Morgunblaðið - 22.01.2013, Qupperneq 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2013
✝ Elín BaldvinaBjarnadóttir
fæddist á Reykjum í
Tungusveit í Skaga-
firði 20. júní 1915.
Hún lést á heimili
dóttur sinnar og
tengdasonar í
Reykjavík 7. janúar
2013.
Foreldrar henn-
ar voru Kristín
Sveinsdóttir, f. á
Ytri-Kotum 13. janúar 1885, d.
13. janúar 1967, og Bjarni Krist-
mundsson, f. 2. maí 1889 í Ás-
bjarnarnesi í Vesturhópi, d. 24.
júní 1954.
Bjarni var bóndi á Reykjum í
10 ár en flutti þá með fjölskyldu
sína á Grímsstaði í Svartárdal í
Skagafirði og bjó þar frá 1924-
1944. Síðustu árin bjó hann á
Hafragili í Laxárdal í Skagafirði.
Systkini Elínar voru fjórtán að
tölu: Gíslíana Bjarnveig, f. 26.3.
1912, d. 27.5. 2003. Páll, f. 14.3.
1913, d. 26.1. 1981. Marín Ingi-
björg, f. 26.6. 1914, d. 3.6. 1990.
Baldvin, f. 29.8. 1916, d. 18.8.
2004. Friðrika Sigríður, f. 7.11.
ingi. Þau eiga þrjú börn; Jóhann
Bjarna, Elínu og Bjarna Stefán,
og sjö barnabörn. 3) Jón Að-
alsteinn, f. 13.4. 1949, heim-
ilislæknir í Reykjavík, kvæntur
Ólöfu Stefánsdóttur hjúkrunar-
fræðingi. Þau eiga fjögur börn;
Láru Sif, Sonju Rut, Stefán Jó-
hann og Elínu Dröfn, sonur Jóns
er Magnús Helgi. Barnabörnin
eru orðin sex að tölu. 4) Pétur
Jakob, f. 2.8. 1952, rafverktaki,
kvæntur Sigurborgu I. Sigurð-
ardóttur kennara. Þau eiga þrjú
börn; Daða Rúnar, Sölva Rúnar
og Signýju Rún, og tvö barna-
börn.
Elín var um tvítugt, þegar hún
flutti suður til Reykjavíkur í at-
vinnuleit ásamt tveimur systrum
sínum, Gíslíönu og Ingibjörgu.
Lítið var um vinnu á þessum ár-
um á tímum kreppu fyrir seinni
heimsstyrjöldina. Hún var í
fyrstu í vist en fór svo að vinna
við Korpúlfsstaðabúið og þar
kynntist hún Jóhanni eiginmanni
sínum. Eftir að börnin komu í
heiminn helgaði hún líf sitt fjöl-
skyldu sinni og vann eingöngu
við heimilisstörf og barnaupp-
eldi, þar naut hún sín vel. Elín
var fyrirmyndarhúsmóðir sem
tekið var eftir og var henni
margt til lista lagt.
Útför Elínar fór fram í kyrr-
þey frá Bústaðakirkju 15. janúar
síðastliðinn.
1917, d. 11.11. 1990.
Kristmundur, f.
10.1. 1919. Guð-
mundur, f. 3.5.
1920, d. 5.3. 2002.
Sveinn, f. 10.7. 1921,
d. 3.4. 1992. Emil, f.
16.8. 1922, d. 28.8.
1922. Pétur, f.
28.11. 1923, d. 31.5.
1982. Sólborg Ind-
íana, f. 28.11. 1923.
Sólveig Stefanía, f.
30.3. 1925. Tómas Eyþór, f. 27.5.
1926, d. 25.3. 2004. Aðalsteinn, f.
27.7. 1927, d. 1.11. 1930.
Elín giftist 21. júlí 1941 Jó-
hanni Hólm Jónssyni, f. 4. júlí
1916 í Stykkishólmi, d. 26. febr-
úar 1996. Hann starfaði um ára-
bil við sundlaugarnar í Laug-
ardal.
Börn þeirra eru: 1) Kristinn
Bjarni, f. 20.2. 1942, skurðlæknir
í Reykjavík, kvæntur Sigrúnu
Einarsdóttur kennara. Þau eiga
þrjú börn; Andra, Hildi og Einar,
og níu barnabörn. 2) Hrönn Guð-
rún, f. 30.12. 1947, hjúkr-
unarfræðingur í Reykjavík, gift
Gunnari Jóhannssyni lögfræð-
Við fráfall elskulegrar móður
er margs að minnast frá liðinni
tíð, þegar leiðir skilur. Lífsgang-
an var orðin löng og hún var
undir það síðasta farin að þrá
hvíldina. Heilsunni var farið að
hraka mikið jafnt líkamlega sem
andlega. Elín var frekar hlé-
dræg, en yfirveguð og með góða
nærveru. Hún hafði alltaf frá
ýmsu að segja, þegar eftir því
var leitað, og þá miðlaði hún til
annarra úr viskubrunni sínum.
