Morgunblaðið - 22.01.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.01.2013, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2013 PI PA R\ TB W A • SÍ A • 12 18 16 www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind LÁTTU FAGMENN META GULLIÐ Sérstaða okkar hjá Jóni og Óskari er sú að við höfum keypt og selt gull í 41 ár og búum því yfir mikilli þekkingu, reynslu og fagmennsku á þessu sviði. Við kaupum til endurvinnslu allar tegundir af gullskartgripum, gamla og nýja, gullúr, tanngull, gullpeninga, hvers kyns silfur og demanta í betri skartgripagæðum. Við bjóðum gott og alþjóðlega samkeppnishæft verð fyrir gripina og framleiðum úr öllu gulli sem við kaupum. Þannig spörum við gjaldeyri. Komdu til okkar á Laugaveg 61 og leyfðu okkur að veita þér faglega ráðgjöf sem tryggir að þú færð rétta greiningu á þínum verðmætum. Það skiptir mestu máli. Við staðgreiðum allt gull en áskiljum okkur rétt til að biðja um persónuskilríki. Aðeins í verslun okkar að Laugavegi 61, virka daga milli kl. 10–18. Góð séraðstaða þar sem gull er metið í ró og næði. Bíólistinn 18.-20. janúar 2013 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd Django Unchained The Hobbit: An Unexpected Journey 3D The Impossible Life of Pi Jack Reacher XL Hvíti Kóalabjörninn (Outback) Rise Of The Guardians Ryð og Bein (De Rouille et D’os) Sammy 2 Ný 1 3 4 2 Ný 7 6 10 9 1 4 5 6 2 1 3 7 2 4 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Kvikmynd Quentins Tarantinos, Django Unchained, er sú tekjuhæsta að liðinni helgi í kvikmyndahúsum landsins en hún var frumsýnd föstudaginn sl. Hobbiti Peters Jack- sons heldur áfram að gera það gott og nema miðasölutekjur af henni nú 87,6 milljónum króna. The Imp- ossible er í þriðja sæti líkt og í síð- ustu viku og Life of Pi er einnig í sama sæti, því fjórða. Íslenska kvik- myndin XL var frumsýnd fyrir helgi og er sú sjötta tekjuhæsta. Bíóaðsókn helgarinnar Django sú vinsælasta Vestri Úr Django Unchained, nýj- ustu kvikmynd Tarantinos. Stjórnendur Bolshoi- ballettsins í Moskvu segjast sannfærðir um að sýruárásin sem gerð var fyr- ir helgi á listræn- an stjórnanda dansflokksins, Sergei Filin, hafi tengst störfum hans fyrir dans- flokkinn. Lögreglan segir brenni- steinssýru hafa verið skvett í andlit Filins en hún brennir hold og augu samstundis. Filin hefur þegar geng- ist undir uppskurði í þeirri von að sjón hans megi bjarga. Telja árásina tengj- ast ballettinum Sergei Filin Einn þekktasti kvikmyndagerð- armaður Breta á seinni hluta 20. aldar, leikstjór- inn Michael Win- ner, er látinn 77 ára að aldri. Winner leik- stýrði yfir 30 myndum, meðal annars Death Wish-kvikmynd- unum, The Nightcomers, Scorpio og The Mechanic. Síðustu ár var hann vinsæll veitingahúsarýnir. Leikstjórinn Mich- ael Winner látinn Michael Winner Listasafn Árnes- inga í Hvera- gerði hefur verið opnað aftur eftir hlé. Þar stendur yfir athyglisverð sýning, Tómið – Horfin verk Kristins Péturs- sonar. Á sýning- unni má einnig sjá „athugasemd- ir“ Hildigunnar Birgisdóttur, Hug- ins Þórs Arasonar, Sólveigar Að- alsteinsdóttur og Unnars Arnar. Sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson. Tómið sýnt í Lista- safni Árnesinga Markús við málverk eftir Kristin. