Morgunblaðið - 10.01.2013, Side 12
Risi Norski gasborpallurinn Troll A er alls 472 metrar á hæð, að mestu undir yfirborði. Hann er um 80 km norðvestur af Bergen. Árið 2006 voru haldnir tónleikar í einum stöplanna á 303 metra dýpi.
þess að segja. Pólitísk íhlutun sem
legði stein í götu olíuvinnslu fyrir
leyfishafa bryti því gegn lögum.
Leyfisveitingarvaldið færðist til
Orkustofnunar með fullgildingu Ár-
ósasamkomulagsins í fyrra en mál
sem ekki heyra undir umhverfis- og
auðlindanefnd má kæra til atvinnu-
vegaráðherra, sem fer ekki lengur
með leyfisveitingarvaldið. Eins og
komið hefur fram hefur Orkustofn-
un gefið út tvö sérleyfi til rannsókna
og vinnslu kolvetnis á Drekasvæð-
inu. Annars vegar til íslensks útibús
Faroe Petroleum Norge AS, Ís-
lensks kolvetnis ehf. og norska rík-
isolíufélagsins Petoro Iceland AS og
hins vegar til Valiant Petroleum
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Orkustofnun fer með úthlutun leyfa
vegna olíurannsókna- og vinnslu á
Drekasvæðinu og geta handhafar
rannsóknar- og vinnsluleyfa kært
ákvarðanir hennar til úrskurðar-
nefndar umhverfis- og auðlinda-
nefndar. Uppfylli handhafar leyfa
öll skilyrði í ferlinu eiga þeir rétt á
að hefja vinnslu olíu á svæðinu.
Borun er háð umhverfismati
Skipulagsstofnunar. Er það á eina
stigi ferlisins sem annar aðili en
Orkustofnun hefur um framgang
ehf., Kolvetnis ehf. og Petoro Ice-
land AS Hvert leyfi er sérstakt og
verður hér látið nægja að gera grein
fyrir aðalatriðum sérleyfis Íslensks
kolvetnis, Petoro og Valiant Petro-
leum.
Skiptist í þrjú tímabil
Sá hópur fær rannsóknarleyfi til
10 ára sem skiptist í fyrsta undir-
tímabil, frá 4.1.2013 – 4.1.2017, ann-
að undirtímabil, frá 4.1.2017 –
4.1.2020, og þriðja undirtímabil, frá
4.1.2020 – 4.1.2023. Rannsókn-
arsvæðið sem hópnum er úthlutað
er 1.119 ferkílómetrar eða sem svar-
ar tæpum hundraðshluta af flat-
armáli Íslands.
Á hverju stigi þarf að uppfylla til-
tekin skilyrði. Á fyrsta undir-
tímabilinu þarf leyfishafinn að upp-
fylla fjögur skilyrði; greina
fyrirliggjandi endurkastsgögn sem
ekki eru þegar í eigu leyfishafa, þ.e.
greina gögn sem aflað er með end-
urkastsmælingum, og greina gögn
sem aflað er með sýnatöku í leið-
öngrum. Þá þarf leyfishafinn að
leggja mat á heppilegustu aðferðina
við söfnun á nýjum endurkasts-
gögnum og hvernig best verður úr
þeim unnið út frá fyrirliggjandi
gögnum og loks safna gögnum með
tvívíðum endurkastsmælingum á
svæðinu sem eru að minnsta kosti
1.000 kílómetrar að lengd.
Á öðru undirtímabili skal leyfis-
hafinn safna gögnum með þrívíðum
endurkastsmælingum á minnst 200
ferkílómetrum.
Á þriðja undirtímabili skal leyfis-
hafi ljúka borun á rannsóknar-
borholu. Við boranir þarf að fylgja
viðurkenndum rannsóknar-
aðferðum, samkvæmt skilgreiningu
Orkustofnunar, að því er varðar
kjarnatöku, sýnatöku og vinnslu-
prófun. Finni leyfishafi kolvetnalind
ber honum að tilkynna Orkustofnun
það án tafar, skila skýrslu um niður-
stöður rannsókna innan átta mán-
aða frá því að borun lauk og leggja
fram áætlun um frekari rannsóknir.
Hefur forgang á nýtingu
Leyfishafi hefur forgang á að
nýta kolvetnisauðlindina en þarf
bæði að staðfesta að kolvetni séu
þar í nýtanlegu magni og að við-
komandi ætli sér að nýta þær. Í
framkvæmda- og vinnsluáætlun
þarf leyfishafi að gera grein fyrir
því hvernig olíuvinnslan muni hafa
áhrif á aðra starfsemi á svæðinu, til
sóknar- og vinnsluleyfi sé leyfis-
höfum skylt að gera með sér sam-
starfssamning um framkvæmd
rannsókna og vinnslu úr auðlindinni.
Nái lindin yfir í landgrunn annars
ríkis skuli farið eftir leiðbeiningum
kolvetnislaga. Leyfishafi er skaða-
bótaskyldur fyrir hvers konar tjóni
sem stafar af kolvetnisstarfseminni,
þar á meðal umhverfisspjöllum, án
tillits til þess hvort tjónið verður
rakið til sakar.
