Morgunblaðið - 23.01.2013, Blaðsíða 29
Baldur og Magga vinkona
hans komu við hjá okkur Guð-
rúnu í Hólaseli í sumar. Baldur
hafði með sér ístöð og beislis-
stengur sem hann gaf mér. Hann
vissi að þá þurfti að gleðja frænd-
ann sem var klénn framan af
árinu 2012. Oft hafði hann hringt
og spurði Guðrúnu: Hvernig líð-
ur frænda mínum? Og fyrir jólin
kemur hér jólakort eitt af mörg-
um skrifað fallegri rithönd og
innan í því er ljósmynd: Nei! Er
það þá ekki mynd af langömmu
minni en ömmu Baldurs, Harald-
ínu Haraldsdóttur? Ég vissi ekki
að það væri til mynd af þessari
konu. Sú er ekki yfirstéttarleg á
myndinni. Í lúinni kápu upp í
háls. Með rammskökk gleraugu
sem sitja á stóru nefi á annars
litlu andliti, nefið hefur komist í
kynni við margan kuldann um
ævina. Og svo eru það hendurnar
minnst þremur númerum of stór-
ar fyrir lítinn kropp; þrútnar og
liðmótamiklar eftir ískaldan
vatnsburð og vosbúð í sjötíu ár.
Mynd af henni var gaman að sjá.
Það var gott að sjá þau Baldur
og Möggu frá Heinabergi í sum-
ar. Það var reyndar alltaf hlýja í
kringum Baldur frænda minn
sem hefði orðið áttatíu og
tveggja núna í apríl ef hann hefði
lifað. Hann náði að lifa lífinu lif-
andi til síðustu stundar.
Af Baldri hafði ég alltaf fregn-
ir en aðallega frá 1953 þegar
hann svaf í tjaldi utan í Ölfus-
haug allt sumarið að byggja hús-
ið á Grund með bróður sínum
pabba mínum. Svo kynntumst við
í hestunum. Og seinna í partíum
sem voru og eru kannski enn
ákveðin tegund af menningar-
samkomum sem hafa ekki verið
rannsakaðar sem skyldi. Hann
var lengi húsvörður á Suður-
landsbraut 30; þar kom ég oft að
sækja Nínu fyrri konu mína sem
vann þar með Baldri og fleira
góðu fólki. Og allt í einu er Bald-
ur kominn í húsið að Segulhæð-
um og hann fellir heilan stofu-
vegg og opnar á milli herbergja
svo snyrtilega að það er eins og
þar hafi aldrei verið veggur. Og
hann gengur frá klæðningu utan
um heldur ófögur rör í kjallaran-
um af sömu snyrtimennskunni.
Þarna er verklagnin komin frá
Sveinsstöðum. Þaðan var Baldur,
sjöundi í röð tíu systkina. Hann
var fimm ára þegar pabbi hans
dó og átti þó tvo bræður yngri.
Þau systkinin frá Sveinsstöðum
voru og eru fallegt fólk, verklag-
in, hyggin og glaðlynd. Allt í
senn. Þrjú eru nú eftir af þessum
glæsilega hópi.
Í október 2011 datt okkur
Guðrúnu í hug að kalla í systkinin
sem eftir lifðu þá og svo maka,
ekkjur og ekkil. Það var gott að
ná þeim saman og að tala við þau
dagspart.
Þegar Baldur er fallinn er
höggvið skarð í tilfinningar mín-
ar og okkar allra. Hann hringir
ekki aftur og spyr: Hvað er að
frétta af frænda mínum? En sá
er þakklátur fyrir að hafa átt
þennan góða frænda og vin í föð-
urbróður sínum, Baldri Sveins-
syni.
Dætrum Baldurs, Boggu og
Þóru Björk, og öðrum niðjum,
vinum og fjölskyldum og Möggu
sendum við Guðrún með þessum
fátæklegu línum samúðarkveðj-
ur. Getum ekki einu sinni fylgt
Baldri til grafar því við erum
fjarri erlendis þegar útförin fer
fram, en við erum samt með hon-
um og hans fólki. Og verðum allt-
af.
Svavar Gestsson.
Gengum saman um sextíu ár,
Sáttur varstu, þótt fengir mörg sár,
Glitraði á hvörmum gleði- og tregatár,
Nú ertu farinn – minn frændi – nár.
Vildir hvorki vol né skvaldur,
Ljúfur gekk þessi örlagavaldur,
Æ varstu glaður, um þinn aldur,
Ávallt far vel – minn kæri, Baldur.
Frá fyrstu tíð hefur öðlingur-
inn Baldur verið stór þáttur í
mínu lífi, hvort sem var í leik eða
starfi eða þá í hestamennsku, en
hann hafði mikið yndi af því að
umgangast þessa fjórfætlinga og
smitaði það æskumann.
