Morgunblaðið - 22.01.2013, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2013
MÁLÞING
Hlutverk og ábyrgð fjölmiðla
í aðdraganda kosninga
Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Stofnun stjórnsýslufræða
og stjórnmála og meistaranám í blaða- og fréttamennsku við HÍ
efna til málþings í tilefni ábendingar eftirlitsnefndar Öryggis- og
samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) um að ekki giltu hér á landi
opinberar reglur um störf eða skyldur fjölmiðla í aðdraganda
kosninga.
Framsögumenn og þátttakendur í pallborði:
Finnur Beck, lögfræðingur, opnar málþingið
Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar
Guðbjörg Hildur Kolbeins, fjölmiðlafræðingur
Margrét Sverrisdóttir, verkefnisstjóri
Ólafur Stephensen, ritstjóri
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttamaður
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor
Freyr Einarsson, ritstjóri
Fundarstjóri: Þór Jónsson, blaðamaður.
Miðvikudaginn 23. janúar kl. 14-17 í Öskju, stofu 132.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Það hefur verið planið. Við sjáum
hvort við náum því,“ segir Álfheiður
Ingadóttir, þingflokksformaður VG,
aðspurð hvort stefnt sé að því að af-
greiða stjórnlagafrumvarpið úr stjórn-
skipunar- og eftirlitsnefnd í dag þann-
ig að það geti farið inn í 2. umræðu í
þinginu á fimmtudag.
Spurð hvort ætlunin sé að afgreiða
frumvarp sem er í stórum dráttum í
samræmi við tillögur stjórnlagaráðs
staðfestir Álfheiður það en hún er
varaformaður nefndarinnar.
Ætlunin sé að samþykkja frum-
varpið með breytingum fyrir loka-
afgreiðslu þingsins.
„Eins og við höfum kynnt eru ýms-
ar hugmyndir um breytingar frá öðr-
um nefndum, gestum stjórnskipunar-
og eftirlitsnefndar og fulltrúum í
stjórnlagaráði sem verið er að skoða.
Það sést á nefndarálitunum sem eru
komin að það eru heilmiklar hug-
myndir um breytingar. En hvað snert-
ir efnislegar breytingar verður andi
frumvarpsins ósnertur.“
Bíða eftir fleiri umsögnum
– Munu breytingarnar koma fram
sem breytingartillögur?
„Við í stjórnskipunar- og eftirlits-
nefnd ætlum að fara yfir álit nefnd-
anna á morgun [þ.e. í dag] og þær til-
lögur sem komnar eru fram. Það er
ekki víst að allar umsagnir um frum-
varpið séu komnar inn til nefnd-
arinnar eins og við vonuðumst eftir.
Við verðum að sjá til með það á morg-
un, þriðjudag.“
Aðspurð um framgang málsins seg-
ir Álfheiður að við 2. umræðu séu flutt-
ar breytingatillögur, bæði frá nefnd-
um og einstaklingum. Síðan sé 3.
umræðan eftir. „Það er á öllum stig-
um, þar til búið er að afgreiða málið,
hægt að koma við breytingatillögum.
Það er ekki verið að læsa eða loka
neinu.“
– Þannig að ef frumvarpið verður
samþykkt fyrir 15. mars og ný ríkis-
stjórn staðfestir það gætum við þá séð
nýja stjórnarskrá í maí?
„Já. Ég ætla að vona að næsta þing
staðfesti nýja stjórnarskrá, ef okkur
tekst það sem við ætlum okkur, að
ljúka gerð hennar fyrir kosningar. Ég
vænti þess að nýtt þing staðfesti það
sem fyrra þing hefur gert.“
– Þannig að nýja stjórnarskráin
sem þú sérð fyrir þér er að mestu
leyti í takt við tillögur stjórnlagaráðs
að nýrri stjórnarskrá?
„Um 67% þeirra sem tóku þátt í
þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október
sl. töldu að svo ætti að vera.“
– Telurðu raunhæft að þingið af-
greiði frumvarpið fyrir 15. mars eða
mun það kalla á fleiri þingdaga?
