Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2013, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2013, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2013 7 VERKFRÆÐINGUR/SÉRFRÆÐINGUR: EFTIRLIT MEÐ RAFKERFUM/MÆLITÆKJUM FLUGVÉLA Laust er til umsóknar hjá Icelandair starf verkfræðings/sérfræðings í eftirliti með rafkerfum og mælitækjum flugvéla. ÍS L E N SK A SI A .I S IC E 62 54 0 1/ 13 + Umsóknir ásamt ferilskrá óskast fylltar út á www.icelandair.is/umsokn eigi síðar en 20. janúar 2013. STARFSSVIÐ:  Eftirlit með viðhaldi á rafkerfum flugvéla  Afgreiðsla lofthæfifyrirmæla og breytinga frá framleiðendum  Verkfræðiaðstoð við viðhald flugvéla og viðvarandi lofthæfi  Umsjón tæknigagna er snúa að viðvarandi lofthæfi flugvéla  Fylgjast með og skrá breytingar á álagi á rafkerfi flugvéla  Samskipti við framleiðendur flugvéla og íhluta  Verkefnastjórnun og kostnaðareftirlit HÆFNISKRÖFUR  Próf í rafmagnsverkfræði/rafmagnstæknifræði, próf í flugvélaverkfræði eða flugvirkjanám sem gefur B2 réttindi  Þekking og reynsla af viðhaldi flugvéla er kostur  Mjög góð tölvukunnátta, þ.m.t. kunnátta á teikni- og textaforrit  Góðir samskiptahæfileikar  Frumkvæði og sjálfstæði  Öguð og góð vinnubrögð KOMDU TIL LIÐS VIÐ OKKUR Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veita: Unnar Sumarliðason I unnar@its.is Steinunn Una Sigurðdardóttir I unasig@icelandair.is Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga Í vikunni var staðfest gildis- taka á samningi milli Ísa- fjarðarbæjar og Blindra- félagsins um ferliþjónustu blindra þar vestra. Þetta er í fyrsta sinn sem sveitarfélag- ið gerir slíkan samning en Ísafjarðarbæjar er þriðja sveitarfélagið utan höfuð- borgarsvæðisins fer þessa leið. Það voru framkvæmda- stjóri Blindrafélagsins Ólaf- ur Haraldsson og Hildur Björnsdóttir, gjaldkeri og umsjónarmaður ferliþjón- ustu hjá félaginu, sem fóru vestur sem fulltrúar þess til að hitta leigubílstjóra, not- endur þjónustu og starfs- menn fjölskyldusviðs bæjar- ins. Lýstu þau ánægju með samninginn þar sem stigið er stórt skref í átt til bættrar þjónustu við blinda og sjón- skerta fyrir vestan. Morgunblaðið/Árni Sæberg Blind Blindum býðst margvísleg þjónusta sem eykur lífsgæði. Bót fyrir blinda  Samið við Ísafjarðarbæ Trúnaðarmenn hjúkrunar- fræðinga á Landspítala krefjast þess að nú þegar verði lokið við endurskoðun stofnanasamnings á LSH og laun hjúkrunarfræðinga hækkuð til samræmis við laun viðmiðunarhópa opin- berra starfsmanna utan heil- brigðiskerfisins. Þetta segir í ályktun sem trúnaðar- mennirnir sendu frá sér nú í vikunni. Sem kunnugt er hafa all- margir hjúkrunarfræðingar sem starfa á Landspítalanum sagt upp störfum að und- anförnu til að undirstrika óánægju sína með launakjör. Margir sögðu upp í byrjun desember og munu þeir að óbreyttu hætta störfum 1. mars næstkomandi. Segja hjúkrunarfræðingar í álykt- un sinni sig vera lykil- starfsmenn í heilbrigðiskerf- inu og þegar þeir hætti muni starfsemi sjúkrahússins „lamast með ófyrirséðum af- leiðingum fyrir landsmenn,“ eins og orðrétt segir. sbs@mbl.is Landspítalinn Þar er vá fyrir dyrum með uppsögnum. Landspítalinn lamast

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.