Morgunblaðið - 23.01.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.01.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2013 Vef-Þjóðviljinn bendir á að í tutt-ugu ár hafi Bandaríkjamenn verið neyddir til að brenna etanóli á bílum sínum undir formerkjum inn- lendrar og grænnar orku. Er það ekki gott?    Þessi aðferð við framleiðslu áeldsneyti, ræktun á maís og vinnsla á etanóli úr honum, kæmi aldrei til greina án stuðnings skatt- greiðenda og lagaboðs. Hún stæði einfaldlega ekki undir sér.    Þetta er raunar svo galin leið tilþess að búa til orkugjafa að þegar allt er talið þarf á tíðum meiri orku til að búa þetta eldsneyti til en fæst úr því á endanum við bruna í bílvél. Það þarf ekki aðeins orku til plægja, sá og sækja upp- skeruna heldur er framleiðsla á áburði orkufrek og svo auðvitað eimingin sjálf. Þessi orka er fengin með brennslu á olíu, kolum og gasi. Etanól hefur enga sérstaka kosti sem eldsneyti á bifreiðar en ýmsa ókosti eins og að blandast full- komlega við vatn sem gerir geymslu þess og flutning vand- kvæðum háðan.    Ef mæta á lagaboði um notkunetanóls í eldsneyti árið 2015 munu 5,3 milljónir skeppa af maís hverfa út um púströr bifreiða í Bandaríkjunum. Þessi maís verður ekki nýttur í matvæli, hvorki beint á disk mannkyns né óbeint sem fóð- ur handa búsmala. Vart þarf að fjölyrða um áhrifin af þessu á matvælaverð.    Það virðist fremur regla að þeg-ar starfsemi er kölluð „græn“ hefur hún bæði sóun á orku og fjár- munum í för með sér. Ekki sem sýnist STAKSTEINAR Veður víða um heim 22.1., kl. 18.00 Reykjavík 2 léttskýjað Bolungarvík 2 skýjað Akureyri 1 skýjað Kirkjubæjarkl. 1 alskýjað Vestmannaeyjar 4 heiðskírt Nuuk 2 skýjað Þórshöfn 3 skýjað Ósló -15 heiðskírt Kaupmannahöfn -2 skýjað Stokkhólmur -10 heiðskírt Helsinki -6 skýjað Lúxemborg -1 þoka Brussel -1 þoka Dublin 2 skýjað Glasgow 2 léttskýjað London 2 heiðskírt París 2 alskýjað Amsterdam -3 heiðskírt Hamborg -3 snjókoma Berlín -6 skýjað Vín 1 skýjað Moskva -15 heiðskírt Algarve 15 léttskýjað Madríd 5 skýjað Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 12 léttskýjað Róm 10 léttskýjað Aþena 15 léttskýjað Winnipeg -28 léttskýjað Montreal -17 skýjað New York -7 skýjað Chicago -16 léttskýjað Orlando 15 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 23. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:34 16:47 ÍSAFJÖRÐUR 11:00 16:30 SIGLUFJÖRÐUR 10:44 16:12 DJÚPIVOGUR 10:09 16:11 Menntadagur iðnaðarins - Grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni - DAGSKRÁ Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra Kynning á GERT Grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni - GERT - er heiti aðgerðaáætlunar Samtaka iðnaðarins, mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga til að auka áhuga grunnskólanemenda á raunvísindum og tækni. „Staða íslenskra nemenda og framtíðarþörf samfélagsins“ Dr. Elsa Eiríksdóttir lektor á Menntavísindasviði HÍ GERT og næstu skref Katrín D. Þorsteinsdóttir forstöðumaður menntamála hjá SI Væntingar til GERT Ásta Magnúsdóttir ráðuneytisstjóri mennta- og menningarmálaráðuneytis Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga Jón Torfi Jónasson forseti Menntavísindasviðs HÍ Menntakönnun SA Bjarni Már Gylfason hagfræðingur SI Fyrirspurnir Orri Hauksson framkvæmdastjóri SI stýrir umræðum Fundarlok Svana Helen Björnsdóttir, formaður SI slítur fundi Fundarstjóri er Finnur Oddsson, aðstoðarforstjóri Nýherja Grand Hótel Reykjavík – Gullteig 24. janúar kl. 9.00-12.00 Nánari upplýsingar og skráning á www.si.is Á vef Skógræktar ríkisins er greint frá niðurstöðum könnunar sem benda til jákvæðra áhrifa göngu í skógi á andlega líðan fólks. Könn- unin var gerð í Suður-Kóreu, en sambærilegar kannanir munu vera til frá fleiri löndum. Andlegt ástand háskólakvenna á þrítugsaldri var mælt fyrir og eftir fjórar mismunandi meðferðir: Rösk- lega göngu, annars vegar í skógi og hins vegar í líkamsræktarsal, og hæglátlega göngu á sömu stöðum. Röskleg ganga felur í sér markmið sem mæla má í hraða eða tíma en hæglátleg ganga felur í sér að láta hugann reika eða að upplifa um- hverfið óháð gönguhraða. Notaðir voru viðurkenndir mælikvarðar á streitu, sjálfsálit og ánægju til að meta andlega líðan. Í ljós kom að röskleg ganga hafði fremur lítil áhrif á andlega líðan. Röskleg ganga í skógi jók þó ánægju og minnkaði streitu en áhrifin í sal voru öfug, þ.e. aukin streita og minnkuð ánægja. Hæglátleg ganga í sal hafði áhrif til minnkunar streitu og aukningar á sjálfsáliti og ánægju en þau áhrif voru meiri þegar gengið var í skógi. „Sem sagt, ef markmiðið er að brenna nokkrum kaloríum dugar hugsanlega að fara í ræktina en sé markmiðið jafnframt að losna við streitu og komast í gott skap er betra að fá sér göngutúr í skógi,“ skrifar Þröstur Eysteinsson á heimasíðu skogur.is og byggir á Scandinavian Journal of Forest Research. aij@mbl.is Skógarganga Góð áhrif á líðan. Jákvæð áhrif af skógargöngu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.