Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Qupperneq 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.3. 2013 Matur og drykkir Mættir: Börkur Gunnarsson leikstjóri, Linda Blöndal útvarps- kona, Jón Páll Eyjólfsson, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Guðrún Bjarnadóttir mættu á réttum tíma en Björn Thors mætti seint. Björn Thors kom inn næstum klukkutíma of seint og afsak- ar sig. „Ég hélt þetta væri hálfátta, ekki hálfsjö. Ég er alveg í karakter að vera allt of seinn, vantar bara að ég sé blindfullur líka og fari að staupa mig á klósettinu,“ segir hann og hlær. Börkur: „Eins gott að ég er með súpu í matinn sem verður bara betri við að malla á hellunni, annars hefðirðu eyðilagt matinn fyrir okkur.“ Björn: „Já, þú að elda? Ég hafði nú ekk- ert voða mikla trú á því, hélt þú værir „outsourcing“ og myndir bara panta pítsu fyrir okkur.“ Börkur: „Nei, nei. Mexíkósk kjúklingasúpa, í tilefni þess að einhvern tímann á árinu verður þjóðhátíðardagur í Mexíkó.“ Björn: „Já, við verðum að taka næstu mynd upp þar. Og þá vil ég fá alvöruhjólhýsi fyrir mig með aðstoðarmönnum og whiskey on the rocks í pásum.“ Linda: „Ég skil nú ekki af hverju þú kallar þetta mexíkóska súpu þegar hún er með öllu þessu karríi? Karrí er ekkert sér- staklega mexíkóskt krydd!“ Börkur: „Uppskriftin heitir bara þetta, ég veit ekkert meira um þetta. Ég fann þetta á netinu. En það er fullt af chili í henni, þeir eru alltaf í chilíinu þarna í Mexíkó. Það er ferskt chili í henni, það er chili-tómatpúrra í henni og meira að segja chili-rjómaostur.“ Maríanna: „Skemmtilega metafýsískt hjá þér Börkur að láta Björn Thors fá stólinn undir plakatinu af sjálfum sér.“ Börkur: „Já, og ég er með nafn hans skrifað hérna á blaðið fyrir framan mig, þannig að hann er eiginlega hér með okkur í þrennum skilningi.“ Jón Páll: „Bjössi … Bjössi.“ Björn: „Og ég var einmitt að hugsa um sjálfan mig.“ Jón Páll: „Ég er svo mikið með þér í þessu Bjössi að ég er ekki lengur ég sjálfur. Ég held ég sé þú, Bjössi.“ Bjössi hlær. Jón Páll: „Nei, ég er kominn í ruglið. Góð súpa.“ Linda: „Já, þetta er ætt hjá honum.“ Jón Páll: „Já, svo sé ég alltaf að Ingvar E. Sigurðsson er skrifaður miklu hærra á plakatinu en mitt nafn.“ Börkur: „Já, guð minn góður, ég segi alltaf frægustu nöfnin fyrst í viðtölum, fyrst segi ég Björn Thors, svo vind ég mér strax í aukaleikarana Eddu Björgvinsdóttur og Ingvar E. Sig- urðsson og ef þeir vilja enn heyra leikaranöfn eftir það fer ég kannski aftur í aðalleikarana og minnist á ykkur Maríönnu Clöru og Guðrúnu.“ Maríanna: „Jæja, þú minnist þó á mig af og til.“ Jón Páll: „Já, maður skilur hvaða sess maður hefur í huga þér.“ Maríanna: „Hann mundi samt eftir þér þegar hann setti ljós- mynd úr myndinni í auglýsinguna þar sem við erum allsnakin í hörku kynlífi.“ Jón Páll: „Já, hvernig er það, þarf ekki leyfi frá leikara áður en manni er slengt svona í tímarit allsnöktum í brútal ást- arsenu?“ Börkur: „Nei, sem betur fer lastu ekki smáa letrið.“ Maríanna: „Úff, maðurinn minn er ekki enn búinn að þora að kíkja á hana.“ Jón Páll: „Ekki konan mín heldur. Mamma ætlaði á hana með börnin mín, ég sagði henni að nei, nei, það væri ekki góð hug- mynd.“ Maríanna: „Óli ætlar reyndar með mér núna um helgina, hann er orðinn nógu stór til að sjá hana.“ Jón Páll: „En þessi ljósmynd fer út um allt.“ Maríanna: „Ég var reyndar heppin þar, það þekkir mig eng- inn á ljósmyndinni nema einhver þekki brjóstin mín of vel, en þú ert mjög vel þekkjanlegur á myndinni,“ segir Maríanna og hlær. Jón Páll: „Hafið þið annars séð nýju mynd Bigelow, Zero Dark Thirty?“ Maríanna: „Nei.“ Jón Páll: „Hún er merkilega góð. Þessi kona er svo karllægur leikstjóri að það er rosalegt.“ Börkur: „Já, hún gerði Strange Days, ég ætlaði ekki að trúa því að það hefði verið kona sem leikstýrði henni þegar ég heyrði það.“ Björn: „Hún leikstýrði Ingvari E. Sigurðssyni í K-19 og var víst svakalega grimm. Það var mikil starfsmannavelta meðan á tökunum stóð því hún rak svo marga. Henni var fært kalt kaffi og hún var búin að reka manninn á staðnum.“ Maríanna: „Já, það er örugglega ekkert auðvelt fyrir konu að skapa sér pláss í svona karllægum heimi sem kvikmyndaleik- stjórnin í Hollywood er.“ Björn: „Já, Þórhildur Þorleifsdóttir hefur stundum talað um þetta, að það þurfi klókindi til að skapa sér pláss sem leik- LEIKSTJÓRINN BÖRKUR GUNNARSSON BAUÐ Í MAT Þetta reddaðist allt að lokum LEIKHÓPURINN SEM STENDUR AÐ BÍÓMYNDINNI ÞETTA REDDAST KOM Í SÚPU HEIM TIL LEIKSTJÓRANS, BARKAR GUNNARSSONAR. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Börkur tekur vænan skammt upp úr pottunum. Björn Thors býður upp á knús. Morgunblaðið/Kristinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.