Morgunblaðið - 22.01.2013, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 22.01.2013, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2013 BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Hlutabréf Icelandair Group hafa hækkað mikið eftir að tilkynnt var um kaup Sigurðar Helgasonar, stjórnarformanns fyrirtækisins, í fé- laginu fyrir um 24 milljónir króna þann 17. desember. Sérfræðingar á markaði segja að kaupin hafi styrkt þá trú fjárfesta að umfangsmikil flugvélakaup sem tilkynnt voru ellefu dögum áður væru skynsamleg. Bréfin hafa hækkað um 19% frá því að tilkynnt var um kaup stjórn- arformannsins. Á sama tíma hefur Úrvalsvísitalan hækkað um 13%. Gengið hækkaði lítið mánuðinn fyrir kaup Sigurðar. Erlendis hafa hluta- bréf hækkað frá áramótum. Áhættu- samur rekstur, eins og t.d. ferðaþjón- usta, er alla jafna næmari fyrir gengisbreytingum; hækka og lækka meira en áhættuminni félög á mark- aði. Tilkynnt var að Icelandair hefði pantað tólf Boeing 737 flugvélar með kauprétti á tólf til viðbótar þann 6. desember. Icelandair mun taka við fyrstu vélunum af þessum gerðum á fyrri hluta árs 2018, eða eftir rúmlega fimm ár. Ýmsar fjárhagsupplýsingar varðandi kaupin liggja ekki fyrir. Rekstur Icelandair hefur gengið vel eftir hrun, afkoman hefur batnað jafnt og þétt, segja sérfræðingar, og félagið var hástökkvarinn í Kauphöll- inni á síðasta ári; hækkaði um 61%. Stjórnendurnir stefna á um 15% vöxt í ár og þykir fjárfestum kaupin á þessum nýju flugvélum til marks um að stjórnendunir telji að félagið muni halda áfram að vaxa hratt á næstu ár- um. Icelandair er með erlenda starf- semi og erlendar tekjur. Það þykir eftirsóknarvert á tímum gjaldeyris- hafta en með kaupum á félaginu er að vissu marki verið að kaupa erlenda eign. Félagið treystir ekki alfarið á efnahagsástandið hér: Viðskipta- módel Icelandair byggist á því að koma Evrópubúum sem ætla til Bandaríkjanna til Keflavíkur, en þar er í raun hjarta fyrirtækisins, og ferja þá svo áfram á áfangastað. Hið sama gildir um Bandaríkjamenn og Kanadamenn sem ætla til Evrópu. Rekja má þetta módel til upphafs ní- unda áratugarins þegar Sigurður var við stjórnvölinn. Fjárfestar rýna í það þegar til- kynnt er um kaup eða sölu hjá inn- herjum, líkt og Sigurður var í þessu tilviki, enda hafa þeir bestu upplýs- ingarnar og þekkinguna á rekstri fé- laga. Þegar innherjar selja hafa þeir vara á, en telja það jákvætt að þeir kaupi. Hughreystir markaðinn  Eftir kaup Sigurðar Helgasonar, stjórnarformanns Icelandair, 17. janúar hafa bréfin hækkað um 19%  Skömmu áður var tilkynnt að blásið yrði til sóknar Morgunblaðið/Eggert Góð ávöxtun Icelandair Group hækkaði um 61% í Kauphöllinni á liðnu ári. Stjórnendurnir eru vongóðir um framtíðina og hafa pantað tólf nýjar flugvélar . Treysta formanninum » Sigurður Helgason, stjórn- arformaður Icelandair Group, þekkir fyrirtækið afar vel: hann hóf störf hjá því árið 1974 og var forstjóri þess 1985-2005. » Hann keypti í félaginu í des- ember fyrir 24 milljónir. Í kjöl- farið hafa bréfin hækkað mik- ið. Áður hafði verið tilkynnt um umfangsmikil flugvélakaup. Aldrei hafa jafnmargar hugmyndir