Morgunblaðið - 23.01.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.01.2013, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2013 ✝ GuðmundurReynir Óskar Jóhannsson fæddist 12. júlí 1939 í Reykjavík, hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 12. janúar 2013. Guðmundur ólst upp á Svarðbæli í Miðfirði, Vestur- Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Júlíana Bjarnadóttir frá Svarðbæli og Jóhann frá Egils- stöðum í Ölfusi. Unnu þau for- eldrarnir og bjuggu til margra ára á Vífilsstöðum í Garðabæ en áttu heimili síðustu árin í Kópa- vogi. Guðmundur var elstur al- systkina sinna en þau eru: María Sólrún, f. 21. apríl 1943, d. l4. júlí 2000, hún á fjögur börn, Hildur Ósk, f. 1946, hún á fimm börn, Eftir hefðbundið grunn- skólanám fór Guðmundur í Sam- vinnuskólann að Bifröst og var þar við nám á árunum 1959-1961. Eftir nám vann hann við almenn skrifstofustörf hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Egilsstöðum frá 1961 til 1964, hjá Búnaðarbanka Íslands á Egilsstöðum 1964 til 1965. Þá fór Guðmundur til Nor- egs þar sem hann vann hjá Bönd- ernes Bank í Osló1965-1967. Eft- ir það kom hann aftur heim til Íslands og hóf störf hjá að- alskrifstofu Loftleiða og vann þar frá 1967-1971. Hann var gjaldkeri hjá Ólafi Gíslasyni og co í framhaldi þess. Síðustu árin var hann hjá Endurskoð- unarþjónustunni, Skipholti 50 d í Reykjavík. Guðmundi voru falin mörg trúnaðarstörf, var hann virkur í félagslífi, meðal annars í nemendaráði Samvinnuskólanns og var ritstjóri blaðs nem- endaráðs Samvinnuskólanns, Hermesar. Guðmundur var ógift- ur og barnlaus. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju í Kópa- vogi miðvikudaginn 23. janúar 2013 kl. 11.00. fjögur búsett í Sví- þjóð og eitt hér- lendis, Sigbjörn Jón Bjarni, f. 23. jan 1949, hann á eina dóttur, Lóa Björg, f. 14. maí 1952, hún á tvö börn, og Svala Kristín, f. 14. febr- úar 1959, d. 25. Mars 1960. Guð- mundur átti tvo hálfbræður sam- feðra: Ragnar Rósant, f. 25. maí 1938, d. 1. maí l977, hann á tvo syni, og Guðmundur Eyleifur, f. 18. apríl 1942, d. 17. febrúar 2010. Fósturforeldrar Guð- mundar Reynis voru systkinin Guðrún Guðmundsdóttir og Björn G. Bergmann frá Svarð- bæli, þangað fór hann sem ungur drengur og ólst upp hjá þeim barnæsku sína við gott atlæti. Elsku besti Gummi minn. Mér finnst svo skrítið að hugsa til þess að ég eigi aldrei aftur eftir að hitta þig og það verður tómlegt í afmælum núna því það verður enginn Gummi frændi að fíflast í krökkunum. Þegar ég skírði strákinn minn Óskar þá varðstu mjög ánægður að hafa fengið nafna þótt þú notaðir það nafn ekki mikið og mér finnst svo ótrú- lega leiðinlegt að hann fái ekki að kynnast þér en ég mun segja hon- um frá þér því þú varst ekki bara frændi minn heldur uppáhalds- frændi. Ég hlakkaði alltaf svo til að hitta þig enda varstu alltaf hress og kátur. Ég man eftir því þegar ég keypti mér nýjan bíl og þú komst í heimsókn til mömmu og pabba og þá hittist það alltaf þannig á að ég var að þrífa bílinn og þér fannst það svo fyndið og stríddir mér mikið og alltaf varstu með myndavélina með þér og tókst myndir af mér að þrífa bíl- inn. En ég veit að þú ert kominn á betri stað og að amma og langamma hafa