Morgunblaðið - 22.01.2013, Page 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2013
Undanfarið hafa ver-
ið ítrekaðar umræður
um vísitölur og verð-
bólgu og hvort hugs-
anlega sé mismunur á
milli breytinga á birt-
um vísitölum og raun-
verulegri verðbólgu.
Verðtryggð lán mega
samkvæmt lögum
fylgja breytingum á
neysluvísitölunni.
Í grein sinni í Mbl. „Reiknuð eða
raunveruleg veðbólga“ leiðir Sig-
urbjörn Svavarsson líkum að því að
þarna geti verið verulegur mismunur.
Sigurbjörn virðist halda því fram að
raunveruleg eða hagfræðileg verð-
bólga sé meðaltal af þenslu og sam-
drætti en neysluvísitalan virðist að-
eins mæla þenslu.
Í grein Seðlabankans „Stöðugt
verðlag“ kemur fram að verðbólga
skilgreinist sem viðvarandi hækkun
verðlags en verðlag skilgreinist sem
meðalverð vöru og þjónustu og eigi að
mælast með mælingu á meðalverði og
er í dúr við það sem Sigurbjörn er að
útskýra þetta.
Samkvæmt lögum um vísitölu
neysluverðs skal vísitalan mæla með-
alverð í landinu en ekki verð á ein-
stakri vöru eða þjónustu á tilteknum
tíma eins og Hagstofan virðist mæla,
heldur breytingar á meðalverðlagi
einkaneyslu. Meðaltalsbreytingar
eru ekki sama og verðbreytingar á
ákveðnu tímabili heldur meðaltals-
verð yfir tímabil. Ekki er í lögum
fjallað um mælingu á verðbólgu eftir
tegundum hagsveiflna eða misræmi
milli breytinga á neysluvísitölu (verð-
bólgumælingar ríkisins) og raunveru-
legrar eða hagfræðilegrar verðbólgu
eða samdráttar í samfélaginu.
Það kann að vera að þetta sé ekki
nægilega skýrt. Lögin kveða á um
mælingar á breytingum
á meðalveðlagi einka-
neyslu. Vísitala neyslu-
verðs virðist vera byggð
á verðkönnunum á ein-
stökum vörum og þjón-
ustu og ekki augljóst að
þetta sé sama stærðin.
Gengi íslensku krón-
unnar sem dæmi sveifl-
ast mikið og því er tæp-
lega marktækt að mæla
verð á einhverjum til-
teknum dögum heldur
ætti að reikna end-
anlega marktækar verðbreytingar
aftur í tímann þegar meðalgengi
ákveðins tímabils liggur fyrir.
Hagstofan ákveður það upp á sitt
eindæmi að verðbreytingar einka-
neyslu séu sama stærðin og verðbólg-
an. Vörur sem hafa hækkað mikið í
verði en hafa fallið eða hætt í sölu
geta því hækkað verðbólguútreikn-
inginn – þó að enginn sé að kaupa
þessa tilteknu vöru. Engin krafa er
um rauntímamagnmælingar við út-
reikning neysluvísitölunnar sem
byggist alfarið á framfærslurann-
sóknum samkvæmt lögum. Hag-
stofan hefur birt 40 bls. skýrslu og
rannsókn á útgjöldum heimilanna í
Hagtíðindum 6. desember 2012. Þar
telja þeir að fengist hafi nákvæmar
upplýsingar um notkun heimilanna á
hverri neysluvöru fyrir sig. Nið-
urstöður skýrslunnar eru notaðar við
gerð útgjaldagrunns vísitölu neyslu-
verðs. Mælingin tekur hvorki á sveifl-
um né greinir rauntímaupplýsingar
um neysluna.
Íslenskar vísitölu- eða verðbólgu-
mælingar greina ekki ástæður verð-
hækkana í hverju tímabili, hvort um
sé að ræða hækkun vegna aukinnar
eftirspurnar (óviss eða tímabundin
hækkun) eða hvort um sé að ræða
hækkanir óháðar eftirspurn (fastar
hækkanir). Þetta getur skipt máli þar
sem ekki er augljóst að eðlilegt sé að
verðbæta fjármálagerninga vegna
tímabundinnar, jafnvel árstíðabund-
innar eftirspurnar á vörum og þjón-
ustu. Slík bóla gengur oftast fljótlega
til baka. Það virðist ofrausn að hækka
alla lánasamninga í landinu mán-
aðarlega vegna sveiflukenndrar eft-
irspurnar auk þess sem þetta ruglar
alla umræðu um kaup og kjör í land-
inu. Öll lagasetning og framsettar
skýringar um vísitölur, verðtrygg-
ingu og verðbólgumælingar og fram-
kvæmd þessara þátta virðist talsvert
loðin og bjóða hættunni heim um
skekkjur og vandamál.
