Morgunblaðið - 22.01.2013, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 22.01.2013, Qupperneq 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2013 Það voru blendnar tilfinningar sem bærðust með mér þegar mamma sagði mér að Eva frænka kæmi ekki í jólaboðið í ár. Það var í annað sinn sem það gerðist. Fyrra skiptið var vegna ófærðar, á þeim tíma þegar amma og afi frá Hámundarstöðum bjuggu hjá henni. Hún treysti sér ekki yfir heiðina vegna skafrennings, enda ekki vön að flana að neinu. En núna var það vegna hennar eigin veikinda. Það sem byrjaði sem lítilfjörlegt sár var farið að dreifa sér og tók sinn toll. Í jólaboðum með Evu skorti yf- irleitt ekki umræðuefni og stund- um var tekist á. Núna er hætt við að maður sakni skoðanaskipt- anna við hana og hve staðföst hún var í málflutningi sínum þótt stundum væru fáir henni sam- mála. Ein af mínum fyrstu minning- um um Evu var þegar ég var lítill og við mamma komum í heim- sókn til hennar. Þá var hún sem oftar sofandi og við þurftum að vekja hana. Hún var jú ljósmóðir og börn fæðast bara á nóttunni eða þannig skildi ég það, barnið. Þegar ég var í fyrsta skipti sendur í pössun, þegar foreldrar mínir fóru í sína fyrstu sólaland- arferð, var það til hennar. Þá voru amma og afi búin að bregða búi og höfðu flutt til hennar. Við fórum í sumarbústað í Munaðar- nes og amma og afi fóru með. En þó svo að hún hafi tekið á móti mörgu barninu og hjálpað þeim með þolinmæði og natni við að taka fyrstu skrefin í þessu lífi var ekki þar með sagt að það væri auðvelt að vera í pössun hjá henni og fylgja hennar húsreglum. Mér var sagt að fara snemma að sofa einmitt þegar miðnætursólin var sem hæst á lofti. Eitt kvöldið var ég lengur úti en hún vildi og hún einfaldlega læsti mig úti til að veita óþekktarorminum áminn- ingu. Ég sá við henni og skreið inn um glugga en þar tók hún á móti mér og skammaði mig ræki- lega. Ég var kannski ekki auð- veldasti frændinn. Seinna kynntist ég henni betur en það var þegar hún skaut skjólshúsi yfir mig er ég fór í Iðn- skólann. Hún gerði það við öll systkinabörnin sem komu til Eva Sveinbjörg Einarsdóttir ✝ Eva SveinbjörgEinarsdóttir ljósmóðir fæddist á Hámundarstöðum í Vopnafirði 17. maí 1939. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 5. janúar 2013. Eva var jarð- sungin frá Digraneskirkju 14. janúar 2013. Reykjavíkur utan af landi – við fengum öll að búa hjá henni. Hún sagði það vera hennar framlag til menntunnar okkar systkinabarnanna og það munaði um minna að fá að búa frítt á námsárunum. Þarna kynntist ég nýrri hlið á henni. Þó svo að Evu væri umhugað um réttindi kvenna og heilsufar ungmæðra sat hún föst í gömlu gildunum að mörgu leyti. Henni fannst að hún sem yngsta dóttirin, og þar að auki barnlaus, ætti að sjá um aldraða foreldra sína. Þetta var áreiðanlega eitt af því sem leiddi til að hún einangraðist nokkuð fé- lagslega og þótti sérlunduð. Það kom aldrei til greina að Eva léti þau frá sér á sjúkrastofnun. Þegar Eva fór á eftirlaun gat hún farið að sinna sínum andlegu hugðarefnum og voru ættingj- arnir gjarnan fengnir sem álits- gjafar og málin reifuð fram og aftur. Sumum var úthlutað les- efni