Morgunblaðið - 22.01.2013, Page 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2013
✝ HrafnhildurEygló Ólafs-
dóttir fæddist á
Þverá í Miðfirði 23.
ágúst 1917. Hún
lést á Höfða, hjúkr-
unar- og dval-
arheimili á Akra-
nesi, 13. janúar
2013.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Jó-
hanna Margrét
Halldórsdóttir frá Kárastöðum í
Þingvallasveit og maður henn-
ar, Ólafur Halldórsson, sem
fæddur var í Litlu-Fellsöxl í
Skilmannahreppi. Jóhanna Mar-
grét lést árið 1921. Seinni kona
Ólafs var Fanný Karlsdóttir.
Systkini Hrafnhildar voru
fimm: Gunnar, Halldóra, Að-
alheiður, Herborg og Björgvin.
Lifir Herborg nú ein þeirra
systkina.
Hinn 23. desember 1945 gift-
ist Hrafnhildur Guðjóni V.
Árnasyni bifreiðarstjóra frá
Ráðagerði á Akranesi. Guðjón
fæddist 10. maí 1912 og lést 26.
1d. Helga Hauksdóttir, f. 1978,
lögfræðingur, sambýlismaður
Geir Gestsson. Synir þeirra eru
Guðmundur Hrafn, f. 2008, og
Árni, f. 2006. 2) Sigrún, f. 1949,
viðskiptafræðingur. Maki Há-
kon Björnsson og eiga þau tvö
börn. 2a. Björn Hákonarson, f.
1975, viðskiptafræðingur, maki
María Ragna Aradóttir. Dóttir
þeirra er Elísa, f. 2009. Dóttir
Maríu er Ísabella Bragadóttir,
f. 2001. Dóttir Björns og fyrri
eiginkonu hans, Lindu Þóreyjar
Svanbergsdóttur, er Berglind
Rós, f. 1999. 2b. Hrafnhildur
Hákonardóttir, f. 1976, við-
skiptafræðingur, maki Guð-
mundur Garðar Brynjólfsson.
Börn þeirra eru Ólafur, f. 2002,
Sigrún, f. 2004, og Hildur, f.
2009.
Hrafnhildur ólst upp á Að-
albóli í Miðfirði. Áður en hún
giftist Guðjóni stundaði hún al-
menna kaupavinnu og vann við
húshjálp og barnagæslu. Eftir
það var starfsævi hennar á
heimilinu á Akranesi. Þau
reistu sér hús á Háteigi 1 og
þar bjó hún í rúmlega 50 ár.
Síðustu árin dvaldi hún í góðu
yfirlæti á Höfða, hjúkrunar- og
dvalarheimili á Akranesi.
Útför Hrafnhildar verður
gerð frá Akraneskirkju í dag,
22. janúar 2013, kl. 14.
júní 1989. Dætur
Hrafnhildar og
Guðjóns eru: 1) Jó-
hanna Margrét, f.
1947, framhalds-
skólakennari. Fyrr-
verandi maki er
Haukur Ingibergs-
son og eiga þau
fjögur börn. 1a.
Bergþór Hauksson,
f. 1970, eðlisfræð-
ingur og tölvunar-
fræðingur, maki Áslaug Bjarna-
dóttir. Sonur þeirra er Bjarni, f.
2011. Dóttir Áslaugar er Iðunn
Ingólfsdóttir, f. 2005. Börn
Bergþórs og fyrri eiginkonu,
Sigríðar Ólafsdóttur, eru Breki,
f. 1992 og Antonía, f. 1995. 1b.
Þorgerður Hauksdóttir, f. 1971,
hjúkrunarfræðingur, maki Gísli
Brjánn Úlfarsson. Börn þeirra
eru Berglind Björk, f. 1996,
Haukur Gylfi, f. 1998, og Hildur
Marín, f. 2004. 1c. Guðjón
Hauksson, f. 1976, fé-
lagsfræðingur, maki Hugrún R.
Hjaltadóttir. Börn þeirra eru
Hulda, f. 2008, og Egill, f. 2012.
