Morgunblaðið - 23.01.2013, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2013
Ég býð mig fram í
prófkjöri sjálfstæð-
ismanna 26. janúar nk.
og vænti stuðnings í
1.-3. sæti. Skoðanir
mínar og viðhorf til
ýmissa brýnna mála
hef ég sett fram í Mbl.
og héraðsblöðum und-
anfarnar vikur og einn-
ig á fundum um allt
kjördæmið. Veiti sjálf-
stæðismenn í Suðurkjördæmi mér
brautargengi mun ég í engu hlífa mér
við að fylgja eftir þessum málum með
rökum og af fullum þunga.
Landsfundur sjálfstæðismanna
sem framundan er, verður að setja
fram skýra stefnu í samræmi við hin
gömlu gildi Sjálfstæðisflokksins um
réttlæti, jafnræði, samábyrgð, grund-
völl eignamyndunar heimila og frelsi
einstaklingsins til athafna með
ábyrgð. Samþykktir landsfundar ber
að virða. Ég hvet sjálfstæðismenn um
land allt til þess að undirbúa fundinn
vel með málefnavinnu og kosningu
fulltrúa til þess að fylgja eftir þeim
málum, sem samstaða myndast um.
Við skulum ekki leyfa óréttlæti að
viðgangast, heldur berjast með kjör-
orð sjálfstæðismanna að leiðarljósi:
Gjör rétt, þol ei órétt.
Verði ég kjörinn á Alþingi mun ég
fylgja eftir málflutningi mínum varð-
andi afnám óréttlátrar verðtrygg-
ingar, leiðréttingu á stökkbreyttum
lánum og losun gjaldeyrishafta. Ég
mun vinna að því að ná fram skýrum
siðareglum um störf og stöðu þing-
manna, ná fram breytt-
um þingsköpum á Al-
þingi til þess að styrkja
stöðu þess sem lög-
gjafaþings, þannig að
þingmenn flytji þar öll
mál, en ráðherrar
flokksins sitji ekki á Al-
þingi. Þannig yrðu sett
skýrari skil á milli lög-
gjafarvalds og fram-
kvæmdarvalds, sem
myndi auka tiltrú þjóð-
arinnar á störfum Al-
þingis, allri vinnu þar og umfjöllun
fjölmiðla um þingfundi. Virðingu Al-
þingis þarf að endurheimta og hlýtur
það að verða veigamikið verkefni
allra þeirra sem ná kjöri á Alþingi
næsta vor.
En umfram allt vil ég vera trúr
mínum hugsjónum og samvisku um
að gera það sem ég tel vera best fyrir
þjóð mína og hið gjöfula land sem við
eigum. Drottinn Guð gefi mér hand-
leiðslu í því starfi, ef ég verð kjörinn
til þess.
Framboð í
Suðurkjördæmi
Eftir Halldór
Gunnarsson
Halldór Gunnarsson
» Virðingu Alþingis
þarf að endurheimta
og hlýtur það að verða
veigamikið verkefni
allra þeirra sem ná kjöri
á Alþingi næsta vor.
Höfundur er bóndi í Holti og fyrrver-
andi sóknarprestur. Hann býður sig
fram í forystusæti í prófkjöri sjálf-
stæðismanna á Suðurlandi 26. janúar.
Sveit Lögfræðistofunnar
Reykjavíkurmeistari
Sveit Lögfræðistofu Íslands er
Reykjavíkurmeistari í sveitakeppni
2013. Í sveitinni spiluðu Jón Bald-
ursson, Þorlákur Jónsson, Bjarni H.
Einarsson, Aðalsteinn Jörgensen,
Steinar Jónsson og Sverrir Ár-
mannsson
Lokastaðan:
Lögfræðistofa Íslands 262 stig
Karl Sigurhjartarson 251 stig
Grant Thornton 242 stig
Bridsdeild Breiðfirðinga
Sunnudaginn 20/1 var spilaður tví-
menningur á 12 borðum. Hæsta skor
kvöldsins í Norður/Suður.
Þorleifur Þórarinss. – Haraldur Sverriss.
277
Benedikt Egilss. – Sigurður Sigurðss. 252
Jón Jóhannsson – Birgir Kristjánss. 239
Austur/Vestur
Magnús Sverriss. – Halldór Þorvaldss. 271
Bergljót Gunnarsd. – Jón Hákon Jónss. 254
Oddur Hanness. – Árni Hannesson 251
Þetta var fyrsta spilakvöldið í
fimm kvölda tvímenningskeppni .
Þar sem fjögur bestu kvöldin gilda
til úrslita.
Spilað er í Breiðfirðingabúð,
Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19.
Eldri borgarar Hafnarfirði
Föstudaginn 18. janúar 2013 var
spilað á 14 borðum hjá FEBH (Félag
eldri borgara í Hafnarfirði), með eft-
irfarandi úrslitum í N/S.
Auðunn Guðmss. – Óskar Ólafsson 419
Gróa Þorgeirsd. – Kristín Óskarsd. 355
Albert Þorsteinss. – Björn Árnason 338
Friðrik Hermannss. – Ragnar Björnss. 336
Óli Gíslason – Sverrir Jónsson 326
A/V.
