Morgunblaðið - 05.01.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.01.2013, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2013 Það er gott að hlusta á Rás 1. Jólakveðjurnar eru t.d. á við ró-andi lyf í spennunni síðustu dagana fyrir jól. Og jafnvel örlarþar á glettni, sbr. kveðjuna frá „hugheilu fjölskyldunni“: góð-látleg ábending um ofnotkun tiltekins lýsingarorðs. Okkur hættir víst flestum til að ofnota góð orð, og við það missa þau lit sinn. Ég er t.d. hræddur um að ég grípi allt of oft til hrósyrðisins „frábær“. Annars finnst mér of lítið um að þeim sé hrósað sem gera vel. Það hrósa t.d. ekki margir starfsfólki Rásar 1 opinberlega. Hvar værum við stödd án Sigurlaugar Mar- grétar Jónasdóttur, Lísu Páls- dóttur og Unu Margrétar Jóns- dóttur, svo ég nefni aðeins þrjú nöfn úr hópi „fjölskylduvinanna“ á Rás 1? Þegar þetta er skrifað er ég nýbúinn að hlusta á Stein Steinar (munum að seinna r-ið í Steinarr er nefnifalls-r!) lesa Tímann og vatnið á Rás 1. Í 12. kvæði er þetta erindi: „Eins og naglblá hönd/ rís hin nei- kvæða játun/ upp úr nálægð fjarlægðarinnar.“ Ég er viss um að ástríðufullur kennari gæti gert nemendum gott með því að ræða þessi orð. Hann þyrfti ekki að beita neinum lærðum hugtökum, en auðvitað sakaði ekki að minnast á refhvörf eða þversögn. Lífið er þversagna- kennt. (Hvað merkir annars lýsingarorðið naglblá? „Blá eins og nagli“, „blá eins og nögl“ eða „með bláar neglur“ eins og sumar nútímakon- ur?) Margar bækur fá litla sem enga umfjöllun í fjölmiðlum. Þetta á ekki síst við um fræðibækur. Ein slík kom út nú fyrir jólin, Handan hafsins, áður óbirtar greinar eftir dr. Helga Guðmundsson. Ég lýsti annarri bók þessa sama höfundar (Land úr landi, 2002) með þeim orðum að þar væri eins og við værum stödd í leynilögreglusögu. Það sama á við um þessa nýju bók. Með fádæma þekkingu og glöggskyggni dregur höfundurinn fram rök sem leiða að óvæntum niðurstöðum. Einna at- hyglisverðust fannst mér greinin um Færeyinga sögu, en þar setur Helgi fram ný rök fyrir því að Sturla Þórðarson hafi komið að ritun sögunnar meðan hann dvaldist vetrarlangt í Færeyjum eftir að hafa brotið þar skip sitt. Ég hlýt að hvetja menn til að kynna sér þessa bók. Stíll Helga er knappur, næstum „lakónískur“ á köflum. Þannig segir hann, eftir að hafa bent á merkileg atriði, tengd heiðni og kristni (bls. 197): „Á Vesturlandi var fólk kristið. Þar var aldrei heiðni.“ Í bókinni eru ekki alltaf gefin óyggjandi svör. En þar eru settar fram nýjar hugmyndir sem vekja nýjar spurningar. – Og gaman er að sjá hvernig Íslendingar birtast á ólíklegustu stöðum og tengjast menn- ingu annarra þjóða, sbr. greinina Ísfrón (bls. 37). Þar er brotum úr ólíkum áttum raðað saman uns kominn er fram sérkennilegur rúna- meistari, Ísfrón, sem í æsku hafði sýnt af sér allmikla mannvonsku norður í Skagafirði og hét þá Ásmundur Einarsson. Skemmtilegt hefði nú verið ef einhver útrásarmaðurinn hefði tekið upp nafnið Ísfrón á góðu árunum. Málið El ín Es th erÞað vita það ekki margir, en Steinn Steinarr var almennt talinn óþolandi, af vinum og kunningjum, fyrst eftir að hann uppgötvaði þversagnir. Ég var niðri á efri hæðinni áðan á eftir. Þar var stórt smábarn í einlitu, köflóttu teppi, sem ég kannast við en hef aldrei séð áður. Ég las fyrir það gamla sögu sem ég bjó til jafnóðum um hvíta svartfugla sem hvísluðu hástöfum örstutta ljóðabálka og urðu landsfrægir í sinni sveit. Ísfrón Tungutak Baldur Hafstað bhafstad@hi.is Ásíðustu árum hefur hugtak, sem auðvitaðhefur lengi verið til, en lengst af lítið fariðfyrir, orðið æ algengara í alþjóðaumræðum.