Morgunblaðið - 22.01.2013, Qupperneq 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2013
✝ Hildur Guð-mundsdóttir,
húsmóðir á Brekku
í Biskupstungum,
fæddist í Sund-
stræti 23 (Róma-
borg) á Ísafirði 11.
ágúst 1925. Hún
lést á Dvalarheimili
aldraðra á Kumb-
aravogi 11. janúar
2013. Hildur var
dóttir hjónanna
Guðmundar Þorláks Guðmunds-
sonar skipstjóra, f. 22.5. 1888, d.
15.9. 1944, og Margrétar Jóns-
dóttur húsmóður, f. 3.3. 1894, d.
12.5. 1966. Systkini hennar eru
Páll, f. 1922, d. 2000, Elísabet, f.
1924, Margrét, f. 1928, d. 2010,
og Guðrún, f. 1932.
Hildur flutti til Reykjavíkur
með foreldrum sínum og systk-
inum haustið 1927 en fór sum-
arið 1928 vestur á Ísafjörð til afa
síns Jóns Bjarnasonar, ömmu
sinnar Guðbjargar Jónsdóttur
og móðursystur Maríu Jóns-
dóttur. Þar var hún til ársins
1939, fluttist hún þá aftur til
Reykjavíkur.
Hildur giftist eftirlifandi
eiginmanni sínum Óskari Jó-
Anna Margrét, f. 1990, d. 2002.
2) Páll, f. 21. júlí 1951, fyrri kona
hans er Margrét Oddsdóttir,
þeirra börn eru: a) Oddur Ósk-
ar, f. 1977, býr með Bryndísi
Reynisdóttur, hann á þrjú börn,
b) Hekla Hrönn, f. 1979, gift Nils
Guðjóni Guðjónssyni, þau eiga
þrjú börn, c) Kristinn Páll, f.
1985, býr með Jónu Petru Guð-
mundsdóttur, þau eiga þrjú
börn, seinni kona Páls er Lilja
Gísladóttir og 3) María, f. 30.
janúar 1957, fyrri maður hennar
er Brian Boundy, sonur þeirra
er a) Óskar Kristinn, f. 1983,
kvæntur Elfu Dís Andersen, þau
eiga þrjú börn, núverandi mað-
ur Maríu er Halldór Árnason,
þeirra synir eru: b) Árni Bær-
ing, f. 1994, og Guðmundur Pét-
ur, f. 1997.
Hildur gekk í barnaskólann á
Ísafirði, haustið 1939 hóf hún
nám við Kvennaskólann í
Reykjavík. Að námi loknu starf-
aði hún við verslun Hans Pet-
ersen og vann þar fram að gift-
ingu eða þar til hún flutti með
Óskari að Brekku þar sem þau
stunduðu búskap, fyrst með
kindur og kýr svo aðeins með
kindur þar til þau snéru sér að
ferðaþjónustu þar sem þau ráku
sumarhúsahverfið í Brekku-
skógi. Einnig gerðu þau hjónin
út vinnuvélar til vegagerðar o.fl.
Útför Hildar fer fram frá
Skálholtskirkju í dag, 22. janúar
2013, og hefst athöfnin kl. 14.
hannessyni, f. 2.
janúar 1919, þann
8. júní 1946 og þann
sama dag fluttust
þau að Brekku þar
sem þau bjuggu
alla tíð. Hildur
dvaldi á Dval-
arheimilinu Kumb-
aravogi síðasta ár
ævi sinnar. Þeirra
börn eru: 1) Hólm-
fríður, f. 20. júní
1947, fyrri maður hennar er
Helgi Þórarinsson, þeirra börn
eru: a) Jóhannes, f. 1967, kvænt-
ur Helgu Maríu Jónsdóttur, þau
eiga fjögur börn, b) Ragnhildur
Petra, f. 1968, d. 1996, hún átti
tvo syni, núverandi maður
Hólmfríðar er Sigurður Guð-
mundsson, þeirra börn eru: c)
Þuríður Ágústa, f. 1974, gift Sig-
urjóni Pétri Guðmundssyni, þau
eiga tvö börn, d) Hildur Ósk, f.