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Wilderness Dance er stærsta verk- efni sinnar tegundar sem hleypt hef- ur verið af stokkunum á Norður- löndum og Eystrasaltsríkjum,“ segir Ása Richardsdóttir verkefnisstjóri og hugmyndasmiður að Wilderness Dance eða Dans í óbyggðum. „Verk- efnið fer fram í fimm löndum á ár- unum 2013-2015, þ.e. Íslandi, Dan- mörku, Noregi, Finnlandi og Lettlandi,“ segir Ása og tekur fram að að baki verkefninu standi sam- starfsnet sem nefnist Keðja og stofn- að var árið 2007, en auk ofan- greindra landa standa Svíþjóð, Litháen og Eistland að Keðju. Að sögn Ásu taka tíu danshópar þátt í Wilderness Dance, en þeir voru valdir úr hópi 110 umsækjenda sl. haust. „Þessar góðu viðtökur komu okkur þægilega á óvart. Þarna voru margir flottir hópar og því mjög erfitt að velja á milli þeirra,“ segir Ása. Spurð um fjármögnun bendir Ása á að Keðja hafi fengið stóran styrk frá Evrópusambandinu í fyrra. „En Wilderness er stærsta verkefnið innan þess samstarfs. Í framhaldinu fengum við styrki frá Kulturkontakt Nord og Norræna menning- arsjóðnum. Heildarfjármögnun nemur um 80 milljónum króna.“ Áhrif á samfélagið Að sögn Ásu hófst verkefnið form- lega í síðustu viku þegar lettneski sviðslistahópurinn The Swufu’s kom til Íslands, en hann mun dvelja á Höfn í Hornafirði næstu þrjár vikur og nota tímann til að þróa nýtt dans- verk. „Útgangspunkturinn verkefnis þeirra er að skoða hvaða áhrif lettn- esk sérkenni þeirra hafa á þau sam- félög þar sem þau munu dvelja og hvernig íbúarnir líta á Letta,“ segir Ása og bendir á að hópurinn muni í ágúst nk. dvelja í vinnustofu í Ham- merfest nyrst í Norður-Noregi og þar sýna afrakstur vinnu sinnar. Fulltrúar Íslands í Wilderness Dance eru annars vegar Margrét Sara Guðjónsdóttir, annar stofnandi Panic Productions, en hún er höf- undur dansverksins „With whom?“ eða „Með hverjum?“ og hins vegar Ásrún Magnúsdóttir sem er ein fjög- urra meðlima í fjölþjóðlegum sviðs- listahóp sem kallar sig Foreign Mountains, en hópurinn mun í næsta mánuði dvelja í vinnustofu á Egils- stöðum. Spurð hvað hafi stýrt valinu á hóp- unum tíu segir Ása að horft hafi ver- ið á styrk hinnar listrænu hug- myndar, löngun og hæfni hópsins til að vinna með íbúum og samfélaginu á hverjum stað, fyrri reynslu sem og árangurs. Tekur hún fram að mark- miðið með Wilderness Dance sé m.a. að stuðla að því að tíu nýir dval- arstaðir verði til fyrir dansinn á Norðurlöndunum og Eystrasalts- ríkjunum. „Fyrsta hálfa annað árið muni allir hóparnir tíu dvelja í tveimur gestavinnustofum eða svonefndum residensíum á tíu mismunandi stöð- um í löndunum fimm og fer hver hópur á tvo staði þar sem þeir munu þróa og æfa dansverk. Vorið 2014 verður valið úr dansverkum hópana og fara þau áfram til frekari sýninga á vegum samstarfsaðila Wilderness og víðar, í samstarfi við hátíðir og leikhús víða í Evrópu. Þar sem enn er ekki búið að semja verkin vitum við á núverandi tímapunkti ekki hversu mörg verk verða valin til sýn- ingarhalds, en við vitum að öll verkin verða sýnd á samstarfsfundi Keðju í Mariehamn á Álandseyjum í ágúst 2014,“ segir Ása og bendir á að hér- lendis sé Wilderness Dance í sam- starfi við annars vegar Menningar- miðstöðina á Höfn í Hornafirði og hins vegar Sviðslistamiðstöðina á Fljótdalshéraði. Sem fyrr segir munu sviðslistahóparnir The Swu- fu’s og Foreign Mountains dvelja hérlendis við störf sín á þessu ári, en á næsta ári mun hópurinn The Translation in process frá Noregi dvelja á Höfn og danski hópurinn Hello! Earth dvelja á Egilsstöðum. Allar nánari upplýsingar um verk- efnið og sviðslistahópana tíu má nálgast á vefnum: kedja.net. Verkefnið Dans í óbyggð- um samstarf fimm þjóða  10 sviðslistahópar valdir úr hópi 110 umsókna  80 milljón króna verkefni Morgunblaðið/Kristinn Dans Lettneski sviðslistahópurinn The Swufu’s mun dvelja á Hörn í Hornafirði næstu þrjár vikur og á þeim tíma leggja grunn að nýju dansverki. Vinna hópsins er hluti af fjölþjóðlegu verkefni sem nefnist Wilderness Dance. Ása Richardsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.