Það er hugtak, sem á ensku kallast „Reso- urce nationalism“, en í þeim orðum felst tenging á milli auðlinda og þjóðernisstefnu, eins konar þjóðleg auðlindastefna. Nú hefur orðið þjóðernisstefna ekki verið hátt skrifað í seinni tíð en hins vegar má segja, að í hugmyndafræði, sem byggist á því að hver þjóð sé eigandi auðlinda, sem finnast á hennar yfirráðasvæði sé að finna kjarnann í þeirri sjálfstæðisbaráttu, sem íslenzka þjóðin hefur háð frá lýðveldisstofnun. Þorskastríðin voru barátta íslenzku þjóðarinnar fyrir yfirráðum yfir eigin auðlindum, sem aðrar þjóðir höfðu nýtt að hluta til öldum saman. Þeirri baráttu lauk með fullum sigri okkar Íslendinga, þegar síðasti brezki togarinn hvarf af Íslandsmiðum 1. desember 1976. Í desember sl. kom út skýrsla á vegum brezkrar hugveitu, sem gengur undir nafninu Chatham House, þar sem því er spáð að yfirráð yfir auðlindum muni verða eitt helzta kennileiti 21. aldarinnar. Vaxandi mannfjöldi og aukin velmegun bæði í Kína og Indlandi leiða til vaxandi eft- irspurnar eftir margvíslegum vörum, bæði matvælum og öðru, sem kallar á aukna nýtingu þeirra auðlinda, sem fyrir eru á jörðinni og í sumum tilvikum er langt komið að nýta. Yfirvofandi hætta á skorti á matvælum, olíu, gasi og ekki sízt vatni leiðir til átaka þjóða í milli, verðbreyt- inga, sem í sumum tilvikum leiða til mikilla pólitískra sviptinga í einstökum ríkjum og öryggisleysis, sem fólk finnur fyrir, þegar það hefur ekki lengur öruggan aðgang að grunn nauðsynjum. Þegar gífurleg verðhækkun varð á olíu upp úr 1970 og aftur um áratug síðar, vegna þess að arabaríkin ráku stóru alþjóðlegu olíufyrirtækin af höndum sér og tóku stjórn á nýtingu eigin auðlinda í sínar hendur var það aðgerð, sem var sambærileg við útfærslu okkar á fiskveiðilögsögu Íslands. En sú aðgerð umbylti efna- hag margra þjóða m.a. okkar Íslendinga. Dýrari olía þýddi gjörbreytingu í rekstri bæði sjávarútvegs- fyrirtækja og heimila. Þegar Nasser, þáverandi for- seti Egyptalands þjóðnýtti Súez-skurðinn sumarið 1956 voru Egyptar að taka auðlind, sem Súez- skurðurinn var og er fyrir þá í eigin hendur. Þegar Michel Rocard, fyrrum forsætisráðherra Frakklands, var hér á ferð fyrir nokkrum mánuðum, mátti heyra á honum að í Evrópu væru hugmyndir um að taka ætti upp sama fyrirkomulag á stjórn og eign- arhaldi norðurslóða eins og á Suðurskautslandinu, sem er eins konar almannaeign á heimsvísu. Í þeim hugmyndum felst, að auðlindir norðurslóða skuli ekki teljast eign þeirra ríkja, sem að þeim liggja heldur heimsins alls. Og þar er komi meginskýringin á því, að Evrópusambandið með sínar 500 milljónir íbúa hefur svo mikinn áhuga á fjarlægri eyju í norðurhöfum, þar sem búa 300 þúsundir manna eða rúmlega það. Ef Ís- land gengi í Evrópusambandið væri ESB búið að fá sæti við borð þeirra þjóða, sem líta svo á að auðlindir norðurslóða séu þeirra eign. Og þar með værum við að bjóða 500 milljónum manna hlutdeild í þessari hugsanlega miklu framtíðareign okkar. Kannski sjáum við þetta í skýrara ljósi, ef við horf- um til Grænlands. Það er enn stærri eyja með enn færra fólki. Og þangað horfa stórveldin nú með von- araugum, ekki sízt Kínverjar. Þeir gera sér vonir um að fá þar aðgang að auðlindum, sem þeir þurfa á að halda til þess að svara vaxandi eftirspurn á annan milljarð manna eftir margvíslegum grunnþörfum. Auðvitað finnst okkur fráleitt að 60 þúsund Græn- lendingar njóti ekki góðs af gríðarlegum auðlindum, sem þar eru til staðar. Auðvitað finnst okkur fráleitt, að aðrar þjóðir leggi undir sig auðlindir Grænlendinga. Það væri sam- bærilegt við það, þegar al- þjóðlegu olíufyrirtækin lögðu undir sig olíulindir araba- ríkjanna. En það er ekki víst að allir aðrir líti þetta sömu augum. Fyrir