Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2013, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2013 Study Medicine and Dentistry In Hungary “2013” Interviews will be held in Reykjavik in April, May, June and July. For details contact: Tel.:+ 36 209 430 492 Fax:+ 36 52 792 381 E-mail: omer@hu.inter.net internet: http://www.meddenpha.com Til sölu Óska eftir að taka veiðiá á Vestfjörðum á leigu Traustur aðili óskar eftir að taka veiðiá á Vestfjörðum á leigu. Ekki nauðsynlegt að veiðihús sé til staðar. Algjörum trúnaði heitið.Tilboðum verði skilað á box@mbl.is merkt: ,, V - 25225”, fyrir 1. febrúar 2013. FélagslífAtvinnuhúsnæði Landsst. 6013011215 I Rh. kl. 15.00 Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund sunnudag kl. 14. Akurinn, kristið samfélag, Núpalind 1, Kópavogi. Samkoma í dag, sunnudag 12. janúar, kl. 14.00. Ræðumaður Jógvan Purkhús. Allir hjartanlega velkomnir. Veiði Samkoma kl.17.00 Sigurður Ingimarsson talar. Heimilasamband fyrir konur byrjar aftur 14. janúar kl.15.00 Allir hjartanlega velkomnir. Nytjamarkaður á Eyjarslóð 7 og fatabúð í Garðastræti 6, opin alla virka daga kl. 13-18. Kl. 11.00. Samkoma og brauðsbrotning. Vörður Leví Traustason prédikar. Kl. 14.00. Samkoma á ensku í Alþjóðakirkjunni. Brandon Bergvinsson prédikar. Kl. 18.00. Kvöldsamkoma. Helgi Guðnason prédikar. Safnaðarheimili Grensáskirkju Sunnudagurinn 13. janúar Samkoma kl. 17.00. Ræðumaður sr. Kjartan Jónsson. 8 hesta hús við Faxaból, Víðidal, til sölu mjög gott hús. Veðbandalaust, seljandi getur lánað allt að 70% og jafnvel tekið bíl sem hluta greiðslukaupverðs. Verð 14,9 millj. Einn eigandi. Upplýsingar gefur Jón Egilsson hrl í síma 896 3677 eða vs. 568 3737. Kennsla Atvinnuhúsnæði á Reykjavíkurvegi Til leigu 143 fm rými á Reykjavíkurvegi í Hafn- arfirði með innkeyrsluhurð. Um er að ræða bakhús, hentar vel til bílaviðgerða eða sem „dótakassi“, góð lofthæð. Eignin er laus. Leiguverð 145 þús. á mánuði. Nánari upplýsingar í síma 844 2903. „Nám í öllum deildum skólans er mjög vin- sælt eins og lengi hefur verið. Viðskiptadeild og félags- og mannvísindadeild hafa verið fjölmennustu deildir sviðsins með yfir 1.000 nemendur hvor, en síðustu árin hefur félags- ráðgjafardeild vaxið hlutfallslega hraðast, enda mikill skortur á félagsráðgjöfum í land- inu. Í dag er viðskiptafræðideildin fjölmenn- ust á sviðinu.“ Með um 5.000 nemendur Þetta segir Sif Sigfúsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Það er stærsta svið skólans með um 5.000 nemendur. Undir sviðinu eru félags- og mannvísindadeild, félagsráðgjafardeild, stjórnmálafræðideild, hagfræðideild, laga- deild og viðskiptafræðideild. Að sögn Sifjar varð félagsvísindasvið til árið 2008, þegar skipulag Háskóla Íslands var endurskoðað og skólanum skipt í fimm fræðasvið. Sif segir að deildir félagsvísindasviðs séu í miklum tengslum við mannlífið í landinu. „Deildirnar hafa lengi brautskráð stóran hluta þess fólks sem gegnir forystustörfum í íslensku atvinnulífi, bæði í einkageiranum og opinbera geiranum,“ segir Sif sem bætir við að rannsóknir á sviðinu hafi eflst, bæði grunnrannsóknir, þar sem niðurstöður eru gjarnan birtar í alþjóðlegum ritrýndum tíma- ritum, en líka hagnýtari rannsóknir t.d. varð- andi undirbúning löggjafar og margvíslegar