Morgunblaðið - 05.01.2013, Page 20

Morgunblaðið - 05.01.2013, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2013 Orkan gaf eina krónu af hverjum seldum lítra af eldsneyti á tíma- bilinu 1.-21. desember 2012 til Fjöl- skylduhjálpar Íslands. Upphæðin sem safnaðist var 2.883.506 krónur og var hún afhent í fyrradag. „Peningarnir koma sér mjög vel því nú erum við að gera upp við alla matarbirgja okkar. Viljum við færa viðskiptavinum Orkunnar okkar bestu þakkir fyrir ómetanlegan stuðning,“ segir í frétt frá Fjöl- skylduhjálpinni. Á myndinni eru frá vinstri: Tinna Marína Jónsdóttir, markaðsfulltrúi Skeljungs, sem rekur Orkuna, Ás- gerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands og Jón Páll Leifsson markaðsstjóri Skeljungs. Fjölskylduhjálpin fékk peningagjöf Sunnudaginn 6. janúar kl. 14 hefst Skákþing Reykjavíkur. Mótið er nú hald- ið í 82. sinn og í fjórða sinn er það haldið í sam- starfi við Kornax ehf. hveitimyllu. Núverandi skák- meistari Reykja- víkur er Björn Þorfinnsson. Tefldar verða 9 umferðir og er teflt á sunnudögum kl. 14 og á mið- vikudögum og föstudögum kl. 19.30. Skráning fer fram á heima- síðu T.R., taflfelag.is. Teflt er í hús- næði Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12. Áhorfendur eru vel- komnir. Skákþing Reykjavík- ur haldið í 82. sinn Björn Þorfinnsson Þrettándabrenna verður við Ægi- síðuna í Reykjavík á sunnudaginn. Fólk mun safnast saman við KR- heimilið í Frostaskjóli klukkan 18. Þaðan verður gengið fylktu liði nið- ur á Ægisíðu og munu nemendur í Hagaskólanum leiða gönguna með kyndlum. Þegar kveikt hefur verið í brennunni verður fjöldasöngur og mun Guðmundur Steingrímsson al- þingismaður leika undir á harm- oniku. Þrettándabrenna við Ægisíðu á morgun STUTT Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þessar rannsóknir geta hugsan- lega varðað leið okkar frekar inn í framtíðina og styrkt okkur í að þróa lyf sem byggðist á lífvirkum efnum úr þörungum Bláa lónsins,“ segir Grímur Sæmundsen, for- stjóri Bláa lónsins ehf. Fyrirtækið hefur tekið höndum saman við deildir Háskóla Íslands og Land- spítala um rannsóknir á bólgu- hemjandi efnum sem unnin eru úr þörungum Bláa lónsins. Þekkt er einstök virkni efna í Bláa lóninu; steinefni, kísill og þörungur hafa áhrif á psoriasis og ýmsa húðsjúkdóma. Bláa lónið framleiðir ýmsar húðvörur úr hrá- efnum lónsins og rekur lækninga- lind, auk baðstaðarins. Bólga er talin orsök margra sjúkdóma sem hrjá íbúa vest- rænna ríkja og hefur tíðni ýmissa sjúkdóma, svo sem psoriasis og liðagigtar, aukist mikið undan- farna áratugi. Grímur segir að vís- bendingar hafi komið fram í rann- sóknum sem Bláa lónið hefur staðið að um einstök efni sem gegni ákveðnu hlutverki við að hemja bólgur sem ónæmiskerfi lík- amans setur af stað. Markmið nýju rannsóknarinnar er að finna og skilgreina bólguhemjandi efni úr þörungum sem lifa í Bláa lóninu. Tekur hann fram að meðferð við bólgu sé ekki aðeins gagnleg við meðferð sjúkdóma heldur einnig sem forvörn gegn þeim. Hagnýting í vöruþróun „Hugsunin er að geta hjálpað einstaklingum sem þjást af bólgu- sjúkdómum ýmiskonar, sérstak- lega psoriasis, sem er á okkar sér- sviði.