Morgunblaðið - 22.01.2013, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2013
Fyrir alllöngu var ort lítil vísaum þáverandi forystumann
helsta vinstri flokks landsins og
lauk henni með þessum orðum:
gekk af honum dauðum.
Vísuhöfundiþótti sem
sagt sem þessi
forystumaður
væri að ganga
milli bols og höfuðs
flokknum. Nú má
það vera, í það
minnsta er flokkurinn ekki lengur
starfandi. Annað afkvæma hans
tórir á hinn bóginn enn, þó að
óvissa ríki um framtíðina eins og
var forðum um forverann.
Vinstrihreyfingin – grænt fram-boð glímir nú við meiri vanda
en flokkar gera almennt nema
rétt áður en þeir hætta starfsemi.
Stundum eru það ytri aðstæður
sem gera starfsemina ómögulega
eða óþarfa en í tilviki VG er alfar-
ið um innri aðstæður að ræða.
Þar fer flokkur sem allt einsgæti átt drjúgan hljómgrunn
meðal fólks nú eins og fyrir
nokkrum árum, en forysta flokks-
ins hefur haldið þannig á málum
að tilvist hans er í uppnámi.
Kannanir sýna stöðugt fall flokks-
ins og nú síðast mælist hann rétt
yfir þeim mörkum sem skila
manni á þing.
Því skal ekki spáð hér að flokk-urinn verði ekki með mann á
þingi eftir næstu kosningar. Hitt
er víst að aldrei hefur formaður
flokks misst jafn mikið fylgi á
jafn skömmum tíma og Stein-
grímur J. hefur gert á þessu kjör-
tímabili.
Einn góðan veðurdag kann þvísvo að fara að vísan eigi bet-
ur við um hann en hinn.
Gekk af honum
dauðum
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 21.1., kl. 18.00
Reykjavík 4 alskýjað
Bolungarvík 1 alskýjað
Akureyri 3 skýjað
Kirkjubæjarkl. 3 skúrir
Vestmannaeyjar 4 skýjað
Nuuk 5 skýjað
Þórshöfn 4 skúrir
Ósló -8 snjókoma
Kaupmannahöfn -2 skýjað
Stokkhólmur -5 léttskýjað
Helsinki -11 heiðskírt
Lúxemborg -2 skýjað
Brussel 1 skýjað
Dublin 1 skýjað
Glasgow 2 skúrir
London 1 léttskýjað
París 1 snjókoma
Amsterdam -1 snjókoma
Hamborg -2 léttskýjað
Berlín -5 skýjað
Vín 0 alskýjað
Moskva -15 snjókoma
Algarve 13 léttskýjað
Madríd 7 léttskýjað
Barcelona 12 léttskýjað
Mallorca 12 léttskýjað
Róm 10 léttskýjað
Aþena 16 léttskýjað
Winnipeg -30 snjókoma
Montreal -18 skýjað
New York -2 alskýjað
Chicago -11 skýjað
Orlando 18 alskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
22. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:37 16:43
ÍSAFJÖRÐUR 11:03 16:26
SIGLUFJÖRÐUR 10:47 16:08
DJÚPIVOGUR 10:12 16:07
Búist er við að um 400 manns taki
þátt í bridshátíð 2013, sem hefst á
Hótel Natura á fimmtudagskvöld.
Um 180 erlendir spilarar hafa skráð
sig til leiks og hafa aldrei verið fleiri
á þessu móti.
Meðal þátttakenda er 70 manna
hópur frá Noregi, sem skráði sig í
mótið í maí á síðasta ári. Sérstakir
boðsgestir eru Zia Mahmood, sem
hefur margoft tekið þátt í bridshá-
tíð, þýska landsliðið og sterkir spil-
arar frá Svíþjóð og Danmörku. Þá
er Norðmaðurinn Tor Helness
skráður til leiks að venju en hann er
nú með lögheimili í Mónakó og varð
Evrópumeistari í brids á síðasta ári.
Bridshátíð hefst með tvímenningi
á fimmtudagskvöld þar sem 160 pör
eru skráð til leiks. Á laugardag og
sunnudag verður spiluð sveita-
keppni og eru yfir 90 sveitir skráð-
ar.
180 erlendir
spilarar keppa
á bridshátíð
Morgunblaðið/Sverrir
Brids Keppendur á bridshátíð fyrir
nokkrum árum.
Um 400 spilarar
taka þátt í hátíðinni
Aukablað um bíla fylgir
Morgunblaðinu alla þriðjudaga
Í blaðinu í gær var farið rangt með
föðurnafn Ingibjargar Hjálmars-
dóttur Bergmann sem varð hundrað
ára sunnudaginn 20. janúar. Beðist
er velvirðingar á þessu.
LEIÐRÉTT
Rangt föðurnafn