Morgunblaðið - 05.01.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.01.2013, Blaðsíða 18
BAKSVIÐ Þorsteinn Ásgrímsson thorsteinn@mbl.is Leyfi vegna leitar og vinnslu kolefna á Drekasvæðinu var undirritað í Ráðherrabústaðnum við Tjarnar- götu í gærmorgun. Tveimur hópum voru veitt leyfi en þriðji hópurinn sem sótti um hefur enn tíma til að skila inn fullnægjandi gögnum áður en ákvörðun verður tekin um leyfið til handa þeim. Meðal þeirra fyrirtækja sem eru þátttakendur í leyfunum í þetta skiptið eru tvö íslensk félög, en það eru Íslensk kolvetni ehf. og Kolvetni ehf. Önnur félög sem taka þátt í þessum fyrsta hluta íslenska olíu- ævintýrisins eru Valiant Petrolium og Faroe Petroleum Norge AS, ásamt norska ríkisolíufélaginu Pe- toro. Það síðastnefnda kom inn með 25% hlutdeild í báða hópana í sam- ræmi við samninga milli Íslands og Noregs um leit á svæðinu. Ríkisolíufyrirtækið Petoro er 25% þátttakandi í báðum þeim hópum sem hlutu leyfi til leitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Kjell Pedersen, framkvæmdastjóri félagsins, segir að nægjanlegar vísbendingar um ol- íu séu á svæðinu svo það teljist mjög áhugavert til frekari rannsókna. Þess vegna hafi það ákveðið að taka þátt. Hann ítrekaði nauðsyn þess að horfa á olíuleit sem langhlaup þar sem tímaramminn væri í áratugum en ekki árum. Mjög áhugavert svæði „Þegar byggt er á gögnum sem Noregur hefur frá svæðinu lítur út fyrir að þarna séu merki um að berggrunnurinn sé þeirrar tegundar sem nauðsynlegt er til að finna kol- vetni,“ segir Pedersen, en hann tel- ur að forskoðanir gefi nægjanlegar vísbendingar til að gera svæðið að mjög áhugaverðum stað fyrir frek- ari tilraunir. Pedersen tekur þó fram að olíu- iðnaðurinn sé byggður á langtíma- verkefnum og nú þurfi að fara í margra ára vinnu við að rannsaka og safna gögnum. Með því geti þeir farið í nánari rannsóknir, til dæmis með bergmálssjá, en það þýði samt ekki enn að farið verði í borun. Spurður um tímarammann segir Kjell að það sé mismunandi eftir svæðum og nefnir í því samhengi að á einu svæði í Noregi hafi liðið 30 ár frá því að rannsóknir hófust þangað til farið var í boranir. Aftur á móti sé tímaramminn venjulega nokkuð styttri, en þetta taki alltaf lengri tíma en fólk vonist til. „Á næstu 10 árum er ekki mjög líklegt að við náum að hefja fram- leiðslu,“ segir hann og bætir við að horfa eigi til rúmlega 10 ára til að sjá raunverulegan árangur af svona verkefnum og á þá við þegar mögu- leiki er á að fyrstu olíunni verði dælt upp. Mikill styrkur fyrir málið Steingrímur J. Sigfússon, at- vinnuvega- og nýsköpunarráðherra, segir að það sé mikill styrkur að því að fá norska þátttöku í málið, en rík- isolíufélagið Petoro nýtti sér ákvæði í samningi milli Íslands og Noregs og verður 25% þátttakandi í báðum umsóknunum. „Við höfum átt í mjög góðu sam- starfi við Noreg, bæði milli stjórn- sýslunnar og ráðuneyta sem koma við sögu og þetta mun frekar en hitt auka á það,“ segir Steingrímur, en hann segir að fyrirtækin sjálf muni þó eiga mestan þátt í auknu sam- starfi á fyrstu árum rannsóknanna. Hann segir þátttöku norska fé- lagsins ekki síður vera fréttir en undirritun leyfanna, en það gefi verkefninu meiri kraft. „Við lítum á það sem mikinn styrk fyrir málið að fá norska þátttöku.“ Norðmenn munu á næsta ári opna svæðið sín megin, þegar norska þingið hefur samþykkt málið. Í framhaldinu munu þeir einnig fara í útboð á svæðinu sín megin. „Við bú- umst við því að innan tveggja ára verði málið komið af stað líka Noregsmegin við línuna og skilj- anlega hafa þeir áhuga á að vera með í leyfunum á Drekasvæðinu okkar megin,“ segir Steingrímur. Þrátt fyrir góð fyrirheit segir Steingrímur nauðsynlegt að hafa fæturna á jörðinni. „Þetta er ekki ávísun á olíu- eða gasvinnslu á allra næstu árum. Það er miklu líklegra að framundan sé 5 til 10 ára könnun á svæðinu áður en umsóknir bærust um boranir.