Morgunblaðið - 22.01.2013, Qupperneq 16
og dæmdir,“ segir Arngrímur.
Þegar Mývetningar ákváðu að
grípa til aðgerða stóð ekki til að
sprengja. „Við héldum að þetta
væri jarðvegsstífla og söfnuðumst
saman með skóflur og haka til að
ryðja henni burt, en þegar verkið
var hafið kom í ljós að þetta var
steyptur veggur. Það vissi enginn
okkar, enda hafði enginn Mývetn-
ingur unnið við verkið,“ segir Arn-
grímur.
Mývetningar vissu um dínamít og
hvellhettur sem Laxárvirkjun
geymdi í grenndinni og ákveðið var
í skyndi að nota það til að sprengja
stífluna.
Fyrst reynt að bora
Ingólfur Jónasson á Helluvaði,
einn þeirra 63 sem dæmdir voru
fyrir sprenginguna, segir að gerð
hafi verið tilraun til að bora í
steyptan vegginn áður en hann var
sprengdur. „Ég fór og stal rafstöð
og bor og við reyndum þetta,“ sagði
hann við Morgunblaðið.
Hlutirnir gerðust hratt. Hópur
fólks safnaðist saman við Miðkvísl
um klukkan átta að kvöldi og að-
„Hef aldrei séð eftir þessu“
Sprengjumennirnir við Laxá sumarið 1970 voru þrír Einn þremenninganna er á lífi, Arngrímur
Geirsson í Álftagerði Mývetningar ánægðir með nýja heimildarmynd um hápunkt Laxárdeilunnar
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Hvellur í Skjólbrekku Á tjaldinu er Hólmfríður Jónsdóttir á Arnarvatni með skiltið sem var á Bedford-bíl Eysteins á Arnarvatni í frægri Akureyrarferð.
Sprengdi Arngrímur Geirsson, einn
þremenninganna sem sprengdu.
Stórfrétt Sprengingin vakti að vonum mikla athygli. Morgunblaðið sagði
frá málinu í fjögurra dálka frétt á baksíðu strax morguninn eftir.
LAXÁRDEILAN
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Þrír menn sprengdu stífluna við
Miðkvísl efst í Laxá fyrir rúmum 40
árum þegar Laxárdeilan stóð sem
hæst og er einn þeirra enn á lífi,
Arngrímur Geirsson í Álftagerði.
Ekki hefur verið upplýst fyrr en nú
hverjir sprengdu stífluna, fjöldi
fólks vissi það en samtakamáttur
Mývetninga var slíkur að enginn
ljóstraði því upp, þrátt fyrir ítarleg-
ar yfirheyrslur lögreglu.
Talið er að um 160 manns hafi
verið við Miðkvísl að kvöldi 25.
ágúst 1970, þegar stíflan var
sprengd, en 63 voru dæmdir fyrir
verknaðinn. Hlutu þeir þriggja
mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Arngrímur Geirsson var við-
staddur forsýningu heimildarmynd-
arinnar Hvells, um Laxárdeiluna, í
Skjólbrekku í Mývatnssveit í fyrra-
kvöld. Hann iðrast einskis. „Ég hef
aldrei séð eftir þessu,“ sagði hann
við Morgunblaðið að sýningu lok-
inni. Aðgerðirnar hafi verið al-
gjörlega nauðsynlegar til bjargar
náttúrunni og í raun byggð á
stórum hluta svæðisins við Mývatn.
Hinir sprengjumennirnir voru
Guðmundur Jónsson á Hofsstöðum
og Sigurgeir Pétursson á Gautlönd-
um. Guðmundur heitinn nefnir
reyndar í myndinni Eystein Sig-
urðsson á Arnarvatni, en Arn-
grímur segir það misminni. Ey-
steinn hafi verið í stjórn
Landeigendafélags Mývatns og
Laxár og ekki hafi þótt heppilegt að
stjórnarmaður í félaginu myndi
sprengja. Sigurgeir hefði verið sá
þriðji.
„Við Guðmundur vorum æskuvin-
ir og félagar,“ sagði Arngrímur við
Morgunblaðið. „Það var ákveðið
spontant á staðnum hverjir myndu
sprengja og við þrír urðum fyrir
valinu. Fólk vildi ekki að einhver
einn yrði dreginn til ábyrgðar ef
einhverjir yrðu teknir út úr hópnum
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2013
Ingólfur Jónasson á Helluvaði
var á forsýngunni á Hvelli í
Skjólbrekku og kvaðst mjög
ánægður með myndina. „Mér er
þetta allt í fersku minni þótt
langt sé síðan. Maður hefur rifj-
að þetta upp reglulega og mont-
að sig af því alla tíð af hafa
staðið að þessu. Það hefur ekki
verið ástæða til að liggja á því,“
sagði Ingólfur í samtali við
Morgunblaðið.
Ingólfur var einn þeirra 63
sem dæmdir voru fyrir verkn-
aðinn.
„Ég fylgdist vel með gangi
mála þetta sumar, því þá var ég
að vinna við að byggja íbúðar-
hús í Árnesi fyrir Völund, son
hjónanna þar,“ segir Ingólfur. Í
Árnesi bjuggu hjónin Hermóður
Guðmundsson og Jóhanna Á.
Steingrímsdóttir, sem stóðu í
fylkingarbrjósti í baráttunni fyrir
verndun Laxár. Hermóður var
formaður Landeigendafélags
Laxár og Mývatns.
Ingólfur segist hafa skynjað
um sumarið að eitthvað sérstakt
væri í aðsigi.
„Það var mikið hugsað um
hvað við ættum að gera til að fá
fólkið með okkur – þjóðina.
Þetta var það sem dugði. Akst-
urinn til Ak-
ureyrar skilaði
ekki því sem við
höfðum vonast
eftir, en þessi
sprenging sýndi
fólki að okkur
var fullkomin al-
vara. Eftir hana
fór fólk að
hugsa meira og skynja hvað var
um að vera.“
Ingólfur segir Mývetninga hafa
fengið ótrúlegan meðbyr. „Til
stóð að hafa setuverkfall niðri
við virkjun og fólk hringdi hvað-
anæva af landinu og bauðst til
að koma og taka þátt ef okkur
vantaði mannskap. Einn hringdi
og sagði að ef okkur vantaði
meira sprengiefni skyldum við
bara láta hann vita ...“
Fréttir af sprengingunni bár-
ust út fyrir landsteinana og Ing-
ólfur segir norska náttúruvernd-
arsinna hafa verið í miklu
sambandi við Mývetninga í kjöl-
farið og kom hópur þeirra í
heimsókn árið 1974 til að leita
ráða vegna náttúruverndar ytra.
„Einn þeirra var Sigmund
Hvalvø, sem þá var prófessor í
Osló og einn frumkvöðla um-
hverfisverndar í heiminum.“
Alla tíð montað mig af því að
hafa verið þátttakandi í þessu
INGÓLFUR Á HELLUVAÐI VAR EINN HINNA DÆMDU
Ingólfur Jónasson