Morgunblaðið - 05.01.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.01.2013, Blaðsíða 24
ÚR BÆJARLÍFINU Reynir Sveinsson Sandgerði Í Sandgerði hefur verið mest at- vinnuleysi á Suðurnesjum í nokkur ár og er nú um 11 prósent. Nú standa yfir miklar byggingarfram- kvæmdir á fiskiðnaðarhúsum í bænum. Fyrirtækið Marmeti ehf. er að byggja 2.400 fermetra hús við höfn- ina sem verður tekið í notkun á næstu mánuðum og við Norðurgarð er verið að byggja 2.200 fermetra hús tengt sjávarútvegi. Þá er verið að endurbyggja 3.000 fermetra fisk- verkunarhús við Strandgötu og er áætlað að starfsemi hefjist þar á næstu mánuðum. Við Sjávargötu er verið að ljúka endurbyggingu á eldra húsnæði sem verður nýtt til verkunar á fiski. Allar þessar bygg- ingar kalla á starfsfólk til starfa og nú er bara að sjá hvort atvinnuleysið hverfi eða hvort ráða þurfi erlent verkafólk til starfa í þessum húsum.    Ferðamönnum hefur fjölgað töluvert hér í bæjarfélaginu. Má í því samhengi nefna að nú er kominn góður vegur sem tengir Sandgerði við veginn sem liggur út á Reykjanes. Þó er einn galli á þessum vegi því Vegagerðin hefur ekki fengist til að setja merki á gatnamótin sem á standi Sandgerði, heldur settu þeir upp merki sem á stendur: Hvalsnes 11 km. Bæjaryfirvöld hafa lengi bar- ist fyrir því að merkingunni verði breytt en orðið lítið ágengt.    Hvalsneskirkja er orðin 125 ára og var vígsluafmælis minnst við hátíðarguðsþjónustu á jóladag. Kirkjan ber aldurinn vel og er mikið notuð auk þess sem mikill fjöldi ferðamanna heimsækir kirkjuna á hverju ári.    BioIce rannsóknastöðin hefur verið starfrækt í Sandgerði í 20 ár og hafa þar starfað níu konur við frum- flokkun á botndýrum og önnur flokk- unarverkefni. Fyrr á árinu var fjórum þeirra sagt upp störfum og nú um ára- mótin fengu þær fimm sem eftir voru uppsagnarbréf. Ástæða lokunarinnar er sú að BioIce verkefninu er lokið.    Slökkvilið hefur verið starfrækt hér í Sandgerði í um 60 ár, fyrst sem Slökkvilið Miðneshrepps og því næst Slökkvilið Sandgerðis. Liðið hefur alla tíð verið áhugamannalið. Nú hefur verið gerður samningur við Brunavarnir Suðurnesja um samein- ingu liðsins og eru nokkrir af þeim mönnum sem hafa starfað í Slökkvi- liði Sandgerðis nú starfandi í slökkviliðinu. Tvö fiskverkunarhús í byggingu Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Framkvæmdir Tvö ný fiskverkunarhús í byggingu í Sandgerði. Þessar framkvæmdir veita mörgum atvinnu. 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2013 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Gjöld fyrir ýmsa heilbrigðisþjónustu hækkuðu nú um áramótin. Hækkun- in er að jafnaði 5,6%, samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneyt- inu. Greiðsluþátttaka einstaklinga í kostnaði vegna lyfja hækkar þá um 3,9%. Komugjöld á heilsugæslustöðvar og gjöld fyrir vitjanir heilsugæslu- lækna verða óbreytt. Komugjald á slysadeild og bráðamóttöku sjúkra- húsa hækkar úr 5.300 krónur í 5.600 kr. fyrir sjúkratryggða almennt. Fyrir komur á göngudeild sjúkra- húsa vegna