Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Side 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.3. 2013 Matur og drykkir Mættir: Börkur Gunnarsson leikstjóri, Linda Blöndal útvarps- kona, Jón Páll Eyjólfsson, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Guðrún Bjarnadóttir mættu á réttum tíma en Björn Thors mætti seint. Björn Thors kom inn næstum klukkutíma of seint og afsak- ar sig. „Ég hélt þetta væri hálfátta, ekki hálfsjö. Ég er alveg í karakter að vera allt of seinn, vantar bara að ég sé blindfullur líka og fari að staupa mig á klósettinu,“ segir hann og hlær. Börkur: „Eins gott að ég er með súpu í matinn sem verður bara betri við að malla á hellunni, annars hefðirðu eyðilagt matinn fyrir okkur.“ Björn: „Já, þú að elda? Ég hafði nú ekk- ert voða mikla trú á því, hélt þú værir „outsourcing“ og myndir bara panta pítsu fyrir okkur.“ Börkur: „Nei, nei. Mexíkósk kjúklingasúpa, í tilefni þess að einhvern tímann á árinu verður þjóðhátíðardagur í Mexíkó.“ Björn: „Já, við verðum að taka næstu mynd upp þar. Og þá vil ég fá alvöruhjólhýsi fyrir mig með aðstoðarmönnum og whiskey on the rocks í pásum.“ Linda: „Ég skil nú ekki af hverju þú kallar þetta mexíkóska súpu þegar hún er með öllu þessu karríi? Karrí er ekkert sér- staklega mexíkóskt krydd!“ Börkur: „Uppskriftin heitir bara þetta, ég veit ekkert meira um þetta. Ég fann þetta á netinu. En það er fullt af chili í henni, þeir eru alltaf í chilíinu þarna í Mexíkó. Það er ferskt chili í henni, það er chili-tómatpúrra í henni og meira að segja chili-rjómaostur.“ Maríanna: „Skemmtilega metafýsískt hjá þér Börkur að láta Björn Thors fá stólinn undir plakatinu af sjálfum sér.“ Börkur: „Já, og ég er með nafn hans skrifað hérna á blaðið fyrir framan mig, þannig að hann er eiginlega hér með okkur í þrennum skilningi.“ Jón Páll: „Bjössi … Bjössi.“ Björn: „Og ég var einmitt að hugsa um sjálfan mig.“ Jón Páll: „Ég er svo mikið með þér í þessu Bjössi að ég er ekki lengur ég sjálfur. Ég held ég sé þú, Bjössi.“ Bjössi hlær. Jón Páll: „Nei, ég er kominn í ruglið. Góð súpa.“ Linda: „Já, þetta er ætt hjá honum.“ Jón Páll: „Já, svo sé ég alltaf að Ingvar E. Sigurðsson er skrifaður miklu hærra á plakatinu en mitt nafn.“ Börkur: „Já, guð minn góður, ég segi alltaf frægustu nöfnin fyrst í viðtölum, fyrst segi ég Björn Thors, svo vind ég mér strax í aukaleikarana Eddu Björgvinsdóttur og Ingvar E. Sig- urðsson og ef þeir vilja enn heyra leikaranöfn eftir það fer ég kannski aftur í aðalleikarana og minnist á ykkur Maríönnu Clöru og Guðrúnu.“ Maríanna: „Jæja, þú minnist þó á mig af og til.“ Jón Páll: „Já, maður skilur hvaða sess maður hefur í huga þér.“ Maríanna: „Hann mundi samt eftir þér þegar hann setti ljós- mynd úr myndinni í auglýsinguna þar sem við erum allsnakin í hörku kynlífi.“ Jón Páll: „Já, hvernig er það, þarf ekki leyfi frá leikara áður en manni er slengt svona í tímarit allsnöktum í brútal ást- arsenu?“ Börkur: „Nei, sem betur fer lastu ekki smáa letrið.“ Maríanna: „Úff, maðurinn minn er ekki enn búinn að þora að kíkja á hana.“ Jón Páll: „Ekki konan mín heldur. Mamma ætlaði á hana með börnin mín, ég sagði henni að nei, nei, það væri ekki góð hug- mynd.“ Maríanna: „Óli ætlar reyndar með mér núna um helgina, hann er orðinn nógu stór til að sjá hana.“ Jón Páll: „En þessi ljósmynd fer út um allt.“ Maríanna: „Ég var reyndar heppin þar, það þekkir mig eng- inn á ljósmyndinni nema einhver þekki brjóstin mín of vel, en þú ert mjög vel þekkjanlegur á myndinni,“ segir Maríanna og hlær. Jón Páll: „Hafið þið annars séð nýju mynd Bigelow, Zero Dark Thirty?“ Maríanna: „Nei.“ Jón Páll: „Hún er merkilega góð. Þessi kona er svo karllægur leikstjóri að það er rosalegt.“ Börkur: „Já, hún gerði Strange Days, ég ætlaði ekki að trúa því að það hefði verið kona sem leikstýrði henni þegar ég heyrði það.“ Björn: „Hún leikstýrði Ingvari E. Sigurðssyni í K-19 og var víst svakalega grimm. Það var mikil starfsmannavelta meðan á tökunum stóð því hún rak svo marga. Henni var fært kalt kaffi og hún var búin að reka manninn á staðnum.“ Maríanna: „Já, það er örugglega ekkert auðvelt fyrir konu að skapa sér pláss í svona karllægum heimi sem kvikmyndaleik- stjórnin í Hollywood er.“ Björn: „Já, Þórhildur Þorleifsdóttir hefur stundum talað um þetta, að það þurfi klókindi til að skapa sér pláss sem leik- LEIKSTJÓRINN BÖRKUR GUNNARSSON BAUÐ Í MAT Þetta reddaðist allt að lokum LEIKHÓPURINN SEM STENDUR AÐ BÍÓMYNDINNI ÞETTA REDDAST KOM Í SÚPU HEIM TIL LEIKSTJÓRANS, BARKAR GUNNARSSONAR. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Börkur tekur vænan skammt upp úr pottunum. Björn Thors býður upp á knús. Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.