„Það er allt hægt ef menn vilja.“
Hviki ekki frá meginþræðinum
Aðspurð hvort stjórnarflokkarnir
stefni að því að samþykkja frumvarp
stjórnlagaráðs fyrir þingfrestun 15.
mars segir Valgerður Bjarnadóttir,
formaður stjórnskipunar- og eftir-
litsnefndar, að draumur hennar sé að
ný stjórnarskrá verði samþykkt eft-
ir kosningar. Ekki sé ætlunin að hvika
í meginatriðum frá þeim tillögum sem
stjórnlagaráð setti fram, heldur að
fylgja þeim meginþræði sem þar sé
spunninn, að teknu tilliti til breytinga
í takt við athugasemdir ýmissa um-
sagnaraðila. Því komi ekki til greina
að velja úr einstakar greinar frum-
varpsins en leggja aðrar til hliðar, líkt
og ýmsir hafa lagt til. Valgerður tekur
hins vegar fram að framhaldið eigi
eftir að skýrast og því sé of snemmt
að fullyrða hvert framhaldið verði á
næstu vikum.
Setja þingið í uppnám
Birgir Ármannsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, á sæti í stjórnskip-
unar- og eftirlitsefnd.
„Eftir því sem ég kemst næst ætlar
meirihlutinn í stjórnskipunar- og
eftirlitsnefnd að halda sig við sín
áform og með því verður allt í upp-
námi hér í þinginu.
Ætlunin er að taka málið út úr
nefndinni og ljúka umfjöllun með
nefndaráliti í fyrramálið, með það að
markmiði að 2. umræða um málið
hefjist í þinginu á fimmtudag, og þá er
öll stjórnarskráin undir, allt frum-
varpið. Okkur er ekki sagt annað en
að áform meirihlutans séu að klára
frumvarpið í heild fyrir vorið, með þá
einhverjum breytingum sem í heild-
arsamhengi virðast vera minniháttar.
Þetta á að gera þrátt fyrir að það séu
ekki komin álit frá nokkrum nefndum
þingsins sem stjórnskipunar- og eftir-
litsnefnd óskaði þó eftir, né heldur
minnihlutaálit. Þá ber að horfa til þess
að vika eða tíu dagar eru þar til svo-
nefnd Feneyjanefnd Evrópuráðsins
skilar áliti um stjórnlagafrumvarpið.
En það er álit sem nefndin bað um.“
Mikil átök framundan
Birgir gagnrýnir málsmeðferðina.
„Við sjálfstæðismenn mótmælum
þessum vinnubrögðum á þeirri for-
sendu að með þessu móti gefa menn
sér ekki einu sinni tíma til að bíða eft-
ir þeim álitum sem stjórnskipunar- og
eftirlitsnefnd sjálf hefur beðið um.
Það er ljóst að með þessum vinnu-
brögðum er ekkert gert nema ýfa upp
þann ágreining sem verið hefur um
þetta, bæði málsmeðferð og efni,
þannig að við erum augljóslega að
fara inn í mikla átakatíma varðandi
stjórnarskrána.“
Samþykki tillögu stjórnlagaráðs
Stefnt að því að stjórnlagafrumvarpið fari til 2. umræðu í þinginu á fimmtudag Ekki verður
hvikað frá meginþræði frumvarpsins Þingmaður Sjálfstæðisflokks spáir miklum átökum um málið
Morgunblaðið/Eggert
Á Alþingi Sagan frá 2009 gæti endurtekið sig þegar þingið starfaði nánast fram til kosninga. Harðar deilur um
stjórnlagamálið áttu sinn þátt í þeirri töf. Þingmaður Sjálfstæðisflokks spáir miklum átökum um málið.
Þingfrestun er fyrirhuguð 15.
mars eða eftir 52 daga. Við taka
þingkosningar 27. apríl eða eftir
95 daga. Með deginum í dag eru
því að óbreyttu eftir 25 þing-
fundir á starfsáætlun þingsins.
Á þeim sjö vikum sem fram-
undan eru þangað til
þingi verður frestað
eru þrír fundadagar
í þessari viku og
fjórir í næstu viku.
Í vikunni frá 4. til
8. febrúar er hins
vegar hlé á þing-
fundum. Í vik-
unni frá 11. til 15. febrúar verða
fjórir þingfundir, þrír í vikunni frá
18. til 22. febrúar og tveir í vik-
unni frá 25. febrúar til 1. mars.