verið sendar inn í frumkvöðla- keppni Innovit, Gulleggið, en alls bárust 327 viðskiptahugmyndir í keppnina í þetta skiptið. Að baki hugmyndunum eru 530 þátttak- endur sem munu þurfa að vinna að þróun og framgangi sinna við- skiptatækifæra á komandi misseri. Í fyrra bárust 224 hugmyndir og því er um tæplega 50% aukningu að ræða milli ára. Á næstu fimm vikum munu þátt- takendur eiga kost á að sækja nám- skeið og vinnusmiðjur skipulagðar af Innovit og bakhjörlum keppn- innar. Á námskeiðunum fá þátttak- endur rýni og endurgjöf á hug- myndir sínar ásamt þjálfun í gerð viðskiptaáætlana og uppbyggingu viðskiptahugmynda. Sigurvegari keppninnar hlýtur verðlaunagrip- inn Gulleggið 2013 og eina milljón króna í peningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Innovit. Frumkvöðlakeppni Innovit hefur farið fram síðustu ár og vaxið með hverju árinu. Alls hafa um þúsund hugmyndir verið sendar inn til þátttöku þau fimm ár sem keppnin hefur verið haldin en keppnin í ár er sú sjötta í röðinni. Í tilkynningunni er sagt að Gull- eggið sé fyrst og fremst stökk- pallur fyrir framúrskarandi við- skiptahugmyndir og vettvangur þjálfunar og tengslanets fyrir há- skólanemendur, nýútskrifaða og frumkvöðla. Þar fái keppendur stuðning og ráðgjöf með það að markmiði að skapa grundvöll fyrir ný fyrirtæki og verðmætasköpun á Íslandi. 327 viðskipta- hugmyndir  Aldrei fleiri hugmyndir í Gullegginu Verðlaunin Gulleggið 2012. ● Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest niðurstöðu Neytendastofu sem sektaði Tal um 7,5 milljónir í fyrra. Nefndin lækkaði hins vegar sektina í fjórar milljónir króna. Sektin var vegna brota á lögum um viðskiptahætti og markaðssetningu og eldri ákvörðunum stofnunarinnar. Brot- in voru í sex liðum og fólust meðal ann- ars í því að notast við orðið „frítt“ þegar greiða þurfti fyrir aðra þjónustu til þess að fá þá þjónustu sem sögð er „frí“. Sekt Tals lækkuð ● Arion banki lauk á föstudag þriðja út- boði bankans á sértryggðum skulda- bréfum sem eru óverðtryggð. Alls voru seld skuldabréf til fagfjárfesta fyrir 1.820 milljónir að nafnvirði í skulda- bréfaflokknum Arion CB 15. Stærð flokksins eftir stækkun er 4.340 millj- ónir. Þetta kemur fram í tilkynningu. Skuldabréfin bera 6,50% óverð- tryggða vexti og eru á lokagjalddaga ár- ið 2015. Ávöxtunarkrafa er 6,50%. Skuldabréfaútboð Arion Stuttar fréttir…                                         !"# $% " &'( )* '$* +,-./ ,0/.1 +,2.03 ,,.-1- ,,.-11 +2.124 +/3.54 +.5//+ +24.3 +30.12 +,-.4+ ,05.03 +,2.51 ,,.2,1 ,,.2,, +2.41/ +/3.-5 +.5/3/ +23.,2 +3+.03 ,/,.44+- +,-.2, ,05.14 +,2.-/ ,,.22, ,,.2-2 +2.3+ +/-.,, +.55+1 +23.-- +3+.11 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Smiðjuvegi 7 - 200 Kópavogi - Sími: 54 54 300 www.ispan.is - ispan@ispan.is -VOTTUN ER OKKAR GÆÐAMERKI Sérfræðingar í gleri … og okkur er nánast ekkert ómögulegt Opið: 08:00 - 17:00alla virka daga • Hert gler - Í sturtuklefa - Í handrið - Í rennihurðir - Í milliveggi • Speglar - Á baðið - Á ganginn - Á skápinn - Í eldhúsið - Í barnaherbergið - Í svefnherbergiðSENDUM UM ALLT LAND

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.