Morgunblaðið - 05.01.2013, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 05.01.2013, Blaðsíða 60
Frumsýning Leikarar, leikstjóri og tökulið. Fremri röð frá vinstri: Viktor Helgi, Jökull, Sindri Freyr og Kári Þór. Aftari röð frá vinstri: Matthías Mar, Kolbeinn, Pétur Hrafn, Kári Hrafn, Dagur Andri og Nicholas. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Hafnfirskir unglingar lögðu undir sig Bæjarbíó Hafnarfjarðar í gær- kvöldi þegar kvikmyndin „Brenndir bananar 3 – ódauðleg hefnd“ var frumsýnd. „Ég klippi, leik og leikstýri mynd- inni,“ segir Jökull Bergsveinsson, kvikmyndagerðarmaður og nemandi í 9. bekk Víðistaðaskóla. Myndin er sú þriðja í röðinni og er 26 mínútur að lengd. Hann hefur þegar hafist handa við gerð fjórðu og síðustu myndarinnar í þessari seríu. Quentin Tarantino er sá leikstjóri sem Jökull lítur mest upp til. Hann efast ekki um að áhrifa hans gæti í Brenndum banönum. Áhugi Jökuls á kvikmyndagerð og leikstjórn kviknaði þegar hann horfði á myndina Lord of the Rings, þá sex ára. „Hún er uppáhalds- myndin mín því hún fékk mig til að gera bíómyndir. Mér fannst hún flott og hafði mikinn áhuga á því að vita hvernig þetta allt væri gert,“ segir Jökull. Eftir það varð ekki aft- ur snúið. Hann bjó til sína fyrstu mynd með tæknilegói þegar hann var sjö ára. Kennslumyndbönd er lúta að kvikmyndagerð skoðar hann jafnframt á vefsíðunni Youtube.com. Námskeið í New York Þrátt fyrir ungan aldur hefur Jök- ull sótt tvö sumarnám- skeið í kvikmyndagerð út fyrir landsteinana. Kvikmyndaskólinn New York Film Aca- demy varð fyrir valinu. Á námskeiðunum lærði hann að leikstýra, klippa og leika. „Ég fer örugg- lega næst á tæknibrell- unámskeið úti.“ Ljóst er að kvik- myndaáhuginn hefur hreiðrað um sig og stefnir Jökull á frekara nám á þessu sviði í nánustu framtíð. „Ég er heppinn því pabbi fram- leiddi myndina og eyddi sínum pen- ingum og tíma í hana,“ segir Jökull þakklátur. Fagmennskan hefur skilað sér, að minnsta kosti af plakati og mynd- skeiði myndarinnar að dæma. Uppselt er á fyrri sýninguna og vel gengur að selja miða á þá seinni. „Aðgangseyrir myndarinnar fer í fjármögnun á þeirri næstu. Við eyddum um 60 þúsund krónum í þessa. Ég reikna með að Brenndir bananar 4 verði dýrari því hún verð- ur vonandi lengri,“ segir Jökull glað- beittur og vildi ekki gefa mikið upp um söguþráð næstu myndar. Kvikmyndagerðin heillar  Jökull 14 ára frumsýnir fyrir fullu húsi Morgunblaðið/Árni Sæberg LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 5. DAGUR ÁRSINS 2013 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 699 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Sló farþega og hrækti ítrekað 2. Bankamaður með falsað vegabréf 3. Var húsnæðislaus en á núna … 4. „Aldrei lent í svona hálku“  Kvikmyndin XL, eftir leikstjórann Martein Þórsson, verður frumsýnd 18. janúar í Sambíóunum en upp- haflega stóð til að frumsýna myndina á nýársdag. Í aðalhlutverkum í mynd- inni eru Ólafur Darri Ólafsson og María Birta Bjarnadóttir. Myndin seg- ir af drykkfelldum þingmanni, Leifi, sem forsætisráðherra skikkar í áfengismeðferð. XL frumsýnd í