Ávallt hefur Baldur mætt,
mildur og glaður í lund, þótt oft
hafi tilveran verið honum mót-
stæð, eins og t.d. við maka, son-
ar-, foreldra- og systkinamissi.
Minnisstæðar eru ófár löngu
liðnar ánægju- og gleðistundir
við leik og störf, svo og ferðalög
um grænar grundir og úfin
hraun. Fyrir allt þetta vil ég
þakka þér, Baldur, og óska þér
góðrar heimkomu á ódáinsvelli
eilífðar, þar sem birtan ein er öllu
æðri og ástvinir í hlaði. Fögur
minning um mætan Daladreng
lifir í brjóstum eftirlifenda.
Rut og Friðgeir.
Baldur kom inn í líf okkar
systkinanna fyrir fáeinum árum
þegar þeim mömmu varð vel til
vina. Þau voru reyndar sýslung-
ar og kynntust á unglingsárum,
en leiðir lágu ekki saman aftur
fyrr en löngu síðar. Okkur varð
fljótt ljóst að Baldur væri ein-
stakt ljúfmenni og húmoristi
mikill. Best var þó hversu jákvæð
áhrif hann hafði á móður okkar
og hversu fallegt samband þau
áttu. Ætíð kom hann til hennar
með rauða rós og ófá eru fallegu
bréfin sem hann skrifaði henni.
Margar góðar stundir áttu þau
saman og Baldur varð fljótlega
einn af fjölskyldu okkar.
Það er mikill missir að góðum
vini fyrir mömmu, en gleðin yfir
því sem þau áttu saman mun lifa.
Við þökkum Baldri góð kynni og
kveðjum með söknuði.
Jenný, Svanur,
Kristín og Steinunn.
Minn besta vin í dag ég kveð
og söknuðurinn nístir.
Þér ég vildi vera með
til endaloka lífs míns.
Síminn hljóður, horfinn ertu
faðmlög fæ ei framar blíð.
Í hjarta mínu ætíð sértu
elsku vinur alla tíð.
Brosandi með rós í hendi
oft á tíðum birtist mér.
Ástarkveðjur þér ég sendi
uns aftur síðar verð með þér.
Þín
Magga.
Baldur Sveinsson var fjölfróð-
ur sagnamaður, listasmiður,
glæsimenni á velli og hvers
manns hugljúfi.
Á kvöldvökum okkar á Sveins-
stöðum naut ég þess að hlusta á
þá bræður, Baldur og Kristin,
rifja upp æskuárin og bernsku-
brek sín.
Þeir ræddu um verklag og
verkhætti, rifjuðu upp látna
sveitunga og sögðu sögur af
þessu fólki fram á rauðanótt, fóru
með vísur og kvæði, sungu jafn-
vel, sögðu gamansögur, sam-
tímasögu liðinna ára og þá var
eins og dregið væri frá sagna-
tjald og áheyrandinn steig á svið
með þessu fólki, kynntist því,
fræddist um það og var stórum
fróðari eftir en áður. Þessar sam-
verustundir með Baldri þakka ég
af alhug.
Baldur var vörpulegur maður,
hnarreistur, þrekinn á brjóst,
hendurnar sterklegar, handtakið
þétt, brosið einlægt, augun sindr-
andi björt þegar hann hló, röddin
djúp og þýð. Ég tók snemma eftir
því að Baldur var mikill smekk-
maður í klæðaburði og tónaði
saman liti. Sundurgerð tíðkaði
hann ekki. Móðir mín sagði alltaf
um Baldur: „Þetta er einn glæsi-
legasti maður sem ég hef séð og
sjentilmaður fram í fingurgóma.“
Hér kveðjum við sannan
drengskaparmann með virðingu
og þakklæti fyrir þær samveru-
stundir sem nutum með honum.
Blessuð sé minning hans.
Haraldur G. Blöndal,
María Aldís Kristinsdóttir
og fjölskylda.
Vinur og félagi er kvaddur í
dag, það eru erfið spor að horfa á
eftir svo góðum og kærleiksrík-
um manni sem hann Baldur okk-
ar var, alltaf tilbúinn að rétta
fram hjálparhönd.
Kynni okkar hófust fyrir tutt-
ugu árum og þá í gegnum sam-
eiginlegt áhugamál sem voru
hestar, fórum við í margar ferð-
irnar saman og deildum við hest-
húsi til margra ára. það er ekki
hægt að hafa betri mann í kring-
um sig, rólegur, snyrtilegur og
þægilegur í alla staði. Baldur var
góður smiður sem við fengum að
njóta.
