Morgunblaðið - 05.01.2013, Side 50

Morgunblaðið - 05.01.2013, Side 50
50 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2013 Stóra verkefnið þessa dagana er að komast vel á stjá. Ég þurfti íaðgerð á hné og hef síðustu vikur verið hér á náttúrulækn-ingahælinu í Hveragerði. Er í sundi, sjúkraþjálfun og fleiru og er að ná vopnum að nýju. Takmarkið er að komast í veiðina í vor en vertíðin hefst um miðjan maí í Hlíðarvatni í Selvogi,“ segir Ágúst Rósmann Morthens á Selfossi sem er sjötugur í dag, 5. janúar. Ágúst hefur sl. 25 ár rekið verslunina Veiðisport á Selfossi. „Þetta byrjaði sem flughnýtingaklúbbur. Vatt svo upp á sig og ekki leið á löngu uns opnuð var verslun með allskonar veiðivörum. Þarna er maður í kvikunni; heyrir veiðisögur og hittir skemmtilegt fólk,“ segir Ágúst sem fluttist á Selfoss á öðru ári. Ólst upp hjá ömmu sinni og afa, Ágústi Friðrikssyni og Guðbjörgu Frímannsdóttur. „Um tíu ára aldur fór ég í sveit að Selsundi á Rangárvöllum. Kynntist þar veröld sem nú heyrir sögunni til,“ segir Ágúst sem sautján ára hóf nám í málaraiðn sem var starfi hans í fjörutíu ár. Fór svo um alda- mótin alfarið í verslunareksturinn. „Auðvitað gerum við eitthvað skemmtilegt á tímamótum,“ segir Ágúst. Ætlar með Hrefnu Halldórsdóttur eiginkonu sinni – ásamt börnunum þremur og þeirra fólki – út að borða á afmælisdaginn á Hótel Selfossi. Sitja við gluggann þar sem sést yfir Ölfusá, en þar rennir afmælisbarnið fyrir lax á hverju sumri. sbs@mbl.is Ágúst Morthens er sjötugur í dag Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Flugumaður Þarna er maður í kvikunni; heyrir veiðisögur og hittir skemmtilegt fólk,“ segir Ágúst Morthens, málari og kaupmaður. Veiðimaðurinn nær vopnum að nýju Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Arndís Jósefsdóttir er sextug í dag, 5. janúar. Arndís ólst upp í Reykjavík og vinnur á leikskólanum Suðurborg. Eiginmaður hennar er Jón Ragn- arsson og eiga þau þrjú börn. Arndís ver deginum með fjölsyldu sinni og vinum. Árnað heilla 60 ára Akureyri Máni Örn fæddist 8. mars kl. 19.12. Hann vó 3.406 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Sunna Kristín Sigurðardóttir og Víðir Örn Jónsson. Nýir borgarar Kópavogur Arnór Stirnir fæddist 6. mars kl. 4.22 í Reykjavík. Hann vó 3.330 g og 51 cm langur. Foreldrar hans eru Guðmundur Birkir Jóhanns- son og Björg Eyþórsdóttir. H alldór fæddist á Breiðabólstað á Fells- strönd og ólst þar upp. Hann lærði hjá móður sinni sem var kennari og hélt farskóla á Breiðaból- stað. Halldór lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri 1956, stundaði nám við Tónskóla Þjóðkirkjunnar veturna 1953-54 og 1956-57 og sótti síðar námskeið hjá Félagi tónlistarkenn- ara og nokkur organistanámskeið hjá Hauki Guðlaugssyni, söng- málastjóra Þjóðkirkjunnar. Sama ættin frá 1767 Halldór hóf búskap á móti föður sínum á Breiðabólstað 1957 og tók al- farið við búinu við lát föður síns, árið 1967. Hefur sama ættin búið á Breiðabólstað frá 1767. Halldór stóð einn fyrir búi til 1994 er sonur hans, Þórður Karl, hóf bú- skap á Breiðabólstað. Þórður brá búi Halldór Þorgils Þórðarson, tónlistarfrömuður í Dölum - 75 ára Nikkólína á Norðfirði Harmónikufélagið Nikkólína á landsmóti á Norðfirði árið 2005. Tónlistarmaður og bóndi við Breiðafjörð Athöfn Halldór og Ólafía í kirkjunni að Staðarfelli með elstu barnabörnin, Halldór Óla og Gretu Rún. Myndin er tekin við skírn eins barnabarnsins. Tökum á móti hópum, stórum sem smáum. Sími 567 2020 · skidaskali.is Við erum nær en þú heldur · Brúðkaup · Fermingar · Árshátíðir · Afmæli · Ættarmót · Útskriftir · Erfidrykkjur Aðeins 15 mín frá Rauðavatni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.