Hrafnhildur Ólafsdóttir er lát-
in á 96. aldursári. Þó að segja
megi að æviferill hennar hafi ekki
verið ýkja ólíkur æviferli annarra
íslenskra kvenna, sem voru henni
samtíða, þá hefur mér alltaf fund-
ist saga hennar sérstök. Hún
fæddist í torfbæ á Þverá í Núps-
dal í Miðfirði árið 1917. Hún var
aðeins þriggja ára þegar móðir
hennar lést frá fimm ungum
börnum. Ólafur faðir hennar
hætti þá búskap og börnunum
var komið í fóstur í Miðfirði, í
Kjós og í Reykjavík. Þessi lífs-
reynsla hefur efalaust haft mikil
áhrif á Hrafnhildi.
Hrafnhildur ólst upp á Aðal-
bóli í Miðfirði. Skólagangan var
nokkurra mánaða sveitaskóli
heima á Aðalbóli og eins vetrar
dvöl í Reykholti. Á unglingsárum
flytur hún til Reykjavíkur og er
þá komin nær föður sínum og
systkinum sem þar voru. Á þess-
um árum vann Hrafnhildur í
kaupavinnu og við húshjálp.
Minntist hún oft með hlýju á
þann tíma sem hún vann á heimili
Helga Ingvarssonar læknis á Víf-
ilsstöðum.
Á stríðsárunum liggja leiðir
Hrafnhildar til Akraness. Þar
kynnist hún Guðjóni Árnasyni í
Ráðagerði, eiginmanni sínum.
Hjónaband þeirra var farsælt.
Þau byggðu sér reisulegt hús á
Ráðagerðislóðinni og þar ólu þau
upp dæturnar, Jóhönnu Margréti
og Sigrúnu.
Þarna lifði Hrafnhildur ham-
ingjutíma. Hrafnhildur og Guð-
jón voru alþýðufólk. Hjá þeim var
heimilishaldið einfalt og fábrotið
en metnaðurinn fyrir velferð
dætranna mikill. Þó að skóla-
menntun þeirra væri ekki mikil
báru þau mikla virðingu fyrir
menntun og hvöttu og studdu
dætur sínar í skólagöngu þeirra.
Þegar Hrafnhildur og systkini
hennar komust á efri ár var eins
og þau vildu bæta sér upp að-
skilnaðinn í æsku þeirra. Þau leit-
uðu mjög eftir samvistum hvert
við annað og fundu sér oft tilefni
til að hittast og vera öll saman þó
að nokkur fjarlægð væri á milli
heimila þeirra.
Hrafnhildur var lágvaxin og
grönn kona. Hún var kvik í hreyf-
ingum og létt á fæti. Fæðingar-
galla hafði hún á hægri hendi, þar
sem vantaði fjóra fingur. Þetta
lét Hrafnhildur aldrei há sér við
störf sín. Hrafnhildur hafði létta
lund. Hún var mjög geðprúð og
sá ég hana aldrei reiðast eða
missa stjórn á skapi sínu. Hún
bar hlýhug til samferðafólks síns
og gladdist yfir velgengni ann-
arra.
Síðustu árin hefur elli kerling
sótt á. Frá árinu 2002 dvaldi
Hrafnhildur á hjúkrunarheim-
ilinu á Höfða. Þar leið henni vel
þó að geta hennar til samskipta
hafi verið lítil hin síðari ár.
Að leiðarlokum þakka ég
tengdamóður minni samfylgdina
og þá fórnfýsi og umhyggju sem
hún hefur alltaf sýnt okkur hjón-
unum og börnum okkar.
Hákon Björnsson.
Í dag kveð ég Hrafnhildi
ömmu mína og langar mig að
minnast hennar með nokkrum
orðum.
Amma mín var einstaklega já-
kvæð og hjartahlý kona og af-
skaplega dugleg að sinna okkur
barnabörnunum. Hún var áhuga-
söm um allt sem við tókum okkur
fyrir hendur hverju sinni og var
ætíð umhugað um líðan okkar.
Heimili ömmu og afa á Akra-
nesi var látlaust og stóð opið öll-
um þeim sem þangað vildu koma.
Þar leið mér vel og á ég þaðan
margar dýrmætar minningar.
