Morgunblaðið - 10.01.2013, Síða 45

Morgunblaðið - 10.01.2013, Síða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013 Leikfélag Kópavogs frumsýnir í kvöld, fimmtudag klukkan 20, í Leikhúsinu Funalind 2, leik- dagskrána Harmur, hundar og hýr- ar konur. Hér er á ferðinni dagskrá úr fjórum leikþáttum, innlendum og erlendum. Þættirnir eru Arf- urinn eftir Örn Alexandersson, Samtal fyrir eina rödd og Við höf- um allar sömu sögu að segja eftir Dario Fo og Franca Rame og Girnd á Geirsnefi eftir Dennis Schebetta. Örn Alexandersson leikstýrir eigin þætti en Hörður Sigurðarson hin- um þremur. Alls taka tíu leikarar þátt í uppfærslunni. „Þessir þættir raðast skemmti- lega saman,“ segir Hörður sem er formaður leikfélagsins auk þess að leikstýra þáttunum. Hann segir fæsta leikaranna hafa langa reynslu af leik. „Helmingurinn er tiltölulega nýr en svo eru reynslu- boltar innan um. Við höfum unnið markvisst að því að fá nýtt blóð inn í félagið á undanförnum árum og það hefur skilað sér. Við erum nú næstum því með offramboð á leik- urum, sem er nokkur breyting frá árunum þar á undan. Við höfum boðið upp á námskeið fyrir byrj- endur í leiklist og það er gríðarleg eftirspurn. Margir hafa áhuga á að prófa; sumir hafa gengið lengi með leiklistardrauma.“ Leikfélag Kópavogs hefur verið með starfsemina í húsnæðinu að Funalind í fjögur ár en áður tók tæpt ár að smíða leikhús inn í geyminn sem þar var. „Mikill pen- ingur og tími hefur farið í að smíða leikhúsið og búa það tækjum,“ seg- ir Hörður. „Nauðsynlegur tækja- kostur í leikhúsi er dýr en ég vil meina að þetta sé að verða besta litla leikhús á landinu.“ efi@mbl.is Þáttur Arnfinnur Daníelsson, Bjarni Daníelsson, Þórarinn Heiðar Harðar- son og Sunneva Lind Ólafsdóttir í hlutverkum sínum í Girnd á Geirsnefi. Harmur, hundar og hýrar konur  Leikdagskrá Leikfélags Kópavogs Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Myrkraverk nefnist nýjasta breið- skífa þungarokkssveitarinnar Dimmu sem kom út á síðasta ári, sú þriðja sem sveitin sendir frá sér en sú fyrsta með íslenskum laga- textum. Fyrri tvær breið- skífur hljóm- sveitarinnar eru Dimma frá árinu 2005 og Stigmata frá árinu 2008. Hljóm- sveitin var stofnuð árið 2004 af bræðrunum Ingó og Silla Geirdal sem leika á gítar og bassa og í hljóm- sveitinni í dag eru, auk þeirra, söngvarinn Stefán Jakobsson og trommuleikarinn Birgir Jónsson. Ingó segir Dimmu-menn hafa ver- ið iðna við kolann allt frá stofnun hljómsveitarinnar fram til ársins 2008, m.a. farið til Spánar og tekið upp þrjú myndbönd fyrir Stigmata og hitað upp fyrir Alice Cooper. „Svo flutti ég til Svíþjóðar og starf- aði þar sem atvinnutöframaður en kom heim aftur 2011,“ segir Ingó. -Sýnirðu kannski töfrabrögð á tónleikum? „Nei, en við erum með heilmikið „show“, þetta er mikið sjónarspil. Fyrir utan að leggja mikið upp úr því að vera dúndurþéttir erum við með mikla sviðsframkomu og það er ljósasýning, sprengjur og allar græj- ur,“ segir Ingó. Eigin stíll -Þetta er fyrsta platan ykkar á ís- lensku. Af hverju ákváðuð þið að syngja að þessu sinni á móðurmál- inu? „Á Stigmata er lag sem heitir „Dimmey“ þar sem viðlagið var sungið á íslensku. Það gerði sig mjög vel og varð nokkuð vinsælt í útvarpi og við fórum að hugsa meira út í þetta, líka af því hljómsveitin heitir íslensku nafni. Í byrjun 2011, þegar það urðu mannaskipti í hljómsveit- inni, nýr söngvari og nýr trommu- leikari komu inn, Stefán og Birgir, þá fóru þeir að ýta á það að við skipt- um yfir í móðurmálið. Við ákváðum að gefa út stuttskífu sem var kölluð Dogma og á henni tónleikaupptökur af lögum sem