Tómas Sigurjóns. – Björn Svavarsson 386
Skarphéðinn Lýðsson – Stefán Ólafss. 354
Svanhildur Gunnarsd. – Magnús Láruss. 347
Ágúst Vilhelmss. – Kári Jónsson 338
Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmannss. 333
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Almáttugi, miskunn-
sami, kærleiksríki og
eilífi Guð, þú sem ert
höfundur og fullkomn-
ari lífsins.
Þakka þér fyrir trú-
festi þína sem varað
hefur frá kyni til kyns.
Þú ert í dag hinn sami
og um aldir og lofaðir
að yfirgefa ekki börnin
þín sem þú sannarlega
hefur velþóknun á.
Tíminn líður, ég eldist og líkaminn
hrörnar en ég bið þig að minn innsti
kjarni mætti þroskast og endurnýj-
ast dag hvern vegna samfélagsins
við þig.
Á tímamótum fyllumst við trega
og eftirsjá, jafnvel stundum feg-
inleika en einnig kvíða fyrir huldri
framtíð.
Ég bið þig að blessa allar minn-
ingar mínar. Vilt þú slípa þær og
helga svo þær verði að veðruðum en
dýrmætum perlum. Verði að kjarn-
góðu nesti inn í nýja tíma.
Hjálpaðu mér að koma fram við
ástvini mína af nærgætni og vænt-
umþykju. Hjálpaðu mér að rækta
tengsl við ættingja mína og vini og
reynast þeim náungi þegar á þarf að
halda. Gef að umhyggjan aukist og
vináttan dýpki.
Blessaðu einnig samskipti mín við
aðra samferðamenn mína og hjálpa
mér að takast á við þau verkefni sem
bíða mín af alúð og heiðarleika,
metnaði og þakklæti. Gef að verk
mín mættu verða þér til dýrðar,
samferðafólki mínu til blessunar og
sjálfum mér til heilla.
Ég þakka þér að ekkert skuli geta
slitið mig úr þinni almáttugu vernd-
arhendi. Gefðu að hvert fótmál mitt,
andardráttur og æðarslag mætti
vera í takt við þig, lífið sjálft. Hjálp-
aðu mér að stefna ótrauður áfram og
missa ekki sjónar á markinu, til-
gangi lífsins.
Blessaðu íslensku þjóðina. Veit
ráðamönnum vísdóm
og visku, æðruleysi og
auðmýkt til að takast á
við verkefni sín af heið-
arleika og heilindum
með almannahagsmuni
að leiðarljósi, ekki síst
þeirra sem einhverra
hluta vegna standa
höllum fæti.
Gefðu okkur öllum
víðsýni, skilning og
umburðarlyndi hverju í
annars garð. Hjálpaðu
okkar að standa saman
sem þjóð á sömu vegferð þrátt fyrir
eðlilega misjafnar skoðanir og
áherslur á stundum. Sameinaðu okk-
ur í að lifa í þakklæti fyrir það að fá
að vera Íslendingar og fá að búa á
þessu undurfagra landi. Snertu við
okkur og veit kærleika þínum farveg
inn í hjörtu okkar og lát hann síðan
smitast frá hjarta til hjarta.
Hjálpaðu okkur að vera fús að fyr-
irgefa og leita eftir sáttum. Styrktu
þau og blessaðu sem brotið hefur
verið gegn. Hjálpaðu okkur að
styðja þau og styrkja. Leið þú einnig
ofbeldis- og illgjörðarmenn frá villu
síns vegar og inn í ljós kærleikans og
sannleikans svo þeir sjái að sér og
hætti sinni mannskemmandi iðju og
taki að njóta náðar þinnar og kær-
leika.
Gefðu að þetta nýja ár verði náð-
arár. Ár tækifæra og uppskeru.
Alls þessa leyfi ég mér að biðja í
auðmýkt og af einlægu hjarta. Í
trausti þess að þú munir varðveita
okkur, leiða og vel fyrir sjá.
Í Jesú nafni. Amen.
Bæn á nýju ári
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
Sigurbjörn Þorkelsson
» Snertu við okkur og
veit kærleika þínum
farveg inn í hjörtu okk-
ar og lát hann síðan
smitast þaðan frá hjarta
til hjarta.
Höfundur er rithöfundur.
ÚTSALA
allt að 50% afsláttur
Metravara
Rúmföt
Rúmteppi
Handklæð
i
Dúkar
Z-Brautir og gluggatjöld
Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is
Opnunartími: virka daga kl. 10-18 og laugardaga 11-15
ar
t&
co
nc
ep
t
>
z-
on
e
cr
ea
tiv
e
te
am
ph
ot
o
>
K
am
il
S
tru
dz
iń
sk
i
ISON Sìmi 588 2272
Fæst aðeins á hársnyrtistofum
fyrir hárið
Mjúkt, glansandi...
slétt eða krullað, aldrei aftur úfið.
> Inniheldur lífræna Argan olíu
frá Marocco
> Inniheldur hvorki
paraben né súlfat
> þyngir ekki hárið
Prófaðu þú finnur muninn.