1978, gift Helga Jakobssyni, þau
eiga þrjár dætur, e) Ólafur Jó-
hann, f. 1981, f) Áshildur Sigrún,
f. 1983, býr með Andrési Má
Heiðarssyni, þau eiga einn son,
g) Guðríður Olga, f. 1986, býr
með Gunnari Hauk Ólafssyni
Hauth, þau eiga eina dóttur, h)
Til minningar um ömmu okkar
og langömmu.
Elsku amma okkar og
langamma.
Okkur langaði að kveðja þig
með þessu fallega ljóði:
Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim,
mig glepur sýn,
því nú er nótt, og harla langt er heim.
Ó, hjálpin mín,
styð þú minn fót; þótt fetin nái
skammt,
ég feginn verð, ef áfram miðar samt.
Ég spurði fyrr: Hvað hjálpar heilög trú
og hennar ljós?
Mér sýndist bjart, en birtan þvarr, og
nú
er burt mitt hrós.
Ég elti skugga, fann þó sjaldan frið,
uns fáráð öndin sættist Guð sinn við.
Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér,
þú logar enn,
í gegnum bárur, brim og voðasker.
nú birtir senn.
Og ég finn aftur andans fögru dyr
og engla þá, sem barn ég þekkti fyrr.
(Matthías Jochumsson)
Fyrir hönd systkinanna frá
Rauðaskógi, maka og barna með
hjartans kveðjum,
Hildur Ósk Sigurðardóttir.
Elsku amma mín, mig langar
að byrja á að þakka forsjóninni
fyrir að hafa fengið að alast upp
hjá þér og afa á Brekku svo ég tali
nú ekki um þau forréttindi að
hafa getað veitt börnunum mín-
um fjórum það að alast upp í
næsta húsi við langömmu og
langafa og átt með þeim ógleym-
anlegar samverustundir.
Hinn 2. október 1967 fæddist
ég í stofunni hjá ykkur afa, þann-
ig að mínar fyrstu og bestu minn-
ingar eru óneitanlega tengdar
þér og eru þær mér mjög hjart-
fólgnar. Ein af mínum fyrstu og
kærustu minningum um þig
amma mín er þegar ég lítill
drengur kom ofanaf lofti í gamla
bænum á Brekku og fékk að kúra
í holunni á milli ykkar afa þar sem
þú veittir mér alla þá ástúð og
hlýju sem ég þurfti á að halda.
Ógleymanlegar eru verslunar-
ferðirnar sem við Peta systir fór-
um með þér og mömmu í Kaup-
félagið á Laugarvatni, þá keyrðir
þú Moskvítsinn jafnt veg sem
vegleysu og aldrei nein vandamál
enda hafðir þú þann hæfileika að
vera afburðabílstjóri alla tíð, í
þessum ferðum að sumarlagi
keyptir þú ís í brauðformi handa
okkur Petu, það vakti alltaf jafn-
mikla gleði. Þú varst mikil mat-
móðir og passaðir upp á að alltaf
væri nóg til af öllu, þú talaðir oft
um að langafi Jóhannes, sem bjó
hjá ykkur afa fyrstu árin ykkar á
Brekku, hefði viljað að þegar allir
væru búnir að borða átti að vera
jafnmikið eftir á borðinu eins og
búið var að borða, þetta tókst þú
þér greinilega til fyrirmyndar.
Alltaf passaðir þú upp á að okkur
systkinin skorti ekkert, hvort
sem við værum að fara í skóla-
ferðalög, skólaskemmtanir eða
bara hvað sem var. Ég gæti talið
upp margt fleira en læt þetta
duga, þú varst einfaldlega mín
stoð og stytta öll mín uppvaxtar-
ár. Þegar ég byrjaði svo með eig-
in atvinnurekstur stóðst þú eins
og klettur við bakið á mér en
kenndir mér jafnframt að ekki
væri annað í boði en að standa sig
ef reksturinn ætti að ganga. Ég á
þér ómetanlega mikið að þakka,
þú hefur mótað mig í þann mann
sem ég er í dag en nú er komið að
kveðjustund hjá okkur. Ég mun
minnast þín sem blíðrar og ynd-
islegrar ömmu og mikils kven-
skörungs sem stóð með sinni
sannfæringu. Vona og veit að þú
hefur það gott á nýjum stað.