Tryggingar bæti eignatjón
Leyfishafa er skylt að kaupa
ábyrgðartryggingu hjá viðurkenndu
tryggingarfélagi sem nái að lág-
marki til skemmda á mannvirkjum,
tjóna vegna mengunar og skaðabóta
til þriðju aðila, fjarlægingar á rúst-
um eða skipsflökum og hreinsunar
af völdum slysa, borunar á rann-
sóknar-, mats- eða vinnsluholum, og
vegna starfsfólks sem sinnir
kolvetnisstarfsemi. Öllum undir-
félögum móðurfélaga ber að skrifa
undir móðurfélagstryggingu. Þá
þarf leyfishafi að safna og greina
Pólitísk íhlutun væri lögbrot
Handhafar rannsóknar- og vinnsluleyfa á Drekasvæðinu eiga rétt á að hefja vinnslu kolvetna
Þurfa að uppfylla skilyrði Tilraunaboranir þurfa líka að fara í gegnum umhverfismat
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013
„Framlenging leyfis til vinnslu kolvetnis, í kjölfar rannsóknarþáttanna,
er háð því að leyfishafi leggi framkvæmda- og vinnsluáætlun fyrir við-
komandi kolvetnisauðlind, þ.e. olíulind, fyrir Orkustofnun til sam-
þykktar. Það er með öðrum orðum háð samþykki Orkustofnunar eins
og tekið er fram í leyfinu með vísan til kolvetnislaga,“ segir Skúli
Thoroddsen, lögfræðingur Orkustofnunar.
Tilefnið er ummæli Steingríms J. Sigfússonar atvinnuvegaráðherra
um olíuleit sem rakin eru hér til hliðar.
Spurður hvort handhafi leyfis til rannsókna og olíuleitar á Dreka-
svæðinu geti krafið ríkið um bætur ef ferlið er stöðvað áður en að
vinnslu kemur, þrátt fyrir að öll skilyrði hafi verið uppfyllt, segir Skúli
ekki hægt að útiloka það. „Við mat sitt á framkvæmda- og vinnslu-
áætlun leyfishafa mun Orkustofnun taka mið af tæknilegum,
fjárhagslegum, heilbrigðis-, öryggis-, umhverfis- og þjóð-
hagslegum sjónarmiðum.
Engin sérstök ákvæði eru í leyfunum um það hvernig fari
ef Orkustofnun hafnar vinnsluleyfi, en það yrði vænt-
anlega gert á grundvelli málefnalegra sjónarmiða
sem leiddu ekki til bótaskyldu íslenska ríkisins af
þeim ástæðum. Hins vegar er ekki loku fyrir
það skotið, að leyfishafar gætu krafið íslenska
ríkið um endurgreiðslu rannsóknarkostnaðar,
verði vinnsluleyfi alfarið hafnað, en slíkt yrði að
skoða í hverju tilviki fyrir sig en það eru engin
ákvæði í leyfinu um að slíkt sé skylt.“.
Pólitískt inngrip gæti skapað
ríkinu skaðabótaskyldu
LÖGFRÆÐINGUR OS ÚTSKÝRIR FERLIÐ
Steingrímur J
Sigfússon
dæmis siglingar, fiskveiðar, vísinda-
rannsóknir og aðrar hagnýtar mæl-
ingar. Þá þarf að liggja fyrir álit
Skipulagsstofnunar á umhverfis-
áhrifum áætlaðra framkvæmda
samkvæmt lögum um mat á um-
hverfisáhrifum.
Hefur Orkustofnun heimild til að
krefjast breytinga eða viðbóta við
umhverfismatið ef stofnunin telur
matið ekki fullnægjandi. Leyfishafi
þarf einnig að gera drög að áætlun
um hvernig frágangi hafstöðva,
vinnslumannvirkja og vinnslutækja
verði háttað þegar kolvetn-
isstarfsemi lýkur. Loks þarf hann að
veita upplýsingar og skila inn
skýrslu að kröfu Orkustofnunar
samkvæmt gildandi lögum.
Segir í leyfinu til Valiant að við
matið á framkvæmda- og vinnslu-
áætlun muni Orkustofnun „taka mið
af tæknilegum, fjárhagslegum, heil-
brigðis-, öryggis-, umhverfis- og
þjóðhagslegum sjónarmiðum“. Þá er
kveðið á um að ef kolvetnaauðlindin,
þ.e. olíu- eða gaslindin, nái inn á
svæði þar sem aðrir hafa rann-
Ljósmynd/Statoil/Øyvind Hagen
Bein útsending á www.xd.is Sjálfstæðisflokkurinn
Bjarni Benediktsson
formaður Sjálfstæðisflokksins
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins,
ræðir við fundargesti um stöðu stjórnmála og verk-
efnin í aðdraganda kosninga.
Fundarstjóri verður Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Allir velkomnir – heitt á könnunni.
Áskoranir
á kosningaári
Opinn fundur í Valhöll
Laugardaginn 12. janúar, kl. 11:00