Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2013, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2013 Sölustjóri Útgáfufyrirtækið Sagaz ehf. óskar eftir að ráða sölustjóra í fullt starf. Um er að ræða krefjandi starf sem m.a. felur í sér að hafa yfirumsjón með ákveðnum verk- efnum fyrirtækisins ásamt því að taka virkan þátt í sölu. Eingöngu kemur til greina vanur aðili sem hefur reynslu af sölustjórnun ogsölustörfum. Sagaz gefur út fjölda rita á Íslandi og erlen- dis, sjá upplýsingar á heimasíðu okkar www.sagaz.is. Umsóknir sendist á umsokn@sagaz.is fyrir 18. janúar nk. Árleynir 2-8, 112 Reykjavík  Sími 522 9000  Fax 522 9111  www.nmi.is Markmið Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er að styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs og auka lífsgæði með þekkingaruppbyggingu á grundvelli rannsókna og þróunar. Öflug tækniþróun, þjónusta og yfirfærsla þekkingar til fyrirtækja og frumkvöðla á sviði efnis-, líf- og orkutækni er mikilvægur þáttur í starfi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Nýsköpunarmiðstöð Íslands kemur með nýjar víddir inn í íslenskt samfélag - í þína þágu og þágu atvinnulífsins. Verkfræðingur óskast til starfa við prófanir, rannsóknir og vöruþróunarverkefni innan Efnis-, líf- og orkutækni hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Starfssvið Starfið felur í sér efnisprófanir og rannsóknir í jarðhitaumhverfi, tjónagreiningar og ráðgjöf til viðskiptavina. Hæfniskröfur • Viðeigandi framhaldsmenntun í verkfræði • Þekking á tæringu, málmþreytu og burðarþoli æskileg • Góð enskukunnátta • Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund Umsóknarferli Hvatt er til umsókna frá konum jafnt sem körlum. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar nk. Umsóknir skal senda til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands merktar: Nýsköpunarmiðstöð Íslands Starfsumsókn – Verkfræðingur Árleynir 2-8 112 Reykjavík Nánari upplýsingar veitir Ingólfur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Efnis-, líf- og orkutækni á Nýsköpunarmiðstöð Íslands (ingo@nmi.is) í síma: 522-9000. Skipulagsstofnun óskar eftir að ráða sérfræðing á umhverfissvið Helstu verkefni:  Störf að verkefnum stofnunarinnar varðandi mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og umhverfismat áætlana  Störf eftir atvikum að öðrum verkefnum sviðsins s.s. varðandi kynningar og leiðbeiningar  Önnur þau verkefni er sviðsstjóri kann að fela sérfræðingi Menntunar- og hæfniskörfur:  Háskólapróf í umhverfisfræðum eða önnur sérmenntun sem nýtist í starfi og styrkir umhverfissvið stofnunarinnar  Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð  Gott vald á íslenskri tungu og færni til að skrifa góðan texta  Geta unnið í samhentum hópi og sýnt lipurð í mannlegum samskiptum  Æskilegt er að umsækjandi hafi starfsreynslu sem nýtist beint í starfi Upplýsingar um Skipulagsstofnun er að finna á heimasíðu stofnunarinnar, skipulagsstofnun.is. Nánari upplýsingar um starfið veita Rut Kristinsdóttir, rut@skipulagsstofnun.is og Stefán Thors, stefan@skipulagsstofnun.is. Laun greiðast samkvæmt samningum fjármálaráðuneytisins við viðkomandi stéttarfélag svo og stofnanasamningi stofnunarinnar við það. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Í umsókn þarf að greina frá menntun, fyrri störfum og helstu verkefnum sem umsækjandi hefur tekist á við á undan- förnum árum og sem hann telur að koma muni að gagni í starfinu. Umsóknir skulu sendar til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar 2013. BYGGINGARVERKFRÆÐINGAR - NOREGUR ÍSTAK óskar eftir að ráða byggingarverkfræðinga eða byggingar- tæknifræðinga til starfa við framkvæmdir í Noregi. Um er að ræða fjölbreytt verkefni og þátttöku í stjórnun framkvæmda. Hæfniskröfur:          Meðal verkefna:                              RAFVIRKJAR/ RAFVEITUVIRKJAR- NOREGUR ÍSTAK óskar eftir að ráða til starfa rafvirkja/rafveituvirkja vegna fram- kvæmda í Noregi. Í starfinu felst meðal annars rekstur á rafveitu við jarðgangagerð ásamt viðgerðum á tækjum og búnaði. Æskilegt er að viðkomandi hafi einhverja reynslu af vinnu við háspennu. ÍSTAK er leiðandi fyrirtæki á íslenskum verktakamarkaði. Hjá fyrirtækinu starfa um 600 manns, víðsvegar um landið sem og erlendis. ÍSTAK er alhliða verktakafyrirtæki sem var stofnað árið 1970 og hefur annast ýmis verkefni, svo sem virkjanir, stór- iðjuver, hafnargerð, vega- og brúagerð auk flugvalla. Ennfremur húsbyggingar fyrir opinberar stofnanir, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga. Upplýsingar um störfin eru veittar á skrifstofu ÍSTAKS, Bugðufljóti 19, 270 Mosfellsbæ og í síma 530 2700 milli 8:15 og 17:00. Sækja skal um störfin á www.istak.is – undir „Starfsumsókn“ fyrir 21. janúar næstkomandi. www. radum. i s radum@radum. i s S ím i 519 6770

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.