Tvíbökumjólkin, dýrasúkkulaðið
í fataskápnum og gosflöskurnar í
tröppunum vöktu kátínu hjá okk-
ur krökkunum en mest spenn-
andi voru þó ferðirnar upp á háa-
loft. Þar ægði saman alls kyns
dóti og framandi hlutum sem
mynduðu ævintýraheim fyrir
okkur barnabörnin.
Amma var mikil spilakona og
var stokkurinn aldrei langt und-
an. Ég hef alltaf dáðst að því
hversu dugleg og þolinmóð hún
var við okkur barnabörnin þegar
kom að því að spila á spil. Við
nöfnurnar áttum okkar uppá-
haldsspil sem heitir marías og
minnist ég þess að hafa setið með
henni tímunum saman með spil í
hendi maulandi kandís úr skál-
inni á eldhúsborðinu. Iðulega
fékk hún eintóma hunda en ég sat
uppi með fullt af stigum og
óvenju oft bar ég sigur úr býtum.
Amma mín var orðin gömul og
síðustu ár voru henni erfið. Hún
dvaldi þó í góðu yfirlæti á Höfða
og kann ég starfsfólkinu þar
bestu þakkir fyrir umönnunina.
Ég kveð ömmu mína með söknuði
og ber nafn hennar með stolti.
Hrafnhildur.
Ráðagerði heitir húsið sem
Hrafnhildur bjó í lengst af með
Guðjóni sínum. Segja má að húsið
beri nafn með rentu, því þau
hjónin virtust alltaf eiga ráð und-
ir rifi hverju.
Við systkinin á Vesturgötu 32
vorum svo einstaklega heppin að
búa í næsta húsi við þau heiðurs-
hjón og áttum ávallt hjá þeim
öruggt skjól og í þeim trygga
bandamenn. Hrafnhildur, sem nú
kveður, sýndi okkur ávallt kær-
leika í verki og til hennar var gott
að koma hvert sem erindið var.
Stundum fengum við hjálp með
heimalærdóminn eða hjálp við að
laga fötin okkar. Svo ekki sé nú
talað um heimabökuðu vínar-
brauðin og annað bakkelsi sem
ávallt var á boðstólum. Það var
einhvern veginn þannig að alltaf
komst betra skikk á hlutina, þeg-
ar búið var að líta inn í Ráðagerði.
Hrafnhildur var myndarleg
kona, kvik á fæti, gekk daglega
um allan Skagann löngu áður en
trimmið komst í tísku. Hún var
ávallt fallega klædd, í fínni kápu
með hatt og veski, sem var henn-
ar göngudress, síðbuxur voru
ekki fyrir hennar smekk. Hún gaf
sig á tal við fólk og var í eðli sínu
ákaflega félagslynd.
Hún kom oftar en ekki í eld-
húsið til mömmu að loknum
göngutúr og þær fóru yfir stöðu
mála á Skaganum. Það sem við
dáðumst kannski allra mest að í
fari hennar var hvað hún var klár
kona, dugleg og hörð af sér,
æðrulaus og nægjusöm, einhvern
veginn laus við allt vol og víl.
Hún fæddist með fötlun á
hægri hendi sem hún virtist aldr-
ei láta trufla sig. Við krakkarnir
störðum á hana vinna fínustu
handavinnu og hvernig hún gat
látið nálar og títuprjóna leika í
höndum sér. Við spurðum barna-
legra spurninga, hvernig hún
gæti þetta og alla þessa putta
vantaði. Þá svaraði hún að hönd
hennar væri svona, því Guð hefði
ekki átt nægjanlega marga fing-
ur fyrir sig, á því augnabliki sem
hann skapaði hana. Þetta var
dæmigert viðhorf hennar til lífs-
ins og þetta viðhorf gerði hana að
hamingjusamri konu. Hún gerði
sannarlega alltaf það besta úr því
sem úr var að spila.
Þau voru einstaklega samrýnd
hjónin Guðjón og Hrafnhildur, og
þeirra mesta gleði í lífinu voru
dæturnar Jóhanna Margrét og
Sigrún og ekki dró úr gleðinni
þegar barnabörnin, hvert öðru
efnilegra, komu til sögunnar.