Þensla (verðbólga) virðist aðallega
stafa af tveimur orsökum sem er ann-
ars vegar eftirspurn og hinsvegar
beinar verðhækkanir svo sem vegna
gengisbreytinga. Í dag er öllum þess-
um þensluorsökum hlaðið hverri ofan
á aðra sem grundvelli að vísitölu
neysluverðs og allt verðlag í landinu
hækkað með lögum í samræmi við
það. Auk þess virðist sem verðbólgan
sé ekki mæld með réttum vinnu-
brögðum þar sem ekki er tekið með-
altal rauntímaupplýsinga um þenslu
og samdrátt.
Í grein Rósmundar Guðnasonar
„Hvernig mælum við verðbólgu“ sem
fjallar þó aðallega um vandamál við
verðmælingar, segir að vísitala
neysluverðs mæli verðbreytingar út-
gjalda til einkaneyslu. Rósmundur
virðist slá því föstu að verðbólga sé
sama og breyting neysluvísitölu og
Hagstofan virðist vinna í samræmi
við það. Hagstofan fullyrðir að þessi
sama vísitala mæli fyrst og fremst
verðbólgu og sé auk þess notuð til að
bera saman verðbólgu milli ríkja.
Samtök fjármálafyrirtækja SFF
gáfu út 10. september 2012 um 200
bls. þykka skýrslu sem ber heitið:
„Nauðsyn eða val?, Verðtrygging,
vextir og verðbólga“. Skýrslan er
staðfesting á að verðtryggingin í
landinu er sjúkdómseinkenni og er
því lýst í ágætri samantekt: „Verð-
trygging er sjúkdómseinkenni“
http://www.vb.is/skodun/76359/
Samanlagt virðist um að ræða tals-
verða óvissu og jafnvel skekkjur í
þessum mikilvæga málaflokki sem
valda tilfærslu á miklum fjármunum
frá fyrirtækjum og heimilum til lána-
stofnana með því að hækka öll lán
landsmanna og allt verðlag í sam-
ræmi við það.
Verðbólgumælingar á Íslandi
Eftir Sigurð
Sigurðsson » Öll lagasetning um
vísitölur og verð-
bólgumælingar og fram-
kvæmd þessara þátta
virðist talsvert loðin og
bjóða hættunni heim um
skekkjur og vandamál.
Sigurður Sigurðsson
Höfundur er Cand. Phil. bygg-
ingaverkfræðingur.
Allt frá því ég lam-
aðist fyrir nær fjór-
tán árum og bróðir
minn fyrir nær sex
árum hef ég og síðan
við báðir reynt að
berjast fyrir því að
geta notið þeirra lífs-
gæða sem þeir sem
heilbrigðir eru taka
sem sjálfsagðan hlut.
Dæmi um þetta er að
geta ferðast um óbyggð svæði og
veitt fisk á stöng, svo dæmi sé tek-
ið. Til að fá undanþágu svo komast
mætti á svæði sem nú er óheimilt
að fara um á vélknúnum ökutækj-
um lá því beinast við að leita til
hæstvirts umhverfisráðherra Svan-
dísar Svavarsdóttur.
31. mars 2011 var eftirfarandi
fyrirspurn beint til umhverf-
isráðherra frá Kristjáni Þór Júl-
íussyni alþingismanni: „Hvað líður
undirbúningi lagafrumvarps sem
heimili ferðir hreyfihamlaðra á vél-
knúnum ökutækjum utan vega á
leiðum sem aðeins er leyft að fara
um fótgangandi, svo þeim sé gert
kleift að njóta útivistar sem er
þeim annars illmöguleg, t.d. stang-
veiða eða ferða um þjóðgarða og
önnur vernduð svæði?“
Svohljóðandi svar barst: „Um-
hverfisráðuneytið hefur hug á því
að gera breytingar á reglugerð nr.
528/2005 og hefur í því skyni óskað
eftir tillögum Umhverfisstofnunar
varðandi mögulegar undanþágur
frá 17. gr. náttúruverndarlaga
vegna utanvegaaksturs fatlaðra
einstaklinga, með hliðsjón af
ákvæðum samnings Sameinuðu
þjóðanna um réttindi fatlaðs
fólks … Tillögur stofnunarinnar
um breytingar á reglugerðinni
hafa nú þegar borist … og vænt-
anlega afgreidd í framhaldinu.“
Til að gera langa sögu stutta þá
hefur engin undanþága fengist.