Þinn
Jóhannes á Brekku.
Elsku langamma mín. Það hef-
ur alltaf verið frábært að koma til
þín og fá að heyra allar skemmti-
legu sögurnar um það þegar þú
varst ung, fá að lita í litabækurn-
ar, hlusta á þig lesa prinsessusög-
ur fyrir mig og ég tala nú ekki um
að fá að koma til þín og fá harð-
fisk með smjöri og bláberjaskyr
með rjóma. Takk fyrir allar góðu
stundirnar sem við höfum átt
saman. Vona að þú hafir það sem
allra best þarna uppi. Í huga mín-
um verðurðu alltaf hjá mér.
Þín
Rósa Kristín Jóhannesdóttir.
Meðal bernskuminninga okkar
systra eru heimsóknir að Brekku
þar sem Hildur móðursystir okk-
ar bjó með fjölskyldu sinni. Bíl-
ferðir austur fyrir fjall tóku
lengri tíma þá en í dag, á leiðinni
byggðist upp mikil eftirvænting
meðal okkar og höfðum við fyrir
sið að hrópa þrefalt húrra á Nón-
hól þar sem fyrst sást heim að
bænum. Eitt sinn sem oftar ætl-
uðu þrjár þær elstu að verða eftir
og gista nokkrar nætur en þegar
kom að kveðjustund birtist sú
yngsta, þriggja ára hnáta, með
sængina sína í fanginu og sagðist
líka ætla að verða eftir. Aðspurð
hvort Hildur leyfði það svaraði sú
stutta: „Hún ræður engu um það,
hann Óskar ræður því.“
Það var eftirsóknarvert að
koma að Brekku. Þar vorum við
innilega velkomnar, umvafðar
hlýju og kærleika. Hildur bar um-
hyggju fyrir okkur og hafði vel-
ferð okkar og öryggi að leiðar-
ljósi. Á Brekku fengum við
borgarbörnin tækifæri til að
kynnast ýmsum sveitastörfum og
siðum. Þar lærðum við að drekka
kaffi ungar að árum því í sveitinni
drukku allir kaffi. Við rákum úr
túninu, rökuðum dreifina, gáfum
hænsnunum og sóttum saltfisk út
í bragga á föstudagskvöldum.
Hildur leyfði þó aldrei að við fær-
um á vinnuvélarnar, það taldi hún
of hættulegt. Máltíðirnar á
Brekku voru tilhlökkunarefni.
Þegar viskustykki var veifað á
bæjarhlaðinu var það merki um
að matur væri á borðum. Hildur
var listagóður kokkur, sérstak-
lega lagin við að matreiða fisk og
bakstur fór henni vel úr hendi.
Sumt var okkur framandi, hjá
Hildi fengum við fjallagrasaseyði
og sviðalappir sem okkur þótti
lostæti. Hildur reykti pípu, stóð
gjarnan við eldhúsgluggann með
kíki, rýndi í skýjafar og las fyrir
um veðrabrigði. Hún kunni mörg
góð húsráð ef kvillar eða meiðsli
komu upp, notaði heita bakstra,
var lagin við að gera að sárum,
úrræðagóð og athugul. Bæði
menn og dýr nutu góðs af. Minn-
isstætt er þegar haldið var hita á
veikburða heimalningum í bak-
araofninum og þeim síðan gefin
mjólk í pela. Á rigningardögum
fengum við að valsa um allt húsið
og róta í gömlum blöðum og tíma-
ritum. Deginum lauk gjarnan
með kvöldhressingu í eldhúsinu
hjá Hildi og kveðjunni: „Góða
nótt og takk fyrir daginn.“
Það var líka alltaf mikil til-
hlökkun hjá okkur systrum þegar
Brekkufólkið kom í bæinn að út-
rétta og gisti þá heima hjá okkur.