Hann kom og aðstoðaði okkur
ár eftir ár í okkar sumarhúsi og
þegar við hringdum í hann
fimmta janúar sl. og sögðum að
við værum komin í bústaðinn
sagði hann „ég kem, hef ekkert
þarfara að gera en að fá mér kaffi
með ykkur“. Eins og oft áður
gekk hann út á pall og var farinn
að hugsa hvað þyrfti að gera í vor
og sumar. Kallið kom viku
seinna, en eins og alltaf kvaddi
hann og faðmaði okkur og sagði
sjáumst fljótt aftur.
Við munum hittast aftur, kæri
vinur, megi minning þín lifa í
hjörtum okkar allra sem fengum
að kynnast þér. Við vottum öllum
aðstandendum okkar dýpstu
samúð.
Karl og Emilía.
Sá drekkur hvern gleðinnar dropa í
grunn,
sem dansar á fákspori yfir grund.
Í mannsbarminn streymir sem aðfalls-
unn
af afli hestsins og göfugu lund.
Maðurinn einn er ei nema hálfur,
með öðrum er hann meiri en hann
sjálfur.
Og knapinn á hestbaki er kóngur um
stund,
kórónulaus á hann ríki og álfur.
(Einar Benediktsson.)
Elsku Baldur minn, þakka af
alhug trausta og trygga vináttu,
sem aldrei bar skugga á. Ég mun
geyma, sem fjársjóð, í hjartanu
mínu, góðar og skemmtilegar
minningar.
Þú varst einstakt ljúfmenni.
Ég sakna þín, kæri vinur, sofðu
rótt og Guð geymi þig á meðan.
Ástvinum öllum, votta ég samúð
mína.
Sigrún Sigurjónsdóttir.
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2013
Það mun hafa verið í maí
1958 sem foreldrar mínir óku
sem leið lá frá Blönduósi fram
í Svartárdal, á móts við vaðið
heim að Torfustöðum. Tilgang-
ur fararinnar var að koma
undirrituðum til sumardvalar
hjá þeim sæmdarhjónum Jósef
Sigfússyni og Fjólu Kristjáns-
dóttur. Engin brú var á Svartá
en Ingibjörg dóttir hjónanna
var mætt upp við veg á Litla
Brún til að taka á móti
drengnum. Setti hún mig fyrir
framan sig á klárinn.
Þegar við vorum komin
heim tóku á móti mér Fjóla og
Kristján sonur þeirra. Seinna
um kvöldið sást til Jósefs þar
sem hann kom ríðandi framan
úr dal á Bleik og fór hratt yfir.
Þennan dag hafði verið aksjón
á Hóli og Jósef brugðið sér
þangað. Hann heilsaði litla
vinnumanninum með virktun
og sagði að á morgun fengi ég
að fara á hestbak. Þessi dagur
stendur mér enn ljóslifandi í
minni.
Þetta var upphafið að sex
sumra dvöl sem stóð frá maí-
mánuði fram í október flest ár-
in að Torfustöðum í Svartár-
dal. Veran hjá þessu góða fólki
og samveran við dýrin og um-
hverfið mótaði mig meira en
flest annað í mínum uppvexti.
Engin dráttarvél var til og
því allt unnið með hestum eða
höndum. Jósef var harðdug-
legur til allra verka þó að mér
sé minnisstæðast þegar hann
stóð daglangt dag eftir dag og
sló úthagann með orfi og ljá
og í minningunni finnst mér
alltaf hafa verið norðan kals-
arigning þessa daga, ég var
hafður í ljánni til að raka og
oft varð mér hugsað til þess
hvort ekki þyrfti að fara að
draga ljáinn á. Af og til var þó
farið heim til að draga ljáinn
á, kveikt í einni pípu og gamla
Grúnóið kynnt. Versta hugsun
bóndans var að vera ekki
Jósef Stefán
Sigfússon
✝ Jósef StefánSigfússon
fæddist í Blöndu-
dalshólum í Ból-
staðarhlíðarhreppi
28. nóvember 1921.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnuninni
á Sauðárkróki 21.
desember 2012.
Útför Jósefs fór
fram frá Sauð-
árkrókskirkju 5.
janúar 2013.
nægjanlega birg-
ur að heyi.
Jósef var sögu-
maður af fyrstu
gráðu þannig að
maður stóð bara
með hökuna laf-
andi ofan í bringu
þegar hann tók að
segja frá eða fara
með vísur.
Allt lifnaði við í
frásögn hans,
hann lék og hermdi eftir þann-
ig að nærstaddir veltust um af
hlátri. Eitt sumarið hafði ég
suðað mikið í honum að leyfa
mér að heyra Skagastrandar-
braginn eftir Kemp, einhvern
ávæning hafði hann leyft mér
að heyra, en mig þyrsti í
meira. Lengi vel fór fóstri
undan, taldi mig vera of ungan
fyrir slíkan kveðskap. En að
lokum kom tækifærið. Um
tíma hafði verið á borðum í
kaffitímanum hringlaga form-
kaka sem einhverra hluta
vegna hafði ekki klárast, eftir
var rúmlega helmingur af
henni, en hún orðin hörð enda
staðið ósnert.
