember fyllast hárgreiðslustof-
urnar af prúðum körlum og konum
enda gengur ekki annað en að fagna
jólunum fallega klipptur og snyrtur.
Eins og Ásta María Guðbergs-
dóttir bendir á á það sama við um
hundana. „Desember er annasam-
asti tími ársins og álagið svipað og í
kringum sýningar. Munurinn er
bara sá að þegar sýningar eru
haldnar er allt á fullu í tvo eða þrjá
daga fyrir sýninguna en í desember
er allt uppbókað út allan mánuðinn.“
Bæta við fólki í mánuðinum
Ásta er annar eigenda dýrasnyrti-
stofunnar Dekurdýr á Dalvegi. „Nú
þegar eru nærri öll pláss bókuð
fram að jólum, fastir starfsmenn
þurfa að vinna langa vinnudaga og
þegar nær dregur jólum verðum við
hreinlega að fá inn aukastarfsfólk á
stofuna til að anna eftirspurn,“ segir
Ásta og bætir við að reynt sé eftir
fremsta megni að koma öllum að
sem vantar snyrtingu.
Það eru ekki bara reffilegir
sýningarhundar með krefjandi feldi
sem koma í jólaklippingu. „Þetta
eru líka ósköp venjulegir hundar af
öllum mögulegum tegundum, eins
og t.d. snögghærðir labradorar og
pug-hjartaknúsarar sem eru nær
sjálfhreinsandi og þurfa varla bað
nema á hálfs árs fresti. En eigend-
urnir taka eftir því ef hundurinn er
búinn að fá bað og snyrtingu og vilja
hafa besta vininn ilmandi, glansandi
og upp á sitt besta þegar jólin ganga
í garð.“
Merkilegt nokk þá stafar álagið
í desember nær eingönu af auknum
heimsóknum hunda. Kettirnir virð-
ast síður þurfa að láta punta sig
sérstalega fyrir hátíðina. „Hundar
eru í meirihluta yfir árið og í desem-
ber hugsa ég að um og yfir 90%
gesta snyrtistofunnar séu hundar.
Kettirnir koma frekar til okkar
jafnt og þétt árið um kring.“
Þó hunda- og kattasnyrting
teljist varla til brýnustu útgjalda
heimilisins er ekki að greina að við-
skiptavinir Dekurdýra hafi haldið
mjög að sér höndum í kreppunni.
Ásta byrjaði að starfa sem dýra-
snyrtir árið 2006 og segir viðskiptin
hafa vaxið hægt en örugglega alla
tíð síðan. „Niðursveiflan varði ekki
nema í 2-3 mánuði strax eftir banka-
hrun þegar óróleikinn var hvað
mestur, en það gekk fljótt yfir. Nóg
er að gera hjá okkur og höfum við
meira að segja þurft að fjölga
starfsfólki.“
Ásta segist leita ýmissa leiða til
að létta gæludýraeigendum út-
gjöldin sem fylgja því að hugsa vel
um og snyrta dýrið. Óhjákvæmilegt
hafi verið að hækka verð smám
saman enda eru t.d. flest aðföng
fengin frá útlöndum og innkaup
dýrari þegar krónan er veik. „Við
höfum m.a. boðið upp á klippikort
fyrir snyrtingu á klóm. Virkar til-
boðið þannig að ef hundurinn eða
kötturinn kemur í naglasnyrtingu
mánaðarlega þá er annað hvert
skipti frítt,“ útskýrir Ásta og bendir
á að þetta tilboð sé ekki aðeins gert
til að örva viðskiptin. „Klippikortið
stuðlar að því að fólk mæti örugg-
lega reglulega með hundinn sinn í
naglasnyrtingu en ef umhirða nagl-
anna dregst á langinn getur það
valdið vandræðum, óþægindum fyr-
ir hundinn og jafnvel sárum sem svo
geta leitt til sýkinga. Neglur vaxa
mishratt á hundum en margir þurfa
á naglasnyrtingu að halda ekki
sjaldnar en mánaðarlega og sumir
þurfa jafnvel að koma til okkar
vikulega.“
Hundarnir þurfa sína jólaklippingu
Desember er annasamasti tími ársins hjá Dekurdýrum og nærri fullbókað fram að jólum Verður ekki vör við neina kreppu
í dýrasnyrtingum og reksturinn vex hægt en örugglega Koma til móts við neytendur m.a. með klippikortum fyrir naglasnyrtingar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Rófur Ásta ásamt Húgó og Klúní. Hún segir alls kyns hunda koma í jólasnyrtingu og ekki bara sýningarhundar sem fá bað og klippingu í desember.
HEITT & KALT
Sími: 533 3060 | heittogkalt@heittogkalt.is | www.heittogkalt.is
Hátíðarstemning
að þínu vali:
Þægileg jólaveisla
Heimilisleg jólaveisla
Klassísk jólaveisla
Jólasmáréttir
Jólaveisla sælkerans
Verð á mann frá: 4.890 kr.
Allar upplýsingar og matseðlar
á www.heittogkalt.is
Jólaveisla
Fyrirtækja- og veisluþjónusta