Morgunblaðið - 10.01.2013, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 10.01.2013, Qupperneq 48
FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 10. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Ekki útilokað að annar hafi horft 2. Lokaði konu sína og börn inni í ár 3. 7 óhollustur sem ber að forðast 4. Myglusveppur á Landspítalanum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tökulið á vegum kvikmyndafyrir- tækisins Dreamworks mun taka upp efni fyrir kvikmynd sem fjallar um uppljóstrunarvefinn WikiLeaks og stofnanda hans, Julian Assange, hér á landi í mánuðinum og verður m.a. tekið upp atriði á Austurvelli fimmtu- daginn næsta, 17. janúar. Í atriðinu verður hin svonefnda búsáhaldabylt- ing tekin fyrir og mun þar þingmað- urinn Birgitta Jónsdóttir, eða sú leik- kona sem fer með hlutverk hennar, verða umkringd fréttamönnum. Fyrirtækið True North þjónustar hið erlenda tökulið og hefur nú aug- lýst eftir raunverulegum fréttamönn- um fyrir atriðið, að þeir taki þátt sem aukaleikarar með lj́ósmyndavélar, upptökutæki og önnur tilheyrandi at- vinnutæki. Á annað hundrað manns verður á Austurvelli í tökunum. Kvik- myndin muna bera titilinn The Man Who Sold the World, eða Maðurinn sem seldi heiminn. Búsáhaldabyltingin í WikiLeaks-mynd  Bókin Sex kíló á sex vikum sit- ur í efsta sæti metsölulista Ey- mundsson en 254 eintök af bókinni seldust í síðustu viku. Í tilkynningu vegna þessa er bent á að ef titill bókarinnar reynist sannur megi gera ráð fyrir því að hluti þjóðarinnar verði 1,5 tonnum léttari eftir sex vikur, að því gefnu að einn lesi hvert eintak. Á kiljulistanum situr Sjálfstætt fólk Halldórs Laxness í efsta sæti en vinsælasta barnabókin er Dagbók Kidda klaufa. Einu og hálfu tonni léttari eftir sex vikur? Á föstudag Suðaustan 5-10 m/s A-lands, annars hægari breytileg átt. Slydda eða snjókoma með köflum á vestanverðu landinu. Á laugardag Hæg suðlæg átt, bjartviðri á N- og NA-landi, en él S- og V-lands síðdegis. Frost yfirleitt 0 til 8 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 5-13, en hægari V-til. Rigning eða súld SA-lands, slydda fram eftir degi á V-verðu landinu. Kólnandi. VEÐUR Þórey Edda Elísdóttir, verk- efnastjóri Frjálsíþrótta- sambands Íslands, hefur þurft að hafna mörgum er- lendum keppendum sem óskuðu eftir því að keppa á Reykjavíkurleikunum um aðra helgi. Flest besta frjálsíþróttafólk landsins tekur þátt og margt af því fær keppni frá sterkum er- lendum mótherjum í Laug- ardalshöllinni. »2 Þurftu að hafna mörgum beiðnum Aron Rafn Eðvarðsson markvörður úr Haukum hreppti sextánda og síðasta sætið í leikmannahópi íslenska hand- boltalandsliðsins fyrir heimsmeist- arakeppnina á Spáni. Aron Krist- jánsson þjálfari segir að það hafi verið mjög erfið ákvörðun en Hreiðar Levý Guð- mundsson, sem hef- ur verið lengi í landsliðinu, var sendur heim í staðinn. »1 Mjög erfið ákvörðun að skilja Hreiðar eftir Haukar og Valur koma sterkir til leiks í úrvalsdeild kvenna í körfuboltanum á nýju ári en KR er í vandræðum vegna meiðsla og skorts á erlendum leikmanni. Þessi lið eru í hörðum slag um þriðja sætið í deildinni og Valur vann stórsigur á KR í gær. Keflavík komst aftur á sigurbraut og fór létt með Grindvíkinga, Haukar unnu