Hún kynntist fátækt í æsku og
þurfti snemma að bjarga sér á
eigin spýtur og var lífsbaráttan
oft á tíðum hörð. Skólaganga
hennar var hálfstopul í sveitinni.
Hún gerði sér grein fyrir gildi
menntunar og studdi okkur
börnin sín til dáða í því sem við
tókum okkur fyrir hendur.
Elín var alla tíð heilsuhraust
og þurfti ekki að íþyngja heil-
brigðiskerfinu og sjúkrahúsdval-
ir voru engar síðustu áratugina.
Hélt hún eigið heimili með að-
stoð fram yfir 90 ára aldur, en
þá flutti hún til dóttur sinnar og
tengdasonar, þar sem hún
dvaldi og naut umönnunar síð-
ustu æviárin.
Elín var alltaf létt í lund og
geðgóð og sást varla skipta
skapi. Hún var þó ekki skaplaus
og gat verið ákveðin þegar hún
þurfti að segja okkur til synd-
anna. Hláturinn var alltaf smit-
andi og hún var eiginlega alltaf
kát og reyndi að gera gott úr
öllu. Oft sá hún hið spaugilega í
lífinu. Hún naut þess að fylgjast
með afkomendum sínum og sjá
þá dafna og þroskast.
Að leiðarlokum á hún orðið
föngulegan hóp afkomenda sem
hún var stolt af.
Ég og fjölskylda mín þökkum
henni samfylgdina.
Megi hún hvíla í friði.
Jón Aðalsteinn Jóhannsson.
Elsku hjartans mamma mín.
Síðustu dagar hafa verið sér-
stakir og erfitt að fá ekki faðm-
lagið þitt á hverjum morgni eins
og þú gafst mér síðastliðin sex
ár. Það var yndislegt að hafa þig
á heimili okkar Gunnars eftir að
þú gast ekki verið ein á Réttó.
Elsku mamma mín. Við vorum
bundnar órjúfanlegum böndum
og þú varst mér alltaf svo góð.
Heimilið ykkar pabba var um-
vafið kærleika og öllum leið vel í
návist ykkar.
Margar minningar koma upp
í hugann sem ylja mér um
hjartarætur en við áttum svo
margar hamingjustundir saman.
„Einstakur“ er orð sem notað er þeg-
ar lýsa á því sem engu öðru er líkt,
faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem
veitir ástúð með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast
af rödd síns hjarta og hefur í huga
hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og
dýrmætir og hverra skarð verður
aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.
(Terri Fernandez)
Elsku hjartans mamma mín.
Minningin um þig verður ávallt
ljós í lífi mínu. Guð blessi þig.
Þín dóttir,
Hrönn.
Fallin er nú frá okkar elsku-
lega Ella amma. Það fyrsta sem
kemur upp í hugann er hversu
falleg, ljúf og góð amma var.
Það var gott að koma í heim-
sókn til hennar á Réttarholts-
veginn og tók hún alltaf vel á
móti okkur með sinni léttu lund.
Þær eru ófáar stundirnar sem
við sátum hjá henni og spjöll-
uðum um daginn og veginn. Ella
amma hafði alltaf mikinn áhuga
á því hvað við værum að gera
hverju sinni.
Við teljum það mikil forrétt-
indi að hafa fengið að njóta nær-
veru hennar svona lengi en
amma okkar er nú látin 97 ára
að aldri.
Við þökkum þér elsku Ella
amma fyrir samfylgdina og
megir þú hvíla í friði.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Guð geymi þig elsku Ella
amma okkar.
Lára Sif, Sonja Rut, Stefán
Jóhann og Elín Dröfn.
Elsku amma mín. Hlýja, um-
hyggja og kærleikur eru þau orð
sem koma upp í hugann þegar
ég hugsa til þín. Margar af mín-
um bestu æskuminningum eru
frá Réttó. Ég var ekki hár í loft-
inu þegar ég fór í fyrsta skipti
einn í strætó til að heimsækja
ykkur afa.
