Morgunblaðið - 23.01.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.01.2013, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Ómar Samhljómur Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna á æfingu en hún leikur fjölbreytta efnisskrá á tónleikum í Hörpu á sunnudaginn. andi Sinfóníuhljómsveitar tónlistar- skólanna. Hann stjórnar nú verkefn- inu í þriðja sinn og segir starfið skemmtilegt auk þess sem gaman sé að sjá hvernig vinnubrögðum tón- listarfólksins fari fram ár frá ári. Hvað það varðar sé að sumu leyti ekki ólíkt að vinna með þessu unga fólki og atvinnuhljóðfæraleikurum. Breytt landslag í dag Forsvarsmenn hvers skóla velja sína þátttakendur sem eru flestir frá fermingu að tvítugu. Guð- mundur Óli segir þá halda vel utan um starfið en fyrirkomulagið er þannig að hver hljómsveitar- meðlimur þarf að kunna sína rödd þegar fyrsta æfing hefst. Í fyrstu er hún því æfð með kennara hvers og eins að hausti en janúar er síðan undirlagður af hljómsveitaræfingum og lýkur æfingaferlinu með tón- leikum í Hörpu nú á sunnudaginn 27. janúar. Þar verður leikin fjöl- breytt efnisskrá sem sjá má hér til hliðar. „Landslagið hefur breyst í tón- listarlífinu síðastliðin ár hvað varðar möguleika tónlistarnema til að spila í hljómsveitum. Þegar ég var að alast upp var Sinfóníuhljómsveit æskunnar starfrækt en svo datt það upp fyrir og lá niðri í mörg ár. Sem betur fer vaknaði slíkt samstarf síð- an af dvala fyrir nokkrum árum og síðan þá hafa krakkar í tónlistar- námi haft ýmsa möguleika á að spila í hljómsveitum eins og t.d. þessari,“ segir Guðmundur Óli. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2013 Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar tón- listarskólanna verða haldnir í Hörpu næstkomandi sunnudag, 27. janúar kl. 16:00. Efnisskráin er fjölbreytt Á efniskránni eru eftirfarandi verk: Jórunn Viðar: Eldur Doppler: Minningar frá Prag – tvær flautur og hljómsveit De Falla: Elddansinn Gounod: Balletttónlist úr 3. þætti óperunnar Faust, sjö kaflar Verk Jórunnar Viðar hefur verið notað sem balletttónlist og þá kvikn- ar einnig Elddans De Falla á tónleik- unum. Má því segja að efnisskráin sé með nokkuð danstengdu sniði að þessu sinni. Verk Dopplers er skrifað frá hans hendi sem verk fyrir tvær flautur og píanó en flautuleikararnir Martial Nardeau og Guðrún Birgis- dóttir, í samstarfi við Sinfóníu- hljómsveit Íslands, fengu Atla Heimi Sveinsson til að skrifa hljómsveit- arútsetningu af verkinu og hafa þau flutt það með Sinfóníuhljómsveitinni. Verkið hefur ekki verið flutt oft í þessum búningi en um er að ræða skemmtilega 19. aldar tónlist með glæsiflúri sem tilheyrir gjarnan flaututónlist. „Aðalmarkmiðið er að velja verk sem henta fyrir svona hljómsveit. Ekki má reisa sér hurðarás um öxl en um leið verður að velja spennandi verk og fjölbreytt því það er jú verið að setja saman tónleikaprógramm og því mega ekki öll verkin vera í sama stíl. Eins er mikilvægt fyrir hljóm- sveitina að hún æfist í að spila mis- munandi stíltegundir,“ segir Guð- mundur Óli Gunnarsson, stjórnandi sveitarinnar. Tónleikar í Hörpu Tónlist Sveitin fæst við ólík verk. Danstengd tónlistarverk Kristín Hulda Kristófersdóttir leikur einleik á tónleikunum ásamt Sólveigu Magnúsdóttur en þær flytja verk Dopplers, Minningar frá Prag, ásamt hljómsveit. Kristín Hulda er nemandi í Tónlistarskóla Kópa- vogs og hefur numið flautuleik í átta ár. Hún er á öðru ári við Menntaskólann í Hamrahlíð og stefnir á framhaldspróf í flautu- leik í vor. „Mig hafði alltaf langað að læra á flautu og fundist það heillandi. Það er ótrúlega gam- an að spila í hljómsveit sem þessari og vinna að því sameig- inlega markmiði að gera tón- leikana sem flottasta. Maður lærir mikið af því að vera í svona samvinnu. Ég hef tvisvar áður spilað með hljómsveitinni en þetta er í fyrsta skipti sóló með heilli hljómsveit, sem er allt öðruvísi,“ segir Kristín Hulda. Hún segir verk Dopplers sem þær stöllur flytja vera litríkt og skemmtilegt en annars haldi hún hvað mest upp á flautusón- ötur J.S. Bachs. „Tónlist- arnámið gengur vel upp með skólanum ef maður skipuleggur sig mjög vel. Mikilvægast er að æfa sig og gefast ekki upp held- ur halda alltaf áfram og setja sér markmið,“ segir Kristín Hulda aðspurð hvað skipti mestu í tónlistarnáminu en hún segist vel geta hugsað sér að starfa við tónlistina í framtíð- inni. Morgunblaðið/Ómar Einleikarar Kristín H. Kristófersdóttir (t.v.) og Sólveig Magnúsdóttir. Gott skipulag fyrir öllu SIMPLY CLEVER ŠKODA Fabia er byggð á einfaldri hugmynd: Það á að vera skemmtilegt að keyra. Þess vegna er bíllinn svo nettur að utan en rúmgóður fyrir fólk og farangur að innan. ŠKODA Fabia er nýr og frábær bíll sem þú einfaldlega verður að prófa! ŠKODA Fabia kostar aðeins frá:* 2.270.000,- *Skoda Fabia Classic 1.2 beinskiptur 70 hestöfl. Eyðsla: 5,5 l/100 bl. akstur, CO2 : 128 g/km ŠKODA Fabia Söluaðilar: HEKLA Reykjavík · Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.