Morgunblaðið - 22.01.2013, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Landsbankinn lokaði fyrir helgi
Austurbæjarútibúi sínu á Laugavegi
77 en það hafði verið þar til húsa í
rúm 52 ár. Það var sameinað útibúi
bankans í Holtagörðum á nýjum stað
í Borgartúni sem var opnaður í gær.
Eftir lokunina er ekkert bankaútibú
vestan Rauðarárstígs fyrr en komið
er að útibúi Landsbankans í Austur-
stræti.
Að sögn Kristjáns Kristjáns-
sonar, upplýsingafulltrúa bankans,
er byggingin á Laugavegi enn óseld
og stendur því auð, að minnsta kosti
um sinn.
„Við höfum átt í viðræðum við
nokkra aðila sem hafa sýnt því áhuga,
sérstaklega fyrir hótelrekstur, en
það er ekki búið að ganga frá neinu.
Húsið stendur autt en það finnst von-
andi nýtt og gott hlutverk fyrir það,“
segir hann.
Breytingin „eins og að
rísa upp frá dauðum“
Húsnæðið er alls 4.729 fermetr-
ar að stærð og fylgir því bygging-
arréttur fyrir bílageymslu og skrif-
stofuhúsnæði. Útibúið hóf starfsemi í
því laugardaginn 28. maí 1960 og
hafði því verið þar til húsa í tæp 53 ár.
Áður hafði bankinn haft útibú á
Klapparstíg 29. Í frétt í Morg-
unblaðinu á opnunardaginn sagði að
um væri að ræða „fullkomið útibú,
sambærilegt útibúum bankans úti á
landi“. Tilgangurinn með því hefði
verið að auðvelda viðskiptavinum
bankans í hinum „nýju iðnaðar- og
verzlunarhverfum í Austurbænum
alla almenna bankaþjónustu“.
Húsið var sagt allt hið vegleg-
asta og ýmsar nýjungar teknar upp
til aukinna þæginda fyrir við-
skiptavini.
„Það er eins og að rísa upp frá
dauðum,“ hafði blaðið eftir einum
gesta á kynningu hússins daginn fyrir
opnun þess um breytinguna fyrir
bankann að flytja úr þröngu húsnæð-
inu á Klapparstíg upp á Laugaveginn.
Landsbankinn sameinar útibú sín á Laugavegi og í Holtagörðum í nýju húsnæði í Borgartúni
Austurbæjarútibúi lokað
eftir hálfrar aldar sögu
Morgunblaðið/Ómar
Flutt Útibú Landsbankans hafði verið til húsa á Laugavegi í rúm 52 ár.
Íslensk félög með erlenda eigendur
eða stjórnarmenn munu geta haft
texta bókhaldsbóka sinna á ensku
eða dönsku verði frumvarp um breyt-
ingar á lögum um bókhald samþykkt
á Alþingi.
Félög sem gera upp í erlendri
mynt hafa áður haft þessa heimild en
frumvarpið gerir ráð fyrir að fleiri fé-
lög fái sömu heimild þegar „sérstak-
ar ástæður“ séu fyrir hendi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráð-
herra leggur frumvarpið fram en í
greinargerð ráðuneytis hans segir að
ástæða þess að vaxandi tilhneigingar
gæti hjá félögum til að hafa texta árs-
reikninga á ensku sé sú að þau séu í
erlendri eigu eða hafi erlenda stjórn-
armenn. Aukakostnaður hljótist af
því hjá þeim að þurfa að láta þýða
texta ársreiknings á íslensku aðeins
vegna þess að það ber að birta hann
opinberlega hjá ársreikningaskrá.
Viðskiptaráð og Kauphöllin styðja
breytinguna í umsögnum sínum um
frumvarpið. Vísar Kauphöllin til þess
að það hafi aukist mjög undanfarin ár
að erlendir einstaklingar og lögaðilar
komi með virkum hætti að rekstri ís-
lenskra fyrirtækja og það réttlæti
heimildina til að birta ársreikninga á
erlendu máli.
Ríkisskattstjóri telur hins vegar að
heimildin feli það í sér að fyrirtækj-
um verði í sjálfsvald sett að ákveða
hvort bókhaldsbækur séu á íslensku
eða á erlendu tungumáli og lýsir efa-
semdum sínum um að það samræm-
ist íslenskri málstefnu. Fáist fjárveit-
ing til þess er það hins vegar mat
embættisins að hægt verði að haga
uppsetningu tölvukerfa ársreikn-
ingaskrár þannig að yfirlit fáist yfir
helstu upplýsingar á fjölda tungu-
mála á einfaldan og fljótlegan hátt.
kjartan@mbl.is
Fái að birta árs-
reikninga á er-
lendum málum
Breytingar á lögum um bókhald
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Alþingi Frumvarpið liggur nú fyrir
efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis.