Þú beiðst eftir mér á stoppi-
stöðinni og tókst á móti mér til
að ég þyrfti ekki að ganga síð-
asta spölinn einn. Heimsóknirn-
ar urðu margar enda var alltaf
gott að koma til þín, þú varst
alltaf svo jákvæð og glöð. Þú
verður ávallt í hjarta mínu og ég
er þakklátur fyrir að hafa fengið
tækifæri til að kynnast þér
svona vel. Mamma, ég veit að
ömmu leið vel hjá þér og hún
var lánsöm að eiga þig að. Takk
fyrir allt amma mín, sjáumst
síðar.
Þinn
Bjarni.
Elsku langamma okkar. Við
eigum svo margar hlýjar og
góðar minningar um þig. Við
þökkum þér hlýjuna og gleðina
sem þú veittir okkur. Þú varst
og ert okkur svo mikils virði og
við söknum þín af öllu hjarta.
Það var svo gaman að spjalla við
þig, hlæja með þér og fá faðm
frá þér. Góðmennskunnar þinn-
ar munum við alltaf minnast.
Við hugsum til allra stund-
anna sem við áttum saman, það
eru svo dýrmætar minningar
sem við munum aldrei gleyma.
Við vitum að þú ert komin á
góðan stað og að þú gætir okk-
ar. Við vitum að þér líður núna
vel. Við kveðjum þig með sökn-
uði en takk fyrir allt elsku
langamma okkar.
Þínar ávallt,
Hrönn Kristín
og Silja Fanney.
Elsku hjartans amma mín.
Það reynist mér erfitt að horfa á
þig hverfa á braut. Þú varst svo
stór hluti af mínu lífi að það á
eftir að taka mig tíma að venjast
því að geta ekki knúsað þig og
talað við þig. Undanfarna daga
hafa minningarnar leitað á hug-
ann og yljað mér um hjartaræt-
ur en ég á svo margar fallegar
minningar um þig.
Ég man svo vel eftir hvað það
var alltaf gott að koma á Réttó
til ykkar afa enda var ég tíður
gestur þar. Alltaf tekið á móti
mér með faðmlagi, hlýju og
hvatningin ekki langt undan. Þú
varst nú heimsins best í bakstri
en jólakökurnar, kleinurnar,
pönnukökurnar og tebollurnar
voru alltaf bestar hjá þér. Það
lék einhvern veginn allt í hönd-
unum á þér hvort sem þú prjón-
aðir, saumaðir eða bakaðir. Og
ég man að ég fór stundum með
þér í bæinn þegar ég var lítil og
við löbbuðum Laugaveginn. Svo
var endað á Tjörninni og önd-
unum gefið brauð.
Og ég man þegar við spil-
uðum og þú sagðir mér sögur af
því þegar þú varst lítil og hvað
þú barst mikla virðingu fyrir
foreldrum þínum. Og ég man
svo vel allar heimsóknirnar okk-
ar saman m.a. til systkina þinna
sem voru þér svo kær. Og ég
man ferðina til Svíþjóðar til
Nonna og Ólafar sem tóku svo
vel á móti okkur og þið afi nutuð
ykkar svo vel. Það var líka ynd-
islegt að gifta sig á afmælisdeg-
inum þínum og ég bauð þér að
koma að máta brúðarkjóla með
mér ásamt mömmu, Hrönn og
Silju. Það var mér mikils virði.
Ég finn hvað ég er óendanlega
rík að eiga þig sem ömmu og
ber nafnið þitt með stolti.
Takk fyrir að vera alltaf
svona góð við mig. Fyrir mér
varstu engill í mannsmynd. Þú
varst trúuð, kenndir mér bænir
og baðst guð að blessa mig og
það var notalegt að heyra það
frá þér. Það var líka yndislegt
að sjá hvað þér leið vel hjá
mömmu og pabba síðustu árin.
Mamma annaðist þig af um-
hyggju, ástúð og hlýju. Það var
einstakt samband ykkar á milli
sem tekið var eftir. Það er erfitt
að kveðja þig en ég mun geyma
minningar um þig elsku amma
mín í hjarta mínu, þú ert og
varst mér svo mikils virði í líf-
inu.
Takk fyrir allt elsku amma
mín og nafna, sakna þín.
Þín
Elín Gunnarsdóttir.
Elín Baldvina
Bjarnadóttir
Elsku amma.