“ Bent hefur verið á að enginn af risunum, sem meðal annars hafa sótt um leitar- og vinnsluleyfi á fær- eyska og grænlenska landgrunninu, sótti um leyfi hér við land. Stein- grímur segir að Ísland hafi breytt laga- og skattaumhverfinu í sam- ræmi við nágrannalöndin og segir ekkert í umgjörðinni sem hafi þar áhrif. Það sé frekar áhættan og tiltrú manna á lítið skoðuðum svæð- um sem hafi áhrif. Horft er til næstu tíu ára  Tveimur hópum veitt leyfi til olíuleitar á Drekasvæðinu  Nægjanlegar vísbendingar komnar fram um að olíu sé að finna á svæðinu  Norsk þátttaka mikill styrkur, segir atvinnuvegaráðherra Morgunblaðið/Styrmir Kári Leyfið veitt Gunnlaugur Jónsson, stjórnarformaður Kolvetnis ehf., tekur við leyfinu í gær úr hendi Guðna A. Jó- hannessonar orkumálastjóra. Fyrirtækið Íslensk kolvetni ehf. fékk einnig leyfi til leitar á Drekasvæðinu. 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2013 Ole Borten Moe, olíu- og orkumálaráðherra Noregs, var meðal þeirra sem viðstaddir voru undirritun sér- leyfa fyrir olíuleit og -vinnslu á Drekasvæðinu. Sagði hann samstarf þjóðanna náið og þetta væri upphafið að nánara samstarfi. Hann segir að Norðmenn hafi fulla trú á svæðinu og séu jákvæðir um framvindu málsins. „Ég tel að samstarfið milli Íslands og Noregs á þessu sviði sé mjög náið og þetta gæti orðið upphaf- ið að enn nánara samstarfi milli landanna varðandi þetta olíuleitarsvæði,“ segir Moe, en hann telur að ef olía finnist geti það leitt til aukins samstarfs á vett- vangi menntunar og starfsmannaþjálfunar á þessu sviði. Þegar hann er spurður um mögulega þjónustu frá Íslandi fyrir svæðið segir Moe að enn sé langt í vinnslu, en hann leggur áherslu á sameiginlega hags- muni landanna við vinnslu á svæðinu og útilokar ekki að horft yrði til Íslands sem þjónustustaðar. Segir hann að bæði sé mjög langt frá Drekasvæðinu til Noregs, auk þess sem fáir búi á Jan Mayen og það henti því ekki vel sem þjónustu- staður. Eins og stendur er verkefnið á Drekasvæðinu ekki mjög stórt í snið- um ef horft er til annarra olíu- verkefna Norðmanna. Aðspurður hvort Norðmenn séu með samstarf- inu að baktryggja sig fyrir að hafa aðgang að rann- sóknum og upplýsingum um svæðið ef svo vildi til að olía fyndist eða hvort þeir hafi fulla trú á svæðinu segir Moe að Norðmenn hafi mjög mikla trú á olíu- fundi. „Við erum hér því við teljum þetta áhugavert svæði. Við erum mjög jákvæðir og það er ástæða þess að við munum fljótlega hefjast handa við að opna svæðið Noregsmegin.“ Það gerist á komandi ári ef norska þingið samþykkir heimildir. Norðmenn hafa fulla trú á Drekasvæðinu OLE BORTEN MOE OLÍU- OG ORKUMÁLARÁÐHERRA NOREGS Ole Borten Moe A World of Service Við erum í hádegismat Við bjóðum upp á hollan og góðan hádegisverð alla virka daga fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina. Þrjá daga vikunnar bjóðum við að auki upp á grænmetisrétt – til að mæta þörfum sem flestra. Skoðaðu matarmálin hjá þér og vertu í samband við veitingasvið ISS. www.iss.is - sími 5 800 600. ”Hádegið er hápunktur dagsins hjá okkur” Fyrirtækið A4 fagnar niður- stöðu Neytenda- stofu þar sem versluninni Griffli var bann- að að nota slag- orðið „Griffill, alltaf ódýrari“. Í yfirlýsingu frá A4 segist fyrirtækið styðja heil- brigða samkeppni á markaði en „telur það neytendum ekki til góða að fyrirtæki geri lítið hvert úr öðru eða slái fram fullyrðingum sem ekki standast“. Auglýsingar, þar sem villandi upplýsingum sé haldið fram, séu ekki til hagsbóta fyrir ís- lenska neytendur, segir í yfirlýsing- unni frá A4. Neytendastofa taki það skýrt fram í ákvörðun sinni að yf- irlýsingar Griffils standist ekki og séu til þess fallnar að hafa áhrif á neytendur með villandi upplýs- ingum. Slíkt sé ekki til hagsbóta fyrir neytendur, að mati A4. A4 fagnar niður- stöðu Neytenda- stofu um Griffil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.