Sigríður Á. Andersen,
varaþingmaður Sjálfstæð-
isflokks, hefur lagt til að
ákvæði um að ársreikn-
ingar megi vera á dönsku
eða ensku verði fellt úr
frumvarpi um breytingar á
bókhaldslögum.
Hún segir ársreikninga
vera hluthöfum og eft-
irlitsaðilum til upplýs-
ingar. Stjórnarmenn eigi
að þekkja þá og því séu það ekki
rök fyrir þessari breytingu að þeir
séu erlendir.
Hún skilji þörfina fyrir að hafa
ársreikninga líka á öðru
tungumáli en engin rök
séu fyrir öðru en að íslensk
félög skili opinberum
gögnum á íslensku. Ís-
lenska sé tungumál stjórn-
sýslunnar og réttarfarsins.
Þannig hafi dómstólar
margoft gert athugasemd-
ir við það að skjöl séu lögð
fram á erlendum tungu-
málum.
„Þetta virðist vera einhvers kon-
ar misskilin greiðasemi við íslensk
fyrirtæki,“ segir Sigríður.
kjartan@mbl.is
Skili opinberum
gögnum á íslensku
Leggur fram breytingatillögu
Sigríður Á.
Andersen
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Það eru ansi margir á spítalanum
sem bíða eftir hjúkrunarrými. Við
hefðum ekki þurft að grípa til þessara
aðgerða ef við hefðum eðlilegan fjölda
sem biði eftir hjúkrunarrýmum en
ekki tvöfaldan eins og raunin er,“
segir Björn Zoëga, forstjóri Land-
spítalans.
Telst það eðlilegt heilbrigðiskerfi
að þegar árleg innflúensa kemur
þurfi að grípa til þess að lýsa yfir
óvissustigi? „Nei ég tel það ekki eðli-
legt í heilbrigðiskerfi. Þetta er ekki
besta nýting á fjármunum heilbrigð-
iskerfisins. Það er dýrara að hafa fólk
inni á bráðaspítala en hjúkrunarrými.
Það er langtímauppbygging sem þar
þarf að eiga sér stað,“ segir Björn.
Um sextíu manns bíða á Landspít-
alanum eftir öðrum úrræðum segir
Már Kristjánsson, yfirlæknir smit-
sjúkdómalækninga á Landspítalan-
um. Hann bendir á líkt og Björn að ef
ekki væru jafnmargir að bíða úr-
lausna sinna mála á spítalanum væri
staðan mun liprari.
Aðspurður hvort óskað hafi verið
eftir að aðrir spítalar í kring, eins og á
Selfossi og Akranesi, tækju við sjúk-
lingum segir hann reynt að leysa mál-
in á heimavígstöðvum. Hingað til hafi
fólk ekki verið flutt á milli staða. Hins
vegar segir Már að ef fólk úr hér-
aðinu er á spítalanum og hefur lokið
þeirri meðferð sem þarf að veita hafi
stofnanir alltaf verið liðlegar að taka
á móti sjúklingum úr sínu heimahér-
aði.
Gengið of langt í niðurskurði
„Farsóttarástandið er ekki miklu
verra í ár en í venjulegu árferði. Hins
vegar hefur verið skorið svo mikið
niður í fjármagni til spítalans að svig-
rúmið í kerfinu hefur dregist saman.
Þetta eru viðfangsefni sem ættu ekki
að vera mikið vandamál,“ segir Már
og klykkir út með því að segja: „Ég
held að það hafi verið gengið aðeins of
langt í þessum niðurskurði.“
Viðbragðsstjórn Landspítalans
sem kom saman í gær lýsti yfir
áframhaldandi óvissustigi. Álagið á
spítalanum hefur aukist mikið vegna
inflúensu og nóró- og RS-vírusfar-
aldra. Í tilkynningu frá LSH kemur
fram að fyrri tilmæli um forgangs-
röðun í innköllunum sjúklinga eigi
enn við og takmarkanir á heimsókn-
um.
Morgunblaðið/Golli
Álag „Farsóttarástandið er ekki miklu verra í ár en í venjulegu árferði. Hins vegar hefur verið skorið svo mikið nið-
ur í fjármagni til spítalans að svigrúmið í kerfinu hefur dregist saman,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á LSH.
Fjöldi sjúklinga á LSH
bíður hjúkrunarrýmis
Áfram óvissustig á LSH Staðan betri ef færri biðu
Þeim tilmælum er beint til
starfsfólks spítalans að láta
bólusetja sig gegn inflúensu ef
það hefur ekki þegar gert það.
„Bólusetningin hefur svo
mikil áhrif á hvort sjúklingarnir
smitast. Þetta er bæði vörn fyrir
þá og okkur,“ segir Eygló Inga-
dóttir, formaður hjúkrunarráðs
LSH.
Vernd sjúklinga
STARFSFÓLK BÓLUSETT