Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2013, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2013 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald Dvergschnauzer-hvolpar til sölu Dverg-Schnauzer-hvolpar til sölu. Ættbókarfærðir, heilsufarsskoðaðir og örmerktir. Barngóðir hundar sem fara ekki úr hárum. Tilbúnir til afhendingar Upplýsingar í síma 896 1771, Kiddi. Húsnæði óskast Íbúð óskast á sanngjörnu verði 4 manna fjölskylda óskar eftir 3 herb. íbúð í 101, 107, á sanngjörnu verði. Skammtímal. (til maí/ byrjun. júní) eða langtímal. Reglusemi, reykleysi, góðri umgengni og skílvísum greiðsl- um lofað. S. 618 4257. Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Verslun Gamaldags og nýmóðins trúlof- unarhringar. Gull, hvítagull, silfur, títanium, tungsten, rúna- og höfða- leturshringar á verði við allra hæfi. Sérsmíði, skart og vönduð úr. ERNA, Skipholti 3, s. 552 0775, www.erna.is Óska eftir Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar verðlaunagripir, Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi. fannar@fannar.is, s. 551 6488. KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bókhald Þjónusta Dáleiðslutæknir, Gísli F. Eggerts- son. Er skammdegið að fara með þig? Viltu léttast, hætta að reykja eða ná almennt betri heilsu? Þá gæti dáleiðsla verið fyrir þig. Tímapantanir í s. 690 0237 eða daleidari@mail.com Byggingavörur Hanna og smíða stiga Fást á ýmsum byggingarstigum. Sérlausnir í þrengslum. 25 ára reynsla. Uppl. í síma 894 0431. Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Húsviðhald Hreinsa þakrennur laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Sími 847 8704, manninn@hotmail.com Til leigu Við Kjarvalsstaði í Reykjavík 3ja herb. falleg sérhæð um 100 fm til leigu. Íbúðin er laus nú þegar. Nánari upplýsingar: throstur@miklaborg.is Íbúð til leigu 3ja herb. sirka 96 fm í Andrésbrunni, Reykjavík, ásamt stæði í bílskýli. Möguleiki á að leigja íbúð með húsgögnum af vandaðri gerð til 30. apríl á 185 þús á mánuði eða langtímaleiga frá og með deginum í dag á 150 þús. Jón Egils 896 3677 - 568 3737 Út er komið veglegt afmælisrit í tilefni af 25 ára afmæli Kringl- unnar. Í fréttatilkynningu segir að frá upphafi þetta verið fjöl- sóttasti verslunarstaður Íslend- inga. Bygging hennar á sínum tíma hafi verið vitnisburður um stórhug og djörfung í við- skiptum og með opnun Kringl- unnar hafi hafist nýr kafli í verslunarsögu þjóðarinnar. Í Kringlunni starfa nú ríflega þúsund manns og starfsemin er fjölbreytt. Þar starfa t.d. bóka- safnsfræðingar, úr- og gull- smiðir, læknar, kokkar, af- greiðslufólk, þjónar, ræstitæknar, sjúkraþjálfarar og fleiri starfsstéttir – en rekstrar- einingar í húsinu eru yfir 170. Frá því Kringlan var opnuð árið 1987 hafa tæplega 125 millj- ónir gesta lagt leið sína þangað og tekur hún við rúmlega fimm milljónum gesta árlega. Það er Kringlan sem gefur bókina út í samstarfi við Almenna bóka- félagið. Ritstjóri bókarinnar er Sigurður Már Jónsson. sbs@mbl.is Framkvæmd Pálmi Jónsson í Hagkaup tekur fyrstu skóflustunguna að nýrri verslunarmiðstöð. Árið 1987 var Kringlan opnuð. Kringlan í aldarfjórðung  Þúsund starfsmenn og fjölbreytt þjónusta  125 milljónir gesta Morgunblaðið/Golli Verslun Mikið er umleikis í Kringlunni þessa dagana þegar janúarútsölurnar standa sem hæst. Gistinóttum á hótelum á Íslandi fjölgaði um 20% á fyrstu ellefu mánuðum sl. árs, skv. nýjum tölum frá Hagstofunni. Gistinætur á hótelum fyrstu ellefu mánuði ársins voru 1.696.300 til saman- burðar við 1.416.700 á sama tímabili árið 2011. Gistinóttum er- lendra gesta hefur fjölgað um 21% en gistinóttum Íslendinga hefur fjölgað um 12%. Á hótelum landsins sváfu ríflega 115 þúsund manns af sér nóttina í nóvember á sl. ári samanborið við 77.600 gesti í nóv- ember fyrir ári. Útlendingar voru næturgestir í 75% tilvika, en gistinóttum þeirra fjölgaði um 54% í nóvember sl. sé þessi sami mánuður 2011 hafður til samanburðar. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Hótel Ferðaþjónustan blómstrar og gististaðir eru fjölsóttir. Hótelgestum fjölgar Enn ber mikið í milli í kjara- viðræðum sjómanna og út- vegsmanna. Markmið og við- leitni til að ná samningum hefur ekki borið árangur og mikið ber í milli, segir í frétt í tilkynningu frá LÍU. Þar er vísað til ályktunar sem sjó- mannafélögin í Vestmannaeyj- um og á Húsavík sendu frá sér á dögunum, þar sem því er mótmælt að hlutaskiptakerfi sjómanna og útvegsmanna verði endurskoðað í ljósi marg- földunar veiðigjalda. Útvegsmenn benda á að þrátt fyrir að kjarasamningar þeirra og sjómanna hafi verið lausir síðastliðin tvö ár hafa kauptrygging og kaupliðir sjó- manna hækkað í tvígang, um 4,25% hinn 1. júní 2011 og um 3,5% í byrjun febrúar á sl ári. Laun sjómanna ráðast fyrst og fremst af verðmæti afla. Þegar vel ári, eins og síðustu ár, hafi sjómenn og útvegsmenn haft góðar tekjur. Með lögum um veiðigjöld frá síðasta sumri hafi gjöld útgerðarinnar marg- faldast og grundvelli hluta- skiptakerfisins, sem ræður miklu um launsjómanna, koll- varpað af hálfu stjórnvalda. „Það blasir við að ekki er hægt að ætlast til að útgerðin greiði laun af þeim hluta sem ríkið tekur. Útvegsmenn og sjómenn stóðu sem einn maður á Austurvelli til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar af illa ígrunduðum tillögum um margföldun veiðigjaldsins. Fyrir þann stuðning ber að þakka. Því miður voru lögin samþykkt og eru varnaðarorð þeirra sem mótmæltu nú að rætast. Á fundi sjómanna og útvegsmanna á Austurvelli var ákvörðun stjórnvalda um af- nám sjómannaafsláttarins mótmælt harðlega. Útvegs- menn hafa alltaf stutt þá kröfu sjómanna,“ segir í frétt LÍÚ. sbs@mbl.is Hlutaskiptakerfið er sagt brostið  Afleiðingar veiðigjalda eru komnar í ljós, að sögn LÍÚ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Útgerð Veiðigjaldi andæft í fyrra. Flotinn sigldi í land og fjölmennti að Alþingi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.