Margt var spjallað, rifjaðar upp
minningar frá æskuslóðum Hild-
ar á Ísafirði og á Ránargötunni og
sögur sagðar af vinum og frænd-
fólki. Var þá gjarnan flett upp í
Arnardalsættinni en Hildur hafði
alla tíð mikinn ættfræðiáhuga.
Hildur var ung þegar hún kom
að Brekku og hóf búskap með
Óskari manni sínum við frum-
stæðar aðstæður á brúðkaups-
degi þeirra sumarið 1946. Ein-
hverjir töldu að hún myndi ekki
þrauka til haustsins en það var
ekki í eðli hennar að gefast upp.
Hún var ákveðin og fylgin sér,
gat jafnvel verið stjórnsöm og
ráðrík en okkur var hún ætíð mild
og góð. Að leiðarlokum þökkum
við systurnar allt það góða sem
Hildur móðursystir okkar gaf
okkur og biðjum henni, Óskari og
afkomendum þeirra Guðs bless-
unar.
Sigríður, Kristín, Margrét
og Bergþóra Baldursdætur.
Elsku Hildur, mikið er ég
þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast þér. Þú varst sannarlega
stór og mikil kona þó líkaminn
hafi verið smár. Við kynntumst
fyrst þegar ég flutti með Jóa að
Efri-Brekku árið 1993, þá sá ég
strax að þú varst höfuð stórfjöl-
skyldunnar. Ef eitthvað vantaði
hvort sem það var skrúfjárn,
plástur eða bara hvað sem er þá
sagði Jói alltaf: „Amma á þetta
örugglega“ og alltaf reyndist það
rétt. Þú barst mikla umhyggju
fyrir fólki, alltaf var fyrsta spurn-
ingin hvort við værum svöng.
Okkar kynni hófust svo fyrir al-
vöru þegar við fluttum saman
upp á ásinn á Brekku, þar áttum
við margar góðar stundir saman.
Það var gaman og fræðandi að
hlusta á þig tala um þegar þið
fluttuð að Brekku á brúðkaups-
daginn ykkar 8. júní 1946 og sváf-
uð brúðkaupsnóttina í hlöðunni.
Á þessum árum lá straumurinn af
landsbyggðinni til Reykjavíkur
en þið fóruð á móti straumnum og
fluttuð að Brekku þar sem var
moldargólf í íbúðarhúsinu að
stórum hluta, enginn sími og ekki
kominn vegur að bænum en þið
voruð ein á stóru svæði sem höfð-
uð rafmagn þar sem það var raf-
magnsvirkjun í bæjarlæknum,
það kom sér vel. Það hefur örugg-
lega stundum reynt á þig aðeins
tvítuga að koma frá Reykjavík í
þessar aðstæður en þó þær hafi
kannski ekki verið eins og best
varð á kosið þá var það þér greini-
lega mikils virði hversu vel var
tekið á móti ykkur í sveitinni og
áttir þú margar góðar minningar
um góða nágranna. Þetta mótaði
þig örugglega mikið þar sem ekki
var annað í boði en að standa sig
og það gerðirðu svo sannarlega.
Þú varst svo stolt af að vera sjó-
mannsdóttir frá Ísafirði, fædd í
Rómaborg við hliðina á Amster-
dam. Þú gast lesið veðrið eftir
skýjunum sem þú sagðir vera sjó-
mannshæfileika frá pabba þínum
en þú varst mjög hrifin af sjónum,
kunnir að stíga ölduna og varðst
þar af leiðandi aldrei sjóveik. Þú
sagðir oft að þú værir „vargur að
vestan“, ég get nú ekki tekið und-
ir það, þú gast alveg svarað fyrir
þig og lést ekki vaða yfir þig sem
er góður kostur að mínu mati en
vargur varstu ekki. Það var svo
gott að vita að börnin voru ekki
ein heima þó við værum ekki
heima, þau voru alltaf velkomin
yfir til ykkar sem þau notuðu sér
óspart og eru þær stundir nú
ómetanlegar fyrir þau, hjá ykkur
Óskari drukku þau í sig frásagnir
ykkar af gömlum tímum og lærðu
mörg orð sem börn á þeirra aldri
hafa aldrei heyrt. Þú kunnir svo
mikið af vísum og þó minnið væri
farið að svíkja þig þá fylgdu vís-
urnar þér fram á síðasta dag. T.d.
fórstu með vísuna „Sigga litla
systir mín“ daginn áður en þú
kvaddir í hinsta sinn. Síðastliðið
ár hefur þú dvalið á Kumbara-
vogi, það var bæði erfitt fyrir þig
og okkur að sætta okkur við það í
upphafi en þegar við sáum hvað
það er einstakt starfsfólk sem
annaðist þig þar þá varð það með
tímanum léttara fyrir okkur öll.