voru á fyrri plötunum og lag sem heitir „Þungur kross“. Við gerðum það bæði á ensku og ís- lensku, þetta var tilraun hjá okkur, að sjá hvernig mér myndi ganga að semja texta á íslensku og okkur fannst það koma mun betur út, vera meira sannfærandi þannig að við ákváðum að taka þennan pól í hæð- ina. Við Stefán sömdum alla textana á Myrkraverk og okkur finnst þetta ekki aðeins meira sannfærandi held- ur náum við líka að skapa okkur eig- in stíl með þessu,“ segir Ingó. Þykir vænst um þessa -En hefur tónlistin breyst milli platna? „Já, ég myndi segja það. Þetta var aðeins meira „goth“ á fyrstu plöt- unni, önnur platan var tilrauna- kenndari og hægari og þessi er sú rokkaðasta. Hún er bæði þyngsta og rokkaðasta platan okkar og þó manni þyki vænt um öll börnin sín þá þykir okkur eiginlega vænst um þessa,“ segir Ingó. Textarnir séu langflestir mjög persónulegir, alls engir partítextar. Og myrkir eru þeir. „Það er t.d. lag á plötunni sem heitir „Skuggakvæði“ og þar byggði ég textann á kenningu Carls Gust- avs Jungs um skuggann. Kenningin var sú að hverjum manni fylgir skuggi sem hann verður að horfast í augu við og þessi skuggi er í raun- inni bara myndlíking fyrir þessar myrku hliðar sálarlífsins sem mann- eskjan verður að takast á við, annars fær skugginn yfirhöndina,“ segir Ingó. Platan gangi að miklu leyti út á þetta. Dimma heldur tónleika í Hörpu 17. janúar nk. kl. 20, í Norður- ljósasal, og degi síðar á Sauðárkróki með hljómsveitinni Sólstöfum. 19. janúar heldur Dimma svo tónleika á Græna hattinum á Akureyri, einnig með Sólstöfum. Ingó segir Dimmu sérstaklega stolta af því að verða fyrst þunga- rokkshljómsveita til að halda eigin tónleika í Hörpu, þ.e. tónleika sem eru ekki hluti af hátíð. Tónleikarnir í Hörpu verði auk þess teknir upp á myndband, með sýningu í sjónvarpi eða útgáfu á mynddiski í huga. Það verði mikið í þá lagt. Þyngsta og rokkað- asta platan til þessa  Dimma gefur út þriðju breiðskífuna og syngur á íslensku Skuggalegt Dimma gaf í fyrra út plötuna Myrkraverk og koma hin ýmsu myrkraverk við sögu á henni og kenning Carls Gustavs Jungs um skuggann. www.gilbert.is JÓLAMYND2012 FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR OG NAOMI WATTS TILNEFND TIL GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI 100/100 „Fer beint í efsta sæti yfir þær myndir sem fólk verður að sjá á árinu.“ 100/100 „Ógnvænlega vel gerð.“ JÓLAMYND 2012 -V.J.V., SVARTHÖFÐI.IS  -EMPIRE  JÓLATEIKNIMYNDIN Í ÁR! Í 2D OG 3D MEÐ ÍSLENSKU TALI -SÉÐ & HEYRT/VIKAN FRÁ FRAMLEIÐENDUM “PARANORMAL ACTIVITY” OG “INSIDIOUS” 80/100 VARIETY 75/100 R. EBERT STRANGLEGA BÖNNUÐ BÖRNUM EGILSHÖLLÁLFABAKKA VIP SINISTER KL. 8 - 10:20 HOBBIT: UNEXPECTED JOURNEY3D KL. 8 HOBBIT: UNEXPECTED JOURNEY KL. 6 - 10 HOBBIT: AN UNEXPECTED JOURNEY VIP KL. 6 - 10 THE IMPOSSIBLE KL. 5:50 - 8 - 8:20 - 10:30 SAMMY 2 ÍSLTAL KL. 5:50 SAMMY 2 ÍSLTAL3D KL. 5:50 RED DAWN KL. 10:50 RISE OF GUARDIANS ÍSLTALI KL. 5:50 AKUREYRI SINISTER KL. 10:20 THE IMPOSSIBLE KL. 8 - 10:20 RED DAWN KL. 8 KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI SINISTER KL. 5:40 - 8 - 10:20 THE IMPOSSIBLE KL. 5:30 - 8 - 10:30 LIFE OF PI KL. 8 SAMMY 2 ÍSLTAL KL. 5:50 SKYFALL KL. 10:40 KEFLAVÍK THE IMPOSSIBLE KL. 8 - 10:20 HOBBIT: AN UNEXPECTED JOURNEY 3D KL. 8 SINISTER KL. 10:40 HOBBIT: UNEXPECTED JOURNEY 3D KL. 4:40 - 8 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR Á HOBBIT VERÐA Á MORGUN 10. JAN (EGILSHÖLL) HOBBIT: 2D KL.7-10:20 LIFE OF PI 3D KL. 5:20- 8 THE IMPOSSIBLE KL. 5:30 - 8 - 10:30 SAMMY 2 ÍSLTAL3D KL. 5 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.