þegar henni fannst þeir þurfa frekari uppfræðslu og í mig hringdi hún árlega til ræða málin og segja sína skoðun á þjóðmál- unum en mest voru þó hin and- legu málefni lífs og dauða rædd. Með þessum orðum kveð ég móðursystur mína, Evu Einars- dóttur. Reynir Sigurbjörnsson. Elsku Eva. Við höfðum verið nágrannar í næstum tíu ár. Kynni okkar byrjuðu nú kannski ekki vel því pabbi minn hafði verið úti á svölum fyrsta daginn sem við fengum íbúðina afhenta og vindill sem hann hafði gleymt þar fauk niður á gangstéttina fyrir framan útidyrahurðina þína og þú komst til okkar og kvartaðir. En síðan tókust með okkur góð kynni. Svo þegar tengdapabbi lést áttuðum við okkur á skyldleikanum. Fyrst fannst okkur þú vera mjög sér- stök, jafnvel stórskrýtin. En svo fórum við að kunna vel við þessa hjartahlýju konu sem hugsaði vel til okkar og vildi helst alltaf hafa okkur heima því það fannst henni notalegt, og helst að hafa litlu guttana okkar hlaupandi um gólf- in svo hún heyrði umgang. Ég man þau fjölmörgu skipti sem þú hringdir og spurðir hvort við hefðum átt erfiða nótt þegar yngri sonur okkar átti erfitt með svefn og grét sáran. Þú varst far- in að biðja fyrir honum þegar þú hélst að honum liði illa. Ég á fulla möppu af ljósritum frá þér um alls konar fróðleik sem mér fannst stundum alveg óþarfi en í dag kann ég betur að meta þetta. Við töluðum oft um að hugðarefni þín yrðu bundin inn í bók og þú varst farin að gæla við þá hugmynd. Þakka þér fyrir alla þá umhyggju sem þú sýndir drengjunum okkar, englunum þínum eins og þú kallaðir þá. Allt- af varstu tilbúin með jóla- og af- mælisgjafir á réttum tíma. Við reyndum að endurgjalda þessar gjafir og man ég vel eftir einum afmælisdeginum þínum (mund- um hann alltaf því það er þjóðhá- tíðardagur Noregs). Þá náðum við í þig og buðum þér í kaffi og kökur og vorum bú- in að búa til kórónu handa þér eins og drengirnir fá alltaf á leik- skólanum á afmælum og svo sungum við afmælissönginn. Gleymi ekki undrunarsvipnum á þér og gleðinni sem fylgdi þessari stund. Það var mikil tilhlökkun á heimilinu þegar við áttum von á börnunum okkar í heiminn og tókst þú fullan þátt í þeirri til- hlökkun og fylgdist vel með með- göngunum. Eitt sinn þurfti eldri sonur okkar að leggjast inn á barnadeildina í tvær nætur, svo komst þú óvænt í heimsókn og hjálpaðir okkur. Ég hélt nú að ég gæti þetta miklu betur en þú en annað kom í ljós enda vön ljós- móðir á ferð og þú varst Ljós- móðir með stóru L-i. Það var stundum eins og þú fyndir á þér ef eitthvað var ekki alveg eins og það átti að vera og þá áttir þú það til að droppa í heimsókn. Allt danskt var í uppáhaldi. Þú fórst nokkrum sinnum til Dan- merkur og keyptir svo dönsk blöð til að fylgjast með dönsku kon- ungsfjölskyldunni. Flotta bláa og hvíta stellið þitt prýddi líka alltaf eldhúsborðið og danska jólakúlan sem þú gafst okkur fyrir mörgum árum brotnaði, því miður, núna sama dag og þú lentir á spítalan- um fyrir jólin, ótrúlegt. En síðasta ár var þér erfitt og svo kom kallið miklu fyrr en þig grunaði. Fyrirgefðu að ég var ekki hjá þér þegar þú kvaddir. Megi góði guð geyma þig. Gyða, Kristján og synir. Eva ljósmóðir