Mér finnst svo erfitt að
kveðja þig. Þegar ég var í lýðhá-
skólanum byrjuðum við hvern
morgun á að einn nemandi sagði
sögu úr lífi sínu. Þegar röðin
kom að mér byrjaði ég á því að
teikna ættartréð mitt, það fyllti
alla krítartöfluna. Mér fannst ég
svo rík þegar ég sá öll nöfnin á
töflunni. Áætlunin var að segja
þeim frá öllu trénu en ég
gleymdi mér og ég komst aldrei
lengra en að segja þeim frá þér,
Anna Sigríður
Þorbergsdóttir
✝ Anna SigríðurÞorbergsdóttir
fæddist í Hraunbæ,
Álftaveri, 23. júlí
1938. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands á Sel-
fossi 10. janúar
2013. Útför hennar
fór fram frá Graf-
arkirkju í Skaft-
ártungu 19. janúar
2013.
afa og fjölskyldunni
frá Austurhlíð. Þið
hafið gefið mér svo
margar góðar
minningar gegnum
tíðina. Ég man eftir
því að mér fannst
bílferðin frá
Reykjavík að Aust-
urhlíð alltaf óend-
anlega löng, enda
var ég aldrei sér-
staklega þolinmóð.
Stundum ef óþolinmæðin tók öll
völd settumst við niður og fórum
að spila.
Mér fannst alltaf svo gaman
að vökva með þér blómin úti í
garði, ef veðrið var gott spraut-
aðirðu oft á mig vatni, það var
rosalegt fjör. Mér fannst ég svo
stór þegar ég fór fyrst að fara
ein með rútu til ykkar, afi sótti
mig alltaf niður á vegamót og þú
beiðst eftir mér heima með heit-
an mat eða nýsteiktar kleinur og
volga kókómjólk úr búrinu. Ég
hlakkaði alltaf svo til að fara að
sofa, oftast gisti ég uppi í hjá
frænkum mínum. Hreinu rúm-
fötin ilmuðu svo vel og þú gerðir
lítið brot á sængina, mér fannst
það svo flott. Sumarið áður en
við fluttum til Danmerkur var
ég hjá ykkur á afmælisdaginn
minn, ég var orðin 9 ára og ég
var loksins að verða stóra systir.
Ég kom heim til ykkar í sveitina
sumarið sem ég varð 10 ára og
var hjá ykkur í 4 vikur. Þegar
ég kom til Danmerkur aftur gat
ég ekki hætt að brosa, ég var
með svaka bollukinnar af góða
matnum sem þú eldaðir ofan í
mig.
Ég gerði svo margt skemmti-
legt og lærði svo mikið þetta
sumar eins og öll tíu sumrin sem
ég var hjá ykkur. Frænkur mín-
ar eyddu með mér miklum tíma
og ég, Olga og Arnar Jóel áttum
margar góðar prakkarastundir í
sveitinni. Þú kenndir mér að
hekla og þú gerðir margar til-
raunir til að kenna mér að
prjóna. Ég var líka mikið úti,
annaðhvort að hjálpa til eða í
góðum leik í læknum í hrossa-
girðingunni. Takk fyrir að koma
til Danmerkur í ferminguna
mína, mér þótti mjög vænt um
það. Mér þykir svo vænt um þig.
Ég hef einu sinni platað þig, það
var þegar ég kom óvænt frá
Danmörku í ferminguna hans
Bergs.
Ég kom inn í eldhús í Aust-
urhlíð og það fyrsta sem kom
upp úr þér var: „Hvað ert þú að
gera hér!?“ Þú varst eitt stórt
spurningarmerki í framan í um
það bil tvær sekúndur svo sá ég
hvað þú varðst glöð að sjá mig.
Það var svo gaman að fara með
þér, mömmu, Guðgeiri og Ey-
steini í berjamó upp að Svart-
hömrum í sumar, veðrið var fal-
legt og berin góð. Ég er svo
þakklát fyrir samverustundirnar
sem við áttum seinustu mán-
uðina þína.
Þú varst orðin svo lasin sein-
ustu vikurnar en þú hugsaðir
mikið og vel um okkur öll, það
skipti þig svo miklu máli að okk-
ur liði vel. Þú munt alltaf eiga
sérstakan stað í hjartanu mínu,
ég mun ætíð muna eftir þér sem
Önnu ömmu sem var einstak-
lega hlý, hugulsöm og skilnings-
rík.
Þín,
Hólmfríður Rut.
Elsku amma, þú hefur alltaf
verið mér svo yndislega góð.
Minningarnar okkar, sem eru
mér svo mikilvægar, mun ég
geyma vel og lengi í huganum
og aldrei gleyma þér. Það er svo
margt gott sem kemur upp í
hugann þegar ég hugsa til þín.