Nú kveður velgjörðarkona
okkar í hárri elli, fyrir löngu
tilbúin í ferðina sem bíður okkar
allra. Það er gott að trúa því að
nú séu hjónin í Ráðagerði saman
að nýju. Við þökkum allt gott í
okkar garð og biðjum Guð að
blessa minningu Hrafnhildar í
Ráðagerði.
Matthea Kristín, Haraldur,
Sveinn, Rannveig, Sturlaug-
ur og Helga Ingunn Stur-
laugsbörn.
Hrafnhildur Eygló
Ólafsdóttir
Elsku amma Bogga.
Þú varst svo yndisleg og fal-
leg amma og langamma. Þú
varst alltaf ljúf og góð og gafst
þér alltaf tíma fyrir okkur
barnabörnin og langömmustelp-
urnar þínar. Þú sast hjá okkur,
talaðir við okkur, last fyrir okk-
ur og söngst eða hummaðir
okkur í svefn og alltaf varstu
tilbúin að strjúka á okkur fæt-
urna eða bakið ef við gátum
ekki sofnað. Það er svo gott að
hafa átt þig að. Þú endaðir
samtal ævinlega á því að segja
okkur að þér þætti vænt um
okkur og þú baðst guð að
geyma okkur. Hlý og góð orð
sem eiga eftir að fylgja okkur
um ókomna tíð eins og minn-
ingin um þig, elsku amma.
Sjá, hér tímans brotnar bára,
byltist fram með straumi ára;
geirar milli hærðra hára,
hrukkótt ennið nýtur sín.
– Þetta er hún amma mín.
Á myrku vetrar köldu kveldi
kveikir hún ljós og gerir að eldi,
Gunnlaug
Sigurbjörg
Sigurðardóttir
✝ Gunnlaug Sig-urbjörg Sig-
urðardóttir fædd-
ist á Geirmundar-
stöðum í Sæmund-
arhlíð 7. október
1921. Hún lést á
Heilbrigðisstofn-
uninni Sauð-
árkróki 7. janúar
2013.
Jarðsungið var
frá Sauðárkróks-
kirkju 15. janúar 2013.
hver athöfn greypt í
æðra veldi,
enginn mistök, léttúð,
grín.
– Amma vandar
verkin sín.
Hún les á kvöldin,
segir sögur,
semur jafnvel stund-
um bögur.
Þá er hún í framan
fögur,
fegri en nokkur blómarós.
– Þó fær amma aldrei hrós.
Þótt hún sömu verkin vinni,
vefi, tæti, kembi, spinni,
alltaf er hennar sama sinni,
sífelld vinnugleði og fjör.
– Svona eru ömmu ævikjör.
Amma mín er fyrst á fætur,
flýr hún langar vökunætur.
Þegar barnabarnið grætur,
bregst hún þá við létt og ör.
– Amma forðast feigðarkjör.
Amma er dáin, dagur liðinn,
Drottinn veitti henni friðinn.
Enn eru sömu sjónarmiðin,
sami áhuginn og fyrr
– fyrir innan Drottins dyr.
(Haraldur Hjálmarsson)
Við eigum eftir að sakna þín
mikið en það er gott að hugsa
til þess að þú ert komin til hans
afa og við vitum að hann hefur
tekið vel á móti þér. Okkur
þykir vænt um þig, guð geymi
þig.
Grétar Rafn, Fanney,
Kristinn Þórir og
langömmustelpurnar þínar.
Þegar ég sest niður til að
skrifa fáein minningarorð um vin
minn og fyrrverandi samstarfs-
kennara við Seljaskóla, Ásgeir
Pálsson, verður mér hugsað til
þess hversu hollt það hafi verið
nýútskrifuðum kennara að ráða
sig til starfa við glænýjan skóla í
hópi reyndra kennara. Við Ásgeir
vorum í hópi þeirra kennara sem
Hjalti skólastjóri réð með sér til
starfa í Seljaskóla haustið 1979. Í
sjö ár áttum við Ásgeir ánægju-
legt og gefandi samstarf þar sem
óskorað traust og trúnaður ríkti á
milli okkar frá fyrsta degi.
Lengst af starfaði Ásgeir sem yf-
irkennari við skólann.
