Morgunblaðið - 05.01.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.01.2013, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2013 Það er nú endanlega ljóst að ríkisstjórnin ætlar að svíkja aldraða og öryrkja um kjara- bætur, sem þessir hóp- ar eiga rétt á. Hér á ég við kjaraskerðinguna frá 1. júlí 2009, sem lof- að var að yrði aft- urkölluð. Í at- hugasemdum með frumvarpinu um kjara- skerðinguna var sagt að kjaraskerð- ingin væri tímabundin vegna efna- hagsástandsins og þáverandi félagsmálaráðherra, sem lagði frumvarpið fram, sagði að kjara- skerðingin ætti að gilda í 3 ár. Ráð- herrar, þingmenn og æðstu emb- ættismenn sættu einnig tímabundinni kjaraskerðingu en sú kjaraskerðing var afturkölluð fyrir einu ári eða í desember 2011. Hér er því verið að mismuna þegnunum gróflega. Það er því verið að brjóta lög um málefni aldraðra en sam- kvæmt þeim lögum má ekki mis- muna eldri borgurum. Þeir eiga að sitja við sama borð og aðrir í þjóð- félaginu. Brot á umbótaáætlun Samfylkingarinnar Ef ríkisstjórnin hefði ætlað að afturkalla umrædda kjaraskerðingu árið 2013, kosningaárið, hefði frum- varp þar um verið lagt fram fyrir 30. nóvember sl. Þá rann út frestur til þess að leggja fram frumvörp, sem átti að afgreiða fyrir áramót. Það sama gilti um breytingar á fjárlaga- frumvarpinu. Ég spurði forsætis- ráðherra um mál þetta á fundi en hún sá enga möguleika á því að efna fyrirheitið um afturköllun á árinu 2013. Ég sagði þá að Samfylkingin gæti ekki farið í kosningar vorið 2013 án þess að efna fyrirheitið um afturköllun kjaraskerðingarinnar áður. Það þýðir ekkert að samþykkja siða- reglur og umbótaáætl- un í stjórnmálum, ef ekkert er farið eftir þeim samþykktum. Samkvæmt umbóta- áætlun Samfylking- arinnar á heiðarleiki að gilda í stjórnmálunum. Það er ekki heiðarleiki að svíkja gefin loforð og mismuna þegnunum gróflega. Velferðarráðherra hundsar ályktanir eldri borgara Sá ráðherra sem ber höfuðábyrgð á því að ekki er staðið við afturköllun kjaraskerðingarinnar frá 2009 er velferðarráðherra. Það er búið að senda honum fjölmargar ályktanir frá samtökum eldri borgara þar sem þess hefur verið krafist, að kjara- skerðingin frá 2009 verði aft- urkölluð. Bæði kjaramálanefnd Landssambands eldri borgara og kjaranefnd Félags eldri borgara hafa samþykkt slíkar ályktanir. En ráðherrann hefur ekkert gert með þessar ályktanir. Þær hafa lent í salti í ráðuneytinu. Þegar ráðherrar hafa verið spurð- ir um þetta mál á undanförnum mán- uðum hafa þeir gjarnan svarað að það væri verið að endurskoða lög um almannatryggingar eins og sú end- urskoðun ætti að koma í stað aft- urköllunar kjaraskerðingarinnar frá 2009. Með þeirri afstöðu er öldr- uðum og öryrkjum sýnd alger óvirð- ing. Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á afturköllun kjaraskerðingarinnar frá 2009 rétt eins og ráðherrar og al- þingismenn, sem fengu afturköllun á þeirri kjaraskerðingu sem þeir urðu fyrir. Endurskoðun almannatrygg- inga kemur ekki í stað þeirrar leið- réttingar. En auk þess hefur ekki verið staðið við að leggja fram frum- varp um endurskoðun TR fyrir ára- mót eins og lofað hafði verið. Aldr- aðir og öryrkjar eiga rétt á 20-30% hækkun lífeyris vegna kjaraskerð- ingar og kjaragliðnunar á stjórn- artíma ríkisstjórnarinnar. Á tímabilinu 2009-2012 hækkuðu laun (láglaunafólks) mikið meira en lífeyrir aldraðra og öryrkja. Til þess að jafna metin þarf að hækka lífeyri um 20-30 %. Klipið af hækkun um áramót í þriðja sinn ASÍ telur að aldraðir og