Morgunblaðið - 22.01.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.01.2013, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2013 STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þegar tilboð voru opnuð á sunnudag í veiðiréttinn í Norðurá í Borgarfirði frá og með sumrinu 2014 til fimm ára komu tvö tilboð upp úr umslög- unum, bæði frá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, SVFR, leigutaka ár- innar í 66 ár. Að auki barst frávik- stilboð, undirritað af Gesti Jónssyni lögmanni, frá ónafngreindum aðila sem gat ekki um upphæð en óskaði eftir viðræðum um veiðiréttinn. Frá- vikstilboðinu var vísað frá. SVFR sendi annað tilboðið inn undir eigin nafni, upp á 76,5 millj- ónir króna fyrir sumarið 2014, en hitt tilboðið var í nafni SVFR ehf. og hljóðaði upp á 83,5 milljónir. Sam- kvæmt heimildum greiðir félagið 85 milljónir króna fyrir ána komandi sumar. Veiðifélag Norðurár fór af stað með útboðsferlið þegar SVFR fór fram á það í fyrra að leiguupphæð gildandi samnings væri lækkuð, en hann var þess í stað styttur og áin boðin út að nýju. Blæbrigðamunur tilboðanna „Við ætlum að sofa á þessu og höf- um þann kost að hafna öllum til- boðum,“ segir Birna G. Konráðs- dóttir, formaður Veiðifélags Norðurár. En væri það álitlegur kostur? „Ég veit það ekki,“ svarar hún og viðurkennir að stjórnin hafi búist við fleiri tilboðum fyrst þau lögðu upp í þessa vinnu. „Þetta skýrist fljót- lega,“ segir hún. „Við sjáum að þar sem aðeins tveir aðilar buðu eru menn mjög var- kárir og þora ekki að taka mikla áhættu í þessum geira í dag,“ segir Bjarni Júlíusson, formaður SVFR. Hann segir „blæbrigðamuninn“ á til- boðum félagsins vera þann að „ann- ars vegar erum við að hugsa um gamla góða félagið og sölu til fé- lagsmanna, á meðan í tilboði SVFR ehf. felst að selja meira blandað, bæði til innan- og utanfélagsmanna. Munurinn á upphæðum felst í því með hvaða hætti veiðifélagið mun efla húsakostinn við ána, því í út- boðsgögnum er sagt að nýtt veiðihús komi fyrir sumarið 2014“. Bjarni segir að SVFR muni ekki falla frá hærra tilboðinu, enda sé boðið bindandi. „Það er síðan þeirra að meta hvað þau telji vænlegra fyr- ir sig. Við stöndum við báðar töl- urnar.“ Bjarni bætir við að hann sé búinn að hugsa mjög mikið um þessi mál og allt sem stjórn félagsins hafi reynt að gera í þessu máli hafi verið vel ígrundað. „Nú er þetta komið í ferli sem ég veit að verður vandað og gott,“ segir hann. Tilboðin sýni að menn séu varkárir  Stangaveiðifélag Reykjavíkur átti bæði gildu tilboðin sem bárust í veiðina í Norðurá  „Við ætlum að sofa á þessu og höfum þann kost að hafna öllum tilboðum,“ segir formaður veiðifélags Norðurár Morgunblaðið/Einar Falur Formaðurinn Bjarni Júlíusson með fyrsta lax sumarsins 2007 sem hann veiddi í opnun Norðurár, á Brotinu. „Við vildum bjóða eins vel og við gátum og við erum að teygja okkur í þessum tilboðum,“ segir hann um útboð árinnar. Norðurá í Borgarfirði hefur löngum verið ein gjöfulasta lax- veiðiá landsins, auk þess að þykja einstaklega falleg og um- hverfið heillandi. Laxinn gengur snemma og er opnun árinnar í kastljósi fjölmiðla ár hvert, þar sem hún markar í raun upphaf laxveiðisumarsins. Í fyrra var veiðin slök í ánni, 953 laxar, en fjögur sumur þar á undan fór hún ekki undir 2.000 laxa. „Við höfum starfað saman í bráðum 67 ár og ég vil endilega að þetta verði 100 ára sam- starf,“ segir Bjarni Júlíusson um samstarf SVFR og Veiði- félags Norðurár. Hann segir ána mjög mikilvægan þátt í rekstri félagsins. „Þetta eru margir stangardagar og félagsmenn sem veiða í ánni á ári hverju skipta hundruðum. Þeir kaupa dagana í júní, ágúst og byrjun september. Þetta langa sam- band gerir líka að verkum að við vildum bjóða eins vel og við gát- um og við erum að teygja okkur í þessum tilboðum, það er ekk- ert launungarmál.