Dagana 6. mars til 9. mars eru
svo fjórir fundir en þá er fundað
á laugardegi í fyrsta sinn á þessu
ári. Þrír þingfundir eru svo
áformaðir í vikunni frá 11. mars
til 15. mars en miðvikudaginn 13.
mars fara fram eldhúsdags-
umræður og þingi er frestað 15.
mars.
Séu 13. og 15. mars taldir með
eru því 25 þingfundadagar eftir á
dagskrá þingsins.
25 þingfundadagar eftir
TÍMINN TIL AFGREIÐSLU STÓRMÁLA ER KNAPPUR
Álfheiður
Ingadóttir
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Vorið 2009 var þingfundum á Al-
þingi frestað 17. apríl eða átta dög-
um fyrir þingkosningarnar 25. apríl.
Fram kemur í Handbók Alþingis
að 136. löggjafarþingi, sem var sett
1. október 2008, hafi verið frestað
17. apríl. Til stóð að efna til kosn-
inga 25. apríl. Mánudaginn 12. mars
2009 sagði Morgunblaðið frá því að
frá og með þeim degi hefði Jóhanna
Sigurðardóttir forsætisráðherra
geta rofið Alþingi í samræmi við
ákvæði í stjórnarskránni, enda væru
þá innan við 45 dagar til boðaðra
kosninga.
Helgi Bernódusson, skrifstofu-
stjóri Alþingis, segir að árið 2009
hafi nýju fyrirkomulagi verið fylgt.
Voru tvær sjálfstæðar athafnir
„Eftir breytingarnar sem urðu á
stjórnarskránni 1991 er ekkert því
til fyrirstöðu að þingið starfi þótt
búið sé að boða þingrof og kosn-
ingar. Áður fyrr voru þetta tvær
sjálfstæðar athafnir, annars vegar
þingrofið og hins
vegar var að
ákveða kjördag.
Fyrri athöfnin,
þingrofið, gat
ýmist tekið gildi
strax og þá fór
þingið heim og
það var þinglaust
fram að kosning-
um, eða, sem al-
gengara var, að
þingið var rofið frá og með tiltekn-
um degi og svo þingi slitið í fram-
haldinu.
Nú er þetta orðin ein ákvörðun að
rjúfa þing og efna til kosninga vegna
þess að umboð þingmanna sam-
kvæmt stjórnarskránni nær fram að
kjördegi. Það er því ekki lengur
hægt að rjúfa þing og láta það taka
gildi þá þegar, eins og til dæmis var
gert 1974 og 1931.“
Sem fyrr segir var hægt að rjúfa
þing frá og með 12. mars 2009. Þing-
lok frestuðust síðan ítrekað en fram
kom í máli Jóhönnu í lok mars 2009
að koma þyrfti 38 málum í gegnum
þingið fyrir þinglok og þar af 22 sem
þyrfti nauðsynlega að samþykkja.
Voru frumvarp um persónukjör og
frumvarp til stjórnskipunarlaga efst
á blaði en af öðrum frumvörpum má
nefna frumvarp um heimild til
samninga um álver í Helguvík.
Hlé vegna kosningasjónvarps
Mánudaginn 6. apríl 2009 var gert
hlé á þingfundi að kröfu sjálfstæðis-
manna, sem vildu fá að horfa á kosn-
ingaumfjöllun Ríkissjónvarpsins um
Norðvesturkjördæmi.
Haft var eftir Guðbjarti Hannes-
syni, þá forseta Alþingis, að aldrei
hefði Alþingi setið að störfum jafn-
nærri alþingiskosningum og þá.
Þingfrestun er nú áformuð 15.
mars nk. og fara þingkosningar
fram laugardaginn 27. apríl nk.
Eins og rakið er í greininni hér
fyrir ofan gæti sagan endurtekið sig
og umræður um tillögur stjórnlaga-
ráðs verði fyrirferðarmiklar á síð-
ustu dögum þingsins, líkt og um-
ræður um forvera þess,
stjórnlagaþing, voru á þingi vorið
2009. Gæti nú aftur teygst úr
þinginu fram í apríl.
Stjórnlagamálið tafði
Vorið 2009 voru þingfundir á Alþingi til 17. apríl Kosið
var 25. apríl Mikill tími fór í umræður í stjórnlagamálinu
Helgi
Bernódusson