öryrkjar eigi rétt á 11.000 króna hækkun líf- eyris um áramótin 2012/2013 en rík- isstjórnin ætlar aðeins að hækka líf- eyrinn um rúmlega helming þessarar upphæðar. Ríkisstjórnin ætlar því í viðbót við annað að klípa af lögmætri hækkun lífeyris um ára- mót. Er það í samræmi við fram- göngu ríkisstjórnarinnar áður gagn- vart lífeyrisþegum en ríkisstjórnin kleip af bótum aldraðra og öryrkja strax við gildistöku nýrra kjara- samninga 2011 og aftur um áramótin 2011/2012. Það er höggvið aftur og aftur í sama knérunn. Verið að svíkja aldraða og öryrkja Eftir Björgvin Guðmundsson » Sá ráðherra, sem ber höfuðábyrgð á því að ekki er staðið við aft- urköllun kjaraskerðing- arinnar frá 2009, er vel- ferðarráðherra. Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur og er formaður kjaranefndar Félags eldri borgara. - með morgunkaffinu Furðu sæta ólund- arleg viðbrögð for- manns velferð- arnefndar Alþingis við tilboði kirkjunnar (les: þjóðkirkjan) um stuðning við, ég verð að segja, hraklega leikinn ríkisspítala. Þar var ekki sleginn góður tónn. Sérstakt er einnig úr hvaða átt þessi atlaga gegn nýkjörnum bisk- upi og kirkjunni kom. Það var ótrú- legt á að hlýða að formaður velferð- arnefndar Alþingis skyldi tala eins og heyra mátti í fréttum útvarpsins á þriðja í nýári. Manni var brugðið. Nær væri að því að hyggja fyrir þing og þjóð að kirkjan er ein af mik- ilvægum velferðarstoðum sam- félagsins. Sama á við um fjölmörg önnur al- mannasamtök í landinu sem láta sig almenningsheill og velferð varða í orði og verki. Hin íslenzka þjóð- kirkja er ekki ríkiskirkja, ekki rík- isstofnun. En ríkið/ríkissjóður hefur undirgengizt tilteknar fjárhags- skuldbindingar gagnvart kirkjunni. Á móti kom eignaafsal til ríkisins. Frá hruni hefur þessi samningur verið vanefndur af hálfu ríkisins og það hlutfallslega meira að jafnaði en almennt er um aðra málaflokka. Kirkjan hefur ekki skorazt undan þátttöku í fjárhagsendurreisn sam- félagsins eftir hrun en vissulega reynt að rétta hlut sinn út frá almennu viðmiði. Kirkjuráði og kirkjuþingi ber að verja samninginn við ríkið sem og annan hag kirkjunnar. Það er ómálefnalegt að blanda þeirri varnarbaráttu við vilja og viðleitni kirkj- unnar til samhjálpar og stuðnings við velferð í samfélaginu á hvaða sviði sem er. Skrifað er: „Sælla er að gefa en þiggja“ en það er líka gott að kunna að þiggja. Það er einnig gott að sýna auðmýkt en síðra að krefjast þess af öðrum og sízt ef maður býr í glerhúsi sjálfur. Ég ætlast samt til þess að það fólk sem valið er til setu á hinu háa Al- þingi sýni því virðingu og auðmýkt í hverra umboði það situr þar. Ég efa ekki að formaður velferðarnefndar Alþingis muni biðja biskup Íslands afsökunar á framkomu sinni. Slegið á útrétta hönd Eftir Jón G. Guðbjörnsson Jón G. Guðbjörnsson »Nær væri að því að hyggja fyrir þing og þjóð að kirkjan er ein af mikilvægum velferð- arstoðum samfélagsins. Höfundur er bóndi og situr í sókn- arnefnd Norðtungukirkju. - merkt framleiðsla yfir 30 ára reynsla á Íslandi• hurðir úr áli — engin ryðmyndun• hámarks einangrun• styrkur, gæði og ending — langur líftími• háþróuð tækni og meira öryggi• möguleiki á ryðfríri útfærslu• lægri kostnaður þegar fram líða stundir• Sveigjanlegar lausnir og fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi tegundum bygginga. IÐNAÐAR- OG BÍLSKÚRSHURÐIR idex.is - sími: 412 1700 Byggðu til framtíðar með hurðum frá Idex Iðnaðar- og bílskúrshurðir úr áli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.