þjónustu annarra en lækna hækkar gjaldið úr 2.800 kr. í 3.000 kr. Samkvæmt reglugerð um hlut- deild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu hækkar gjald fyrir ýmsa þjónustu hjá lækn- um, t.d. fyrir streptókokkarannsókn- ir úr 740 kr. í 780 kr., lykkjan hækkar úr 6.300 kr. í 6.700 kr. Krabbameins- leit á heilsugæslustöðvum og hjá heimilislæknum, t.d. legstrok, hækk- ar úr 3.700 kr. í 4.000 kr. Keiluskurðaðgerð hækkar úr 8.200 kr. í 8.700 kr. og kransæða- og hjartaþræðing um það sama. Gjald fyrir endurtengingu eggjaleiðara eftir ófjósemisaðgerð verður 228.000 kr. en var 216.000 kr. Dýrara að fá læknisvottorð Þá hækkar það að fá læknisvott- orð í flestum flokkum um nokkrar krónur, t.d. hækkar það að fá vottorð um fjarvist nemenda úr skólum úr 490 kr. í 510 kr. Fyrir hverja komu til sérgreina- læknis utan sjúkrahúsa hækkar gjaldið úr 4.200 kr. í 4.500 kr. Svæfing eða deyfing við aðgerð hækkar úr 29.500 kr. í 31.100 kr. Gjöld fyrir rannsóknir, geisla- og myndgreiningar og beinþéttnimæl- ingar hækka einnig. Fyrir hverja komu til rannsóknar á rannsóknar- stofu og vegna rannsóknar á sýni þarf nú að greiða 1.900 kr. en áður var upphæðinn 100 kr. lægri. Hér er aðeins talin upp sú hækkun sem sjúkratryggðir almennt þurfa að greiða en svo eru sérstakir af- slættir fyrir aldraða, öryrkja og börn 18 ára og yngri. Viðmiðunarupphæðin til að fá af- sláttarskírteini hækkar einnig, hún þarf nú að ná 31.100 kr. en upphæðin var áður 29.500 kr. Morgunblaðið/Kristinn Bráðamóttakan Í mörgum tilfellum er dýrara að fara til læknis í ár en í fyrra. Til dæmis hækkar gjald á slysa- og bráðamóttökum. Heilbrigðisþjónusta hækkar um 5,6%  Legstrok hækkar úr 3.700 í 4.000 kr. Reglugerðir hafa verið gefnar út um veiðar í úthafinu á nokkrum fiskteg- undum þar sem leyfilegur heildarafli er ákveðinn. Í framhaldi af því hefur Fiskistofa úthlutað aflamarki, en út- hlutunin gildir fyrir almanaksárið en ekki fiskveiðiárið. Um er að ræða kolmunna, norsk-íslenska síld, út- hafskarfa og rækju á Flæmingja- grunni. Samdráttur í síldinni, aukning í kolmunna Í fyrra var heimilt að veiða tæp- lega 122 þúsund tonn af norsk-ís- lenskri síld, en í ár verður um tals- verðan samdrátt að ræða og heim- ildir alls innan við 90 þúsund tonn. Beitir NK er með mestan kvóta í norsk-íslensku síldinni, hátt í 10 þús- und tonn, en síðan koma Vilhelm Þorsteinsson EA, Börkur NK og Heimaey VE. Heimilt er að veiða um 100 þúsund tonn af kolmunna og er það aukning um 35 þús. tonn frá síðasta ári. Beitir NK er með mestar heimildir í kol- munna eða ríflega 13 þús. tonn, Beit- ir NK er með 1.600 og Jón Kjart- ansson SU með tæp 10.500 tonn. Fundur um skiptingu Þrátt fyrir að ákvörðun um afla- mark liggi nú fyrir er ekki búið að leiða til lykta viðræður strandríkja í síld og kolmunna á Norður-Atlants- hafi. M.a. hafa Færeyingar farið fram á aukna hlutdeild í síldveiðun- um. Viðræðum um skiptingu verður fram haldið 22. janúar. aij@mbl.is Aflamark ákveðið í síld og kolmunna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.