Sam- bíóunum 18. janúar  Grínistar hring- borðsins nefnist nýr útvarpsþáttur sem hefur göngu sína á Rás 2 í dag kl. 13. Grínistinn Þorsteinn Guð- mundsson er um- sjónarmaður þátt- arins. Um þáttinn segir m.a. á vef RÚV að í honum leiði íslenskir grínistar saman hesta sína, ráðist með háði að fáránleika tilver- unnar og stingi með atgeirum fífla- gangsins á kýlum þjóðfélagsins. Grínistar hringborðs- ins með Þorsteini  Íris Daníelsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri menningarhúss- ins Bergs á Dalvík og hóf hún störf um áramótin. Íris er viðskiptafræðingur að mennt með áherslu á mark- aðsmál. Menning- arhúsið Berg var tekið í notkun 5. ágúst ár- ið 2009. Nýr framkvæmda- stjóri Bergs á Dalvík FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg átt, 8-13 vestantil en annars hægari. Rigning um landið vestanvert en skúrir í kvöld. Úrkomulaust að mestu N- og A-lands. Hiti 4 til 12 stig. Á sunnudag Suðaustlæg átt en breytileg um kvöldið, 8-15 m/s. Rigning S-til, slydda síð- degis NV-til, en yfirleitt þurrt NA-lands. Hiti víða 1 til 6 stig. Á mánudag Hægt vaxandi suðaustanátt, 5-15 m/s, hvassast SV-til síðdegis. Fer að rigna S-til seint um kvöldið, annars skýjað með köflum og úrkomulítið. Hiti 1 til 6 stig. Kæruleysið varð Þórsurum úr Þor- lákshöfn að falli á lokamínútunum þegar þeir töpuðu óvænt á heima- velli fyrir Skallagrími úr Borgar- nesi í úrvalsdeildinni í körfubolta í gærkvöld. Grindvíkingar eru einir á toppi deildarinnar, á undan Þór, Snæfelli og Stjörnunni. Stjarnan vann Fjölni en hinir fjórir leikirnir voru allir ójafnir. »2-3 Kæruleysið varð Þórsurum að falli Aron Kristjánsson, lands- liðsþjálfari í handknatt- leik, gerir sér enn vonir um að geta notað Ingimund Ingimundarson þegar líður á heimsmeistarakeppnina á Spáni. Ingimundur fer ekki með liðinu til Svíþjóð- ar og Spánar en æfir af krafti og gæti verið kall- aður inn í hópinn eftir fyrstu leikina í Sev- illa. »1 Enn möguleiki að Ingimundur spili Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er búinn að ná sér eftir uppskurð á öxl og fer með Ajax til Brasilíu á morgun. „Nú er takmarkið að komast í mitt gamla form, byrja að raða inn mörkum á ný og vera heill heilsu,“ seg- ir Kolbeinn sem hefur verið frá keppni síðan í ágúst. »4 Kolbeinn byrjar aftur með Ajax í Brasilíu Í stuttu máli fjallar myndin um strákana Jóa og Kára sem vakna í yfirgefnum kofa niðri við sjó. Þeir komast að því að gamall galdramaður hefur gefið þeim krafta sem gerir þá ódauðlega. Strákarnir lofa hasar, drama, ást og húmor. Tæknibrellur eru notaðar í ríkum mæli og ófá bardagaatriði líta dagsins ljós, og að sjálfsögðu koma brenndir bananar við sögu. Jökull og kvikmyndatökumaður myndarinnar, Nicholas Helgason, skrifuðu handritið í sameiningu. Með hlutverk í myndinni fara m.a. Dagur Andri Einarsson, Matthías Mar Birki- sson, Sindri Freyr Sigurðsson, Kolbeinn Sveinsson, Viktor Helgi Benediktsson og Kári Þór Birgisson. Þeir sáu alfarið um upptökur og eftirvinnslu myndarinnar. Galdrar, hasar, ást og húmor BRENNDIR BANANAR 3 ÓDAUÐLEG HEFND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.