var fágæt og kraftmikil hugsjónarkona. Fyrir allnokkrum árum fór ég að fá bréf frá henni um lífsverndarmál, með málsvörn hennar fyrir ófædd börn, gjarnan með afritum blaðagreina, erlendra eða inn- lendra, en einkum frá Norður- löndunum. Þessu fylgdi hún eftir með mjög fræðandi og hvetjandi símtölum, oft harla löngum, en báðum til gagns. Einnig sendi hún mér iðulega afrit hvatning- arbréfa sinna til málsmetandi manna hér heima, í kirkjunni, í stjórnmálum og í heilbrigðiskerf- inu. Hún skrifaði af innsæi og dýpt og nánast heilagri sannfæringu um lífsrétt hinna ófæddu og um hörmulegt hlutskipti þeirra í ver- öld efnishyggjunnar. Um andlegt eðli mannsins og jafnvel smæsta lífsforms hans varð henni einnig tíðrætt, þar varpaði hún oft óvæntu ljósi á efnið. Fjarri fór því, að hún talaði einungis af trúarlegri sannfær- ingu um þessi hugðarefni; hún var afar vel heima í fósturlífeðl- isfræði og erfðafræði og fjallaði um þessi málefni, m.a. á fræði- legum vettvangi í fyrirlestra- formi, á vettvangi Landspítalans. Sjálf var hún vel menntuð sem ljósmóðir og hjúkrunarfræðing- ur, og ekki var hún ein um sínar áherslur meðal kollega sinna. Þegar við þrír áhugamenn um kristinn stjórnmálaflokk ýttum úr vör vefsíðu 2007 var Eva í huga mér sjálfkjörin til þátttöku sem fjórði félagsmaður Kristinna stjórnmálasamtaka. Feginn var ég að hún gaf kost á sér og var mjög virk í vefsíðuskrifunum, framan af undir höfundarnafninu K.4. Eva var kona skýrmælt og ein- örð, en tranaði sér ekki fram fyrir eigin persónu. Oft fann ég þykk bréf frá henni við dyr mínar, sem hún hafði sjálf borið út, en verið of hógvær til að trufla með bjöllu- hringingu og ætlast til heimsókn- ar. Hefði ég oft viljað fá hana í heimsókn að ræða málin, það var þó tvisvar, og með félagskonu okkar heimsótti ég hana á hennar vistlega heimili á Digranesheiði. Eva var gegnheil kristin kona og umhugað að kirkjan fylgdi eft- ir kristinni lífssýn í lífsverndar- málinu sem öðru. Það varðaði einnig helgi hjónabandsins og að fyrirmælum frelsarans þar um yrði í engu hnekkt. Digranes- kirkja var hennar sóknarkirkja; þar var hún jarðsungin. Var mjög áhugavert að fá að sækja þangað fjölmennan safnaðarfund með henni um sambúðar- eða hjú- skaparmál samkynhneigðra og að verða þar vitni að nær full- komnum einhug hinna mörgu sem um þau töluðu, í anda hefð- bundinnar kristinnar siðfræði, ekki hinna nýju stefna. Ritaði Eva ýmsar greinar um þessi mál á vefsíðu samtaka okkar, Krist- .blog.is, og um margt annað, m.a. tæknifrjóvgun, staðgöngumæðr- um og kynbreytingu, sjálfstæðis- mál og fleiri siðferðismál. Bráð- lega verða öll hennar skrif þar aðgengileg í einum efnisflokki, kenndum við hana. F.h. Kristinna stjórnmálasam- taka votta ég Evu virðingu okkar og þakklæti fyrir samfélagið við hana, fyrir hennar drjúga fram- lag til hugsjóna okkar og baráttu, umfram allt í þágu hinna ófæddu. Guðs blessun sé yfir henni og minningu hennar. Jón Valur Jensson. Eva Sveinbjörg Einarsdóttir fæddist 17.5. 1939 á Hámundar- stöðum í Vopnafirði. Hún útskrif- aðist úr Ljósmæðraskóla Íslands 30. sept. 1971 og úr Nýja Hjúkr- unarskólanum í nóvember 1974. Eva starfaði á fæðingardeild Landspítalans í eitt ár á milli skóla og síðan á sama stað frá 1. janúar 1975 þar til í maí 1977 og seinna árið sem deildarljósmóðir. Hinn 1.10. 