Við kenndum fyrsta árið í sam-
liggjandi stofum. Það var vissu-
lega traustvekjandi fyrir nýlið-
ann að hafa þennan stæðilega
kennara við hlið sér. Skemmti-
legt var þegar tími gafst til að
hlusta á frásagnir Ásgeirs frá
æskustöðvum hans í jaðri sunn-
lenskra fjalla, sögur hans af
merkilegu samferðafólki og síð-
ast en ekki síst skemmtilegar
sögur úr skólastofunni. Mér er
það sérstaklega minnisstætt
hversu góður teiknari Ásgeir var.
Margsinnis nýtti hann þessa
hæfileika sína við kennsluna.
Ásgeir Pálsson
✝ Ásgeir Pálssonfæddist að
Hjálmsstöðum í
Laugardal 25. sept-
ember 1928. Hann
lést 27. desember
2013 á Hrafnistu í
Kópavogi.
Útförin fór fram
frá Seljakirkju í
Reykjavík 9. janúar
2013.
Námsefnið reyndist
nemendum Ásgeirs
auðskilið þegar
teikningar hans
birtust á krítartöfl-
unni samhliða yfir-
ferð í sögu og landa-
fræði. Einnig braut
Ásgeir upp kennslu-
stundirnar með
áhugaverðum sög-
um og teikningum
frá sinni eigin
reynslu og upplifun, undantekn-
ingarlaust í faðmi íslenskrar
náttúru.
Samskipti okkar Ásgeirs voru
alltaf svo auðveld og ánægjuleg.
Engar málalengingar né óþarfa
vangaveltur. Verkin látin tala.
Mér þótti það líka mikill heiður
þegar Ásgeir óskaði þess sér-
staklega að ég kenndi syni hans,
Jóni Páli, þegar drengurinn var
að hefja skólagöngu í 1. bekk.
Þarna upphófst fjögurra ára
ánægjulegt samstarf við þau
hjónin Ásgeir og Gullu sem ein-
kenndist af þeirra hálfu af trausti
og hvatningu. Stolt vorum við öll
af áhuga og árangri unga manns-
ins í skólanum. Ég verð enda-
laust þakklátur Ásgeiri og þeim
góðu kennurum sem ég kynntist
fyrsta árið mitt í Seljaskóla. Frá
þeim hlaut ég gott veganesti sem
nýst hefur mér vel í starfi síðan
bæði sem kennari og skólastjóri.
Minningar mínar um Ásgeir eru
bjartar og ég er þakklátur fyrir
að hafa átt hann að vini og sam-
starfsmanni.
Ég votta þeim börnum hans,
Jóni Páli og Rósu, samúð mína.
Blessuð sé minning Ásgeirs Páls-
sonar.
Helgi Árnason.
✝
Faðir minn, tengdafaðir og afi,
EBENEZER JENSSON,
Hellisbraut 20,
Reykhólum,
verður jarðsunginn frá Reykhólakirkju
föstudaginn 25. janúar kl. 14.00.
Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim
sem vilja minnast hans er bent á hjúkrunar-
og dvalarheimilið Barmahlíð.
Kristján Þór Ebenezersson, Rebekka Eiríksdóttir
og barnabörn.
✝
INGIBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR
frá Ökrum,
Ánahlíð 16,
Borgarnesi,
verður jarðsungin frá Borgarneskirkju
miðvikudaginn 23. janúar kl. 13.00.
Gunnar Þór Ólafsson,
Dagný Þorsteinsdóttir,
Þórir Jökull Þorsteinsson,
Böðvar Bjarki Þorsteinsson,
Kolbeinn Þorsteinsson,
Guðný Ása Þorsteinsdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ELÍN ÞÓRDÍS ÞÓRHALLSDÓTTIR,
Sólheimum 23,
Reykjavík,
áður húsfreyja
á Melum í Hrútafirði,
verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtu-
daginn 24. janúar kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á líknarstofnanir.
Elsa Jónasdóttir, Gunnar Guðjónsson,
Ína Halldóra Jónasdóttir, Eggert Sveinn Jónsson,
Þóra Jónasdóttir,
Birna Jónasdóttir, Gunnar Friðgeir Vignisson,
barnabörn og barnabarnabörn.