Morgunblaðið - 05.01.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.01.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2013 Orkan gaf eina krónu af hverjum seldum lítra af eldsneyti á tíma- bilinu 1.-21. desember 2012 til Fjöl- skylduhjálpar Íslands. Upphæðin sem safnaðist var 2.883.506 krónur og var hún afhent í fyrradag. „Peningarnir koma sér mjög vel því nú erum við að gera upp við alla matarbirgja okkar. Viljum við færa viðskiptavinum Orkunnar okkar bestu þakkir fyrir ómetanlegan stuðning,“ segir í frétt frá Fjöl- skylduhjálpinni. Á myndinni eru frá vinstri: Tinna Marína Jónsdóttir, markaðsfulltrúi Skeljungs, sem rekur Orkuna, Ás- gerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands og Jón Páll Leifsson markaðsstjóri Skeljungs. Fjölskylduhjálpin fékk peningagjöf Sunnudaginn 6. janúar kl. 14 hefst Skákþing Reykjavíkur. Mótið er nú hald- ið í 82. sinn og í fjórða sinn er það haldið í sam- starfi við Kornax ehf. hveitimyllu. Núverandi skák- meistari Reykja- víkur er Björn Þorfinnsson. Tefldar verða 9 umferðir og er teflt á sunnudögum kl. 14 og á mið- vikudögum og föstudögum kl. 19.30. Skráning fer fram á heima- síðu T.R., taflfelag.is. Teflt er í hús- næði Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12. Áhorfendur eru vel- komnir. Skákþing Reykjavík- ur haldið í 82. sinn Björn Þorfinnsson Þrettándabrenna verður við Ægi- síðuna í Reykjavík á sunnudaginn. Fólk mun safnast saman við KR- heimilið í Frostaskjóli klukkan 18. Þaðan verður gengið fylktu liði nið- ur á Ægisíðu og munu nemendur í Hagaskólanum leiða gönguna með kyndlum. Þegar kveikt hefur verið í brennunni verður fjöldasöngur og mun Guðmundur Steingrímsson al- þingismaður leika undir á harm- oniku. Þrettándabrenna við Ægisíðu á morgun STUTT Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þessar rannsóknir geta hugsan- lega varðað leið okkar frekar inn í framtíðina og styrkt okkur í að þróa lyf sem byggðist á lífvirkum efnum úr þörungum Bláa lónsins,“ segir Grímur Sæmundsen, for- stjóri Bláa lónsins ehf. Fyrirtækið hefur tekið höndum saman við deildir Háskóla Íslands og Land- spítala um rannsóknir á bólgu- hemjandi efnum sem unnin eru úr þörungum Bláa lónsins. Þekkt er einstök virkni efna í Bláa lóninu; steinefni, kísill og þörungur hafa áhrif á psoriasis og ýmsa húðsjúkdóma. Bláa lónið framleiðir ýmsar húðvörur úr hrá- efnum lónsins og rekur lækninga- lind, auk baðstaðarins. Bólga er talin orsök margra sjúkdóma sem hrjá íbúa vest- rænna ríkja og hefur tíðni ýmissa sjúkdóma, svo sem psoriasis og liðagigtar, aukist mikið undan- farna áratugi. Grímur segir að vís- bendingar hafi komið fram í rann- sóknum sem Bláa lónið hefur staðið að um einstök efni sem gegni ákveðnu hlutverki við að hemja bólgur sem ónæmiskerfi lík- amans setur af stað. Markmið nýju rannsóknarinnar er að finna og skilgreina bólguhemjandi efni úr þörungum sem lifa í Bláa lóninu. Tekur hann fram að meðferð við bólgu sé ekki aðeins gagnleg við meðferð sjúkdóma heldur einnig sem forvörn gegn þeim. Hagnýting í vöruþróun „Hugsunin er að geta hjálpað einstaklingum sem þjást af bólgu- sjúkdómum ýmiskonar, sérstak- lega psoriasis, sem er á okkar sér- sviði.