“ Er félaginu mikilvæg LANGT SAMSTARF UM ÁNA Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skip- að nefnd með fulltrúum allra stjórn- málaflokka, sem eiga fulltrúa á Al- þingi, um aðgang stjórnmála- hreyfinga og frambjóðenda að fjölmiðlum í aðdraganda kosninga. Samkvæmt frétt frá ráðuneytinu er nefndinni m.a. ætlað að fjalla um at- hugasemdir ÖSE um framkvæmd kosninga til Alþingis árið 2009. „Fjöl- mörg ríki hafa sett reglur um umfjöll- un og störf fjölmiðla í tengslum við kosningar. Í kjölfar eftirlits með kosningum til Alþingis árið 2009 benti eftirlitsnefnd ÖSE (Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu) á að hér á landi giltu ekki reglur um störf eða skyldur fjölmiðla í aðdraganda kosn- inga. Í ábendingum nefndarinnar er m.a. bent á möguleika á lagasetningu um starfsemi fjölmiðla í þessum efn- um, þ.m.t. um pólitískar auglýsingar og veitingu útsendingartíma til fram- boða,“ segir í frétt ráðuneytisins. Nefndin er þannig skipuð: Finnur Beck, formaður, skipaður af ráðherra án tilnefningar, Friðrik Þór Guð- mundsson, tilnefndur af þingflokki Hreyfingarinnar, Sunna Gunnars Marteinsdóttir, tilnefnd af þingflokki Framsóknarflokksins, Eysteinn Eyj- ólfsson, tilnefndur af þingflokki Sam- fylkingarinnar, Björn Jónas Þorláks- son, tilnefndur af þingflokki Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Svanhildur Hólm Valsdóttir, tilnefnd af þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Málþing um fjölmiðlana Málþing um hlutverk og ábyrgð fjölmiðla í aðdraganda kosninga verð- ur haldið miðvikudaginn 23. janúar kl. 14-17 í Öskju, stofu 132. Það er á veg- um mennta- og menningarmálaráðu- neytis, Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála, og meistaranáms í blaða- og fréttamennsku við HÍ. Finnur Beck lögfræðingur opnar málþingið og erindi flytja Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjöl- miðlanefndar, Guðbjörg Hildur Kol- beins fjölmiðlafræðingur, Margrét Sverrisdóttir verkefnastjóri, Ólafur Stephensen ritstjóri og Jóhanna Vig- dís Hjaltadóttir fréttamaður. Að framsöguerindum loknum verða pallborðsumræður með frum- mælendum ásamt Ólafi Þ. Harðar- syni prófessor og Frey Einarssyni ritstjóra. Fundarstjóri verður Þór Jónsson blaðamaður. Morgunblaðið/Kristinn Nefnd um aðgang að fjölmiðlum í að- draganda kosninga Kosningabarátta Skoða á hvernig frambjóðendur fá aðgang að fjölmiðlum. KORTIÐ GILDIRTIL 31. janúar 2013 – MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR MOGGAKLÚBBURINN MOGGAKLÚBBURINN 25% AFSLÁTTUR Á STUNDARBROT Í BORGARLEIKHÚSINU Í JANÚAR „Ef ekki væri fyrir tímann mundi allt gerast í einu.“ Í Stundarbroti er teygt á tímanum, hann er beygður og afmyndaður þar til skynjunin er sprengd í loft upp og skilin eftir í tætlum. Þetta er verk á mörkum vísinda, leikhúss og dans og framsækið nútímaleikhús sem hristir duglega upp í skynjun áhorfenda. Í verkinu er tekist á við lúmska spurningu: Hvað er tíminn? Gegn framvísun Moggaklúbbskortsins í miðasölu Borgarleikhússins. Miðasala í síma 568 8000 fyrir áskrifendur. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1100 Almennt verð: 3.900 kr. Moggaklúbbsverð: 2.900 kr. Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á mbl.is/postlisti. Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.