Ég vil þakka starfsfólkinu á
Kumbaravogi fyrir einstaklega
góða umönnun, það er okkur mik-
ils virði hvað þið hugsuðuð vel um
Hildi okkar og ég veit að við hefð-
um ekki getað látið henni líða
svona vel hér heima.
Elsku Hildur mín, takk fyrir
samveruna, þitt skarð verður
ekki fyllt en minningarnar lifa.
Ég er viss um að það hefur verið
tekið vel á móti þér og óska þér
alls hins besta á nýjum stað.
Þín vinkona,
Helga María Jónsdóttir.
Hildur
Guðmundsdóttir
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Þegar andlát ber að höndum
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SÓLRÚN SIGURÐARDÓTTIR,
lést mánudaginn 14. janúar á Fossheimum,
Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju fimmtu-
daginn 24. janúar kl. 13.30.
Ásbjörn Sigurðsson, Jónbjörg Kjartansdóttir,
Ólafur Sigurðsson, María M. Guðnadóttir,
Sigríður Á. Sigurðardóttir, Þorsteinn G. Þórarinsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN HARALDSDÓTTIR,
Sóltúni 10,
Reykjavík,
lést á Landspítala, Landakoti, sunnudaginn
20. janúar.
Gunnlaugur Pálmi Steindórsson
Steindór Gunnlaugsson, Halldóra Lydía Þórðardóttir,
Haraldur Páll Gunnlaugsson, Bolette Møller Christensen
Bryndís Dögg Steindórsdóttir, Haukur Eggertsson,
Gunnlaugur Egill Steindórsson,
Emilía Björk Hauksdóttir.
✝
Ástkær maðurinn minn, faðir okkar,
fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi,
BJÖRN GUNNARSSON
nuddari,
Byggðavegi 151,
Akureyri,
sem lést á Landspítalanum laugardaginn
19. janúar, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 25. janúar kl. 13.30.
Sigríður Olgeirsdóttir,
Birna Kristbjörg Björnsdóttir, Jóhann Þröstur Þórisson,
Ragna Árný Björnsdóttir, Birgir Þór Ingólfsson,
Áshildur Eygló Björnsdóttir, Ásþór Guðmundsson,
Björn Halldór Björnsson, Aðalheiður S. Jóhannesdóttir,
Aðalheiður Hanna Björnsdóttir, Hallur Kristmundsson,
Gestur Gunnar Björnsson, Helga Guðrún Pálsdóttir,
Unnur Lovísa Steinþórsdóttir, Gissur Árdal Hauksson,
Olgeir Steinþórsson,
Steinþór Andri Steinþórsson, Emma Hawin Sardardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HELGA ÞURÍÐUR DANÍELSDÓTTIR,
lést að Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn
17. janúar.
Jarðarförin fer fram í Fossvogskapellu
þriðjudaginn 5. febrúar kl. 15.00.
Gustav Einarsson, Sigríður Guðlaugsdóttir
Sonja Einarsdóttir, Kenneth Sturesson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
BJÖRG JÓNÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Hemru í Skaftártungu,
sem lést í Brákarhlíð, hjúkrunar- og
dvalarheimili í Borgarnesi, miðvikudaginn
16. janúar, verður jarðsungin frá Grafarkirkju
í Skaftártungu laugardaginn 26. janúar kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð
Brákarhlíðar.
Brynrún Bára Guðjónsdóttir,
Katrín Sigrún Guðjónsdóttir,
Kristín Guðjónsdóttir, Rúnar Viktorsson,
Þórir Páll Guðjónsson, Helga Karlsdóttir,
ömmu- og langömmubörn.