tekið mjög vel á móti þér. Ég mun hugsa um þig á hverjum degi, elsku besti Gummi minn, og takk fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman. Ég elska þig. Þín frænka, Anný María Lárusdóttir. Hratt flýgur stund. Heiðurs- maðurinn og húmoristinn, Guð- mundur Reynir Jóhannsson, hef- ur lokið lífsgöngu sinni eftir erfið veikindi. Rúm 57 ár eru frá því leiðir okkar lágu fyrst saman á Reykjaskóla haustið 1955. Við vorum báðir í 1. bekk. Í fyrsta tím- anum þurftum við að standa upp, segja hvað við hétum, fullt nafn, og hvaðan við værum. Þetta var Guðmundi erfitt. Hann stamaði og tók því lengri tíma en hæfa þótti að koma þessu frá sér, þ.e.: Guð- mundur Reynir Óskar Jóhanns- son frá Svarðbæli. Viðbrögð bekkjarins urðu ekki til að létta Guðmundi stundina. Þetta braut Guðmund samt ekki niður og um jólin var hann vegna námshæfi- leika sinna fluttur í 2. bekk og brautskráðist vorið 1957. Þá náði Guðmundur, líkt og forseti vor, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, því markmiði sínu að hætta að stama. Þetta var báðum brött brekka sem þeir náðu að sigra. Næst lágu leiðir okkar Guð- mundar saman í Samvinnuskólan- um, Bifröst, haustið 1960. Eftir ágæta veru í Samvinnuskólanum hafa ýmis tilefni gefist til sam- funda, ekki síst fyrir atbeina skólafélaga okkar frá Bifröst, Ei- ríks Eiríkssonar, sem á nokkurra ára fresti bauð okkur, nokkrum vina sinna, heim til sín. Þar var ekkert skorið við nögl, viðurgjörn- ingur allur höfðinglegur og boð þessi ekki háð tímamörkum. Fyrir um átta árum fórum við Guðmundur, Ágúst Jónatansson og Reynir Ingibjartsson að hittast í hádeginu að frumkvæði Guð- mundar. Fyrst nokkrum sinnum á ári en fljótlega mánaðarlega og alltaf á þriðja þriðjudegi mánaðar- ins í hádeginu í Perlunni. Seinni árin höfum við farið í haustferð og þá stílað upp á að nýta Drauma- landið, sumarbústað Guðmundar í landi Grímsstaða á Mýrum. Það er ekki á kot vísað að dvelja þar. Þeg- ar Guðmundur varð sjötugur gáf- um við félagarnir honum fána Jör- undar hundadagakonungs. Síðan var jafnan flaggað með þremur flöttum þorskum þegar komið var í Draumalandið. Stutt er síðan ljóst var hvert stefndi með lífdaga Guðmundar. Hann var kominn á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þar sem ég varð vitni að einstakri um- hyggju, hlýju og þolinmæði sem Guðmundi var sýnd. Við félagarn- ir höfðum fengið leyfi til að koma til hans í hádeginu 15. þ.m. Af því varð ekki. Guðmundur andaðist 12. þ.m. Mættum í Perluna þenn- an dag og réðum ráðum okkar við breyttar aðstæður. Ákváðum að halda þessum fundum/hittingi áfram en jafnframt að opna þá þannig að skólafélagar Guðmund- ar frá Bifröst og Reykjaskóla væru sérstaklega velkomnir á þessa fundi, þ.e. þriðja þriðjudag í hverjum mánuði í Perlunni kl. 12. Næsti fundur 19. febrúar. Það er hugmynd okkar að allir samferða- menn Guðmundar séu þarna vel- komnir. Það væri sérstakt og við hæfi að félagar Guðmundar á lífs- göngunni hittist mánaðarlega á meðan við höfum heilsu og getum notið slíkra stunda. Þá er vel við hæfi að þetta sé gert í nafni Perlu- vinafélags grj. Að lokum þakka ég Guðmundi fyrir hjálpsemi á erfiðum tímum, góð, hreinskiptin og skemmtileg samskipti sem byggðust ekki upp á því