“ Grímur segir að rannsóknirnar séu fræðilega áhugaverðar en þær eigi sér einnig hagnýtan tilgang. „Við höfum trú á því að þessi vinna geti leitt til hagnýtingar þessara efna.“ Nefnir hann að nýtt náttúrulegt efni sem hefur bólgu- hemjandi virkni geti leitt til áhugaverðra möguleika í vöruþró- un. Efnin verði nýtt við framleiðslu húðvara og á síðari stigum einnig í heilsuvörur og lyf með það að leið- arljósi að styðja við núverandi starfsemi og skapa ný tækifæri til enn frekari verðmætasköpunar úr þessari náttúruauðlind. Grímur tekur fram að lyfjaþró- un sé langtímaverkefni sem þurfi að vinna í samvinnu við alþjóðleg lyfjafyrirtæki. Leita bólguhemjandi efna  Ný rannsókn miðar að því að skilgreina bólguhemjandi efni úr þörungum úr Bláa lóninu  Nýtt við framleiðslu húðvara og lyfjaþróun í framtíðinni Morgunblaðið/Eggert Bláa lónið Fjöldi fólks sækir heilsubót í kísil og þörunga Bláa lónsins sem auk þess er einn vinsælasti og fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Ný kynslóð Toyota Auris verður kynnt hjá Toyota í Kauptúni í Garðabæ, Reykjanesbæ, á Selfossi og Akureyri í dag, 5. janúar á bíla- sýningum sem hefjast á hádegi og standa fram til kl. 16. Nýr Auris er í tilkynningu sagð- ur góður fulltrúi nýrrar hönnunar Toyota. Kaupendur þessa nýja Aur- is geta valið á milli fjögurra véla og fengið bílinn með 1.33l eða 1.6l bensínvél, Hybridútfærslu með 1.8l bensínvél eða 1.4l dísilvél. Toyota kynnir nýja útgáfu Auris í dag Auris Verður frumsýndur á Íslandi í dag. Bláa Lónið, lyfjafræðideild Há- skóla Íslands og ónæmis- fræðideild og rannsóknarstofa í gigtsjúkdómum á Landspítala standa saman að rannsókninni sem hefur fengið vilyrði fyrir 30 milljóna kr. styrk úr Tækniþró- unarsjóði á næstu þremur ár- um. Með mótframlögum verður yfir 60 milljónum varið til rann- sóknarinnar. Verkefnið er hluti af rannsóknarverkefni doktors- og mastersnema við HÍ. 60 milljóna kr. verkefni SAMSTARF ÞRIGGJA Guðbjartur Hannesson velferð- arráðherra og Guðrún Ágústa Guð- mundsdóttir bæjarstjóri í Hafn- arfirði undirrituðu í vikunni sam- komulag um átaksverkefnið Vinna og virkni - átak til atvinnu 2013. Alls verða til 210 störf í bæn- um í tengslum við átakið sem nær til margra fleiri byggð- arlaga og á að tryggja um 3.700 manns úrræði á vinnumarkaði. Framkvæmd verk- efnisins byggist á yfirlýsingu rík- isvaldsins, aðila vinnumarkaðarins, sveitarfélaga og fleiri. Atvinnuleys- istryggingasjóður leggur 2,7 millj- arða kr. til málsins. „Það er mikið í húfi. Þeir sem hafa verið án atvinnu um langa hríð búa við erfiðar aðstæður og hætta er á að fólk verði óvinnufært til frambúðar ef ekkert er að gert,“ segir Guðbjartur Hannesson vel- ferðarráðherra. sbs@mbl.is Ætla að skapa rúmlega 200 störf Vinna Guðbjartur Hannesson og Guðrún Ágústa Guðmunds- dóttir bæjarstjóri. www.brynja.is - brynja@brynja.is MIKIÐ ÚRVAL AF SNÖGUM OG SNAGABRETTUM LYKILVERSLUN VIÐ LAUGAVEGINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.