Morgunblaðið - 05.01.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.01.2013, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2013 FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Grænlendingar hafa einhliða ákveðið að leyfa veiðar á 221 hval á þessu ári. Það er þremur langreyðum og einum hnúfubak umfram heimildir þeirra á nýliðnu ári. Ákvörðunin er í samræmi við tillögu um veiðar Grænlendinga næstu sex árin sem lögð var fram og felld á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðs- ins í Panama í fyrrasumar með at- kvæðum 34 landa gegn 25, en þrjú lönd sátu hjá. Héldu fast við aukningu Grænlendingar héldu á fundinum fast við aukningu um fjögur dýr á ári, en ráðið hafnaði slíkri aukningu í at- kvæðagreiðslunni. Þar með voru Grænlendingar í raun án hvalveiði- kvóta og samskipti grænlensku heimastjórnarinnar og Alþjóðahval- veiðiráðsins síðustu mánuði skiluðu ekki árangri, en ráðið hefur frá 1985 ákveðið kvóta Grænlendinga. Heimastjórn Grænlands ákvað því einhliða hvalveiðikvóta í byrjun þessa árs í trássi við Alþjóðahvalveiðiráðið. Grænlendingar ætla sér að veiða 190 hrefnur, 19 langreyðar, 10 hnúfubaka og tvo Grænlandshvali í ár. Langmest af hvalnum veiðist við Vestur-Græn- land, en aðeins er heimilt að veiða tólf hrefnur við Austur-Grænland. Fram kemur í grænlenskum fjölmiðlum að veiðarnar muni ekki fara gegn sam- þykktum Vísindanefndar IWC og áhersla sé lögð á sjálfbærni. Í Grænlandi hefur komið fram hörð gagnrýni á vinnubrögð Alþjóðahval- veiðiráðsins, sem m.a. eru sögð ómál- efnaleg. Í sumar var haft eftir Önu Hansen, sjávarútvegsráðherra í heimastjórninni, að afgreiðslan á til- lögu Grænlendinga í fyrrasumar væri enn ein vísbendingin um að hvalveiði- ráðið virkaði ekki eins og það ætti að gera og færi ekki að skilmálum eigin stofnskrár. Ítrekað hefur verið bent á að hvalveiðar frumbyggja í Græn- landi væru ein af undirstöðum byggð- ar þar í aldir. Andstæðingar hvalveiða Græn- lendinga hafa haldið því fram að hval- kjöt hafi sést í frystikistum verslana í Grænlandi og á matseðlum veitinga- húsa. Slíkt samræmdist tæpast frum- byggjaveiðum. Ríki ESB gegn Grænlendingum Á ársfundinum í sumar óskaði Dan- mörk eftir því að hvalveiðiráðið heim- ilaði Grænlendingum að veiða hvali á grundvelli frumbyggjaveiða og að aukning um nokkur dýr yrði heim- iluð. Öll hin Evrópusambandsríkin lögðust gegn tillögu Dana. Fram kom í máli talsmanns ESB í fyrrasumar að reynt hefði verið að ná samkomulagi um takmarkaðar veiðar. Eftir að til- raunin mistókst hefðu ESB-ríkin ákveðið að greiða atkvæði gegn tillög- unni. Á þessum fundi IWC var samþykkt að heimila Rússlandi, Bandaríkjunum og St. Vincent og Grenedines frum- byggjaveiðar á hval á afskekktum svæðum. Kvóti þeirra breyttist ekki á milli ára. Ákveða hvalakvóta í trássi við IWC  Grænlendingar leyfa einhliða veiðar á 221 hval í ár  Tillaga um að auka kvótann um fjögur dýr var felld á síðasta ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins  Voru án kvóta eftir fundinn og gagnrýna ráðið harðlega Sýning í sjónum Hnúfubakur byltir sér í Tálknafirði. Grænlendingar ætla sér að veiða tíu hnúfubaka í ár. Árið 2006 hófu Íslendingar atvinnuveiðar á hvölum að nýju með veiðum á hrefnu og langreyði. Í janúar 2009 var gefin út reglugerð um veiðar á þessum tegundum hér við land til loka þessa árs. Leyfilegur heildarafli skal nema þeim fjölda dýra sem kveðið er á um í veiði- ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar. Í ráðgjöf stofnunarinnar um hrefnu er lagt til að ár- legar veiðar árin 2013 og 2014 verði að hámarki 229 dýr á íslenska landgrunnssvæðinu. Á nýliðnu ári voru veiddar 89 hrefnur hér við land. Í fyrra voru ekki stundaðar veiðar á langreyði við landið, en Hafrannsóknastofnun leggur til að árlegar veiðar á langreyði árin 2013 og 2014 verði að hámarki 154 dýr. Fjöldi í samræmi við ráðgjöf ENGIN LANGREYÐUR VEIDD VIÐ ÍSLAND Í FYRRA EN 89 HREFNUR GJÖRIÐ SVO VEL ! Hafðu það hollt í hádeginu HAFÐU SAMBAN D OG FÁÐU TILBO Ð! HEITT & KALT | S: 533 3060 | heittogkalt@heittogkalt.is HEITT OG KALT býður starfsfólki fyrirtækja hollan og næringaríkan mat í hádegi. Matseðill fyrir hverja viku er birtur á: www.heittogkalt.is Sturla Birgisson er margverðlaunaður matreiðslumeistari og er í dómnefnd fyrir Bocuse d’Or sem er ein virtasta matreiðslukeppni heims.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.