skömmu birtist á vefsjónvarpi brezka blaðsins Financial Times viðtal við ungan fjármálamann, sem sá þessa framvindu alla í allt öðru ljósi. Hann átti erf- itt með að leyna vanþóknun sinni á þeim kröfum þjóða, sem búa yfir auðlindum að ætlast til þess að al- þjóðleg stórfyrirtæki greiði stóran hluta af hagnaði sínum af nýtingu þeirra auðlinda til þjóðanna, sem þær eiga. Hann býsnaðist yfir því að í heimsókn til höfuðborgar eins Suður-Ameríkuríkis, hefði hann séð hundruð þúsundir manna þramma um götur og gera kröfu til þess að hagnaður af eigin auðlindum þeirra rynni í vasa fólksins í landinu en ekki sjóði alþjóðlegra stórfyrirtækja. Í margra augum verða hin hugmyndafræðilegu átök 21. aldarinnar á milli „resource nationalism“, þjóð- legrar auðlindastefnu og alþjóðavæðingar, þar sem allt á að vera opið og sem minnstar hindranir í vegi fyrir því að þeir sem hafa til þess fjárhagslegt bol- magn nýti allt sem þeir fá aðgang að eins og þeim hentar og í eigin þágu. Við Íslendingar þurfum að átta okkur á að barátt- unni fyrir yfirráðum yfir auðlindum okkar lauk ekki með lyktum þorskastríðanna. Það er nýr kafli í þeirri baráttu framundan. Sá kafli snýst um það að við njót- um sjálfir góðs af þeim aðgangi, sem við vegna legu lands okkar höfum að norðurslóðum, auðæfum þeirra og uppbyggingu. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr er það okk- ar hagsmunum til framdráttar að gerast málsvarar og merkisberar þjóðlegrar auðlindastefnu. Þjóðleg auðlindastefna Þegar Nasser þjóðnýtti Súez- skurðinn sumarið 1956 var hann að framkvæma þjóð- lega auðlindastefnu Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Þegar ég undirbjó fyrirlestur,sem ég flutti á dögunum um stjórnmálaskörunginn Winston Churchill, bar Pólland á góma í samtali við einn vin minn. Ég benti á, að eftir Münchenarsamkomulagið 1938 tóku Pólverjar þátt í að sund- urlima Tékkóslóvakíu, stukku á hið varnarlausa ríki eins og hrægamm- ur. Engu að síður fóru vesturveldin í stríð við Þýskaland, eftir að Hitler réðst inn í Pólland að vestanverðu, en skömmu síðar réðst Stalín inn í landið að austanverðu (eftir leyni- samkomulag við Hitler), en ekki var farið í stríð við hann. Vinur minn benti mér þá á aðra athyglisverða staðreynd: Stríðið hófst til að frelsa Pólland úr klóm voldugs nágranna. En eftir stríð var það skilið eftir í klóm voldugs nágranna. Í þeim skilningi var stríðið tilgangslaust. Hlutskipti Póllands á tuttugustu öld hefur verið sorglegt. Allri al- vöru fylgir þó nokkurt gaman. Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Woody Allen sagði í kvikmyndinni Manhattan Murder Mystery frá 1993: „Ég get ekki hlustað mikið á Wagner. Mig fer þá að langa til að leggja Pólland undir mig.“ Hitler og aðrir nasistar höfðu mikið dálæti á þýska tónskáldinu Wagner. Frjálslyndi flokkurinn íslenski, sem varð til upp úr 1924 og sam- einaðist 1929 Íhaldsflokknum í Sjálfstæðisflokknum, hafði kjör- orðið: „Ísland fyrir Íslendinga!“ Svipað kjörorð hafði heyrst í Sví- þjóð 1886: „Sverige för Svensk- arna!“ Þá sagði háðfuglinn Falstaff Fakir (sem hét raunar Wallen- gren), að sitt kjörorð væri: „Nordpolackarna åt nordpolack- arne“ (Norðurpólinn fyrir Norður- Pólverjana). Pólski háðfuglinn Stanislaw Lec lýsti einnig tuttugustu öldinni vel í tveimur umhugsunarverðum setn- ingum í bókinni Úfnum hugsunum sem kom út 1959. Önnur er: „Þegar myndastyttur eru brotnar, ætti að hlífa stöllunum. Þeir koma alltaf í góðar þarfir.“ Hin setningin er spurning: „Teljast það framfarir, þegar mannæta notar hníf og gaff- al?“ Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Pólland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.