Morgunblaðið - 23.01.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.01.2013, Blaðsíða 15
leið suður og vestur fyrir landið,“ segir Guðlaugur. 10-15% fjölgun hnúfubaks á ári Mörgum tegundum stórhvela hef- ur fjölgað við landið á síðustu ára- tugum. Í samtali við Morgunblaðið í september 2011 nefndi Gísli Vík- ingsson, hvalasérfræðingur á Haf- rannsóknastofnun, að hnúfubak hefði fjölgað jafnt og þétt frá því að hvalatalningar byrjuðu fyrir rúm- lega 30 árum, jafnvel um 10-15% á hverju ári. „Hnúfubak hefur í raun fjölgað meira en margir töldu að hvalastofni gæti fjölgað líffræði- lega,“ sagði Gísli. „Þó ber að hafa í huga að hnúfubakur var langt fram eftir síðustu öld mjög sjaldgæfur við Ísland. Upp úr 1970 virðist hann hins vegar hafa komist yfir einhvern þröskuld og hefur fjölgað mjög mik- ið síðan.“ Eldri kenningar gerðu ráð fyrir að hnúfubakar og aðrir skíðishvalir yfirgæfu landið á haustin og kæmu aftur að vori. Þegar loðnusjómenn fóru að tilkynna í auknum mæli um hnúfubaka á loðnumiðum að vetrar- lagi samhliða því sem hnúfubak tók að fjölga eftir 1980 varð ljóst að hluti stofnsins væri hér að vetarlagi. Sjaldgæfir í kjölfar veiða Talið er að 2.800 húfubakar hafi verið veiddir við Vestfirði og Aust- firði á árunum 1889 til 1915 en fyrir þann tíma var hann mjög algengur við strendur landsins. Eftir þessar miklu veiðar urðu hnúfubakar mjög sjaldgæfir við Ísland. Veiddust ein- ungis sex hvalir af þessari tegund frá því að hvalstöðin í Hvalfirði tók til starfa 1948 þar til hnúfubakar voru friðaðir 1955. Veiðar annars- staðar á Norður-Atlantshafi voru öllu minni en við Ísland eða milli tvö og þrjú þúsund samanlagt en Al- þjóðahvalveiðiráðið alfriðaði hnúfu- bak þar 1956. Ljósmynd/Börkur Kjartansson Líflegt Kap VE á miðunum í fyrravetur, hvalur stingur sér utan við nótina. FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2013 Komdu á frumsýningu í dag 20% sparneytnari og enn öruggari Mazda6 á frábæru verði Glæsilegur staðalbúnaður, m.a. snjallhemlunarkerfi (Smart City Break Support), blindpunktsaðvörunarkerfi (Rear Vehicle Monitoring), 17” álfelgur, Bluetooth, nálægðarskynjarar, upplýsingasnertiskjár í mælaborði, hraðastillir (cruise) og regnskynjari í framrúðu. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 l Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 l mazda.is Mazda6 kostar aðeins frá 4.390.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.