að vera sammála um menn og málefni. T.d. vorum við með sitt hvora hugmynd um „hvað hinum megin býr“. Guðmundur þarf ekki lengur að efast. Tel að hann sé nú kominn í Draumalandið og þar beri fundum okkar saman næst. Spurning hvaða fáni verður dreginn að húni. Votta systkinum Guðmundar og fjölskyldum þeirra samúð mína. Hilmar F. Thorarensen. Það þótti djörf ákvörðun á sín- um tíma þegar þáverandi for- svarsmenn SÍS fluttu hinn gamla og gróna skóla, Samvinnuskólann, upp í sveit, nánar tiltekið að Bif- röst í Borgarfirði. En tilraunin tókst framar vonum og í Norður- árdalinn streymdi ungt fólk víðs vegar af landinu. Þarna varð til um margt einstakt samfélag í gef- andi umhverfi – í raun skóli í fé- lagslegum samskiptum sem gaf öllum tækifæri að þroskast. Í dag fyllir Norðurárdalinn glæsileg menntastofnun – Háskólinn á Bif- röst. Nú hefur kvatt einn af mestu velunnurum staðarins og síns gamla skóla – Guðmundur R. Jó- hannsson. Hann útskrifaðist frá Bifröst 1961 og fljótt varð hann mikilvirkur í félagsstarfi braut- skráðra nemenda. Penninn var hans sterkasta vopn og hann gerð- ist brátt ritstjóri tímarits Nem- endasambands Samvinnuskólans – Hermesar. Í kjölfarið fylgdi að ritstýra Árbókum NSS sem urðu alls þrettán talsins og hafa að geyma mikinn fróðleik um alla nemendur Samvinnuskólans frá stofnun hans árið 1918. Því verki skilaði Guðmundur Reynir með miklum sóma. Þá átti hann einnig mikinn hlut að útgáfu Hlyns – blaðs samvinnustarfsmanna sem gamlir nemendur Samvinnuskól- ans áttu einnig aðild að og rit- stýrði því um skeið. Þegar Sam- vinnuskólinn hélt upp á 70 ára afmæli sitt árið 1988 og nemenda- samband hans varð 30 ára var gef- ið út veglegt afmælisrit sem hét Hermes og enn var það Guðmund- ur sem ritstýrði. Við, vinir og samstarfsmenn Guðmundar um lengri eða skemmri tíma, minnumst sérstaks manns sem ávallt var trúr sinni sannfæringu. Hann skipaði sér fljótt í fylkingu þeirra sem tóku sér stöðu með hinum lakar settu í samfélaginu og þrátt fyrir léttleik- ann og gæskugráan húmorinn, var stutt í hinar alvarlegri hliðar mannlífsins. Þessir eiginleikar björguðu miklu eftir að hafa lent í hörmulegu bílslysi fyrir rúmum áratug. Með ótrúlegri seiglu og kímnigáfuna að vopni, tókst Guð- mundi að ná bærilegri heilsu á ný og njóta margra dýrmætra sam- verustunda, ekki síst í vinahópi í glæsilegum bústað hans undir Grímsstaðamúla á Mýrum. Á stórum stundum var þar flaggað fána Jörundar hundadagakon- ungs. Um margt finnst mér orðið tryggðatröll lýsa Guðmundi best. Hvar sem hann starfaði og kynnt- ist fólki varð hann brátt hluti af umhverfinu og samfélaginu. Starfsár hans austur á Héraði fyr- ir margt löngu urðu honum síðar tilefni til náinna samskipta við fólkið á Austurlandi. Mér og fjöl- skyldu minni var hann náinn og kærkominn vinur. Undantekning- arlaust var fyrsta jólakortið sem kom frá Guðmundi R. Nema það síðasta – það kom ekki fyrr en núna eftir áramótin og varð að þessu sinni það síðasta sem barst. Síðustu orðin á kortinu voru: pass- aðu hraunin. Vertu kært kvaddur, grj. Reynir Ingibjartsson. Síminn hringir. Maður kynnir sig, „Guðmundur er farinn“ hann dó í nótt. Þögn. Tíminn stoppar eitt andartak. Dauðinn er afger- andi. Við Guðmundur Reynir