1977 var Eva ráðin sem umsjónarkennari við LMSÍ, en það var í verkahring yfirljós- móður fæðingardeildarinnar (en undirrituð var þá yfirljósmóðir), ásamt prófessor kvennadeildar- innar, að sjá um og skipuleggja nám ljósmæðranemanna, sem þá voru 24 og skiptust í yngri og eldri nema þannig að mikil nauð- syn var orðin á aðstoð við þetta starf. Eva hafði óþrjótandi áhuga á ljósmæðrastarfinu og -náminu og vildi veg þess sem mestan. 1988 til 1990 var hún síðan í námi í uppeldis- og kennslufræði í Há- skóla Íslands og var þann tíma í hlutastarfi í við skólann. Þegar nám ljósmæðra fluttist inn í Há- skólann fór hún að vinna við mæðravernd á Heilsuverndar- stöðinni og vann þar, þar til starfsaldri lauk. Eva var mikill grúskari og spáði mikið í lífið og tilveruna og það hvað hefði gerst í fyrra lífi hennar og annarra og minnist ég þess að Sigurður S. Magnússon læknir og prófessor hafði einnig gaman af þessum hugleiðingum og grúski og var að ýmsu leyti sammála Evu. Þau töldu sig jafn- vel vita hvar ég hefði verið í fyrri lífum. E.t.v. vita þau meira um þessi mál núna. Við Eva unnum vel saman og hún var mér mikil hjálparhönd við skólann og fyrir það á hún þakkir mínar skilið og fyrir sinn mikla áhuga á starfi ljósmæðra. Seinni árin höfum við aðallega hist í sundi og tekið spjall saman og síðast nú í sumar. Ég þakka Evu samfylgdina og óska henni góðrar ferðar á óþekktar slóðir. Hver lítil stjarna, sem lýsir og hrapar, er ljóð, sem himinninn sjálfur skapar. Hvert lítið blóm, sem ljósinu safnar, er ljóð um kjarnann, sem vex og dafnar. Hvert lítið orð, sem lífinu fagnar, er ljóð við sönginn, sem aldrei þagnar. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Í Guðs friði. Kristín I. Tómasdóttir. Elsku afi, nú ertu farinn frá okkur til ömmu sem þú saknaðir svo sárt. Þú varst svo góður maður og vildir öllum svo vel. Þú varst alltaf svo glaður og sagðir okkur margar ógleyman- legar sögur úr barnæsku þinni. Minningarnar um þig eru marg- ar. Okkur eru efst í huga allar veiðiferðirnar sem við fengum að fara í með þér. Þú varst alltaf svo þolinmóður að hjálpa okkur með veiðistangirnar þegar við lentum í basli með þær og segja okkur til. Þú taldir okkur trú um að við værum sannir veiðimenn því þú varst alltaf að hrósa okkur. Þegar við vorum að alast upp í Fagra- berginu fannst okkur voða nota- legt að vita af þér á neðri hæð- inni. Við höfðum líka gaman af því þegar þú varst að velta því Ásgeir Guðbjartsson ✝ Ásgeir Guð-bjartsson fædd- ist í Hafnarfirði 28. júní 1927. Hann lést á hjartadeild Land- spítalans 26. des- ember 2012. Útför hans hefur farið fram í kyrr- þey að ósk hins látna. fyrir þér hvor væri hvor því þú þekktir okkur ekki í sundur. Það er tómlegt að heimsækja Fagra- bergið því þú ert ekki þar. Við kveðj- um þig með miklum söknuði í hjarta. Okkar elsku góði afi! Þú ert sá besti á því leikur enginn vafi. Þú átt ábyggilega eftir að lesa fyrir okkur ljóð og hjá þér munum við alltaf vera góð. Út um allt viljum við hendur þínar leiða. Einn daginn