úttektir fyrir bæði opinbera aðila og einka- aðila. Kortleggja viðhorf „Sem dæmi má nefna að félagsvísindasvið og KPMG ehf. hafa nýverið staðið saman að könnun meðal stjórnarmanna íslenskum fyr- irtækjum. Meginmarkmið með könnuninni var að kanna starfshætti og starfsumhverfi stjórna, samskipti, reynslu og menntun stjórnarmanna og viðhorf til samsetningar stjórna. Ennfremur er markmiðið með könn- uninni að kortleggja viðhorf til laga um 40% lágmarkshlutfall hvors kyns í stjórnum sem taka gildi 1. september 2103 og meta síðan áhrifin af breyttu lagaumhverfi,“ segir Sif. Hún bætir við að auk þess leggi félags- vísindasviðið mikla áherslu á lifandi tengsl við almenning. Kennarar á sviðinu fjalli reglulega um rannsóknarsvið sín í fjölmiðlum landsins. Þjóðfræðin haldi úti vikulegum útvarpsþætti á RÚV, félag laganema, Orator, bjóði upp á ókeypis lögfræðiaðstoð fyrir almenning, og þar fram eftir götunum. Á sviðinu er boðið upp á gríðarlega fjöl- breytilegt nám bæði í grunn- og framhalds- námi og doktorsnemum hefur fjölgað mikið. Alls eru námsleiðir sem sviðið býður upp á um 50 talsins, til BS-, BA-, MA- eða MS- gráðu, MBA, Macc og LL.M Áhersla á alþjóðlegt samstarf „Skipulag námsins er í sífelldri endur- skoðun og nýjar námsleiðir bætast við. Ný- lega hefur verið komið á fót samstarfi milli lagadeildar HÍ og lagadeildar Kaupmanna- hafnarháskóla um sameiginlegt doktorsnám. Nýlega voru fyrstu stöður doktorsnema í þessu námi auglýstar og bárust tugir um- sókna hvarvetna að úr veröldinni. Sviðið hef- ur fengið styrk frá norrænu ráðherranefnd- inni til þess að undirbúa þverfræðilegt meistaranám á sviði Norðurslóða í samvinnu við Háskólann á Akureyri, Fróðskaparsetrið í Færeyjum, Háskólann í Grænlandi og Há- skólann í Bodö í Noregi. Vonast er til að fyrst verði tekið inn í námið haustið 2014 og námið mun fara fram í öllum þessum skólum. Á síð- asta hausti var í fyrsta skipti gerð tilraun með inntökupróf í hagfræðideild en í undir- búningi er að taka upp inntökupróf í lagadeild og hugsanlega í fleiri deildum árið 2014,“ seg- ir Sif. „Sviðið leggur mikla áherslu á alþjóðlegt samstarf og margir kennarar taka þátt í al- þjóðlegu rannsóknarsamstarfi. Erlendum skiptinemum hefur líka fjölgað mjög í Há- skóla Íslands undanfarin ár, ekki síst á fé- lagsvísindasviði, en næstum annar hver er- lendur skiptinemi stundaði þar nám skólaárið 2012-2013. Eftir hrunið hefur erlendum skiptinemum sem koma hingað fjölgað mjög mikið og það er vinsælt að velja Ísland sem áfangastað til að dveljast á og stunda nám. Íslendingum, sem fóru utan í skiptinám, fækkaði hins vegar fyrstu árin eftir hrun en fer nú heldur fjölgandi. Síðustu árin hafa út- lendingarnir sem komið hafa til Íslands verið miklu fleiri en Íslendingarnir sem hafa farið til útlanda í skiptinám.“ agas@mbl.is Vísindi Erlendum skiptinemum hefur fjölgað mikið eftir hrun, segir Sif Sigfúsdóttir. Morgunblaðið/Ómar Líf Félagsvísindafólk fylgist með tilverunni og í raun má segja að þeim sé ekkert mannlegt óvið- komandi í rannsóknarstarfi. Eins fylgist æskan með mannlífinu af leikvelli í Vesturbænum. Í miklum tengslum við mannlífið  Félagsvísindadeild HÍ er fjölsótt  Margir vilja nema í félagsráðgjöf  Lifandi tengsl

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.