Jó- hannsson vorum skólabræður frá Reykjaskóla í Hrútafirði veturinn 1956-1957. Við vorum saman í 3. bekk og tókum gagnfræða- og landspróf vorið 1957. Í bekknum voru 16 nemendur, tólf piltar og fjórar stúlkur. Nú eru af þessum hópi farin fimm yfir móðuna miklu. Nemendur komu víða af landinu bæði úr sveit og kaupstað. Kaupstaðadrengirnir voru gal- vaskir en sveitamennirnir rólegri. Þegar maður kynnist jafnöldum milli tektar og tvítugs þá endist vináttan oft ævilangt. Góð minning gleymist ei. Það voru þau Guðmundur og Álfheiður sem héldu utan um Reykjaskólahópinn öll þessi ár. Þau kölluðu okkur saman á nem- endamót Reykjaskóla, í kaffi og matarveislur og dansiböll á Hótel Sögu og fleira. Þá var oft glatt á hjalla og margt spjallað. Guðmundur var safnari, m.a. safnaði hann örnefnum mest í V- Húnavatnssýslu. Guðmundur var mikill samvinnumaður og trúði því að samvinnuhugsjónin yrði hafin til vegs og virðingar á ný hér á landi. Guðmundur gekk í Sam- vinnuskólann á Bifröst. Hann var ritstjóri Hermesar, blaðs Nem- endasambands Samvinnuskólans. Fyrsta vetrardag sl. boðaði Guðmundur okkar bekkjarsystk- inin til haustfagnaðar. Það var góð stund. Og það var líka kveðju- stund. Guðmundur Reynir Jó- hannsson var traustur maður og góður drengur. Ég minnist skóla- bróður míns með virðingu og þökk. Ástvinum Guðmundar votta ég mína dýpstu samúð. Þórarinn Björnsson. Fallinn er frá grúskarinn, grall- araspóinn og sómamaðurinn Guð- mundur R. Jóhannsson. Uppruni hans var úr Húnaþingi, félagslegt og fræðilegt uppeldi á Bifröst í Borgarfirði. Starfsvettvangur bókhald, fyrst á Egilsstöðum síð- an í Reykjavík með stuttri við- komu erlendis. Merkileg er ævi mannanna. Við tengjumst vinaböndum þeim sem okkur eru með öllu óskyldir, en eigum oft í basli við að rækta fjöl- skyldutengsl. Guðmundur R. Jóhannsson „kom inn í líf mitt“ sumarið 1965 þegar við störfuðum saman í rúma tvo mánuði í Búnaðarbankanum á Egilsstöðum. Síðan höfum við haldið traustu sambandi með gagnkvæmum heimsóknum og hittingum. Guðmundur var með fádæmum vinsæll maður, kom víða við í sín- um árlegu Austurlandsreisum og flutti með sér ferskan blæ með hnyttiyrðum og skemmtilegum tilsvörum, sem stundum gátu ver- ið dálítið út í hött. Heimsóknir hans á Selásinn voru tilhlökkunarefni og var hann í essinu sínu þegar hann gat baun- að neyðarlegum athugasemdum á æskuna, ekki síst ef hún svaraði fullum hálsi. Gátu af þessu sprottið hinar skemmtilegustu samræður og lærdómsríkar fyrir þá sem fóru vel með íslenskt mál og kunnu meitluð svör. Guðmundur var maður ein- hleypur en mjög gestrisinn og skuldar sá sem þetta ritar honum ófáar gistinætur á höfuðborgar- svæðinu, þegar ég átti þangað mörg og misgáfuleg erindi. Hús hans stóð jafnan opið ef á þurfti að halda og ekki spillti að húsbóndinn var maður „sem var gott að hitta“. Þar áttu leiðindin ekki heima. Fyrir nokkrum árum henti hann alvarlegt bílslys. Kom þá vel í ljós hversu óvílsamur Guðmund- ur var, liggjandi mánuðum saman á Grensásdeild „bæði margbrot- inn og stórbrotinn“ eins og hann sagði sjálfur. Auk bókhaldsvinnunnar stund- aði Guðmundur ritstörf, enda vel fær á ritvellinum. Merkasta fram- lag hans á því sviði er ritstjórn 10 af 13 bindum Árbókar Nemenda- sambands