fáum við kannski að fara með þér að veiða. En hvað sem þú gerir og hvar sem þú ert að þá hefur þú okkar litlu hjörtu snert. Því þú ert svo góður og þú ert svo klár hjá þér munum við ekki fella nein tár. Því heima hjá afa er alltaf gaman að vera því þar getum við látið mikið á okkur bera. En afi okkar kæri við viljum að þú vitir nú okkar allra besti afi, það ert þú! (Katrín Ruth.) Karen og Katrín. Í dag kveð ég með söknuði elskulega móðursystur mína Hve ljúft og gott að sofna í sælli trú á sigur þess er firrir lífið grandi. Ég veit að einmitt þannig kvaddir þú – þín þrá var eins og morgunn yfir landi. Og ég sé best í húmi haustsins nú hve heiðríkur og fagur var þinn andi. Gerða Jónsdóttir ✝ Gerða RafnJónsdóttir fæddist á Suður- eyri við Tálkna- fjörð 9. febrúar 1930. Hún andaðist á Hjúkrunarheim- ilinu Eir í Reykja- vík 2. desember 2012. Útför Gerðu fór fram frá Bústaða- kirkju 10. desem- ber 2012. Þitt orð var heitt – því hjartað sló þar með sem harpa stillt á gleði allra tíða. Í bliki augans bjó þitt mikla geð og brann af kvöl með öllum þeim sem líða. Og þinni ást það yf- irbragð var léð sem Íslands bestu dætur þykir prýða. Ég kveð þig eins og frjálsa söngvasveit á sumardaginn fyrsta úti í haga. Hvert vorsins fuglar fljúga enginn veit – en framtíðin er þeirra mikla saga. Þú bæði komst og fórst sem fyrirheit og fyrirheitið lifir alla daga. (Jóhannes úr Kötlum.) Takk fyrir allt og allt. Guð veri með þér. Þín frænka, Brynja. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um inn- sendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morg- unblaðslógóið efst í hægra horn- inu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birt- ingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skila- frests. Lengd | Hámarkslengd minn- ingargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær út- förin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um for- eldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviá- gripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent má senda myndina á netfangið minn- ing@mbl.is og gera umsjón- arfólki minningargreina viðvart. Minningargreinar ✝ Aðstandendur þakka auðsýnda samúð vegna andláts ÞÓRUNNAR BJÖRGÚLFSDÓTTUR sem andaðist á Landspítalanum í Fossvogi sunnudaginn 6. janúar. Guðrún Hreggviðsdóttir, James Stuart Crosbie, Þórunn Hreggviðsdóttir, Finnbogi Rútur Arnarsson, Ása Hreggviðsdóttir, Birgir E. Birgisson, Ólafur Björgúlfsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Fjölskylda GUÐRÚNAR G. JOHNSON þakkar auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts hennar. Öllum þeim sem önnuðust mömmu okkar, hjúkrunarfólki jafnt sem ættingjum, færum við einlægar þakkir. Hún þáði góða aðstoð og naut nærveru ykkar en gaf í staðinn kærleika og hlýju með sínu ljúfa viðmóti. Vinum hennar og samferðarfólki þökkum við ævilanga tryggð, vináttu og fallegar minningar. Friðþjófur Ó. Johnson, Sigurlaug Sigurðardóttir, Gunnlaugur Ó. Johnson, Hjördís Bjartmars Arnardóttir, Ólafur Ó. Johnson, Bjarndís Pálsdóttir, Helga Guðrún Johnson, Kristinn Gylfi Jónsson og barnabarnafjöldinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.