Aftur var ráðherrann spurð nú 25.
janúar 2012 hvers vegna fyrri leið
gengi ekki og er skýring hennar
eftirfarandi: „Hins vegar höfum
við skoðað mjög ítarlega bæði
laga- og reglugerðarumhverfið og
þetta er ögn flóknara en fyrir lá …
Ég hef sett í gang samráðshóp
milli Umhverfisstofnunar og Ör-
yrkjabandalagsins …
Ég vonast til þess að
það geti verið í tæka
tíð fyrir næsta sumar
[tillögur umrædds
starfshóps], en þessi
skoðun er í gangi …“
Starfshópur þessi
skilaði síðasta haust og
lagði m.a. til að veittar
yrðu ákveðnar und-
anþágur til þeirra sem
ekki geta gengið, svo
þeir geti notið náttúr-
unnar t.d. með því að
nota fjór-/sexhjól til að ferðast um
óbyggð og vegalaus svæði, auk
annarra tillagna til að uppfylla
samning sameinuðu þjóðanna um
réttindi fatlaðs fólks. Vart þarf að
taka það fram, að jafnframt var í
umræddum tillögum minnst á
ábyrgð þess sem fer um óbyggðir
á vélknúnum ökutækjum og þá
staðreynd að skemmi menn landið
varði það m.a. fésektum. Slíkar til-
lögur lúta að eðli málsins og undir
þær tek ég heilshugar.
Nú ber svo við að í frumvarpi til
nýrra náttúruverndarlaga sem lagt
var fram 21. nóvember 2012 kem-
ur fram að þau eigi að „… auð-
velda umgengni og kynni almenn-
ings af náttúru landsins og
menningarminjum sem henni
tengjast og efla þekkingu og
fræðslu um náttúruna“.
Í umræddu frumvarpi segir
einnig að „Umhverfisstofnun ber
ábyrgð á að gerð sé umsýsluáætl-
un fyrir friðlýst svæði. … þar sem
m.a. er kveðið nánar á um umfang
verkefnisins og greiðslur … Í um-
sýsluáætlun skal m.a. fjallað um
landnýtingu, landvörslu … og að-
gengi ferðamanna, þar á meðal að-
gengi fatlaðs fólks.“
Fatlaðir hafa hins vegar ekkert
á umræddum umsýsluáætlunum að
græða, þegar greinargerð með
umræddri lagagrein er skoðuð,
enda ekki hægt að skilja laga-
greinina og skýringar með henni
öðruvísi en að náttúran eigi að
njóta vafans, en ekki að hinn fatl-
aði eigi að njóta náttúrunnar eða
a.m.k. að eiga möguleika á því, til
dæmis með notkun fjór-/sexhjóla.
Því er ekki hægt að komast að
annarri niðurstöðu en ekkert sé
komið til móts við sjónarmið fatl-
aðs fólks og þau ákvæði í samningi
Sameinuðu þjóðanna um réttindi
fatlaðs fólks sem ráðherrann hafði
þó áður borið fyrir brjósti.
Svandís, eru þetta
efndir við hreyfi-
hamlaða náttúru-
unnendur?
Eftir Berg Þorra
Benjamínsson
Bergur Þorri
Benjamínsson
»Umhverfisráðherra,
Svandís Svavars-
dóttir, það er ekkert að
marka þín fyrri orð!
Höfundur sækist eftir 5. sæti í próf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðaust-
urkjördæmi hinn 26. janúar nk.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar
greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að
nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í
samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið
birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni for-
síðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn
"Senda inn grein" er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá
sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferl-
inu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá
inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda
greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í
síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Aukablað
um bíla fylgir
Morgunblaðinu
alla þriðjudaga
Járnskortur
getur verið
ein ástæðan
Vandaðar bætiefnablöndur
úr lífrænni ræktun,
fyrir börn og fullorðna.
Þreytt og
slöpp?
Nánar á heilsa.is
Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum.
• Einkenni járnsskorts geta verið
t.d. mæði, þreyta svimi, kulsækni,
hjartsláttaróregla og höfuðverkur.
• Floradix og Floravital hjálpa fólki
til að viðhalda góðri heilsu og
heilbrigði.
• Blandan byggist upp á fljótandi
lífrænu járni, sérvöldum jurtum,
ávaxta djús og blöndu af c- og
b-vítamíni, til að auka járnbúskap
líkamans.