Samvinnuskólans, sem bæði innheldur upplýsingar um útskrifaða nemendur frá árunum 1919 til 1989 og marga fróðlega þætti tengda skólastarfinu og samvinnuhreyfingunni. Afar gagnlegt rit til uppflettingar um einstaka nemendur og til fróðleiks fyrir þá sem vilja kynna sér þá hugmyndafræði sem bjó að baki skólastarfinu. En nú hefur Guðmundur sett punktinn aftan við sitt síðasta skrif. Verður hans lengi minnst fyrir elju og úthald á þeim vett- vangi, en ekki síður fyrir fjörugar orðræður og hlátrasköll, sem gott er að geyma í minningunni þegar dagar gerast daprir og fátt er til ráða í okkar heimska heimi. Hafi Guðmundur þökk fyrir fjölmargar ánægjulegar samveru- stundir og megi drottinn hugga nákomna ættingja á kveðjustund ágæts bróður og frænda. Sigurjón Bjarnason, Egilsstöðum. Haustið 1959 settust þrjátíu og tvö ungmenni í Samvinnuskólann að Bifröst. Fólkið kom frá ýmsum stöðum á landinu, allir á svipuðum aldri en hver með sín sérkenni. Með þessum hópi tókst mjög náið vináttusamband sem helst enn í dag. Meðal annars hittist bekkj- arhópurinn árlega einhvers staðar á landinu eða erlendis og ver sam- an fáeinum dögum. Menn njóta samverunnar um leið og þeir kynna sér sögu og náttúru við- komandi staðar. Með árunum hafa nokkrir úr hópnum horfið yfir landamærin miklu. Guðmundur Reynir Jó- hannsson er sá fimmti. Hann kom inn í bekkinn með hressandi andblæ úr sinni heimabyggð og lagði sitt af mörkum til að gera dvölina á Bifröst ógleymanlega. Hann var góður félagi með skemmtilegan húmor. Guðmund- ur var ágætlega ritfær og fékkst talsvert við slíkt, var m.a. ritstjóri Hermesar, blaðs Nemendasam- bands Samvinnuskólans, á sínum tíma og ritstjóri skólablaðsins Þef- arans. Guðmundur lét sig aldrei vanta í ferðahópinn, hlýr, ljúfur og þægi- legur, tók myndir, spilaði brids og var á allan hátt góður þátttakandi í okkar þétta vinahópi. Hressilegi hláturinn hans Guð- mundar, jákvæðni og kímni mun fylgja okkur áfram þótt hann hafi nú lokið ferð sinni hér. Við bekkjarfélagarnir frá Bif- röst sem útskrifuðumst vorið 1961 kveðjum góðan vin og félaga, þökkum samfylgdina í meira en hálfa öld og biðjum almættið að hlúa að honum á æðra sviði. Bekkjarfélagar frá Bifröst, Lilja Ólafsdóttir. Góður vinur er fallinn frá. Guðmundur, eða Gummi eins og við kölluðum hann jafnan, var hæglátur maður en traustur og góður vinur vina sinna. Honum fannst fátt betra á efri árunum en að leggja rækt við þann sælureit sem hann hafði komið sér upp í Borgarfirðinum, fjarri skarkala borgarinnar. Þar naut hann sín best. Bústaðurinn hans ber nafnið Draumaland og bar það svo sann- arlega með rentu. Þar voru mót- tökurnar ávallt draumi líkastar – þar var maður alltaf hjartanlega velkominn. Gummi kenndi sér heilsubrests síðla sumars og þau veikindi lögðu hann að velli á örskotsstundu. Við kveðjum góðan vin og þökk- um fyrir ljúfa samfylgd. Aðstand- endum vottum við hugheila samúð okkar. Blessuð sé minning Guð- mundar Reynis. Horfinn er vinur handan yfir sundin, hryggðin er sár, svo jafnvel tárast grund- in. Þá er svo gott, um ævi megum muna milda og fagra geymum kynninguna. Óvæntust ætíð kemur kveðjustundin kærast í hjarta geymum minninguna. (Vilhjálmur S.V. Sigurjónsson.) Kristín R. Hafdís