Njarðvík og Snæfell lagði Fjölni. »4 Harður slagur um þriðja sætið í kvennadeildinni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Þetta er gamall draumur og ég lét hann rætast,“ segir Gunnar Ólafs- son, sem tók skíðakennarapróf í Austurríki 2010, þá 69 ára, og hefur síðan kennt kúnstina að renna sér á skíðum í austurrísku Ölpunum. „Ég var elsti nemandinn og sennilega sá elsti í sögu skólans,“ segir hann. Gunnar fer til Austurríkis á laug- ardag vegna næstu kennslulotu í skíðaskóla Ottós í Katschberg, en þar er ein lengsta skíðabrekka lands- ins, A1. Hann býr hjá Þuríði og Dodda á Speiereck-skíðahótelinu í St. Martin í Lungau og kennir 14-15 ára skólakrökkum frá Englandi, Hol- landi og Danmörku auk þess að pússa til stílinn hjá hótelgestum. „Ég laga hjá þeim stellingarnar í byrjun skíðavikunnar, kynni þeim umhverf- ið og brekkurnar,“ segir hann. „Sagt hefur verið um hótelið að það sé best geymda leyndarmál aust- urrísku Alpanna og skíðasvæðið er frábært,“ heldur Gunnar áfram um leið og hann gjóar augunum í átt að Bláfjöllum og hristir höfuðið. „Hérna er enginn snjór og alltaf leiðinda- veður. Í Austurríki gengurðu að snjó og góðu veðri vísu. Það er ekki hægt að bera þetta saman.“ Þegar Gunnar var níu ára fékk hann sín fyrstu skíði. „Þá voru mér gefin eldgömul skíði, kantlaus og fín,“ rifjar hann upp. „Þá fór ég upp í Öskjuhlíð og renndi mér fram og til baka. Síðan fór ég með krökkunum mínum í skíðaferð til útlanda þegar þeir voru 13 til 14 ára og svo byrjaði ég aftur á skíðum þegar ég var kom- inn á sjötugsaldur. Þá fór ég fyrst að taka þetta alvarlega og hef farið víða, verið á skíðum í Þýskalandi, Frakk- landi, Sviss og Austurríki, en nú er ég að fara í sjötta skipti til Þuríðar og Dodda.“ Hann bætir við að í fyrstu hafi hann aðeins farið í vikuferðir en á seinni árum hafi ferðirnar staðið yf- ir í einn til tvo mánuði. Fjölskyldustaður „Eftir að ég fann hótelið hjá Þuríði og Dodda hef ég hvergi annars stað- ar viljað vera,“ segir Gunnar og áréttar að St. Martin sé ekki fyrir fólk sem leiti að skemmtunum á næt- urklúbbum því slíkir klúbbar séu ekki til staðar heldur sé þetta kær- kominn staður fyrir fjölskyldur og annað fólk sem setji skíðaiðkunina í forgang. Þorpið sé lítið meira en ein gata, nokkrir bændur séu með kýr sem auki á huggulegheitin og við- mótið á hótelinu sé einstaklega gott. „Lungau er sólríkasti staður Austur- ríkis, uppáhaldsstaðurinn minn,“ segir skíðakennarinn Gunnar. Tók kennaraprófið 69 ára  Með elstu skíðakennurum í Austurríki og gefur ekkert eftir Skíðakennarinn Gunnar Ólafsson kann vel við sig í austurrísku Ölpunum þar sem hann kennir einkum unglingum að renna sér á skíðum. Til þess að fá að taka þátt í námskeiði til að verða viðurkenndur skíðakennari í Ölpunum varð Gunnar að fá meðmæli og fékk þau hjá skólastjóra skíðaskólans í Katschberg í Lungau, skammt frá St. Martin. Hann hef- ur síðan kennt í skólanum og fékk bestu einkunn eftir að hafa skilað fyrsta hópnum frá sér. „Þetta voru al- gjörir byrjendur en þeir voru flinkir í lokin og náðu tækninni á mettíma. Ég fékk hæstu mögulegu einkunn hjá skólastjóranum,“ segir Gunnar. Fékk strax ágætiseinkunn GUNNAR ÓLAFSSON SKÍÐAKENNARI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.