T.d. þegar við spiluðum, þegar
þú kenndir mér að hekla og
prjóna, þegar við réðum kross-
gáturnar og þegar þú fræddir
mig um blómin og fuglana. Mér
fannst alltaf svo gaman að koma
til ykkar afa í Austurhlíð því þar
var alltaf tekið vel á móti mér
með hlýjum faðmi og miklum og
góðum mat og öðru góðgæti.
Það á eftir að verða gaman að
koma áfram í heimsókn í Aust-
urhlíð þrátt fyrir andlát þitt,
elsku amma mín. Enda er ég
viss um að það hefðir þú viljað.
Megir þú hvíla í friði og ró
elsku amma mín.
Þín
Anna Björg.
Elsku amma. Nú ert þú farin
eftir þín stuttu veikindi og eftir
sit ég með mikla sorg í hjarta. Í
minni einföldu hugsun var ég
viss um að þér myndi batna og
við myndum hittast næsta vor í
sveitinni og eiga góðar stundir
saman. Það var svo margt ég
átti eftir að segja þér og deila
með þér. Ég trúi ekki ennþá að
þú sért farin. Ég verð sorg-
mædd yfir að eiga ekki meiri
tíma með þér og geta ekki hitt
þig oftar en samt líður manni
vel vitandi að þú sért komin á
betri stað þar sem þú ert ekki
veik.
Þegar við komum í Austurhlíð
komst þú alltaf brosandi á móti
okkur og faðmaðir okkur. Það
var alltaf gott að komast í sveit-
ina til ömmu og afa, þar leið
mér vel.
Elsku amma. Það var alltaf
svo stutt í brosið þitt og glensið.
Meira að segja í veikindunum
þínum var stutt í brosið þitt. Þú
varst einstaklega barngóð. Öll
börn sóttust í að vera hjá þér
enda varstu alltaf svo hlý og
góð. Aldrei skiptir þú skapi við
okkur krakkana, ömmubörnin
þín, sama hvað við gátum verið
óþekk við þig en það varði aldrei
lengi því að við vissum að þú
myndir ekki skamma okkur.
Ég er mjög þakklát fyrir allar
þær minningar sem við eigum
saman. Ég get ekki annað en
brosað í gegnum tárin þegar ég
rifja þær upp.
Manstu þegar við fórum til
Noregs og Danmerkur? Það var
skemmtilegt og gaman að fletta
í gegnum myndir úr þeirri ferð.
Það var alltaf stutt í spilin við
eldhúsborðið og það var enda-
laust hægt að spila við þig nema
þegar þurfti að fara að leggja á
borðið fyrir mat. Þótt ég hafi
ekki verið nema fjögurra til
fimm ára man ég eftir veiðiferð-
unum í Kvíslalón og Blautulón.
Ég man eftir stóra „köngulagið“
í kjallaranum, páskunum í sveit-
inni, spenningnum að vakna á
páskadagsmorgun, að leita að
páskaeggjunum og hver væri
fyrstur að finna sitt. Það er ekki
annað hægt en að minnast á
kleinuendana en sú minning fær
mig alltaf til að hlæja.
Manstu þegar þú spurðir
Brynjar Pálma sl. sumar hvort
þú mættir eiga eina tásu?
Brynjar horfði furðulega á þig
og var fljótur að svara: „Nei,
langamma, þá fæ ég bara sár.“
En eins og þú sagðir þegar við
hittumst síðast þá þarftu ekki að
eiga eina tásu því þú átt alltaf
hlut í honum eins og okkur öll-
um ömmu- og langömmubörn-
unum þínum. Já, amma, minn-
ingarnar eru endalausar og ég
gæti skrifað þær í heila bók.
Það verður skrýtið að koma í
Austurhlíð og þú verður ekki
þar að taka á móti mér en ég
veit að þú vakir yfir okkur öllum
núna og verður alltaf hjá okkur.
Elsku amma, mér þykir mjög
vænt um þig og ég veit að þér
líður vel núna.
Að lokum langar mig að láta
þetta lag eftir Vilhjálm Vil-
hjálmsson fylgja minningunni
þinni.
Mér finnst ég varla heill né hálfur
maður
og heldur ósjálfbjarga, því er verr.
Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður
verða betri en ég er.
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að
segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
…
Horfið er nú sumarið og sólin,
í sálu minni hefur gríma völd.
Í æsku léttu ís og myrkur jólin;
nú einn ég sit um vetrarkvöld.
…
(Vilhjálmur Vilhjálmsson.)
Þín ömmustelpa
Alda Ósk.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800