Benedikts- dóttir (Stína Rut), Ingibjörg S. Ingimundardóttir, Elín S. Ingimundardóttir, Magnea S. Ingimundardóttir. Nokkur orð um horfinn vin og spilafélaga vil ég tína fram úr sjóði minninganna. Leiðir okkar Guð- mundar lágu fyrst saman í Sam- vinnuskólanum á Bifröst en þar vorum við samtíða einn vetur. Þar var áberandi hvað Guðmundur var glaðlyndur og glaðbeittur náungi sem öllum var vel við. Hann ávann sér virðingu í skól- anum með skrifum sínum og góðu valdi á móðurmálinu. Guðmundur var virkur félagi í Nemendasam- bandi Samvinnuskólans og lét sig ekki muna um það að ritstýra Ár- bókum Nemendasambandsins sem komu út í 13 bindum. Hann var á ýmsan hátt lífið og sálin í fé- lagslífi fyrrverandi nemenda skól- anna sinna, Reykjaskóla í Hrúta- firði og Samvinnuskólans, fram á síðustu ár. Fyrir einhverja tilviljum fórum við Guðmundur að spila í brids- klúbbum og urðum félagar á því sviði. Við mátum kannski ánægj- una meira en verulega góðan ár- angur enda sjaldnast afraksturinn hvort tveggja. Með öðrum góðum félögum var oft spilað á veturna í heimahúsum. Ekki var í kot vísað að spila heima hjá Guðmundi þar sem kaffiveitingar hans voru í al- gjörum sérflokki. Vorum við al- varlega áminntir um það að nota okkur vel þessar veitingar eða vera minni menn ella. Félaga- og vinahópur Guðmundar var stór. Það kom ekki síst í ljós á fimm- tugsafmæli hans en þá hélt hann veglega veislu. Guðmundur var lestrarhestur og átti stórt og vandað bókasafn. Hann var stöðugur í áliti sínu á mönnum og málefnum á hinu póli- tíska sviði og það var mér vonlaust verk að þoka honum inn á miðj- una. Það lengsta sem ég komst var að fá hann til þess að spila með mér vist hjá Framsókn. Guð- mundur lenti á síðari hluta ævinn- ar í mannskæðu bílslysi og slas- aðist sjálfur það mikið að það tók hann um 2 ár að geta farið ferða sinna fótgangandi eða keyrt bíl. Ég minnist þess þegar ég heim- sótti Guðmund á sjúkrahús eftir bílslysið að í fyrstu heimsókn var hann lítt viðmælanlegur en í næstu eitthvað skárri. Þegar ég þá hugðist kveðja hann, hafði ég orð á því að nú væri ég að fara. Guðmundur tók undir það og sagði það löngu tímabært. Þá vissi ég að Guðmundur var á öruggum batavegi. Síðar tók við barátta við krabbamein í tveimur þáttum og í öllum þessum mannraunum sýndi Guðmundur sjaldgæfan sálar- styrk og jafnaðargeð. Vinur minn Guðmundur var í eðli sínu glettinn og grínfullur og hann notaði það óspart. Ef menn hringdu í heimasíma Guðmundar, heyrðist stundum glaðhlakkaleg rödd símsvarans sem sagði: „Þetta er sjálfvirkur Guðmundur, Guðmundur sjálfur er ekki við en ég kem boðum til hans.“ Raunar fannst mér þetta frekar leiði- gjarnt svo ég sagði eitt sinn í sím- ann að ég hefði ekkert við „Hans“ að tala um leið og ég lagði á. En við Guðmund sjálfan spjallaði ég oft og hefði vissulega óskað þess að hann hefði getað átt nokkur góð ár í lengra lífi hér á jörð. Ég samhryggist innilega skyldmenn- um Guðmundur. Blessuð sé minn- ing hans. Sigurður Kristjánsson. Guðmundur Reynir Óskar Jóhannsson HINSTA KVEÐJA Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Takk fyrir góðar stundir í Draumlandi/Sælukoti. Agnar Davíð og Hafrún Rakel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.