“ Grímur segir að rannsóknirnar séu fræðilega áhugaverðar en þær eigi sér einnig hagnýtan tilgang. „Við höfum trú á því að þessi vinna geti leitt til hagnýtingar þessara efna.“ Nefnir hann að nýtt náttúrulegt efni sem hefur bólgu- hemjandi virkni geti leitt til áhugaverðra möguleika í vöruþró- un. Efnin verði nýtt við framleiðslu húðvara og á síðari stigum einnig í heilsuvörur og lyf með það að leið- arljósi að styðja við núverandi starfsemi og skapa ný tækifæri til enn frekari verðmætasköpunar úr þessari náttúruauðlind. Grímur tekur fram að lyfjaþró- un sé langtímaverkefni sem þurfi að vinna í samvinnu við alþjóðleg lyfjafyrirtæki. Leita bólguhemjandi efna  Ný rannsókn miðar að því að skilgreina bólguhemjandi efni úr þörungum úr Bláa lóninu  Nýtt við framleiðslu húðvara og lyfjaþróun í framtíðinni Morgunblaðið/Eggert Bláa lónið Fjöldi fólks sækir heilsubót í kísil og þörunga Bláa lónsins sem auk þess er einn vinsælasti og fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Ný kynslóð Toyota Auris verður kynnt hjá Toyota í Kauptúni í Garðabæ, Reykjanesbæ, á Selfossi og Akureyri í dag, 5. janúar á bíla- sýningum sem hefjast á hádegi og standa fram til kl. 16. Nýr Auris er í tilkynningu sagð- ur góður fulltrúi nýrrar hönnunar Toyota. Kaupendur þessa nýja Aur- is geta valið á milli fjögurra véla og fengið bílinn með 1.33l eða 1.6l bensínvél, Hybridútfærslu með 1.8l bensínvél eða 1.4l dísilvél. Toyota kynnir nýja útgáfu Auris í dag Auris Verður frumsýndur á Íslandi í dag. Bláa Lónið, lyfjafræðideild Há- skóla Íslands og ónæmis- fræðideild og rannsóknarstofa í gigtsjúkdómum á Landspítala standa saman að rannsókninni sem hefur fengið vilyrði fyrir 30 milljóna kr. styrk úr Tækniþró- unarsjóði á næstu þremur ár- um. Með mótframlögum verður yfir 60 milljónum varið til rann- sóknarinnar. Verkefnið er hluti af rannsóknarverkefni doktors- og mastersnema við HÍ. 60 milljóna kr. verkefni SAMSTARF ÞRIGGJA Guðbjartur Hannesson velferð- arráðherra og Guðrún Ágústa Guð- mundsdóttir bæjarstjóri í Hafn- arfirði undirrituðu í vikunni sam- komulag um átaksverkefnið Vinna og virkni - átak til atvinnu 2013. Alls verða til 210 störf í bæn- um í tengslum við átakið sem nær til margra fleiri byggð- arlaga og á að tryggja um 3.700 manns úrræði á vinnumarkaði. Framkvæmd verk- efnisins byggist á yfirlýsingu rík- isvaldsins, aðila vinnumarkaðarins, sveitarfélaga og fleiri. Atvinnuleys- istryggingasjóður leggur 2,7 millj- arða kr. til málsins. „Það er mikið í húfi. Þeir sem hafa verið án atvinnu um langa hríð búa við erfiðar aðstæður og hætta er á að fólk verði óvinnufært til frambúðar ef ekkert er að gert,“ segir Guðbjartur Hannesson vel- ferðarráðherra. sbs@mbl.is Ætla að skapa rúmlega 200 störf Vinna Guðbjartur Hannesson og Guðrún Ágústa Guðmunds- dóttir bæjarstjóri. www.brynja.is - brynja@brynja.is MIKIÐ ÚRVAL AF SNÖGUM OG SNAGABRETTUM LYKILVERSLUN VIÐ LAUGAVEGINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.