Það var ekki til siðs að
henda mat. Þannig að við
fóstri gerðum samkomulag, ef
ég kláraði kökuskömmina í
næsta kaffitíma þá myndi
hann launa mér með bragnum.
Báðir stóðu við sitt og enn
kann ég hrafl úr bragnum
góða.
Það var stoltur strákur sem
beið eftir skemmtun Karlakórs
Bólhlíðinga á Húnavöku á
Blönduósi og stór stund þegar
söngstjórinn Jón í Ártúnum
tilkynnti að næsta lag kórsins
væri í „Í Bjórkjallaranum“ og
einsöngvari Jósef Sigfússon.
Hárin risu á höfðinu þegar
fyrstu tónarnir hljómuðu og
fóstri byrjaði „Í drykkju-
kránni“. Ég held að enginn
bassasöngvari hafi staðið hon-
um nærri nema ef vera skyldi
sá rússneski Ivan Rebroff.
Eða eins og fóstri sagði stund-
um, góð saga á ekki að gjalda
sannleikans.
Ég ætla ekki að mæra Jós-
ef, held að honum hefði ekki
líkað það. Ég kveð þig, fóstri
minn, sem varst mér kær alla
tíð og óska þér góðrar heim-
ferðar. Fjólu minni, Ingi-
björgu og Kristjáni og fjöl-
skyldum þeirra sendi ég mínar
bestu kveðjur.
Pétur Arnar
Pétursson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ELÍN ÞÓRDÍS ÞÓRHALLSDÓTTIR,
Sólheimum 23,
Reykjavík,
áður húsfreyja
á Melum í Hrútafirði,
verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtu-
daginn 24. janúar kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á líknarstofnanir.
Elsa Jónasdóttir, Gunnar Guðjónsson,
Ína Halldóra Jónasdóttir, Eggert Sveinn Jónsson,
Þóra Jónasdóttir,
Birna Jónasdóttir, Gunnar Friðgeir Vignisson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og sonur,
KARL SÆVAR BALDVINSSON,
Suðurgötu 23a,
Keflavík,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 8. janúar.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Nanna Soffía Karlsdóttir,
Unnur Margrét Karlsdóttir,
tengdasynir, barnabörn
og Nanna Soffía Pálsdóttir.
✝
Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýju við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu,
HELGU ÞÓRÐARDÓTTUR,
Grenigrund 40,
Selfossi.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk dvalar- og hjúkrunarheimilisins á
Kumbaravogi.
Eygló Jóna Gunnarsdóttir, Ingvar Daníel Eiríksson,
Ásta María Gunnarsdóttir, Sveinn Aðalbergsson,
Oddrún Svala Gunnarsdóttir, Stefán Jónsson,
Símon Ingi Gunnarsson, Kolfinna Sigtryggsdóttir,
Gunnar Óðinn Gunnarsson, Gyða Steindórsdóttir,
Erla Bára Gunnarsdóttir, Magnús Þorsteinsson,
Trausti Viðar Gunnarsson,
ömmubörn, langömmubörn
og langalangömmubörn.
✝
RAGNHEIÐUR S. ÞORSTEINSDÓTTIR
frá Tindum,
sem lést mánudaginn 14. janúar, verður
jarðsungin frá Skarðskirkju á Skarðsströnd
laugardaginn 26. janúar kl. 14.00.
Rúta fer frá Umferðamiðstöðinni kl. 10.00 um
morguninn. Sætapantanir í síma 892 2795.
Börn hinnar látnu og fjölskyldur.
✝
Elskulegur bróðir okkar, frændi og vinur,
HALLGRÍMUR SIGURÐSSON,
lést á Landspítala, Fossvogi, fimmtudaginn
18. janúar.
Jarðsett verður frá Grensáskirkju föstudaginn
25. janúar kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem
vilja minnast hans er bent á Ás styrktarfélag.
Fyrir hönd aðstandenda,
Rannveig og María Sigurðardætur.
✝
GUÐMUNDUR JÓNSSON,
Þorsteinsgötu 11,
Borgarnesi,
andaðist í Brákarhlíð, hjúkrunar- og dvalar-
heimili, Borgarnesi, föstudaginn 18. janúar.
Útför hans fer fram frá Borgarneskirkju
mánudaginn 28. janúar kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans
er bent á minningarsjóð Brákarhlíðar.
Aðstandendur.